Aðili

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson

Greinar

Sigmundur Davíð og Anna Sigurlaug fengu 162 milljóna fjármagnstekjur frá Wintris árið 2009
FréttirWintris-málið

Sig­mund­ur Dav­íð og Anna Sig­ur­laug fengu 162 millj­óna fjár­magn­s­tekj­ur frá Wintris ár­ið 2009

Sig­mund­ur Dav­íð Gunn­laugs­son reyn­ir að stilla eign­ar­hald­inu á Wintris upp eins og hann hafi aldrei átt hlut í fé­lag­inu. Hann birt­ir upp­lýs­ing­ar um skatt­skil eig­in­konu sinn­ar frá þeim tíma þeg­ar hún átti Wintris en birt­ir ekki upp­lýs­ing­ar um eig­in skatta­skil jafn­vel þó hann hafi átt Wintris með henni. Sig­mund­ur Dav­íð seg­ir að þau hjón­in hafi greitt meira en 300 millj­ón­ir í skatta frá ár­inu 2007 en hann seg­ir ekki frá eig­in skatt­greiðsl­um.
Jafet um viðskipti við Wintris: „Ferð þú út í búð og kaupir kók alltaf eða?“
FréttirPanamaskjölin

Jafet um við­skipti við Wintris: „Ferð þú út í búð og kaup­ir kók alltaf eða?“

Jafet Ólafs­son kem­ur fyr­ir í upp­lýs­ing­um um við­skipti með kröfu sem Wintris, Tor­tóla-fé­lag Sig­mund­ar Dav­íðs Gunn­laugs­son­ar, átti á hend­ur Glitni. Hann seg­ir við­skipt­in hafa átt sér stað í hrun­inu en vill ann­ars ekki ræða þau. Kraf­an skipti þrisvar um hend­ur á leið sinni frá Wintris og til banda­rísks vog­un­ar­sjóðs.
Panamaskjölin: Benedikt, faðir Bjarna, átti félag í skattaskjólinu Tortólu
FréttirPanamaskjölin

Pana­maskjöl­in: Bene­dikt, fað­ir Bjarna, átti fé­lag í skatta­skjól­inu Tor­tólu

Bene­dikt Sveins­son, fað­ir Bjarna Bene­dikts­son­ar, átti fé­lag í skatta­skjól­inu Tor­tólu ásamt eig­in­konu sinni. Bene­dikt stofn­aði líka fé­lag í Lúx­em­borg sem um­tals­vert skatta­hag­ræði var af. Bjarni Bene­dikts­son var full­trúi föð­ur síns í stjórn­um margra fyr­ir­tækja á ár­un­um fyr­ir hrun, með­al ann­ars skipa­fé­lags­ins Nes­skipa sem átti dótt­ur­fé­lög í Panama og á Kýp­ur.

Mest lesið undanfarið ár