Fáa hefði grunað það í byrjun þessa mánaðar, og kannski allra síst Sigurð Inga Jóhannsson sjálfan, að hann ætti síðar í mánuðinum eftir að verða forsætisráðherra Íslands. Það gerðist nú samt og eflaust óþarfi að rekja í smáatriðum þá ótrúlegu atburðarrás sem var undanfari þess. Flestir Íslendingar og raunar heimsbyggðin öll varð vitni að því þegar Sigmundur Davíð Gunnlaugsson sagði af sér embætti forsætisráðherra eftir að hafa reynt að hylma yfir þá staðreynd að hann og eiginkona hans ættu hundruð milljóna á aflandseyjunni Tortóla.
Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 8 árum.
Bóndinn sem varð forsætisráðherra
Sigurður Ingi Jóhannsson, nýr forsætisráðherra Íslands, er menntaður dýralæknir og hrossabóndi úr Hrunamannahreppi. Hann missti báða foreldra sína ungur að árum, þykir traustur samstarfsmaður og tryggur vinur vina sinna. Sigurður lætur verkin tala en hefur verið gagnrýndur fyrir að fara sínu fram í ýmsum málum.
Athugasemdir