Svæði

Akureyri

Greinar

„Það er ekki hægt að dæma látinn mann“
Viðtal

„Það er ekki hægt að dæma lát­inn mann“

Selma Klara Gunn­ars­dótt­ir kynnt­ist manni á stefnu­móta­for­rit­inu Tind­er síð­asta sum­ar. Sól­ar­hrings vef­spjall átti hins veg­ar eft­ir að taka á sig dökka mynd þeg­ar mað­ur­inn sótti Selmu um miðja nótt, fór með hana heim til sín og braut gegn henni. Selma kærði mann­inn fyr­ir nauðg­un strax dag­inn eft­ir, en mað­ur­inn lést hins veg­ar áð­ur en gef­in var út ákæra. Sum­ir telja mann­inn hafa feng­ið mak­leg mála­gjöld en Selmu finnst ósann­gjarnt að hann hafi feng­ið að deyja, á með­an hún þurfi að lifa áfram með sárs­auk­ann sem hann olli henni.
Síðustu dagar Sigmundar
Úttekt

Síð­ustu dag­ar Sig­mund­ar

For­ystu­menn í Fram­sókn­ar­flokkn­um reyna nú hvað þeir geta að gera Sig­mundi Dav­íð Gunn­laugs­syni ljóst að hann eigi þann eina kost vænst­an að stíga til hlið­ar sem formað­ur flokks­ins. Hann er sagð­ur hafa gert af­drifa­rík mis­tök þeg­ar hann tal­aði ít­rek­að nið­ur lof­orð Sig­urð­ar Inga Jó­hanns­son­ar for­sæt­is­ráð­herra um haust­kosn­ing­ar. Ekk­ert hef­ur heyrst frá for­mann­in­um síð­an Lilja Al­freðs­dótt­ir og Gunn­ar Bragi Sveins­son fund­uðu með hon­um á heim­ili Sig­mund­ar.
Þrívíddarbíó dýrara fyrir þá sem nota gleraugu
Menning

Þrívídd­ar­bíó dýr­ara fyr­ir þá sem nota gler­augu

Það hef­ur færst í vöxt í Hollywood að taka upp og sýna kvik­mynd­ir í þrívídd en því fylg­ir auk­inn kostn­að­ur fyr­ir þá bíógesti sem sækja slík­ar sýn­ing­ar. Til þess að njóta kvik­mynd­ar í þrívídd þarf sér­stök þrívídd­argler­augu sem seld eru sér hér á landi. Fyr­ir þá sem nota gler­augu að stað­aldri get­ur reynst ansi dýrt að sækja slík­ar sýn­ing­ar.
Stórt skref að tala um árás en ekki slys
Viðtal

Stórt skref að tala um árás en ekki slys

„Ertu tryggð?“ var eitt það fyrsta sem banda­ríski bráðalið­inn spurði Silju Báru Óm­ars­dótt­ur þar sem hún lá al­blóð­ug á heim­ili sínu í Los Ang­eles eft­ir al­var­lega árás. Ör­lög bráðalið­ans, sem valdi sér það starf að bjarga manns­líf­um, eru þau að hann verð­ur að spyrja þess­ar­ar spurn­ing­ar áð­ur en ákveð­ið er hvert skuli fara með sjúk­ling. Banda­rískt heil­brigðis­kerfi ger­ir það að verk­um að hann fer ekki með fólk á besta mögu­lega stað, held­ur á þann stað sem fjár­ráð sjúk­lings leyfa. Silju Báru tókst með naum­ind­um að hvísla nafn há­skóla síns, USC, og bráðalið­inn tók því sem stað­fest­ingu á því að hún væri með trygg­ing­ar frá skól­an­um. Sem bet­ur fer.
Utanríkisráðherra veitti kunningja sínum „mjög óvenjulegan styrk“
Fréttir

Ut­an­rík­is­ráð­herra veitti kunn­ingja sín­um „mjög óvenju­leg­an styrk“

„Ég þekki Gunn­ar Braga,“ seg­ir Árni Gunn­ars­son kvik­mynda­gerða­mað­ur sem fékk þriggja millj­óna króna styrk frá ut­an­rík­is­ráðu­neyt­inu, sem sagð­ur er „mjög óvenju­leg­ur“ af for­manni Fé­lags kvik­mynda­gerð­ar­manna. For­sæt­is­ráðu­neyt­ið styrk­ir mynd­ina um þrjár millj­ón­ir til við­bót­ar, en Sig­mund­ur Dav­íð Gunn­laugs­son kem­ur fyr­ir í mynd­inni.
Þorsteinn Már: „Við erum hérna steinn úti í ballarhafi og við höfum staðið okkur mjög vel“
FréttirKvótinn

Þor­steinn Már: „Við er­um hérna steinn úti í ball­ar­hafi og við höf­um stað­ið okk­ur mjög vel“

Þor­steinn Már Bald­vins­son út­gerð­ar­mað­ur er ekki hlynnt­ur upp­töku upp­boð­s­kerf­is á afla­heim­ild­um. Hann seg­ir að mark­aðs­setn­ing­arrök­in séu ein helsta ástæð­an fyr­ir þeirri skoð­un sinni: Að erf­ið­ara yrði að mark­aðs­setja ís­lensk­an fisk er­lend­is ef óvíst væri ár frá ári hver hefði leyfi til að veiða hann. Þor­steinn Má er stærsti hlut­hafi Sam­herja sem er einn stærsti kvóta­hafi Ís­lands og lang­stærsta sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tæki lands­ins.

Mest lesið undanfarið ár