Flokkur

Ofbeldi

Greinar

Ég beiti manninn minn ofbeldi
Viðtal

Ég beiti mann­inn minn of­beldi

„Ég veit að það sem ég geri er rangt, ósann­gjarnt og meið­andi. Ég veit að ég er að gera öðr­um það sem ég þoldi ekki að mér væri gert. En mér finnst ég ekki geta ham­ið mig,“ skrif­ar Sigga, ís­lensk kona á þrí­tugs­aldri sem hef­ur vak­ið at­hygli fyr­ir að skrifa und­ir dul­nefni um bata­ferli sitt sem ger­andi and­legs of­beld­is. Sál­fræð­ing­ur tel­ur al­geng­ara að kon­ur beiti and­legu of­beldi í ástar­sam­bönd­um, en fá­ir tali um það vegna skamm­ar og ótta við við­brögð annarra. Þá sé of­beldi sem karl­ar beita maka sinn yf­ir­leitt mun áþreif­an­legra og sýni­legra. Karl­ar geri sér ekki alltaf grein fyr­ir and­lega of­beld­inu.
Systur lýsa ofbeldi móður sinnar
ViðtalKynbundið ofbeldi

Syst­ur lýsa of­beldi móð­ur sinn­ar

„Ég var ekki orð­in tíu ára þeg­ar ég var far­in að fara út með syst­ur mína á sleða seinni part­inn og segja henni að horfa til stjarn­anna, því við gæt­um alltaf ósk­að okk­ur betri tíð­ar,“ seg­ir Linda María Guð­munds­dótt­ir. Hún og syst­ir henn­ar, Svein­dís Guð­munds­dótt­ir, segja að móð­ir þeirra hafi beitt of­beldi en hún hafn­ar ásök­un­um og seg­ir dæt­ur sín­ar ljúga. Fað­ir þeirra vildi ekki tjá sig í sam­tali við Stund­ina.
Konan mín  beitti mig ofbeldi
Viðtal

Kon­an mín beitti mig of­beldi

„Þeg­ar tal­að er um heim­il­isof­beldi er yf­ir­leitt ver­ið að lýsa svo svaka­lega ljót­um hlut­um þar sem sterk­ir menn berja litl­ar kon­ur í buff. Þetta var ekk­ert í lík­ingu við það. En þetta var samt hræði­legt,“ seg­ir Dof­ri Her­manns­son. Hann seg­ist hafa bú­ið í sex­tán ár með konu sem hafi beitt and­legu og lík­am­legu of­beldi. Eft­ir skiln­að hafi hann vilj­að leggja það að baki sér, en nú sé hann að missa sam­band­ið við eldri börn­in og það geti hann ekki sætt sig við.
Dofri segir frá heimilisofbeldi: „Þess vegna vil ég stíga fram“
FréttirRéttindi feðra

Dof­ri seg­ir frá heim­il­isof­beldi: „Þess vegna vil ég stíga fram“

Dof­ri Her­manns­son rýf­ur þögn­ina og lýs­ir því að hann hafi ver­ið beitt­ur of­beldi af fyrr­ver­andi konu sinni. Hann seg­ir að of­beld­ið hafi hald­ið áfram eft­ir skiln­að­inn, með þeim hætti að börn­in hans hafi ver­ið sett í holl­ustuklemmu, þar sem fyrr­ver­andi maki hans vinni mark­visst að því að slíta tengsl barn­anna við hann.

Mest lesið undanfarið ár