Svæði

Ísland

Greinar

Leyndarmál Sigmundar Davíðs
FréttirWintris-málið

Leynd­ar­mál Sig­mund­ar Dav­íðs

Anna Sig­ur­laug Páls­dótt­ir stefndi pabba sín­um Páli Samú­els­syni í des­em­ber 2006. Sumar­ið 2007 samd­ist um mál­ið ut­an dóm­stóla og hún fékk rúm­an millj­arð króna sem end­aði í Wintris Inc. í skatta­skjól­inu Tor­tólu. Sig­mund­ur Dav­íð Gunn­laugs­son for­sæt­is­ráð­herra hef­ur þag­að um pen­ing­ana á Tor­tólu síð­an sem og upp­kaup Wintris Inc. á kröf­um í bú föllnu bank­anna. Einn þekkt­asti skatta­skjóls­sér­fræð­ing­ur Evr­ópu, Tor­sten Fens­by, seg­ir að mál Sig­mund­ar Dav­íðs sé eins­dæmi í sögu Evr­ópu en bend­ir jafn­framt að eng­ar sann­an­ir um lög­brot hafi kom­ið fram þó spyrja mega spurn­inga um sið­ferði ís­lenska for­sæt­is­ráð­herr­ans.
Félag Gunnlaugs fjármagnað með rúmlega 250 milljónum frá Tortólu
FréttirWintris-málið

Fé­lag Gunn­laugs fjár­magn­að með rúm­lega 250 millj­ón­um frá Tor­tólu

Gunn­laug­ur Sig­munds­son varð fram­kvæmda­stjóri fé­lags í Lúx­em­borg eft­ir að það hafði ver­ið fjár­magn­að í gegn­um skatta­skjól­ið Tor­tólu. Fjöl­skyldu­auð­ur Sig­mund­ar Dav­íðs Gunn­laugs­son­ar for­sæt­is­ráð­herra teng­ist því líka skatta­skjól­inu Tor­tólu eins og fé­lag­ið Wintris þar sem eig­in­kona hans, Anna Sig­ur­laug Páls­dótt­ir, seg­ist geyma fyr­ir­fram­greidd­an arf sinn.
Sjúkratryggingar neituðu að borga fyrir tilraunameðferðina en ekki Karolinska
FréttirPlastbarkamálið

Sjúkra­trygg­ing­ar neit­uðu að borga fyr­ir til­rauna­með­ferð­ina en ekki Karol­inska

Karol­inska-sjúkra­hús­ið af­hend­ir samn­ing­inn sem Sjúkra­trygg­ing­ar Ís­lands gerðu við spít­al­ann um fyrstu plast­barka­að­gerð­ina. Kostn­að­ur Sjúkra­trygg­inga vegna fyrstu plast­barka­að­gerð­ar­inn­ar á And­emariam Beyene gat mest orð­ið rúm­ar 22 millj­ón­ir króna. Tóm­as Guð­bjarts­son skurð­lækn­ir bar ábyrgð á eft­ir­með­ferð And­emariams sam­kvæmt samn­ingn­um.

Mest lesið undanfarið ár