Aðili

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson

Greinar

Engir aðrir þingmenn segjast vera tengdir skattaskjólum
Úttekt

Eng­ir aðr­ir þing­menn segj­ast vera tengd­ir skatta­skjól­um

Sig­mund­ur Dav­íð Gunn­laugs­son og Sig­urð­ur Ingi Jó­hanns­son eru með­al þeirra þing­manna sem ekki hafa svar­að spurn­ing­um um eign­ir sín­ar er­lend­is. Eng­inn þeirra þing­manna sem seg­ist eiga eign­ir er­lend­is á eign­ir í skatta­skjóli. Stund­in spurði alla þing­menn á Al­þingi um eign­ir þeirra er­lend­is og eru sára­fá­ir sem ein­hverj­ar eign­ir eiga ut­an Ís­lands.
Sögur tveggja ráðherra sem sögðu ósatt
Ingi Freyr Vilhjálmsson
Pistill

Ingi Freyr Vilhjálmsson

Sög­ur tveggja ráð­herra sem sögðu ósatt

José Manu­el Soria sagði af sér sem þing­mað­ur og ráð­herra í rík­is­stjórn Spán­ar fyr­ir helgi eft­ir að hafa sagt ósatt um að­komu sína að fé­lagi í skatta­skjól­inu Jers­ey. Sig­mund­ur Dav­íð Gunn­laugs­son laug um að­komu sína að fé­lag­inu í skatta­skjól­inu Wintris en sagði af sér ráð­herra­dómi en held­ur áfram að vera formað­ur og þing­mað­ur næst­stærsta stjórn­mála­flokks lands­ins. Er stjórn­mála­menn­ing­in á Ís­landi spillt­ari en stjórn­mála­menn­ing­in á Spáni?
Furðulegt háttalag forsætisráðherra
FréttirRíkisstjórnin

Furðu­legt hátta­lag for­sæt­is­ráð­herra

Sig­mund­ur Dav­íð Gunn­laugs­son gegndi embætti for­sæt­is­ráð­herra í tæp þrjú ár. Á þeim tíma tókst hon­um að verða ein­hver um­deild­asti stjórn­mála­mað­ur ís­lenskr­ar stjórn­mála­sögu fyrr og síð­ar. Hann stíg­ur nú úr ráð­herra­stóli al­gjör­lega rú­inn trausti eft­ir of marga ein­leiki. Sig­mund­ur var hljóð­lát­ur tán­ing­ur sem lét lít­ið fyr­ir sér fara, göm­ul sál sem sprakk út á há­skóla­ár­un­um. Hann á það til að gera hluti sem fólk klór­ar sér í koll­in­um yf­ir.
Gunnlaugur hefði þurft að greiða 127 milljónir í skatt af Tortólafélaginu eftir lagabreytinguna
FréttirStjórnmálamenn í skattaskjólum

Gunn­laug­ur hefði þurft að greiða 127 millj­ón­ir í skatt af Tor­tóla­fé­lag­inu eft­ir laga­breyt­ing­una

Gunn­laug­ur Sig­munds­son hefði þurft að greiða tekju­skatt af arð­greiðslu út úr fé­lagi sem hann átti í Lúx­em­borg ef hann hefði greitt arð­inn út eft­ir ár­ið 2010. Þeir Sig­mund­ur Dav­íð Gunn­laugs­son gerðu báð­ir ráð­staf­an­ir í af­l­ands­fé­lög­um sín­um fyr­ir lag­breyt­ing­una þann 1. janú­ar 2010. Tekju­skatt­ur­inn af arð­greiðsl­unni hefði num­ið að minnsta kosti 127 millj­ón­um eft­ir 1. janú­ar 2010 en fyr­ir það hefði lög­bund­in greiðsla skatts af arð­in­um átt að vera um 35 millj­ón­ir króna.
Sigmundur Davíð: „Aðdragandi viðtalsins hafði byggst á ósannindum og tilgangurinn verið sá að leiða mig í gildru“
FréttirWintris-málið

Sig­mund­ur Dav­íð: „Að­drag­andi við­tals­ins hafði byggst á ósann­ind­um og til­gang­ur­inn ver­ið sá að leiða mig í gildru“

Sig­mund­ur Dav­íð Gunn­laugs­son sendi flokks­mönn­um Fram­sókn­ar­flokks­ins bréf í dag þar sem hann seg­ir með­al ann­ars að við­tal Upp­drag granskn­ing hafi ver­ið hann­að til að láta hann líta illa út. Hann er nú kom­inn í ótíma­bund­ið leyfi frá störf­um.
Víðtæk hagsmunatengsl formanna stjórnarflokkanna
Afhjúpun

Víð­tæk hags­muna­tengsl formanna stjórn­ar­flokk­anna

Sig­mund­ur Dav­íð Gunn­laugs­son og Bjarni Bene­dikts­son tengj­ast skatta­skjól­um og lág­skatta­svæð­um bæði með bein­um hætti og óbein­um. Gunn­laug­ur Sig­munds­son fað­ir Sig­mund­ar nýtti sér Tor­tóla­fé­lög í gegn­um Lúx­em­borg til að taka út 354 millj­óna króna arð eft­ir hrun. Mik­il­væg­asta fjár­fest­ing­ar­fé­lag föð­ur­bróð­ur Bjarna, Ein­ars Sveins­son­ar, var flutt frá Kýp­ur til Lúx­em­borg­ar með rúm­lega 800 millj­óna króna eign­um. Hversu mörg önn­ur fyr­ir­tæki í skatta­skjól­um og á lág­skatta­svæð­um tengj­ast þess­um for­mönn­um Fram­sókn­ar­flokks og Sjálf­stæð­is­flokks?

Mest lesið undanfarið ár