Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 9 árum.

„Þetta fór eins og mikill meiri­hluti svona mála“

Hild­ur Björk Mar­grét­ar­dótt­ir er eitt af and­lit­un­um á bakvið erf­iða töl­fræði í kyn­ferð­is­brota­mál­um. Hún seg­ist hafa ver­ið mis­not­uð í æsku af manni sem tengd­ist henni. Hún lýs­ir brot­um manns­ins, af­leið­ing­um þeirra og hvernig hún náði að vinna sig út úr of­beld­inu. Hild­ur seg­ist hafa náð mest­um bata þeg­ar hún fór að opna sig um mál­ið. Hún kærði mann­inn til lög­reglu fyr­ir nærri tíu ár­um síð­an en mál­inu var vís­að frá þar sem um var ræða orð gegn orði. Meint­ir gerend­ur eru að­eins dæmd­ir sek­ir í fimmta hverju til­kynntu kyn­ferð­is­broti gegn börn­um.

Maður varð vitni að alls konar ofbeldi og varð fyrir því sjálfur,“ segir Hildur Björk Margrétardóttir. Hún er 26 ára gömul og flutti hún nýverið til Skandinavíu með eiginmanni sínum og börnum. 

Að hennar sögn braut maðurinn ítrekað á henni. Fyrst þegar hún var einungis um fjögurra ára gömul og seinast þegar hún var á fermingaraldri. Nafn mannsins er ekki nefnt þar sem hann var ekki dæmdur sekur. Hildur þurfti lengi að bera harm sinn í hljóði en í dag segist hún hafa náð mestum bata með því að tala opinskátt um upplifun sína. Hún kærði málið aðeins 17 ára gömul til lögreglu þar sem það var fellt niður vegna skorts á sönnunargögnum.

Hildur segist oft fyllast reiði yfir því hvernig hann er upp­hafinn af ákveðnum hópum. „Enginn sér þessa réttu mynd, eins og við þekkjum hann. Það fer ekkert meira í taugarnar á mér en að heyra þetta. Þetta er mjög óþægileg tilfinning. Um daginn heyrði ég einhvern vera að tala um hann á jákvæðum nótum og mig langaði að stoppa hann og segja nei,“ segir Hildur.

Umræddur maður vildi ekki svara ásökunum Hildar þegar Stundin leitaði eftir viðbrögðum hans. „Mér dettur ekki í hug að fara að ræða einhver svona mál í fjölmiðlum. Alveg síst af öllu. Leyfum henni bara að tjá sig villt og galið, og halda því áfram sem hún hefur gert hingað til,“ segir maðurinn.

Flúði til nágrannakonu

Hildur segir að fyrsta atvikið sem hún muni eftir hafi átt sér stað þegar hún var einungis á fjórða ári. „Fyrsta brotið átti sér stað þegar mamma var að fara í botnlangaaðgerð og þá átti hann að hugsa um mig á meðan. Þarna var 

Kjósa
1
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Nýtt efni

Ópera eða þungarokk? - Áhrif smekks á viðhorf annarra til okkar
Samtal við samfélagið#8

Ópera eða þung­arokk? - Áhrif smekks á við­horf annarra til okk­ar

Hef­ur smekk­ur okk­ar áhrif á hvernig aðr­ir meta okk­ur? Mads Meier Jæ­ger, pró­fess­or við Kaup­manna­hafn­ar­skóla, svar­aði þeirri spurn­ingu á fyr­ir­lestri sem hann flutti ný­lega á veg­um fé­lags­fræð­inn­ar og hann ræddi rann­sókn­ir sín­ar í spjalli við Sigrúnu í kjöl­far­ið. Því hef­ur oft ver­ið hald­ið fram að meiri virð­ing sé tengd smekk sem telst til há­menn­ing­ar (t.d. að hlusta á óper­ur eða kunna að meta ostr­ur) en lægri virð­ing smekk sem er tal­inn end­ur­spegla lág­menn­ingu (t.d. að hlusta á þung­arokk eða vilja bara ost­borg­ara). Á svip­að­an hátt er fólk sem bland­ar sam­an há- og lág­menn­ingu oft met­ið hærra en þau sem hafa ein­ung­is áhuga á öðru hvoru form­inu. Með meg­in­d­leg­um og eig­ind­leg­um að­ferð­um sýn­ir Mads fram á að bæði sjón­ar­horn­in skipta máli fyr­ir hvernig fólk er met­ið í dönsku sam­fé­lagi. Dan­ir álíta til dæm­is að þau sem þekkja og kunna að meta hluti sem tengj­ast há­menn­ingu fær­ari á efna­hags­svið­inu og fólk ber meiri virð­ingu fyr­ir slík­um ein­stak­ling­um en þau sem að geta bland­að sam­an há-og lág­menn­ingu eru tal­in áhuga­verð­ari og álit­in hafa hærri fé­lags­lega stöðu. Þau Sigrún ræða um af hverju og hvernig slík­ar skil­grein­ing­ar hafa áhuga á mögu­leika okk­ar og tæki­færi í sam­fé­lag­inu. Þau setja nið­ur­stöð­urn­ar einnig í sam­hengi við stefnu­mót­un, en rann­sókn­ir Mads hafa með­al ann­ars ver­ið not­að­ar til að móta mennta­stefnu í Dan­mörku.

Mest lesið undanfarið ár