Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 8 árum.

Forsætisráðherra boðaði yfirmenn fjölmiðla á fund

Sig­mund­ur Dav­íð Gunn­laugs­son boð­aði Pál Magnús­son, fyrr­ver­andi út­varps­stjóra, á fund í for­sæt­is­ráðu­neyt­inu þar sem hann gagn­rýndi til­greinda starfs­menn RÚV fyr­ir um­ræðu þeirra um Fram­sókn­ar­flokk­inn. Hann boð­aði líka frétta­stjóra 365 á fund, kvart­aði yf­ir nei­kvæðni hans og orð­um ákveð­inna ein­stak­linga.

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra boðaði Pál Magnússon útvarpsstjóra á fund í stjórnarráðinu og kvartaði undan umræðu tiltekinna starfsmanna Ríkisútvarpsins um Framsóknarflokkinn, samkvæmt heimildum Stundarinnar.

Páll Magnússon
Páll Magnússon Var kallaður á fund Sigmundar Davíðs í forsætisráðuneytinu, þar sem Sigmundur hafði þrjár þykkar möppur með útprentuðum fréttum.

Fundurinn átti sér stað sumarið eftir að ríkisstjórn Sigmundar var mynduð. Á fundinum kynnti forsætisráðherra þrjár möppur með úrklippum og afritum af gagnrýni á Framsóknarflokkinn sem töldu minnst nokkur hundruð síður. Þá vitnaði hann í bloggfærslu tiltekins starfsmanns Ríkisútvarpsins, þar sem Framsóknarflokkurinn var gagnrýndur. 

Páll Magnússon útvarpsstjóri staðfestir að fundurinn hafi átt sér stað, en vill ekki að öðru leyti tjá sig um málið.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár