Flokkur

Fjármál

Greinar

Hæg heimatök: Um aðgengi fjölskyldu Bjarna Benediktssonar að fjármunum ríkisins
Úttekt

Hæg heima­tök: Um að­gengi fjöl­skyldu Bjarna Bene­dikts­son­ar að fjár­mun­um rík­is­ins

Fyr­ir­tæki tengd fjöl­skyldu Bjarna Bene­dikts­son­ar fjár­mála­ráð­herra hafa frá því Bjarni hóf af­skipti af stjórn­mál­um ver­ið stór­tæk í samn­ing­um og við­skipt­um við rík­ið. Hafa þau gert ein­staka íviln­ana­samn­inga við yf­ir­völd, keypt eign­ar­hlut fyr­ir­tækja í eigu rík­is­ins án form­legra sölu­ferla og not­ið góðs af laga­setn­ing­um Bjarna. Eyj­an fjall­aði um við­skipti ráð­herr­ans í fyrra.
Gagnrýnir ríkisstjórnina fyrir skort á samráði: Samráðsnefnd ekki með í ráðum
FréttirGjaldeyrishöft

Gagn­rýn­ir rík­is­stjórn­ina fyr­ir skort á sam­ráði: Sam­ráð­s­nefnd ekki með í ráð­um

Katrín Jak­obs­dótt­ir gagn­rýn­ir stjórn­ar­meiri­hlut­ann fyr­ir skort á sam­ráði við gerð af­l­andskrónu­frum­varps Bjarna Bene­dikts­son­ar. Hún seg­ir ólík­legt að gjald­eyr­is­höft verði af­num­in fyr­ir kosn­ing­ar í haust. „Stað­reynd­in er sú að frum­varp­ið mun ekki aflétta höft­um af ís­lensk­um al­menn­ingi, fyr­ir­tækj­um og líf­eyr­is­sjóð­um og enn ligg­ur ekki fyr­ir hvenær það verð­ur gert.“
Standa í vegi fyrir gistiheimili á meðan bæjarfulltrúi byggir hótel
Fréttir

Standa í vegi fyr­ir gisti­heim­ili á með­an bæj­ar­full­trúi bygg­ir hót­el

Í sveit­ar­fé­lag­inu Garði stend­ur stórt og mik­ið en tómt hús sem áð­ur hýsti hjúkr­un­ar­heim­il­ið Garð­vang. Áhugi er fyr­ir því að breyta hús­inu í gisti­heim­ili en ákvæði í deili­skipu­lagi stend­ur í veg­in­um. Á með­an bygg­ir einn af bæj­ar­full­trú­um í meiri­hluta bæj­ar­stjórn­ar hót­el úti við Garðskaga. Hús­ið er í eigu fjög­urra sveit­ar­fé­laga á Suð­ur­nesj­um og deila þau nú um fram­tíð þess.
Grafarán, hórmang og smygl: Auður Dorritar Moussaieff
Fréttir

Grafarán, hór­mang og smygl: Auð­ur Dor­rit­ar Moussai­eff

Upp­runi fjöl­skyldu­veld­is Dor­rit­ar Moussai­eff er reifara­kennd saga. Að­al­per­sóna henn­ar er fað­ir Dor­rit­ar, Shlomo Moussai­eff. Ný­lega kom út bók­in Un­holy Bus­iness þar sem ólög­leg­ur flutn­ing­ur og versl­un á forn­mun­um fyr­ir botni Mið­jarð­ar­hafs er skoð­að­ur í kjöl­inn, og er hlut­ur föð­ur Dor­rit­ar þar mjög fyr­ir­ferð­ar­mik­ill. Skatta­leg fim­leika­stökk Dor­rit­ar á milli landa til þess að halda fjár­mun­um ut­an seil­ing­ar skatta­yf­ir­valda höggva svo í sama knérunn og fað­ir­inn.
Það sem Panamaskjölin opinbera um Norðurlöndin
Erlent

Það sem Pana­maskjöl­in op­in­bera um Norð­ur­lönd­in

Stærstu bank­ar Norð­ur­landa, eins og DNB og Nordea, eru viðriðn­ir vafa­söm við­skipti í gegn­um úti­bú sín í Lúx­em­borg. Í Nor­egi, Sví­þjóð og Dan­mörku hafa bank­ar að­stoð­að ein­stak­linga í sam­skipt­um sín­um við pana­mísku lög­manns­stof­una Mossack Fon­seca, og víða er pott­ur brot­inn þótt ekk­ert land­anna kom­ist með tærn­ar þar sem Ís­land er með hæl­anna.
Sigmundur sagði ósatt um tengsl sín við Wintris: Var sjálfur prókúruhafi
FréttirWintris-málið

Sig­mund­ur sagði ósatt um tengsl sín við Wintris: Var sjálf­ur prókúru­hafi

Skrán­ingu á af­l­ands­fé­lagi Sig­mund­ar Dav­íðs Gunn­laugs­son­ar, Wintris Inc, var breytt dag­inn áð­ur en ný skatta­lög tóku gildi þann 1. janú­ar 2010. Eig­in­kona hans tók ekki við fram­kvæmda­stjórn fé­lags­ins fyrr en í sept­em­ber. Eng­in gögn virð­ast vera til um að próf­kúra Sig­mund­ar Dav­íðs hafi ver­ið aft­ur­köll­uð.

Mest lesið undanfarið ár