Svæði

Ísland

Greinar

Grænlendingi vísað úr verslun á Íslandi
FréttirHvarf Birnu Brjánsdóttur

Græn­lend­ingi vís­að úr versl­un á Ís­landi

Græn­lensk­ur sjómað­ur var beð­inn um að yf­ir­gefa versl­un á Ís­landi. „Þeim líð­ur ekki eins og þeir séu vel­komn­ir,“ seg­ir út­gerð­ar­mað­ur­inn. Skip­stjór­inn dreg­ur í land og seg­ir úlf­alda gerð­an úr mý­flugu. Ut­an­rík­is­ráð­herra Græn­lands hætt­ir við ferð til Nor­egs vegna hand­töku græn­lenskra skip­verja í máli Birnu Brjáns­dótt­ur.
Rannsóknargögn úr bílaleigubílnum send úr landi til greiningar
FréttirHvarf Birnu Brjánsdóttur

Rann­sókn­ar­gögn úr bíla­leigu­bíln­um send úr landi til grein­ing­ar

Lög­regl­an nýt­ur að­stoð­ar er­lend­is frá við rann­sókn­ina á hvarfi Birnu Brjáns­dótt­ur sem nú er rann­sak­að sem saka­mál. Rann­sókn­ar­gögn úr rauð­um Kia Rio-bíla­leigu­bíl hafa ver­ið send er­lend­is til grein­ing­ar. Tveir menn af græn­lenska tog­ar­an­um Pol­ar Nanoq hafa ver­ið úr­skurð­að­ir í tveggja vikna gæslu­varð­hald. Þeir neita báð­ir sök.
Skipasmíðastöðin sem smíðar nýjan Herjólf notar vinnuþræla
Fréttir

Skipa­smíða­stöð­in sem smíð­ar nýj­an Herjólf not­ar vinnu­þræla

Ís­lensk stjórn­völd hafa sam­ið við pólsku skipa­smíða­stöð­ina Crist S.A. um smíði á nýrri Vest­manna­eyja­ferju en skipa­smíða­stöð­in hef­ur not­að vinnu­þræla frá Norð­ur-Kór­eu. Hall­dór Ó. Sig­urðs­son, for­stjóri Rík­is­kaupa, seg­ir Rík­is­kaup og Vega­gerð­ina ekki hafa hald­bær­ar heim­ild­ir um að Crist hafi orð­ið upp­víst að brot­um sem geta fall­ið und­ir skil­grein­ingu á man­sali. Sig­urð­ur Áss Grét­ars­son, fram­kvæmda­stjóri sigl­inga­sviðs Vega­gerð­ar­inn­ar, ætl­ar að krefjast skýr­inga af pólska fyr­ir­tæk­inu.
Myndskeið sýnir Birnu með símann sinn á Skólavörðustíg
FréttirHvarf Birnu Brjánsdóttur

Mynd­skeið sýn­ir Birnu með sím­ann sinn á Skóla­vörðu­stíg

Lög­regl­an á höf­uð­borg­ar­svæð­inu hef­ur rann­sak­að upp­töku úr ör­ygg­is­mynda­vél við Skóla­vörðu­stíg, en eng­inn þeirra sem sést á gangi á sama tíma og Birna Brjáns­dótt­ir hafa gef­ið sig fram við lög­reglu. Út­gerð græn­lenska tog­ar­ans Pol­ar Nanoq seg­ir eng­ar sann­an­ir liggja fyr­ir sem teng­ir áhafn­ar­með­limi við hvarf Birnu. Grím­ur Gríms­son, yf­ir­lög­reglu­þjónn, seg­ir lög­regl­una hafa yf­ir­heyrt fjölda fólks með stöðu vitn­is. Eng­inn hafi þó ver­ið yf­ir­heyrð­ur með stöðu grun­aðs.
Ný ljósmynd sýnir Birnu fyrir hvarfið - lögreglan vill ræða við fólk af myndbandi
FréttirHvarf Birnu Brjánsdóttur

Ný ljós­mynd sýn­ir Birnu fyr­ir hvarf­ið - lög­regl­an vill ræða við fólk af mynd­bandi

Skip­stjóri Pol­ar Nanoq, Ju­li­an Nolsø, seg­ist stefna til Ís­lands. Tal­ið er að um 22 séu í áhöfn tog­ar­ans sem hef­ur oft kom­ið til Ís­lands. Grím­ur Gríms­son rann­sókn­ar­lög­reglu­mað­ur seg­ir lög­reglu vilja ná tali af fólki sem sést á mynd­bandi. Síð­asta ljós­mynd­in sem sýn­ir Birnu fyr­ir hvarf­ið sýn­ir hana kaupa mat á veit­inga­stað við Ing­ólf­s­torg um klukk­an fimm um nótt­ina.

Mest lesið undanfarið ár