Svæði

Ísland

Greinar

Samstarfsmaður íslenska ríkisins notaði þrjú félög í skattaskjólum
Fréttir

Sam­starfs­mað­ur ís­lenska rík­is­ins not­aði þrjú fé­lög í skatta­skjól­um

Hauk­ur Harð­ar­son, fjár­fest­ir og stjórn­ar­formað­ur Orku Energy, átti að minnsta kosti þrjú fé­lög í skatta­skjól­um sem hann not­aði í við­skipt­um sín­um fyr­ir og eft­ir hrun. Stýr­ir fyr­ir­tæki sem á í sam­starfi við ís­lenska rík­ið í orku­mál­um í Kína og hef­ur Hauk­ur nokkr­um sinn­um fund­að með Ólafi Ragn­ari Gríms­syni, for­seta Ís­lands, vegna orku­mála. Eins­dæmi er að einka­fyr­ir­tæki kom­ist í þá stöðu sem Orka Energy er í í Kína.
Endurteknir hagsmunaárekstrar Bjarna vegna viðskipta ættingja hans
FréttirThorsil-málið

End­ur­tekn­ir hags­muna­árekstr­ar Bjarna vegna við­skipta ætt­ingja hans

Sú staða hef­ur end­ur­tek­ið kom­ið upp í ráð­herra­tíð Bjarna Bene­dikts­son­ar að fyr­ir­tæki Ein­ars Sveins­son­ar, föð­ur­bróð­ur hans, teng­ist við­skipt­um við op­in­bera eða hálfop­in­bera að­ila sem lúta ráð­herra­valdi Bjarna. Nú er það Líf­eyr­is­sjóð­ur starfs­manna rík­is­ins sem íhug­ar að kaupa hluta­bréf í kís­il­málm­fyr­ir­tæk­inu Thorsil sem fyr­ir­tæki Ein­ars er hlut­hafi í en Bjarni skip­ar fjóra af átta stjórn­ar­mönn­um sjóðs­ins. Geng­ur þessi staða upp sam­kvæmt lög­um og regl­um í ís­lensku sam­fé­lagi?
Lögreglustjóri sagður hafa tekið ólögmæta ákvörðun til að bregðast við fjölmiðlaumfjöllun
Fréttir

Lög­reglu­stjóri sagð­ur hafa tek­ið ólög­mæta ákvörð­un til að bregð­ast við fjöl­miðlaum­fjöll­un

Fram kem­ur í úr­skurði inn­an­rík­is­ráðu­neyt­is­ins að sam­kvæmt lög­reglu­full­trú­an­um sem brot­ið var á hafi Sig­ríð­ur Björk Guð­jóns­dótt­ir lög­reglu­stjóri sagt hon­um að „yf­ir­stjórn lög­regl­unn­ar væri að bregð­ast við þeirri fjöl­miðlaum­fjöll­un sem far­ið hafi af stað“.
Í fjórða skiptið á tveimur árum sem embætti Sigríðar Bjarkar er átalið fyrir að fara á svig við lög
Fréttir

Í fjórða skipt­ið á tveim­ur ár­um sem embætti Sig­ríð­ar Bjark­ar er átal­ið fyr­ir að fara á svig við lög

Inn­an­rík­is­ráðu­neyt­ið tel­ur lög­reglu­stjóra hafa brot­ið með­al­hófs­reglu stjórn­sýslu­laga. Þetta er í fjórða skipt­ið á und­an­förn­um tveim­ur ár­um sem lög­reglu­stjóra­embætti, sem Sig­ríð­ur Björk Guð­jóns­dótt­ir gegn­ir eða gegndi, er ávítt af eft­ir­lits­að­ila, æðra stjórn­valdi eða dóm­stól fyr­ir að fara ekki að lög­um.

Mest lesið undanfarið ár