Aðili

Bjarni Benediktsson

Greinar

Forsætisráðherra af gráu svæði stjórnmála og viðskipta
Úttekt

For­sæt­is­ráð­herra af gráu svæði stjórn­mála og við­skipta

Bjarni Bene­dikts­son var um­svifa­mik­ill í við­skipt­um sam­hliða þing­mennsku. Fé­lög sem hann stýrði eða átti að­komu að stefna í að skilja eft­ir sig tæp­lega 130 millj­arða króna af af­skrift­um, sem nem­ur næst­um því tvö­faldri upp­hæð leið­rétt­ing­ar verð­tryggðra hús­næð­is­lána. Bjarni og fað­ir hans tóku ákvarð­an­ir um sölu hluta­bréfa þeg­ar hann var í kjör­að­stæð­um til að njóta upp­lýs­inga sem al­menn­ur að­ili á mark­aði hafði ekki.
Átta dæmi um ósannindi og villandi málflutning Bjarna Benediktssonar
ListiACD-ríkisstjórnin

Átta dæmi um ósann­indi og vill­andi mál­flutn­ing Bjarna Bene­dikts­son­ar

Á und­an­förn­um ár­um hef­ur Bjarni Bene­dikts­son ít­rek­að ver­ið stað­inn að ósann­ind­um, sett fram full­yrð­ing­ar sem stand­ast ekki skoð­un og við­haft vill­andi mál­flutn­ing. Um leið hef­ur hann sjálf­ur sak­að aðra rang­lega um að halla réttu máli. Hér á eft­ir fara átta dæmi um slík­an mál­flutn­ing en list­inn er ekki tæm­andi. Þetta er brot úr ít­ar­legri um­fjöll­un Stund­ar­inn­ar um Bjarna Bene­dikts­son sem birt­ist í síð­asta tölu­blaði.
Bjarni braut niður staðalmyndir með kökuskreytingum - Aðeins þriðjungur þingmanna flokks hans konur
Fréttir

Bjarni braut nið­ur stað­al­mynd­ir með köku­skreyt­ing­um - Að­eins þriðj­ung­ur þing­manna flokks hans kon­ur

Bjarni Bene­dikts­son for­sæt­is­ráð­herra ræddi köku­skreyt­ingaráhuga sinn og vildi brjóta nið­ur stað­al­mynd­ir kynj­anna sem full­trúi Ís­lands í jafn­rétt­isátak­inu He for She í New York. Að­eins þriðj­ung­ur þing­manna í flokki Bjarna eru kon­ur og væri meiri­hluti þing­manna kon­ur ef ekki væri fyr­ir Sjálf­stæð­is­flokk­inn.
Forsætisráðherra gaf aftur ranga mynd af efnisatriðum skýrslunnar
FréttirACD-ríkisstjórnin

For­sæt­is­ráð­herra gaf aft­ur ranga mynd af efn­is­at­rið­um skýrsl­unn­ar

Bjarni Bene­dikts­son seg­ir starfs­hóp­inn telja Ís­lend­inga hafa ver­ið „í far­ar­broddi“ þeg­ar kom að því að „breyta laga­lega um­hverf­inu í tengsl­um við skatta­skjól“. Raun­in er sú að í skýrsl­unni eru ís­lensk stjórn­völd gagn­rýnd fyr­ir að hafa ver­ið eft­ir­bát­ur ná­granna­ríkj­anna að ein­mitt þessu leyti.
Forsætisráðherra: „Alveg gjörsamlega óþolandi“ að þurfa að taka umræðu um launahækkanir þingmanna
FréttirKjaramál

For­sæt­is­ráð­herra: „Al­veg gjör­sam­lega óþol­andi“ að þurfa að taka um­ræðu um launa­hækk­an­ir þing­manna

Bjarni Bene­dikts­son for­sæt­is­ráð­herra brást illa við fyr­ir­spurn um hvort hann styddi að laun þing­manna yrðu lát­in fylgja þró­un al­mennra launa frá ár­inu 2013 svo hækk­un­in kæmi kjara­við­ræð­um ekki í upp­nám. Bjarni hef­ur var­að við launa­hækk­un­um al­menn­ings og hvatt fólk til að kunna sér hóf. Þing­far­ar­kaup hef­ur hækk­að um 75 pró­sent frá 2013, en laun al­menn­ings um 29 pró­sent.
Þingmaður Pírata sakar Bjarna um misbeitingu valds og vill að hann segi af sér
FréttirACD-ríkisstjórnin

Þing­mað­ur Pírata sak­ar Bjarna um mis­beit­ingu valds og vill að hann segi af sér

„Er það ekki mis­beit­ing valds þeg­ar ráð­herra sem sund­aði við­skipti í gegn­um skatta­skjól ákveð­ur að fela skýrslu um við­skipti Ís­lend­inga í gegn­um skatta­skjól rétt fyr­ir kosn­ing­ar sem var flýtt vegna skatta­skjólsvið­skipta?“ spurði Björn Leví Gunn­ars­son í sér­stakri um­ræðu á Al­þingi í dag.
Svikna kynslóðin í landi jakkafatanna
Jón Trausti Reynisson
Leiðari

Jón Trausti Reynisson

Svikna kyn­slóð­in í landi jakkafat­anna

Ís­lenski draum­ur­inn er í upp­námi. Í ein­fald­aðri mynd sér ungt fólk nú fram á að flytja á jað­ar­svæði, borga leigu til GAMMA og greiða vegtolla á leið í og úr þjón­ustu­störf­um fyr­ir ferða­menn til að fjár­magna vega­kerfi fyr­ir ferða­menn. Á þess­ari öld hafa ráð­stöf­un­ar­tekj­ur elsta ald­urs­hóps­ins auk­ist rúm­lega fimmtán­falt meira en ráð­stöf­un­ar­tekj­ur fólks und­ir þrí­tugu og eign­ir safn­ast sam­an hjá eldri kyn­slóð­inni.

Mest lesið undanfarið ár