Nýtt efni

Nýja stefnan: Evrópskt fyrst í tæknimálum
Macron Frakklandsforseti vill að Evrópa öðlist tæknilegt sjálfstæði og stafrænt sjálfræði frá Bandaríkjunum og Kína. „Við viljum hanna okkar eigin lausnir,“ segir hann.

Varaði við hættulegri kólnun Íslands á loftslagsráðstefnunni
Jóhann Páll Jóhannsson umhverfisráðherra beindi sjónum að hættunni á breytingum hafstrauma sem geta orsakað kólnun Íslands á COP30 ráðstefnunni í Amazon.

Næstum helmingur rafbílaeigenda forðast Teslur vegna stjórnmála
Stjórnmálaskoðanir og framleiðslulönd hafa áhrif á kauphegðun meira en helmings rafbílaeigenda.

Vefur netöryggissveitarinnar niðri
Vefur CERT-IS liggur niðri eins og vefir Alþingis og Stjórnarráðsins vegna óskilgreindar bilunar hjá Cloudflare. „Alvarlegur öryggisbrestur,“ segir fyrrverandi þingmaður um hýsingu íslenskra gagna erlendis.

Víðtæk truflun hefur áhrif á íslenskar vefsíður
Bilun hjá Cloudflare, sem sér um áreiðanleika og öryggi vefsíðna, hefur valdið því að truflanir eru á ýmsum fréttasíðum, samfélagsmiðlum auk ChatGPT.

Áhyggjur vaxa af gervigreindarbólu
Forstjóri Alphabet varar við því að öll fyrirtæki verði fyrir hnjaski ef gervigreindarbólan springur.

18 greindust með tegund ónæmra sýkla í fyrra
Almennt er lítið um sýklaónæmi á Íslandi en sóttvarnarlæknir segir þó mikið starf óunnið.

Á slóðum þjóðlagatónlistar, þjóðdansa og þjóðernis
Þjóðhættir er hlaðvarp sem fjallar um nýjar rannsóknir og fjölbreytta miðlun í þjóðfræði.
Umsjón hafa dr. Dagrún Ósk Jónsdóttir og Sigurlaug Dagsdóttir, kennarar í þjóðfræði við Háskóla Íslands.

Jafnaðarmenn gætu misst stjórn á Kaupmannahöfn í dag
Útlit er fyrir að Jafnaðarmannaflokkur Mette Frederiksen missi borgarstjórastólinn í Kaupmannahöfn í fyrsta sinn í nærri hundrað ár. Vinstri sveifla er í kortunum.

Tvær leiðir til að lækka vexti
Hagfræðingurinn Ólafur Margeirsson segir að stöðva þurfi notkun verðtryggingar eða taka upp nýja mynt til að lækka vexti húsnæðislána á Íslandi.

„Laða til sín heilar kynslóðir fíkla“
Alþjóðaheilbrigðisstofnunin varar við faraldri niktótínfíknar hjá börnum og segja engar sannanir fyrir því að veip sem staðgengill fyrir reykingar leiði til heildarávinnings.

Vill slátra „skrifræðisskrímsli“ Evrópusambandsins
Friedrich Merz, kanslari Þýskalands, kallar eftir sjálfstæðri Evrópu í upphitun fyrir leiðtogafund ESB, þar sem þrýst verður á viðskiptavænna umhverfi.

Afríkusveitir Rússa í sex löndum
Eftir upplausn Wagner-sveitanna tók ríkisher Rússland við.











