Banki Margeirs slapp við skuld við ríkið með viðskiptum í skattaskjóli
Margeir Pétursson, fjárfestir og stofnandi MP bankans sáluga, var umsvifamikill viðskiptavinur panömsku lögmannsstofunnar Mossack Fonseca um árabil samkvæmt Panamaskjölunum. Aflandsfélag í huldu eignarhaldi átti lykilþátt í viðskiptafléttu sem fól í sér að banki í eigu Margeirs gerði upp skuld við íslenska ríkið eftir að aflandsfélagið keypti kröfur af íslenskum lífeyrissjóðum.
Fréttir
Samstarfsmaður íslenska ríkisins notaði þrjú félög í skattaskjólum
Haukur Harðarson, fjárfestir og stjórnarformaður Orku Energy, átti að minnsta kosti þrjú félög í skattaskjólum sem hann notaði í viðskiptum sínum fyrir og eftir hrun. Stýrir fyrirtæki sem á í samstarfi við íslenska ríkið í orkumálum í Kína og hefur Haukur nokkrum sinnum fundað með Ólafi Ragnari Grímssyni, forseta Íslands, vegna orkumála. Einsdæmi er að einkafyrirtæki komist í þá stöðu sem Orka Energy er í í Kína.
Erfingjar heildsölunnar Ó. Johnson og Kaaber, seldu hlutabréf til Tortólafélags fyrir nærri 330 milljónir króna. Fjögur systkini og móðir þeirra stýrðu félaginu sem hét Eliano Management Corp sem hóf lántökur upp á mörg hundruð milljónir króna í bönkum í Lúxemborg. Systkinin, meðal annars fyrrverandi fréttamaðurinn Helga Guðrún Johnson, neita að tala um Tortólafélagið. Skattasérfræðingur segir verulegt skattahagræði kunna að hafa verið af félaginu.
AfhjúpunPanamaskjölin
Panamaskjölin: Notaði börnin sín í skattaskjóli
Sigurður Bollason fjárfestir skuldbatt þrjú börn sín sem lögráðamaður þeirra í viðskiptum félaga í skattaskjólum. Fjögurra og sex ára gömul börn eru skráðir eigendur skúffufélaga. Sigurður og viðskiptafélagi hans, Magnús Ármann, eru næst umsvifamestir í Panamaskjölunum á eftir Björgólfsfeðgum. Arðgreiðslur frá félögum hjá Mossack Fonseca nema á sjötta milljarð króna. Milljarðar voru afskrifaðir hjá þeim báðum eftir hrun en Panamaskjölin sýna miklar eignir þrátt fyrir það.
FréttirMenntamál
Á félag í skattaskjóli og fær ríkisstyrki til landbúnaðar með GAMMA
Hellen Magne Gunnarsdóttir er í Panamagögnunum ásamt eiginmanni sínum Erni Karlssyni en þau eiga félag sem á 280 milljóna króna eignir á Tortólu. Þau stunda viðskipti við Kirkjubæjarsklaustur með sjóði í eigu GAMMA sem sérhæfir sig í landbúnaði en fyrirtæki þeirra stundar nytjaskógrækt. Ríkisstofnun á sviði skógræktar fjármagnar nytjaskógræktina á jörðinni til 40 ára.
AfhjúpunPanamaskjölin
Flett ofan af Björgólfsfeðgum: Reikningur í skattaskjóli og bankahólf opnuð í hruninu
Gögn frá lögmannsstofunni Mossack Fonseca varpa ljósi á ótrúlega umfangsmikil viðskipti feðganna Björgólfs Guðmundssonar og Björgólfs Thors Björgólfssonar í skattaskjólum fyrir og eftir hrunið 2008. Feðgarnir tengdir meira en 50 félögum. Dóttir Björgólfs Guðmundssonar opnaði bankareikning og bankahólf í Sviss og neitar að segja af hverju. Óþekkt lánveiting upp á 3,6 milljarða til Tortólafélags. Félag sem Björgólfur eldri stýrði fékk milljarð í lán sem aldrei fékkst greitt til baka. Nær öll fyrirtæki Björgólfs Thors eru beint eða óbeint í skattaskjóli.
FréttirPanamaskjölin
Panama-skjölin: „Þessi reynsla varð mér persónulega mjög erfið“
Eggert Claessen, framkvæmdastjóri Frumtaks, átti fyrirtæki í skattskjólinu Tortólu sem fékk lán til fjárfestinga á árunum fyrir hrun. Hann segir að félagið hafi verið stofnað að undirlagi Landsbankans í Lúxemborg. Frumtak sér um rekstur tveggja fjárfestingarsjóða þar sem lífeyrissjóðirnir eru stórir hluthafar.
FréttirWintris-málið
Sigmundur Davíð og Anna Sigurlaug fengu 162 milljóna fjármagnstekjur frá Wintris árið 2009
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson reynir að stilla eignarhaldinu á Wintris upp eins og hann hafi aldrei átt hlut í félaginu. Hann birtir upplýsingar um skattskil eiginkonu sinnar frá þeim tíma þegar hún átti Wintris en birtir ekki upplýsingar um eigin skattaskil jafnvel þó hann hafi átt Wintris með henni. Sigmundur Davíð segir að þau hjónin hafi greitt meira en 300 milljónir í skatta frá árinu 2007 en hann segir ekki frá eigin skattgreiðslum.
FréttirPanamaskjölin
Jafet um viðskipti við Wintris: „Ferð þú út í búð og kaupir kók alltaf eða?“
Jafet Ólafsson kemur fyrir í upplýsingum um viðskipti með kröfu sem Wintris, Tortóla-félag Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, átti á hendur Glitni. Hann segir viðskiptin hafa átt sér stað í hruninu en vill annars ekki ræða þau. Krafan skipti þrisvar um hendur á leið sinni frá Wintris og til bandarísks vogunarsjóðs.
FréttirPanama-skjölin
Líkti Kastljósinu við Hitler - er sjálfur í gögnunum
Nafn hæstaréttarlögmannsins Sigurðar G. Guðjónssonar er að finna í Panama-skjölunum. Sigurður hefur áður líkt vinnubrögðum fréttamanna í umfjöllun um aflandsfélög við vinnubrögð Hitlers.
FréttirPanamaskjölin
Panama-skjölin: Einn ríkasti útgerðarmaður landsins með hlut í félagi á Tortólu
Útgerðarstjóri og næststærsti hluthafi Samherja, Kristján Vilhelmsson, var skráður fyrir hlut í fyrirtækinu í Hornblow Continental Corp. Kristján og kona hans eiga eignir upp á um sjö milljarða króna. Annar hluthafi í Hornblow, Hörður Jónsson, segir að félagið hljóti að hafa verið stofnað í gegnum Landsbanka Íslands.
RannsóknPanamaskjölin
Panama-skjölin: Systkinin fjögur með félög í skattaskjóli
Skattayfirvöld á Tortóla reyndu að fá upplýsingar um fjárhagsstöðu félags Karls Wernerssonar á Tortólu. Karl segir skattayfirvöld á Íslandi hafa skoðað skattskil fyrirtækisins án frekari aðgerða. Þrjú af systkinum Karls stofnuðu fyrirtæki í gegnum Mossack Fonseca en eitt þeirra, Ingunn Wernersdóttir, fékk tæpa fimm milljarða króna þegar hún seldi Karli og Steingrími Wernerssonum hlut sinn í Milestone árið 2005. Skúli Eggert Þórðarson ríkisskattstjóri segir upplýsingaskiptasamninga við lágskattaríki hafa gert mikið gagn.
Lýsir andlegu ofbeldi fyrrverandi sem hótaði að dreifa nektarmyndum
Edda Pétursdóttir greinir frá andlegu ofbeldi í kjölfar sambandsslita þar sem hún sætti stöðugu áreiti frá fyrrverandi kærasta sínum. Á fyrsta árinu eftir sambandsslitin bárust henni fjölda tölvupósta og smáskilaboða frá manninum þar sem hann ýmist lofaði hana eða rakkaði niður, krafðist viðurkenningar á því að hún hefði ekki verið heiðarleg í sambandinu og hótaði að birta kynferðislegar myndir og myndbönd af henni ef hún færi ekki að vilja hans. Edda ræðir um reynslu sína í hlaðvarpsþættinum Eigin Konur í umsjón Eddu Falak og í samtali við Stundina. Hlaðvarpsþættirnir Eigin Konur verða framvegis birtir á vef Stundarinnar og lokaðir þættir verða opnir áskrifendum Stundarinnar.
2
Rannsókn
7
Jón Baldvin við nemanda: „Viltu hitta mig eftir næsta tíma“
Fimmtán ára stúlka í Hagaskóla hélt dagbók vorið 1970 þar sem hún lýsir kynferðislegum samskiptum við Jón Baldvin Hannibalsson sem þá var 31 árs gamall kennari hennar. Í bréfi sem hann sendi stúlkunni segist hann vilja stinga af frá öllu og liggja í kjöltu hennar.
3
Eigin Konur#75
1
Fylgdi móður sinni í einkaflugvél
Ragnheiður er aðeins 15 ára gömul en hún fór með mömmu sinni til Noregs með einkaflugvél að sækja bræður sína. Samfélagsmiðlar gera börnum kleift að tjá sig opinberlega og hefur Ragnheiður verið að segja sína sögu á miðlinum TikTok. Hún talar opinskátt um málið sitt eftir að barnavernd og sálfræðingur brugðust henni. Hvenær leyfum við rödd barna að heyrast? Í þessu viðtali segir Ragnheiður stuttlega frá því sem hún er nú þegar að tala um á TikTok og hver hennar upplifun á ferðalaginu til Noregs var.
4
Fréttir
4
Óttaðist fyrrverandi kærasta í tæpan áratug
Edda Pétursdóttir segist í rúm níu ár hafa lifað við stöðugan ótta um að fyrrverandi kærasti hennar myndi láta verða af ítrekuðum hótunum um að dreifa kynferðislegum myndböndum af henni, sem hann hafi tekið upp án hennar vitundar meðan þau voru enn saman. Maðurinn sem hún segir að sé þekktur á Íslandi hafi auk þess áreitt hana með stöðugum tölvupóstsendingum og smáskilaboðum. Hún segir lögreglu hafa latt hana frá því að tilkynna málið.
5
Eigin Konur#82
Fjölskyldan flakkaði milli hjólhýsa og hótela: Gagnrýnir að barnavernd skyldi ekki grípa fyrr inn í
„Ég byrjaði alla morgna á að spyrja hvert ég ætti að koma eftir skóla, því maður vissi aldrei hvar maður myndi vera næstu nótt,“ segir Guðrún Dís sem er 19 ára. Í viðtali við Eigin Konur segir hún frá upplifun sinni af því að alast upp hjá móður með áfengisvanda. Hún segir að lífið hafa breyst mjög til hins verra þegar hún var 12 ára því þá hafi mamma hennar byrjað að drekka. Þá hafi fjölskyldan misst heimilið og eftir það flakkað milli hjólhýsa og hótela. Guðrún Dís vildi segja frá sinni hlið mála eftir að móðir hennar opinberaði sögu sína á YouTube. Guðrún Dís hefur lokað á öll samskipti við hana. Guðrún segir að þó mamma hennar glími við veikindi eigi hún ekki að bera ábyrgð á henni. Hún gagnrýnir starfsfólk barnaverndar fyrir að hafa ekki gripið inn í miklu fyrr. Ábyrgðarmaður og ritstjóri Eigin kvenna er Edda Falak.
6
Viðtal
1
Þar sem ósýnilega fólkið býr í borginni
„Þetta var öruggasti staðurinn minn,“ segir Alma Lind Smáradóttir þegar hún opnar inn í ruslageymslu í bílakjallara í Reykjavík. Þarna bjó hún hluta þeirra þriggja ára sem hún þvældist um götur bæjarins. Borgin sést í öðru ljósi þegar hún er séð með augum heimilislausra, ósýnilega fólksins, þeirra sem flestir líta fram hjá eða hrekja burt. Ítarlegt og einlgæt viðtal við Ölmu Lind birtist í 162. tölublaði Stundarinnar og má lesa í heild á slóðinni: https://stundin.is/grein/16051/
7
Viðtal
9
Lifði af þrjú ár á götunni
Alma Lind Smáradóttir endaði á götunni eftir að hún missti son sinn frá sér. Þar þvældist hún um í þrjú ár með sár sem náðu aldrei að gróa. Þegar hún varð barnshafandi á ný mætti barnavernd á fæðingardeildina og fór fram á að hún myndi afsala sér barninu.
8
Fréttir
14
„Hann hefur ekki beðist afsökunar“
Tónlistarmaðurinn Auðunn Lúthersson, sem kallar sig Auður, hefur viðurkennt að hafa farið „yfir mörk“ í samskiptum við konur. Konur lýsa ágengni og meiðandi framkomu sem hann hafi aldrei axlað ábyrgð á.
9
Eigin Konur#80
Helga Sif og Gabríela Bryndís
Helga Sif stígur nú fram í viðtali við Eigin konur eftir að barnsfaðir hennar birti gerðardóm í forsjárdeilu þeirra og nafngreindi hana og börnin á Facebook. Helga Sif og börnin hafa lýst andlegu og kynferðislegu ofbeldi föðurins og börnin segjast hrædd við hann. Sálfræðingar telja hann engu að síður hæfan fyrir dómi. Nú stendur til að færa 10 ára gamalt langveikt barn þeirra til föðurins með lögregluvaldi. Gabríela Bryndís er sálfræðingur og einn af stofnendum Lífs án ofbeldis og hefur verið Helgu til aðstoðar í málinu. Ábyrgðarmaður og ritstjóri Eigin kvenna er Edda Falak.
10
Fréttir
5
Kári svarar færslu Eddu um vændiskaupanda: „Ekki verið að tala um mig“
Kári Stefánsson segist ekki vera maðurinn sem Edda Falak vísar til sem vændiskaupanda, en segist vera með tárum yfir því hvernig komið sé fyrir SÁÁ. Hann hafi ákveðið að hætta í stjórn samtakanna vegna aðdróttana í sinn garð. Edda segist hafa svarað SÁÁ í hálfkæringi, enda skuldi hún engum svör.
Þín áskrift hefur áhrif
Almenningur hefur viðhaldið Stundinni og Kjarnanum með áskriftum og styrkjum síðan 2013. Með því að kaupa áskrift að Heimildinni styrkir þú sjálfstæða rannsóknarblaðamennsku.