Fréttamál

Stjórnsýsla

Greinar

Umboðsmaður segir stjórnvöld treg til að fylgja stjórnsýslureglum við ráðstöfun ríkiseigna
Fréttir

Um­boðs­mað­ur seg­ir stjórn­völd treg til að fylgja stjórn­sýslu­regl­um við ráð­stöf­un rík­is­eigna

Um­fangs­mik­il sala rík­is­eigna fer fram þessa dag­ana á veg­um fjár­mála­ráðu­neyt­is­ins. Bjarni Bene­dikts­son vildi lög­festa und­an­þágu frá stjórn­sýslu­lög­um við sölu stöð­ug­leika­eigna en þing­ið kom í veg fyr­ir það. Um­boðs­mað­ur bend­ir á það í árs­skýrslu sinni að við ráð­stöf­un op­in­berra eigna gæti meiri tregðu til að fylgja stjórn­sýslu­regl­um en geng­ur og ger­ist á öðr­um svið­um stjórn­sýsl­unn­ar.
Ráðuneytisstjóri sakaður um „beinar hótanir“ gegn fleiri en einum þingmanni
FréttirStjórnsýsla

Ráðu­neyt­is­stjóri sak­að­ur um „bein­ar hót­an­ir“ gegn fleiri en ein­um þing­manni

Meiri­hluti fjár­laga­nefnd­ar sak­ar Guð­mund Árna­son ráðu­neyt­is­stjóra um „bein­ar hót­an­ir“ gegn þing­mönn­um. Guð­mund­ur hringdi í einn þing­mann nefnd­ar­inn­ar og sagð­ist íhuga að leita rétt­ar síns vegna skýrslu Vig­dís­ar Hauks­dótt­ur þar sem með­al ann­ars er gef­ið í skyn að hann hafi vilj­að „frið­þægja kröfu­hafa“ á kostn­að ís­lenskra hags­muna.
Umboðsmaður Alþingis: Borgarar verða að geta treyst því að stjórnmálamenn skipti sér ekki af lögreglurannsóknum
Fréttir

Um­boðs­mað­ur Al­þing­is: Borg­ar­ar verða að geta treyst því að stjórn­mála­menn skipti sér ekki af lög­reglu­rann­sókn­um

„Ég tel nauð­syn­legt sem um­boðs­mað­ur Al­þing­is að vera á varð­bergi um að slík þró­un verði ekki í ís­lenskri stjórn­sýslu,“ seg­ir um­boðs­mað­ur í um­fjöll­un sinni um hátt­semi Hönnu Birnu Kristjáns­dótt­ur í árs­skýrslu fyr­ir 2015. Af­skipti ráð­herra af störf­um lög­regl­unn­ar drógu dilk á eft­ir sér.
Náttúrupassi, ívilnanir og aðstoðarmenn í kosningaham
Úttekt

Nátt­úrupassi, íviln­an­ir og að­stoð­ar­menn í kosn­inga­ham

Staða Ragn­heið­ar El­ín­ar Árna­dótt­ur, iðn­að­ar- og við­skipta­ráð­herra, inn­an Sjálf­stæð­is­flokks­ins er veik­ari en nokkru sinni fyrr. Hvert vand­ræða­mál­ið á fæt­ur öðru hef­ur sett svip á ráð­herra­fer­il henn­ar. Eft­ir að til­kynnt var um haust­kosn­ing­ar réði ráð­herr­ann sér nýj­an að­stoð­ar­mann sem læt­ur ekki sitt eft­ir liggja í kynn­ing­ar­mál­um fyr­ir próf­kjörs­bar­áttu Ragn­heið­ar El­ín­ar.
Málmbræðsla í Hvalfirði brýtur áfram af sér
FréttirStjórnsýsla

Málmbræðsla í Hval­firði brýt­ur áfram af sér

Um­hverf­is­stofn­un íhug­ar að loka end­ur­vinnslu­fyr­ir­tæk­inu GMR í Hval­firði vegna meng­un­ar og ít­rek­aðra vanefnda á til­mæl­um stofn­un­ar­inn­ar. Vara­þing­mað­ur Sjálf­stæð­is­flokks­ins, sem er fram­kvæmda­stjóri fyr­ir­tæk­is­ins, undr­ast skort á já­kvæðri um­fjöll­un og seg­ir GMR vera þjóð­þrifa­fyr­ir­tæki. Iðn­að­ar­mað­ur sem starf­að hef­ur á svæð­inu lýs­ir öm­ur­leg­um að­stæð­um starfs­fólks, og seg­ist heilsu sinn­ar vegna aldrei ætla að stíga fæti inn í verk­smiðju­hús­ið.

Mest lesið undanfarið ár