Svæði

Ísland

Greinar

Ólafur Ólafsson lýsir pólitískri spillingu á Íslandi í varnarræðu sinni
FréttirEinkavæðing bankanna

Ólaf­ur Ólafs­son lýs­ir póli­tískri spill­ingu á Ís­landi í varn­ar­ræðu sinni

Fjár­fest­ir­inn Ólaf­ur Ólafs­son, sem rann­sókn­ar­nefnd um einka­væð­ingu Bún­að­ar­bank­ans seg­ir hafa stað­ið að mála­mynda­gern­ingi til að blekkja yf­ir­völd, sak­ar ráð­herra Fram­sókn­ar­floks­ins og Sjálf­stæð­is­flokks­ins um póli­tísk inn­grip. „Við vor­um hafð­ir að leik­sopp­um í póli­tísku leik­riti,“ seg­ir Ólaf­ur með­al ann­ars.
Samtök atvinnulífsins vilja aðgerðir til að koma mæðrum fyrr út á vinnumarkað eftir fæðingu
Fréttir

Sam­tök at­vinnu­lífs­ins vilja að­gerð­ir til að koma mæðr­um fyrr út á vinnu­mark­að eft­ir fæð­ingu

Hall­dór Benja­mín Þor­bergs­son, fram­kvæmda­stjóri SA, legg­ur til að börn­um verði tryggt leik­skóla­pláss við níu mán­aða ald­ur. Þor­steinn Víg­lunds­son, fé­lags- og jafn­rétt­is­mála­ráð­herra og fyrr­ver­andi fram­kvæmda­stjóri sam­tak­anna, hef­ur sömu­leið­is tal­að gegn leng­ingu fæð­ing­ar­or­lofs. Sál­grein­ir var­ar við því að mik­il­væg­ar ákvarð­an­ir sem varða heill barna séu tekn­ar á for­send­um annarra.
Kynna lok á glös kvenna til að hindra nauðganir: „Hvers konar samfélag er það?“
Fréttir

Kynna lok á glös kvenna til að hindra nauðg­an­ir: „Hvers kon­ar sam­fé­lag er það?“

Söng­kon­an Þór­unn Ant­on­ía og Guðni Th. Jó­hann­es­son for­seti kynntu sér­stakt pappa­lok fyr­ir drykki kvenna til að koma í veg fyr­ir að þeim verði byrl­að nauðg­un­ar­lyfj­um. Hild­ur Lilliendahl spyr hvort skír­lífs­belti gegn nauðg­un­um séu næst og Hild­ur Sverr­is­dótt­ir seg­ir það ekki mega verða „kon­um að kenna“ ef þær setja ekki pappa­lok á drykk­inn sinn.
Ummæli Bjarna um mál Jóhönnu standast ekki skoðun
FréttirACD-ríkisstjórnin

Um­mæli Bjarna um mál Jó­hönnu stand­ast ekki skoð­un

For­sæt­is­ráð­herra full­yrti ný­lega að Jó­hanna Sig­urð­ar­dótt­ir hefði hvorki við­ur­kennt bind­andi gildi úr­skurð­ar kær­u­nefnd­ar um jafn­rétt­is­mál né leit­að sátta við kær­anda eft­ir að kær­u­nefnd jafn­rétt­is­mála taldi hana hafa brot­ið jafn­rétt­is­lög. Hvor­ugt stenst skoð­un. Jó­hanna seg­ir for­sæt­is­ráð­herra beita „röng­um og vill­andi upp­lýs­ing­um í mátt­lausri vörn fyr­ir eig­in gjörð­ir“.
„Þetta er engin framtíð“
Úttekt

„Þetta er eng­in fram­tíð“

Christ­ina Atten­sper­ger fær ein­ung­is 44 pró­sent af full­um ör­orku­líf­eyri þrátt fyr­ir að hafa bú­ið á Ís­landi frá því hún var 25 ára göm­ul. Alls búa 1.719 líf­eyr­is­þeg­ar við bú­setu­skerð­ing­ar á Ís­landi og þar af eru 884 sem fá eng­ar greiðsl­ur frá öðru ríki. Fé­lags- og jafn­rétt­is­mála­ráð­herra seg­ir ekki nauð­syn­legt að gera grund­vall­ar­breyt­ing­ar á al­manna­trygg­inga­kerf­inu og seg­ir að horfa þurfi á fleiri þætti í vel­ferð­ar­kerf­inu okk­ar, svo sem fjár­hags­að­stoð sveit­ar­fé­laga. Sú að­stoð er hins veg­ar ein­ung­is hugs­uð til skamms tíma, ólíkt ör­orku­líf­eyri.
„Komi nefndin með tillögur um grundvallarbreytingar, þá verða þær einfaldlega stöðvaðar“
FréttirACD-ríkisstjórnin

„Komi nefnd­in með til­lög­ur um grund­vall­ar­breyt­ing­ar, þá verða þær ein­fald­lega stöðv­að­ar“

Þing­menn Sjálf­stæð­is­flokks­ins greina blaða­kon­unni Agnesi Braga­dótt­ur frá því í nafn­laus­um við­töl­um að þeir hafi eng­ar áhyggj­ur af nefnd­inni um fram­tíð­ar­fyr­ir­komu­lag gjald­töku í sjáv­ar­út­vegi. Grund­vall­ar­breyt­ing­ar verði hvort sem er stöðv­að­ar á Al­þingi.

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu