Á kjörtímabilinu sem nú er að ljúka lagði ríkisstjórnin fram fjölda umdeildra mála sem ekki náðu fram að ganga, einkum vegna þrýstings frá almenningi og stjórnarandstöðunni.
Afhjúpun
Báðir stjórnarflokkarnir lofuðu lyklafrumvarpi – ákváðu að efna ekki loforðið
Sjálfstæðisflokkurinn og Framsóknarflokkurinn lofuðu að bjarga skuldsettum heimilum frá gjaldþroti með svokölluðum lyklalögum en hættu við að efna loforðið. Um leið fjölgaði uppkveðnum gjaldþrotaúrskurðum einstaklinga og fjöldi fólks á vanskilaskrá náði hámarki í upphafi kjörtímabilsins.
Fréttir
Víðtæk tengsl Sjálfstæðisflokksins við GAMMA: KOM lét fjarlægja myndbandið
„Við skiptum okkur ekki af hvaða skoðanir fólk setur fram á Facebook,“ segir í svari KOM við fyrirspurn Stundarinnar. Almannatengslafyrirtækið er meðal annars í eigu fyrrverandi aðstoðarmanna Bjarna Benediktssonar og Illuga Gunnarssonar en GAMMA hefur einnig umtalsverð tengsl við Sjálfstæðisflokkinn.
FréttirMenntamál
Illugi nafngreindi starfsmann Summu ráðgjafar og dró hann inn í umræðu um LÍN-frumvarp sitt
Illugi Gunnarsson, mennta- og menningarmálaráðherra, nafngreindi mann sem vinnur hjá fyrirtækinu Summu ráðgjöf í þingræðu. Sagði þingkonu Pírata hafa brigslað „þessum nafngreinda manni“ um að hafa blekkt Alþingi.
FréttirMenntamál
Yfirlýsing til stuðnings LÍN-frumvarpi var ekki rædd í Stúdentaráði
Guðmundur Steingrímsson, þingmaður Bjartrar framtíðar, segir að frumvarp Illuga Gunnarssonar sé „Thatcherismi í sínu versta formi, þar sem efnameira fólki er skammlaust hampað á kostnað efnaminni“ og „kristaltært dæmi um ótrúlega vont pólitískt hjartalag“.
FréttirMenntamál
LÍN-frumvarp Illuga gæti bitnað harkalega á doktorsnemum, einstæðum foreldrum og fátæku fólki
Fjórar stúdentahreyfingar kalla eftir því að námslánafrumvarp menntamálaráðherra verði keyrt í gegnum þingið. Frumvarpið felur í sér að tekjutenging afborgana er afnumin, vextir allt að þrefaldaðir og námsstyrkur veittur öllum, óháð efnahag og þörf. Stjórnarandstaðan telur frumvarpið grafa undan lífskjörum stúdenta, stuðla að ójöfnuði og lægra menntunarstigi í landinu.
Fréttir
Telur LÍN frumvarpið ekki í hópi mála sem hægt sé að afgreiða fyrir kosningar
Svandís Svavarsdóttir segir frumvarp Illuga Gunnarsson ekki í hópi samstöðumála sem hægt verði að ljúka fyrir þingkosningar. Frumvarpið hefur hlotið talsverða gagnrýni og er sagt skerða jafnrétti til náms.
FréttirMenntamál
Ekki gert ráð fyrir að fjöldi EES-borgara þiggi námsstyrki
Í Danmörku hafa styrkveitingar til erlendra ríkisborgara frá EES-ríkjum aukist gríðarlega undanfarin ár. Illugi Gunnarsson hefur ekki áhyggjur af því að slík staða komi upp hér. „Meginþorri af því námi sem boðið er upp á hér í háskólakerfinu er á íslensku,“ segir hann.
Fréttir
Illugi hættir á þingi
Illugi Gunnarsson mennta- og menningarmálaráðherra mun ekki gefa kost á sér til setu á Alþingi í næstu kosningum.
Pistill
Ásta Guðrún Helgadóttir
Hvenær er styrkur styrkur?
Ásta Guðrún Helgadóttir, þingkona Pírata, fjallar um fyrirhugaðar breytingar Sjálfstæðisflokksins á námslánakerfinu sem hún óttast að muni leiða til harðari stéttaskiptingar á Íslandi.
FréttirMenntamál
BHM: Grafið undan lífskjörum lágtekjufólks – óþarfi að færa afgreiðslu námslána til einkafyrirtækja
Bandalag háskólamanna gerir alvarlegar athugasemdir við námslánafrumvarp Illuga Gunnarssonar, mennta- og menningarmálaráðherra og lýsir þungum áhyggjum af greiðslubyrði lántakenda sem tilheyra láglaunastéttum háskólamenntaðra og hópum sem standa félagslega veikt að vígi.
Fréttir
Samstarfsmaður íslenska ríkisins notaði þrjú félög í skattaskjólum
Haukur Harðarson, fjárfestir og stjórnarformaður Orku Energy, átti að minnsta kosti þrjú félög í skattaskjólum sem hann notaði í viðskiptum sínum fyrir og eftir hrun. Stýrir fyrirtæki sem á í samstarfi við íslenska ríkið í orkumálum í Kína og hefur Haukur nokkrum sinnum fundað með Ólafi Ragnari Grímssyni, forseta Íslands, vegna orkumála. Einsdæmi er að einkafyrirtæki komist í þá stöðu sem Orka Energy er í í Kína.
Lýsir andlegu ofbeldi fyrrverandi sem hótaði að dreifa nektarmyndum
Edda Pétursdóttir greinir frá andlegu ofbeldi í kjölfar sambandsslita þar sem hún sætti stöðugu áreiti frá fyrrverandi kærasta sínum. Á fyrsta árinu eftir sambandsslitin bárust henni fjölda tölvupósta og smáskilaboða frá manninum þar sem hann ýmist lofaði hana eða rakkaði niður, krafðist viðurkenningar á því að hún hefði ekki verið heiðarleg í sambandinu og hótaði að birta kynferðislegar myndir og myndbönd af henni ef hún færi ekki að vilja hans. Edda ræðir um reynslu sína í hlaðvarpsþættinum Eigin Konur í umsjón Eddu Falak og í samtali við Stundina. Hlaðvarpsþættirnir Eigin Konur verða framvegis birtir á vef Stundarinnar og lokaðir þættir verða opnir áskrifendum Stundarinnar.
2
Rannsókn
7
Jón Baldvin við nemanda: „Viltu hitta mig eftir næsta tíma“
Fimmtán ára stúlka í Hagaskóla hélt dagbók vorið 1970 þar sem hún lýsir kynferðislegum samskiptum við Jón Baldvin Hannibalsson sem þá var 31 árs gamall kennari hennar. Í bréfi sem hann sendi stúlkunni segist hann vilja stinga af frá öllu og liggja í kjöltu hennar.
3
Eigin Konur#75
1
Fylgdi móður sinni í einkaflugvél
Ragnheiður er aðeins 15 ára gömul en hún fór með mömmu sinni til Noregs með einkaflugvél að sækja bræður sína. Samfélagsmiðlar gera börnum kleift að tjá sig opinberlega og hefur Ragnheiður verið að segja sína sögu á miðlinum TikTok. Hún talar opinskátt um málið sitt eftir að barnavernd og sálfræðingur brugðust henni. Hvenær leyfum við rödd barna að heyrast? Í þessu viðtali segir Ragnheiður stuttlega frá því sem hún er nú þegar að tala um á TikTok og hver hennar upplifun á ferðalaginu til Noregs var.
4
Fréttir
4
Óttaðist fyrrverandi kærasta í tæpan áratug
Edda Pétursdóttir segist í rúm níu ár hafa lifað við stöðugan ótta um að fyrrverandi kærasti hennar myndi láta verða af ítrekuðum hótunum um að dreifa kynferðislegum myndböndum af henni, sem hann hafi tekið upp án hennar vitundar meðan þau voru enn saman. Maðurinn sem hún segir að sé þekktur á Íslandi hafi auk þess áreitt hana með stöðugum tölvupóstsendingum og smáskilaboðum. Hún segir lögreglu hafa latt hana frá því að tilkynna málið.
5
Eigin Konur#82
Fjölskyldan flakkaði milli hjólhýsa og hótela: Gagnrýnir að barnavernd skyldi ekki grípa fyrr inn í
„Ég byrjaði alla morgna á að spyrja hvert ég ætti að koma eftir skóla, því maður vissi aldrei hvar maður myndi vera næstu nótt,“ segir Guðrún Dís sem er 19 ára. Í viðtali við Eigin Konur segir hún frá upplifun sinni af því að alast upp hjá móður með áfengisvanda. Hún segir að lífið hafa breyst mjög til hins verra þegar hún var 12 ára því þá hafi mamma hennar byrjað að drekka. Þá hafi fjölskyldan misst heimilið og eftir það flakkað milli hjólhýsa og hótela. Guðrún Dís vildi segja frá sinni hlið mála eftir að móðir hennar opinberaði sögu sína á YouTube. Guðrún Dís hefur lokað á öll samskipti við hana. Guðrún segir að þó mamma hennar glími við veikindi eigi hún ekki að bera ábyrgð á henni. Hún gagnrýnir starfsfólk barnaverndar fyrir að hafa ekki gripið inn í miklu fyrr. Ábyrgðarmaður og ritstjóri Eigin kvenna er Edda Falak.
6
Viðtal
1
Þar sem ósýnilega fólkið býr í borginni
„Þetta var öruggasti staðurinn minn,“ segir Alma Lind Smáradóttir þegar hún opnar inn í ruslageymslu í bílakjallara í Reykjavík. Þarna bjó hún hluta þeirra þriggja ára sem hún þvældist um götur bæjarins. Borgin sést í öðru ljósi þegar hún er séð með augum heimilislausra, ósýnilega fólksins, þeirra sem flestir líta fram hjá eða hrekja burt. Ítarlegt og einlgæt viðtal við Ölmu Lind birtist í 162. tölublaði Stundarinnar og má lesa í heild á slóðinni: https://stundin.is/grein/16051/
7
Viðtal
9
Lifði af þrjú ár á götunni
Alma Lind Smáradóttir endaði á götunni eftir að hún missti son sinn frá sér. Þar þvældist hún um í þrjú ár með sár sem náðu aldrei að gróa. Þegar hún varð barnshafandi á ný mætti barnavernd á fæðingardeildina og fór fram á að hún myndi afsala sér barninu.
8
Fréttir
14
„Hann hefur ekki beðist afsökunar“
Tónlistarmaðurinn Auðunn Lúthersson, sem kallar sig Auður, hefur viðurkennt að hafa farið „yfir mörk“ í samskiptum við konur. Konur lýsa ágengni og meiðandi framkomu sem hann hafi aldrei axlað ábyrgð á.
9
Eigin Konur#80
Helga Sif og Gabríela Bryndís
Helga Sif stígur nú fram í viðtali við Eigin konur eftir að barnsfaðir hennar birti gerðardóm í forsjárdeilu þeirra og nafngreindi hana og börnin á Facebook. Helga Sif og börnin hafa lýst andlegu og kynferðislegu ofbeldi föðurins og börnin segjast hrædd við hann. Sálfræðingar telja hann engu að síður hæfan fyrir dómi. Nú stendur til að færa 10 ára gamalt langveikt barn þeirra til föðurins með lögregluvaldi. Gabríela Bryndís er sálfræðingur og einn af stofnendum Lífs án ofbeldis og hefur verið Helgu til aðstoðar í málinu. Ábyrgðarmaður og ritstjóri Eigin kvenna er Edda Falak.
10
Fréttir
5
Kári svarar færslu Eddu um vændiskaupanda: „Ekki verið að tala um mig“
Kári Stefánsson segist ekki vera maðurinn sem Edda Falak vísar til sem vændiskaupanda, en segist vera með tárum yfir því hvernig komið sé fyrir SÁÁ. Hann hafi ákveðið að hætta í stjórn samtakanna vegna aðdróttana í sinn garð. Edda segist hafa svarað SÁÁ í hálfkæringi, enda skuldi hún engum svör.
Þín áskrift hefur áhrif
Almenningur hefur viðhaldið Stundinni og Kjarnanum með áskriftum og styrkjum síðan 2013. Með því að kaupa áskrift að Heimildinni styrkir þú sjálfstæða rannsóknarblaðamennsku.