Svæði

Tortóla

Greinar

Yfirlýsing Benedikts um Tortólafélagið vekur upp margar spurningar
FréttirPanama-skjölin

Yf­ir­lýs­ing Bene­dikts um Tor­tóla­fé­lag­ið vek­ur upp marg­ar spurn­ing­ar

Skatta­sér­fræð­ing­ur seg­ir að yf­ir­lýs­ing Bene­dikts Sveins­son­ar um eign­ar­hald Tor­tóla­fé­lags hans á fast­eign á Flórída skilji eft­ir sig marg­ar spurn­ing­ar. Bene­dikt seg­ir að fyr­ir­tæk­ið á Tor­tóla hafi ver­ið tekju­laust og hafi aldrei átt neitt fé. Samt hef­ur þetta fé­lag keypt hús á 45 millj­ón­ir króna og rek­ið það um sex­tán ára skeið.
Panamaskjölin: Benedikt, faðir Bjarna, átti félag í skattaskjólinu Tortólu
FréttirPanamaskjölin

Pana­maskjöl­in: Bene­dikt, fað­ir Bjarna, átti fé­lag í skatta­skjól­inu Tor­tólu

Bene­dikt Sveins­son, fað­ir Bjarna Bene­dikts­son­ar, átti fé­lag í skatta­skjól­inu Tor­tólu ásamt eig­in­konu sinni. Bene­dikt stofn­aði líka fé­lag í Lúx­em­borg sem um­tals­vert skatta­hag­ræði var af. Bjarni Bene­dikts­son var full­trúi föð­ur síns í stjórn­um margra fyr­ir­tækja á ár­un­um fyr­ir hrun, með­al ann­ars skipa­fé­lags­ins Nes­skipa sem átti dótt­ur­fé­lög í Panama og á Kýp­ur.
Panama-skjölin: Milljarðaslóð Jóns Ásgeirs og Ingibjargar rakin í skattaskjól
Afhjúpun

Panama-skjöl­in: Millj­arða­slóð Jóns Ás­geirs og Ingi­bjarg­ar rak­in í skatta­skjól

Panama-skjöl­in sýna að Jón Ás­geir Jó­hann­es­son á og teng­ist mikl­um eign­um í skatta­skjól­um þrátt fyr­ir að hann hafi neit­að því í gegn­um ár­in. Þau sýna um­fangs­mik­il við­skipti Ingi­bjarg­ar Pálma­dótt­ur, fjár­fest­is og að­aleig­anda fjöl­miðla­fyr­ir­tæk­is­ins 365, og Jóns Ás­geirs Jó­hann­es­son­ar í fé­lög­um í skatta­skjól­um heims­ins. Ingi­björg er skráð­ur eig­andi fé­lags­ins Guru In­vest í Panama sem borg­aði upp skuld­ir upp á 2,4 millj­arða við Glitni og Jón Ás­geir er eig­andi Jo­vita Inc. í Panama með­al ann­ars.
Panamaskjölin: Karl Wernersson stofnaði félag hjá Mossack Fonseca sem tók við milljörðum frá Íslandi
FréttirPanamaskjölin

Pana­maskjöl­in: Karl Werners­son stofn­aði fé­lag hjá Mossack Fon­seca sem tók við millj­örð­um frá Ís­landi

Karl Werners­son not­aði fé­lag á Seychell­es-eyj­um til að taka við arði, lána pen­inga og fá lán frá Ís­landi. Leiftri ltd. tók með­al ann­ars við tæp­lega þriggja millj­arða láni frá Milest­one sem aldrei fékkst greitt til baka. Karl seg­ir að Leiftri hafi tap­að öllu sínu í hrun­inu. Pana­maskjöl­in sýna að fé­lag­ið var lagt nið­ur ár­ið 2012 skömmu eft­ir að það af­skrif­aði millj­arðs króna skuld móð­ur­fé­lags lyfja­versl­un­ar­inn­ar Lyfja og heilsu á Ís­landi.
Leysa upp skattaskjólsfélagið sem Pálmi notaði til að flytja fjóra milljarða til Tortóla
FréttirStjórnmálamenn í skattaskjólum

Leysa upp skatta­skjóls­fé­lag­ið sem Pálmi not­aði til að flytja fjóra millj­arða til Tor­tóla

Fons, fé­lag Pálma Har­alds­son­ar, var á end­an­um í eigu tveggja Tor­tóla­fé­laga í gegn­um Matt­hew Hold­ings S.A. í Lúx­em­borg. Nú hef­ur dóm­stóll í Lúx­em­borg kveð­ið upp úr­skurð um slit á Matt­hew Hold­ings sem ekki hef­ur skil­að árs­reikn­ingi frá ár­inu 2006. Eng­ar op­in­ber­ar upp­lýs­ing­ar eru því til um af­drif 4,2 millj­arða króna arðs frá Fons sem rann tll Lúx­em­borg­ar frá Ís­landi 2007.
Gunnlaugur hefði þurft að greiða 127 milljónir í skatt af Tortólafélaginu eftir lagabreytinguna
FréttirStjórnmálamenn í skattaskjólum

Gunn­laug­ur hefði þurft að greiða 127 millj­ón­ir í skatt af Tor­tóla­fé­lag­inu eft­ir laga­breyt­ing­una

Gunn­laug­ur Sig­munds­son hefði þurft að greiða tekju­skatt af arð­greiðslu út úr fé­lagi sem hann átti í Lúx­em­borg ef hann hefði greitt arð­inn út eft­ir ár­ið 2010. Þeir Sig­mund­ur Dav­íð Gunn­laugs­son gerðu báð­ir ráð­staf­an­ir í af­l­ands­fé­lög­um sín­um fyr­ir lag­breyt­ing­una þann 1. janú­ar 2010. Tekju­skatt­ur­inn af arð­greiðsl­unni hefði num­ið að minnsta kosti 127 millj­ón­um eft­ir 1. janú­ar 2010 en fyr­ir það hefði lög­bund­in greiðsla skatts af arð­in­um átt að vera um 35 millj­ón­ir króna.
Víðtæk hagsmunatengsl formanna stjórnarflokkanna
Afhjúpun

Víð­tæk hags­muna­tengsl formanna stjórn­ar­flokk­anna

Sig­mund­ur Dav­íð Gunn­laugs­son og Bjarni Bene­dikts­son tengj­ast skatta­skjól­um og lág­skatta­svæð­um bæði með bein­um hætti og óbein­um. Gunn­laug­ur Sig­munds­son fað­ir Sig­mund­ar nýtti sér Tor­tóla­fé­lög í gegn­um Lúx­em­borg til að taka út 354 millj­óna króna arð eft­ir hrun. Mik­il­væg­asta fjár­fest­ing­ar­fé­lag föð­ur­bróð­ur Bjarna, Ein­ars Sveins­son­ar, var flutt frá Kýp­ur til Lúx­em­borg­ar með rúm­lega 800 millj­óna króna eign­um. Hversu mörg önn­ur fyr­ir­tæki í skatta­skjól­um og á lág­skatta­svæð­um tengj­ast þess­um for­mönn­um Fram­sókn­ar­flokks og Sjálf­stæð­is­flokks?

Mest lesið undanfarið ár