Aðili

Illugi Gunnarsson

Greinar

Lífeyrissjóður starfsmanna ríkisins íhugar að fjárfesta í fjölskyldufyrirtæki fjármálaráðherra
FréttirThorsil-málið

Líf­eyr­is­sjóð­ur starfs­manna rík­is­ins íhug­ar að fjár­festa í fjöl­skyldu­fyr­ir­tæki fjár­mála­ráð­herra

Kís­il­verk­smiðj­an Thorsil, sem er með­al ann­ars í eigu fjöl­skyldu­með­lima Bjarna Bene­dikts­son­ar fjár­mála­ráð­herra, á í vanda með fjár­mögn­un. Stuðn­ing­ur stjórn­ar­manna Líf­eyr­is­sjóðs starfs­manna rík­is­ins, sem skip­að­ir eru af Bjarna Bene­dikts­syni get­ur orð­ið lyk­ill­inn að lausn á vanda verk­smiðj­unn­ar. Með­al annarra hlut­hafa Thorsil er Ey­þór Arn­alds og Guð­mund­ur Ás­geirs­son sem hef­ur ver­ið við­skipta­fé­lagi föð­ur Bjarna í ára­tugi.
Ólafur hefur tekið 18 milljóna arð og lánað 23 milljónir úr Hraðbraut eftir lokun skólans
FréttirHraðbraut

Ólaf­ur hef­ur tek­ið 18 millj­óna arð og lán­að 23 millj­ón­ir úr Hrað­braut eft­ir lok­un skól­ans

Ólaf­ur Hauk­ur John­son reyn­ir að þrýsta á Ill­uga Gunn­ars­son mennta­mála­ráð­herra af því hann vill gera nýj­an þjón­ustu­samn­ing við ráðu­neyt­ið fyr­ir Hrað­braut. Þrátt fyr­ir gagn­rýni Rík­is­end­ur­skoð­un­ar á arð­greiðsl­ur og lán­veit­ing­ar út úr skól­an­um hef­ur hann hald­ið áfram að taka arð úr rekstr­ar­fé­lagi skól­ans og veita lán út úr því þrátt fyr­ir að fé­lag­ið sé tekju­laust. Fjár­mun­ir fé­lags­ins eru bún­ir.
Á félag í skattaskjóli og fær ríkisstyrki til landbúnaðar með GAMMA
FréttirMenntamál

Á fé­lag í skatta­skjóli og fær rík­is­styrki til land­bún­að­ar með GAMMA

Hell­en Magne Gunn­ars­dótt­ir er í Pana­ma­gögn­un­um ásamt eig­in­manni sín­um Erni Karls­syni en þau eiga fé­lag sem á 280 millj­óna króna eign­ir á Tor­tólu. Þau stunda við­skipti við Kirkju­bæj­ar­sk­laust­ur með sjóði í eigu GAMMA sem sér­hæf­ir sig í land­bún­aði en fyr­ir­tæki þeirra stund­ar nytja­skóg­rækt. Rík­is­stofn­un á sviði skóg­rækt­ar fjár­magn­ar nytja­skóg­rækt­ina á jörð­inni til 40 ára.
Engir aðrir þingmenn segjast vera tengdir skattaskjólum
Úttekt

Eng­ir aðr­ir þing­menn segj­ast vera tengd­ir skatta­skjól­um

Sig­mund­ur Dav­íð Gunn­laugs­son og Sig­urð­ur Ingi Jó­hanns­son eru með­al þeirra þing­manna sem ekki hafa svar­að spurn­ing­um um eign­ir sín­ar er­lend­is. Eng­inn þeirra þing­manna sem seg­ist eiga eign­ir er­lend­is á eign­ir í skatta­skjóli. Stund­in spurði alla þing­menn á Al­þingi um eign­ir þeirra er­lend­is og eru sára­fá­ir sem ein­hverj­ar eign­ir eiga ut­an Ís­lands.
Af hverju eru spillingarmál ekki rannsökuð oftar á Íslandi?
FréttirSpilling

Af hverju eru spill­ing­ar­mál ekki rann­sök­uð oft­ar á Ís­landi?

Rík­is­sak­sókn­ari hef­ur að­eins einu sinni átt frum­kvæði að því að rann­saka stjórn­mála­mann vegna spill­ing­ar út af um­fjöll­un­un í fjöl­miðl­um, Árna Johnsen. Bæði embætti hér­aðssak­sókn­ara og rík­is­sak­sókn­ara ber skylda til að hefja rann­sókn á spill­ing­ar­mál­um en önn­ur mál eru of­ar í for­gangs­röð­inni. Fyrr­ver­andi rík­is­sak­sókn­ari Valtýr Sig­urðs­son seg­ir „mjög við­kvæmt“ að ákæru­vald­ið rann­saki spill­ingu í stjórn­mál­um. Sam­an­burð­ur við Sví­þjóð sýn­ir að ákæru­vald­ið þar hef­ur miklu oft­ar frum­kvæði að rann­sókn­um á spill­ingu. Vara­rík­is­sak­sókn­ari Helgi Magnús Gunn­ars­son tel­ur ekki þarft að rann­saka Borg­un­ar­mál­ið og mál Ill­uga Gunn­ars­son­ar og seg­ir „frá­leitt“ að stofna sér­staka spill­ing­ar­deild inn­an ákæru­valds­ins á Ís­landi.
Illugi keypti á 64 milljónir og fékk 48 að láni hjá Kviku
FréttirIllugi Gunnarsson og Orka Energy

Ill­ugi keypti á 64 millj­ón­ir og fékk 48 að láni hjá Kviku

Ann­að lán­ið sem Ill­ugi Gunn­ars­son mennta­mála­ráð­herra fær frá Kviku frá ár­inu 2013. Ill­ugi var eigna­lít­ill fyr­ir fast­eigna­kaup­in fyrr í mán­uð­in­um en bank­inn hef­ur fyrst og fremst gef­ið sig út fyr­ir að vilja að þjón­usta hina eigna­meiri. „Við velj­um við­skipta­vini okk­ar vel,“ sagði for­stjór­inn.

Mest lesið undanfarið ár