Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra boðaði Pál Magnússon útvarpsstjóra á fund í stjórnarráðinu og kvartaði undan umræðu tiltekinna starfsmanna Ríkisútvarpsins um Framsóknarflokkinn, samkvæmt heimildum Stundarinnar.
Fundurinn átti sér stað sumarið eftir að ríkisstjórn Sigmundar var mynduð. Á fundinum kynnti forsætisráðherra þrjár möppur með úrklippum og afritum af gagnrýni á Framsóknarflokkinn sem töldu minnst nokkur hundruð síður. Þá vitnaði hann í bloggfærslu tiltekins starfsmanns Ríkisútvarpsins, þar sem Framsóknarflokkurinn var gagnrýndur.
Páll Magnússon útvarpsstjóri staðfestir að fundurinn hafi átt sér stað, en vill ekki að öðru leyti tjá sig um málið.
Athugasemdir