Flokkur

Kynferðislegt ofbeldi

Greinar

Hótar vegna frásagnar af nauðgun á Íslandi
Fréttir

Hót­ar vegna frá­sagn­ar af nauðg­un á Ís­landi

Nauðg­un­ar­sinn­inn Roosh Vor­ek, sem á dög­un­um boð­aði til fund­ar fylg­is­manna sinna við Hall­gríms­kirkju, en hætti svo við, hef­ur sent rit­höf­und­in­um Jane Gari hót­un um lög­sókn fjar­lægi hún ekki af vef­síðu sinni frá­sögn ís­lenskr­ar konu af nauðg­un Vor­ek. Sam­kvæmt Gari hafði kon­an sam­band við hana eft­ir að hafa les­ið um­fjöll­un henn­ar um Vor­ek. Kon­an er ekki nafn­greind á bloggi rit­höf­und­ar­ins en...
Nýtt ár, nýtt Þýskaland?
Úttekt

Nýtt ár, nýtt Þýska­land?

Nýja ár­ið hófst með fregn­um af for­dæma­laus­um árás­um og kyn­ferð­isof­beldi gagn­vart hundruð kvenna í mið­borg Köln­ar. Flest­ir árás­ar­mann­anna voru inn­flytj­end­ur og ein­hverj­ir þeirra hæl­is­leit­end­ur. Árás­irn­ar nærðu hat­ur og heift gagn­vart út­lend­ing­um í Þýskalandi. Í kjöl­far­ið var stefnu stjórn­valda mót­mælt, auk þess sem gengi nýnas­ista og hægri öfga­manna réð­ust á inn­flytj­end­ur.
„Ekkert réttlæti í réttarkerfinu“
FréttirKynbundið ofbeldi

„Ekk­ert rétt­læti í rétt­ar­kerf­inu“

„Hvað er að mér að taka fokk­ing vi­deo­ið,“ sagði mað­ur sem Júlía Birg­is­dótt­ir kærði fyr­ir að taka upp kyn­lífs­mynd­band af þeim og dreifa á net­inu. Hann lýs­ir sig sak­laus­an en á milli þeirra hafa geng­ið skila­boð þar sem hann seg­ist ekki muna eft­ir þessu, en við­ur­kenn­ir að hafa tek­ið upp mynd­band­ið og biðst af­sök­un­ar á því. Júlía höfð­aði jafn­framt einka­mál á hend­ur hon­um en því var vís­að frá fyr­ir hér­aðs­dómi. Hún hef­ur kært þá nið­ur­stöðu. Nú vill hún að hefnd­arklám verði skil­greint í hegn­ing­ar­lög­um en fyr­ir ligg­ur frum­varp á Al­þingi þess eðl­is.
Telja að formaður hefði átt að víkja vegna tengsla við dæmdan kynferðisbrotamann
Fréttir

Telja að formað­ur hefði átt að víkja vegna tengsla við dæmd­an kyn­ferð­is­brota­mann

Fé­lags­mála­nefnd Ísa­fjarð­ar­bæj­ar mælti gegn styrk­veit­ingu til Sól­stafa, systra­sam­taka Stíga­móta. Fyrr­ver­andi eig­in­mað­ur Gunn­hild­ar Elías­dótt­ur, for­manns nefnd­ar­inn­ar, er dæmd­ur kyn­ferð­is­brota­mað­ur. Starfs­menn Sól­stafa telja að hún hefði átt að víkja við af­greiðslu um­sókn­ar­inn­ar. „Óþverra­legt að tengja þessi tvö mál sam­an,“ seg­ir Gunn­hild­ur.
„Þetta fór eins og mikill meiri­hluti svona mála“
Viðtal

„Þetta fór eins og mik­ill meiri­hluti svona mála“

Hild­ur Björk Mar­grét­ar­dótt­ir er eitt af and­lit­un­um á bakvið erf­iða töl­fræði í kyn­ferð­is­brota­mál­um. Hún seg­ist hafa ver­ið mis­not­uð í æsku af manni sem tengd­ist henni. Hún lýs­ir brot­um manns­ins, af­leið­ing­um þeirra og hvernig hún náði að vinna sig út úr of­beld­inu. Hild­ur seg­ist hafa náð mest­um bata þeg­ar hún fór að opna sig um mál­ið. Hún kærði mann­inn til lög­reglu fyr­ir nærri tíu ár­um síð­an en mál­inu var vís­að frá þar sem um var ræða orð gegn orði. Meint­ir gerend­ur eru að­eins dæmd­ir sek­ir í fimmta hverju til­kynntu kyn­ferð­is­broti gegn börn­um.
„Karlmennska í krísu um allan heim“
Viðtal

„Karl­mennska í krísu um all­an heim“

Hat­ursorð­ræða, hót­an­ir á net­inu og kyn­ferð­isof­beldi í formi hrellikláms hafa ver­ið tölu­vert í um­ræð­unni á Norð­ur­lönd­un­um að und­an­förnu. Lít­ið þið á kyn­bund­ið of­beldi í net­heim­um sem vanda­­mál og ef já, hvernig má nálg­ast drengi og karl­menn til að stemma stigu við vand­an­um? Þór­dís Elva Þor­valds­dótt­ir ræddi við ein­hverja þekkt­ustu hugs­uði heims í jafn­rétt­is­mál­um.

Mest lesið undanfarið ár