Svæði

Tortóla

Greinar

Banki Margeirs slapp við skuld við ríkið með viðskiptum í skattaskjóli
FréttirPanamaskjölin

Banki Mar­geirs slapp við skuld við rík­ið með við­skipt­um í skatta­skjóli

Mar­geir Pét­urs­son, fjár­fest­ir og stofn­andi MP bank­ans sál­uga, var um­svifa­mik­ill við­skipta­vin­ur panömsku lög­manns­stof­unn­ar Mossack Fon­seca um ára­bil sam­kvæmt Pana­maskjöl­un­um. Af­l­ands­fé­lag í huldu eign­ar­haldi átti lyk­il­þátt í við­skiptafléttu sem fól í sér að banki í eigu Mar­geirs gerði upp skuld við ís­lenska rík­ið eft­ir að af­l­ands­fé­lag­ið keypti kröf­ur af ís­lensk­um líf­eyr­is­sjóð­um.
Samstarfsmaður íslenska ríkisins notaði þrjú félög í skattaskjólum
Fréttir

Sam­starfs­mað­ur ís­lenska rík­is­ins not­aði þrjú fé­lög í skatta­skjól­um

Hauk­ur Harð­ar­son, fjár­fest­ir og stjórn­ar­formað­ur Orku Energy, átti að minnsta kosti þrjú fé­lög í skatta­skjól­um sem hann not­aði í við­skipt­um sín­um fyr­ir og eft­ir hrun. Stýr­ir fyr­ir­tæki sem á í sam­starfi við ís­lenska rík­ið í orku­mál­um í Kína og hef­ur Hauk­ur nokkr­um sinn­um fund­að með Ólafi Ragn­ari Gríms­syni, for­seta Ís­lands, vegna orku­mála. Eins­dæmi er að einka­fyr­ir­tæki kom­ist í þá stöðu sem Orka Energy er í í Kína.
Panamaskjölin: Eigendur elstu heildverslunar Íslands stunduðu viðskipti gegnum Tortólu
RannsóknPanamaskjölin

Pana­maskjöl­in: Eig­end­ur elstu heild­versl­un­ar Ís­lands stund­uðu við­skipti gegn­um Tor­tólu

Erf­ingj­ar heild­söl­unn­ar Ó. John­son og Kaaber, seldu hluta­bréf til Tor­tóla­fé­lags fyr­ir nærri 330 millj­ón­ir króna. Fjög­ur systkini og móð­ir þeirra stýrðu fé­lag­inu sem hét Eliano Mana­gement Corp sem hóf lán­tök­ur upp á mörg hundruð millj­ón­ir króna í bönk­um í Lúx­em­borg. Systkin­in, með­al ann­ars fyrr­ver­andi frétta­mað­ur­inn Helga Guð­rún John­son, neita að tala um Tor­tóla­fé­lag­ið. Skatta­sér­fræð­ing­ur seg­ir veru­legt skatta­hag­ræði kunna að hafa ver­ið af fé­lag­inu.
Panamaskjölin: Notaði börnin sín í skattaskjóli
AfhjúpunPanamaskjölin

Pana­maskjöl­in: Not­aði börn­in sín í skatta­skjóli

Sig­urð­ur Bolla­son fjár­fest­ir skuld­batt þrjú börn sín sem lögráða­mað­ur þeirra í við­skipt­um fé­laga í skatta­skjól­um. Fjög­urra og sex ára göm­ul börn eru skráð­ir eig­end­ur skúffu­fé­laga. Sig­urð­ur og við­skipta­fé­lagi hans, Magnús Ár­mann, eru næst um­svifa­mest­ir í Pana­maskjöl­un­um á eft­ir Björgólfs­feðg­um. Arð­greiðsl­ur frá fé­lög­um hjá Mossack Fon­seca nema á sjötta millj­arð króna. Millj­arð­ar voru af­skrif­að­ir hjá þeim báð­um eft­ir hrun en Pana­maskjöl­in sýna mikl­ar eign­ir þrátt fyr­ir það.
Á félag í skattaskjóli og fær ríkisstyrki til landbúnaðar með GAMMA
FréttirMenntamál

Á fé­lag í skatta­skjóli og fær rík­is­styrki til land­bún­að­ar með GAMMA

Hell­en Magne Gunn­ars­dótt­ir er í Pana­ma­gögn­un­um ásamt eig­in­manni sín­um Erni Karls­syni en þau eiga fé­lag sem á 280 millj­óna króna eign­ir á Tor­tólu. Þau stunda við­skipti við Kirkju­bæj­ar­sk­laust­ur með sjóði í eigu GAMMA sem sér­hæf­ir sig í land­bún­aði en fyr­ir­tæki þeirra stund­ar nytja­skóg­rækt. Rík­is­stofn­un á sviði skóg­rækt­ar fjár­magn­ar nytja­skóg­rækt­ina á jörð­inni til 40 ára.
Flett ofan af Björgólfsfeðgum: Reikningur í skattaskjóli og bankahólf opnuð í hruninu
AfhjúpunPanamaskjölin

Flett of­an af Björgólfs­feðg­um: Reikn­ing­ur í skatta­skjóli og banka­hólf opn­uð í hrun­inu

Gögn frá lög­manns­stof­unni Mossack Fon­seca varpa ljósi á ótrú­lega um­fangs­mik­il við­skipti feðg­anna Björgólfs Guð­munds­son­ar og Björgólfs Thors Björgólfs­son­ar í skatta­skjól­um fyr­ir og eft­ir hrun­ið 2008. Feðg­arn­ir tengd­ir meira en 50 fé­lög­um. Dótt­ir Björgólfs Guð­munds­son­ar opn­aði banka­reikn­ing og banka­hólf í Sviss og neit­ar að segja af hverju. Óþekkt lán­veit­ing upp á 3,6 millj­arða til Tor­tóla­fé­lags. Fé­lag sem Björgólf­ur eldri stýrði fékk millj­arð í lán sem aldrei fékkst greitt til baka. Nær öll fyr­ir­tæki Björgólfs Thors eru beint eða óbeint í skatta­skjóli.
Panama-skjölin: „Þessi reynsla varð mér persónulega mjög erfið“
FréttirPanamaskjölin

Panama-skjöl­in: „Þessi reynsla varð mér per­sónu­lega mjög erf­ið“

Eggert Claessen, fram­kvæmda­stjóri Frum­taks, átti fyr­ir­tæki í skatt­skjól­inu Tor­tólu sem fékk lán til fjár­fest­inga á ár­un­um fyr­ir hrun. Hann seg­ir að fé­lag­ið hafi ver­ið stofn­að að und­ir­lagi Lands­bank­ans í Lúx­em­borg. Frum­tak sér um rekst­ur tveggja fjár­fest­ing­ar­sjóða þar sem líf­eyr­is­sjóð­irn­ir eru stór­ir hlut­haf­ar.
Sigmundur Davíð og Anna Sigurlaug fengu 162 milljóna fjármagnstekjur frá Wintris árið 2009
FréttirWintris-málið

Sig­mund­ur Dav­íð og Anna Sig­ur­laug fengu 162 millj­óna fjár­magn­s­tekj­ur frá Wintris ár­ið 2009

Sig­mund­ur Dav­íð Gunn­laugs­son reyn­ir að stilla eign­ar­hald­inu á Wintris upp eins og hann hafi aldrei átt hlut í fé­lag­inu. Hann birt­ir upp­lýs­ing­ar um skatt­skil eig­in­konu sinn­ar frá þeim tíma þeg­ar hún átti Wintris en birt­ir ekki upp­lýs­ing­ar um eig­in skatta­skil jafn­vel þó hann hafi átt Wintris með henni. Sig­mund­ur Dav­íð seg­ir að þau hjón­in hafi greitt meira en 300 millj­ón­ir í skatta frá ár­inu 2007 en hann seg­ir ekki frá eig­in skatt­greiðsl­um.
Jafet um viðskipti við Wintris: „Ferð þú út í búð og kaupir kók alltaf eða?“
FréttirPanamaskjölin

Jafet um við­skipti við Wintris: „Ferð þú út í búð og kaup­ir kók alltaf eða?“

Jafet Ólafs­son kem­ur fyr­ir í upp­lýs­ing­um um við­skipti með kröfu sem Wintris, Tor­tóla-fé­lag Sig­mund­ar Dav­íðs Gunn­laugs­son­ar, átti á hend­ur Glitni. Hann seg­ir við­skipt­in hafa átt sér stað í hrun­inu en vill ann­ars ekki ræða þau. Kraf­an skipti þrisvar um hend­ur á leið sinni frá Wintris og til banda­rísks vog­un­ar­sjóðs.
Panama-skjölin: Einn ríkasti útgerðarmaður landsins með hlut í félagi á Tortólu
FréttirPanamaskjölin

Panama-skjöl­in: Einn rík­asti út­gerð­ar­mað­ur lands­ins með hlut í fé­lagi á Tor­tólu

Út­gerð­ar­stjóri og næst­stærsti hlut­hafi Sam­herja, Kristján Vil­helms­son, var skráð­ur fyr­ir hlut í fyr­ir­tæk­inu í Horn­blow Cont­in­ental Corp. Kristján og kona hans eiga eign­ir upp á um sjö millj­arða króna. Ann­ar hlut­hafi í Horn­blow, Hörð­ur Jóns­son, seg­ir að fé­lag­ið hljóti að hafa ver­ið stofn­að í gegn­um Lands­banka Ís­lands.
Panama-skjölin: Systkinin fjögur með félög í skattaskjóli
RannsóknPanamaskjölin

Panama-skjöl­in: Systkin­in fjög­ur með fé­lög í skatta­skjóli

Skatta­yf­ir­völd á Tor­tóla reyndu að fá upp­lýs­ing­ar um fjár­hags­stöðu fé­lags Karls Werners­son­ar á Tor­tólu. Karl seg­ir skatta­yf­ir­völd á Ís­landi hafa skoð­að skatt­skil fyr­ir­tæk­is­ins án frek­ari að­gerða. Þrjú af systkin­um Karls stofn­uðu fyr­ir­tæki í gegn­um Mossack Fon­seca en eitt þeirra, Ing­unn Werners­dótt­ir, fékk tæpa fimm millj­arða króna þeg­ar hún seldi Karli og Stein­grími Werners­son­um hlut sinn í Milest­one ár­ið 2005. Skúli Eggert Þórð­ar­son rík­is­skatt­stjóri seg­ir upp­lýs­inga­skipta­samn­inga við lág­skatta­ríki hafa gert mik­ið gagn.

Mest lesið undanfarið ár