Hryðjuverkið í Manchester: Telja sig vita hver var að verki
Sprengja sprakk á tónleikum Ariana Grande í Manchester í gærkvöld. Að minnsta kosti 22 látnir. Börn eru á meðal hinna látnu.
Fréttir
Þýskir hermenn skipulögðu hryðjuverkaárás sem flóttamönnum yrði kennt um
Þýskur liðsforingi skráði sig inn í Þýskaland sem sýrlenskur ávaxtasölumaður á flótta. Hann og samverkamenn hans ætluðu að myrða vinstrisinnaða stjórnmálamenn og kenna flóttamönnum um. Þýsk yfirvöld óttast að fleiri aðilar innan hersins gætu verið að skipuleggja eitthvað svipað.
Pistill
Róbert Hlynur Baldursson
Ár frá árás
„Ég fatta ekki fyrr en hann er farinn framhjá mér að hann er alblóðugur í framan,“ skrifar Róbert Hlynur Baldursson, um hryðjuverkaaárásina sem hann upplifði sem borgarbúi í Brussel fyrir ári síðan.
Fréttir
Una heimsótti spítala þar sem 30 voru myrtir í dag
Í síðustu viku heimsótti Una Sighvatsdóttir hersjúkrahús í Kabúl til þess að ræða við kvenlækna sem leggja líf sitt í hættu með því að ákveða að mæta í vinnu og skóla á hverjum degi. Viðtal sem hún tók við kvenlækni þar birtist í morgun, í tilefni af alþjóðlegum baráttudegi kvenna. Skömmu síðar var sjálfsmorðsárás framin á sjúkrahúsinu og að minnsta kosti þrjátíu drepnir. Hryðjuverkasamtökin ISIS hafa lýst ábyrgð á árásinni.
Pistill
Friðrika Benónýsdóttir
Þegar ódæðismenn verða fyrirmyndir
Friðrika Benónýsdóttir skrifar um fræga fólkið með sprengjurnar.
FréttirStríðið gegn ISIS
Frans páfi: Kapítalismi er „hryðjuverk gegn mannkyninu öllu“
Frans páfi segir efnahag heimsins hafa í hávegum guð peninganna en ekki manneskjuna. Jafnframt sagði hann um átökin í Mið-Austurlöndum: „Þetta er stríð fyrir peninga. Þetta er stríð um náttúruauðlindir. Þetta er stríð um yfirráð yfir fólki.“
FréttirForsetakosningar í BNA 2016
„Brjálæðingur“ verði forseti: Trump gengur lengra eftir skotárás
Donald Trump virðist vilja refsa fólki fyrir að tilkynna ekki grunsamlegt atferli, lokar á Washington Post og ýjar að því að Obama sé hlynntur hryðjuverkamönnum.
Fréttir
Maðurinn sem hætti við að sprengja sig
Hann djammaði, notaði dóp, átti kærustu en líka ævintýri á hommabörum. Salah var langt frá því að vera strangtrúaður múslimi. Nýverið láku upptökur af fyrstu yfirheyrslu yfir honum eftir handtöku út, en þær hafa leitt til mikillar gagnrýni á belgísk stjórnvöld. Frönsk dagblöð birtu slitrótta og þversagnakennda frásögn hryðjuverkamannsins, sem stangast á við veruleikann en gefur okkur smá innsýn í hugarheim manns sem ekki veit hvort hann vill lifa eða deyja.
Fréttir
Frá sameiningu til sundrungar
Molenbeek er 90 þúsund manna bæjarfélag nærri miðkjarna Brussel en þar er mikið atvinnuleysi. Hópar innan hverfisins eru taldir tengjast hryðjuverkunum sem framin voru í París í nóvember og janúar á síðasta ári, auk nokkurra annarra hryðjuverka innan Evrópu.
Fréttir
Bára býr í Brussel og segir ástandið „hræðilega sorglegt“
Bára Sigfúsdóttir danshöfundur býr í Brussel og er slegin yfir atburðum dagsins.
Fréttir
Tala látinna komin upp í 34 í Brussel
Sprengingar í Brussel. Flugvellinum og öllum helstu samgönguleiðum lokað.
Reynsla
Snæbjörn Brynjarsson
Saint-Denis: Þorpið sem ummyndaðist í gettó
Snæbjörn Brynjarsson skrifar um þorpið Saint-Denis í norðurhluta Parísar sem á nú við ýmis vandamál að stríða.
Lýsir andlegu ofbeldi fyrrverandi sem hótaði að dreifa nektarmyndum
Edda Pétursdóttir greinir frá andlegu ofbeldi í kjölfar sambandsslita þar sem hún sætti stöðugu áreiti frá fyrrverandi kærasta sínum. Á fyrsta árinu eftir sambandsslitin bárust henni fjölda tölvupósta og smáskilaboða frá manninum þar sem hann ýmist lofaði hana eða rakkaði niður, krafðist viðurkenningar á því að hún hefði ekki verið heiðarleg í sambandinu og hótaði að birta kynferðislegar myndir og myndbönd af henni ef hún færi ekki að vilja hans. Edda ræðir um reynslu sína í hlaðvarpsþættinum Eigin Konur í umsjón Eddu Falak og í samtali við Stundina. Hlaðvarpsþættirnir Eigin Konur verða framvegis birtir á vef Stundarinnar og lokaðir þættir verða opnir áskrifendum Stundarinnar.
2
Rannsókn
7
Jón Baldvin við nemanda: „Viltu hitta mig eftir næsta tíma“
Fimmtán ára stúlka í Hagaskóla hélt dagbók vorið 1970 þar sem hún lýsir kynferðislegum samskiptum við Jón Baldvin Hannibalsson sem þá var 31 árs gamall kennari hennar. Í bréfi sem hann sendi stúlkunni segist hann vilja stinga af frá öllu og liggja í kjöltu hennar.
3
Eigin Konur#75
1
Fylgdi móður sinni í einkaflugvél
Ragnheiður er aðeins 15 ára gömul en hún fór með mömmu sinni til Noregs með einkaflugvél að sækja bræður sína. Samfélagsmiðlar gera börnum kleift að tjá sig opinberlega og hefur Ragnheiður verið að segja sína sögu á miðlinum TikTok. Hún talar opinskátt um málið sitt eftir að barnavernd og sálfræðingur brugðust henni. Hvenær leyfum við rödd barna að heyrast? Í þessu viðtali segir Ragnheiður stuttlega frá því sem hún er nú þegar að tala um á TikTok og hver hennar upplifun á ferðalaginu til Noregs var.
4
Fréttir
4
Óttaðist fyrrverandi kærasta í tæpan áratug
Edda Pétursdóttir segist í rúm níu ár hafa lifað við stöðugan ótta um að fyrrverandi kærasti hennar myndi láta verða af ítrekuðum hótunum um að dreifa kynferðislegum myndböndum af henni, sem hann hafi tekið upp án hennar vitundar meðan þau voru enn saman. Maðurinn sem hún segir að sé þekktur á Íslandi hafi auk þess áreitt hana með stöðugum tölvupóstsendingum og smáskilaboðum. Hún segir lögreglu hafa latt hana frá því að tilkynna málið.
5
Eigin Konur#82
Fjölskyldan flakkaði milli hjólhýsa og hótela: Gagnrýnir að barnavernd skyldi ekki grípa fyrr inn í
„Ég byrjaði alla morgna á að spyrja hvert ég ætti að koma eftir skóla, því maður vissi aldrei hvar maður myndi vera næstu nótt,“ segir Guðrún Dís sem er 19 ára. Í viðtali við Eigin Konur segir hún frá upplifun sinni af því að alast upp hjá móður með áfengisvanda. Hún segir að lífið hafa breyst mjög til hins verra þegar hún var 12 ára því þá hafi mamma hennar byrjað að drekka. Þá hafi fjölskyldan misst heimilið og eftir það flakkað milli hjólhýsa og hótela. Guðrún Dís vildi segja frá sinni hlið mála eftir að móðir hennar opinberaði sögu sína á YouTube. Guðrún Dís hefur lokað á öll samskipti við hana. Guðrún segir að þó mamma hennar glími við veikindi eigi hún ekki að bera ábyrgð á henni. Hún gagnrýnir starfsfólk barnaverndar fyrir að hafa ekki gripið inn í miklu fyrr. Ábyrgðarmaður og ritstjóri Eigin kvenna er Edda Falak.
6
Viðtal
1
Þar sem ósýnilega fólkið býr í borginni
„Þetta var öruggasti staðurinn minn,“ segir Alma Lind Smáradóttir þegar hún opnar inn í ruslageymslu í bílakjallara í Reykjavík. Þarna bjó hún hluta þeirra þriggja ára sem hún þvældist um götur bæjarins. Borgin sést í öðru ljósi þegar hún er séð með augum heimilislausra, ósýnilega fólksins, þeirra sem flestir líta fram hjá eða hrekja burt. Ítarlegt og einlgæt viðtal við Ölmu Lind birtist í 162. tölublaði Stundarinnar og má lesa í heild á slóðinni: https://stundin.is/grein/16051/
7
Viðtal
9
Lifði af þrjú ár á götunni
Alma Lind Smáradóttir endaði á götunni eftir að hún missti son sinn frá sér. Þar þvældist hún um í þrjú ár með sár sem náðu aldrei að gróa. Þegar hún varð barnshafandi á ný mætti barnavernd á fæðingardeildina og fór fram á að hún myndi afsala sér barninu.
8
Fréttir
14
„Hann hefur ekki beðist afsökunar“
Tónlistarmaðurinn Auðunn Lúthersson, sem kallar sig Auður, hefur viðurkennt að hafa farið „yfir mörk“ í samskiptum við konur. Konur lýsa ágengni og meiðandi framkomu sem hann hafi aldrei axlað ábyrgð á.
9
Eigin Konur#80
Helga Sif og Gabríela Bryndís
Helga Sif stígur nú fram í viðtali við Eigin konur eftir að barnsfaðir hennar birti gerðardóm í forsjárdeilu þeirra og nafngreindi hana og börnin á Facebook. Helga Sif og börnin hafa lýst andlegu og kynferðislegu ofbeldi föðurins og börnin segjast hrædd við hann. Sálfræðingar telja hann engu að síður hæfan fyrir dómi. Nú stendur til að færa 10 ára gamalt langveikt barn þeirra til föðurins með lögregluvaldi. Gabríela Bryndís er sálfræðingur og einn af stofnendum Lífs án ofbeldis og hefur verið Helgu til aðstoðar í málinu. Ábyrgðarmaður og ritstjóri Eigin kvenna er Edda Falak.
10
Fréttir
5
Kári svarar færslu Eddu um vændiskaupanda: „Ekki verið að tala um mig“
Kári Stefánsson segist ekki vera maðurinn sem Edda Falak vísar til sem vændiskaupanda, en segist vera með tárum yfir því hvernig komið sé fyrir SÁÁ. Hann hafi ákveðið að hætta í stjórn samtakanna vegna aðdróttana í sinn garð. Edda segist hafa svarað SÁÁ í hálfkæringi, enda skuldi hún engum svör.
Þín áskrift hefur áhrif
Almenningur hefur viðhaldið Stundinni og Kjarnanum með áskriftum og styrkjum síðan 2013. Með því að kaupa áskrift að Heimildinni styrkir þú sjálfstæða rannsóknarblaðamennsku.