Fréttamál

ACD-ríkisstjórnin

Greinar

Fjármálaráðherra segist ekki hafa aðgang að upplýsingum um útgjaldaliði – slíkt myndi „spilla fyrir hugmyndafræðinni“
FréttirACD-ríkisstjórnin

Fjár­mála­ráð­herra seg­ist ekki hafa að­gang að upp­lýs­ing­um um út­gjaldaliði – slíkt myndi „spilla fyr­ir hug­mynda­fræð­inni“

Bene­dikt Jó­hann­es­son, fjár­mála- og efna­hags­ráð­herra, tel­ur að það myndi spilla fyr­ir hug­mynda­fræð­inni á bak við fjár­mála­áætl­un að kalla eft­ir sund­urlið­uð­um upp­lýs­ing­um um út­gjalda­áform inn­an þeirra ramma sem mark­að­ir eru í fjár­mála­áætl­un. „Það vita all­ir nokk­urn veg­inn í hvað fjár­lög fara,“ sagði hann í fyr­ir­spurn­ar­tíma á Al­þingi.
Þorsteinn hefur ítrekað lagst gegn gjaldtöku í sjávarútvegi – leiðir nú nefnd um framtíðarfyrirkomulag gjaldtökunnar
FréttirACD-ríkisstjórnin

Þor­steinn hef­ur ít­rek­að lagst gegn gjald­töku í sjáv­ar­út­vegi – leið­ir nú nefnd um fram­tíð­ar­fyr­ir­komu­lag gjald­tök­unn­ar

Þor­steinn Páls­son var hvata­mað­ur þess að veð­setn­ing fisk­veiði­heim­ilda var heim­il­uð ár­ið 1997. Þeg­ar vinstri­stjórn­in kynnti frum­varp um veiði­gjöld ár­ið 2012 sagði hann flest út­gerð­ar­fyr­ir­tæki myndu leggja upp laup­ana. Nú leið­ir hann sátta­nefnd rík­is­stjórn­ar­inn­ar um fram­tíð­ar­skip­an gjald­töku í sjáv­ar­út­vegi.
Forstöðumenn gagnrýna áherslu stjórnvalda á einkarekna læknisþjónustu á kostnað opinbera kerfisins
Fréttir

For­stöðu­menn gagn­rýna áherslu stjórn­valda á einka­rekna lækn­is­þjón­ustu á kostn­að op­in­bera kerf­is­ins

Stjórn­end­ur Land­spít­al­ans og Sjúkra­húss­ins á Ak­ur­eyri og land­lækn­ir hafa gagn­rýnt sí­auk­in fjár­fram­lög hins op­in­bera vegna þjón­ustu sem einka­rekn­ar lækna­stof­ur og lækn­inga­fyr­ir­tæki veita með­an sjúkra­hús­un­um er skor­inn þröng­ur stakk­ur. Gert er ráð fyr­ir 2 millj­arða aukafram­lagi til heil­brigð­is­þjón­ustu ut­an sjúkra­húsa á næsta ári „einkum vegna samn­ings við sér­greina­lækna“.
„Stundum finnst mér eins og fjármálaráðherra búi í Excel-skjali“
FréttirACD-ríkisstjórnin

„Stund­um finnst mér eins og fjár­mála­ráð­herra búi í Excel-skjali“

Land­spít­al­inn bend­ir á að hvorki sé gert ráð fyr­ir tækja­kaup­um vegna nýs Land­spít­ala né nauð­syn­legri end­ur­gerð á hús­næði gamla spít­al­ans í fjár­mála­áætl­un rík­is­stjórn­ar­inn­ar. Bene­dikt Jó­hann­es­son fjár­mála­ráð­herra seg­ir stjórn­end­ur spít­al­ans setja fram ósk­ir og kalla það nið­ur­skurð þeg­ar þær eru ekki upp­fyllt­ar.
Vill ekki uppboð á viðbótarkvóta: „Inngrip“ í kvótakerfið sem myndi trufla mikilvæga vinnu
FréttirACD-ríkisstjórnin

Vill ekki upp­boð á við­bót­arkvóta: „Inn­grip“ í kvóta­kerf­ið sem myndi trufla mik­il­væga vinnu

Hanna Katrín Frið­riks­son, þing­flokks­formað­ur Við­reisn­ar, er mót­fall­inn því að við­bót­arkvóti verði boð­inn út, enda myndi slíkt fela í sér „inn­grip“ í kvóta­kerf­ið. Við­reisn tal­aði ein­dreg­ið fyr­ir upp­boði afla­heim­ilda og „kerf­is­breyt­ing­um“ í að­drag­anda kosn­inga.
Björt skoðar auðlindagjöld á orku- og námuvinnslu
FréttirACD-ríkisstjórnin

Björt skoð­ar auð­linda­gjöld á orku- og námu­vinnslu

Björt Ólafs­dótt­ir, um­hverf­is- og auð­linda­ráð­herra, ætl­ar að láta kanna mögu­leik­ann á að taka upp auð­linda­gjöld fyr­ir nýt­ingu nátt­úru­auð­linda í sam­eign þjóð­ar­inn­ar „svo sem í tengsl­um við orku­vinnslu, námu­vinnslu og nýt­ingu ferða­þjón­ustu á sér­stæðri nátt­úru þar sem um tak­mörk­uð gæði gæti ver­ið að ræða.“
Ráðherra vill að Landspítalinn hagræði meira - Spítalinn leiðréttir fullyrðingar um „stóraukin útgjöld“
Fréttir

Ráð­herra vill að Land­spít­al­inn hag­ræði meira - Spít­al­inn leið­rétt­ir full­yrð­ing­ar um „stór­auk­in út­gjöld“

Að sögn Land­spít­al­ans not­að­ist Þor­steinn Víg­lunds­son fé­lags­mála­ráð­herra við rang­ar töl­ur í við­tali við Morg­un­blað­ið, þar sem hann lýsti stór­aukn­um fjár­fram­lög­um til spít­al­ans. Ráð­herr­ann seg­ir að gera verði kröf­ur til stjórn­enda spít­al­ans, eins og stjórn­mála­manna, og seg­ir þá þurfa að hagræða.
Hvorki gert ráð fyrir endurgerð á húsnæði gamla spítalans né tækjakaupum fyrir nýja spítalann
FréttirACD-ríkisstjórnin

Hvorki gert ráð fyr­ir end­ur­gerð á hús­næði gamla spít­al­ans né tækja­kaup­um fyr­ir nýja spít­al­ann

Stjórn­end­ur Land­spít­al­ans segja fjár­mála­áætl­un benda til þess að rík­is­stjórn­in vilji færa heil­brigð­is­þjón­ustu til veit­enda ut­an sjúkra­húsa. Fjár­mála­ráð­herra tel­ur einka­rekst­ur já­kvæð­an fyr­ir sjúk­linga og heil­brigð­is­ráð­herra sagði allt tal um nið­ur­skurð vera „fals­frétt­ir“.
Benedikt segir ráðherra ekki hafa áhuga á aukinni þróunaraðstoð
FréttirACD-ríkisstjórnin

Bene­dikt seg­ir ráð­herra ekki hafa áhuga á auk­inni þró­un­ar­að­stoð

Fram­kvæmda­stjóri SOS barna­þorp­anna seg­ir stefnu rík­is­stjórn­ar­inn­ar á sviði þró­un­ar­að­stoð­ar „lýsa ákveð­inni sjálfs­elsku þjóð­ar sem hef­ur nóg til alls.“ Fjár­mála­ráð­herra kenn­ir ótil­greind­um ráð­herra eða ráð­herr­um um að ekki sé meiri fjár­mun­um var­ið til þró­un­ar­að­stoð­ar en raun ber vitni.
„Gera ráð fyrir að sjúkrahúsin á landinu skeri niður um tæpa 5,2 milljarða“
FréttirACD-ríkisstjórnin

„Gera ráð fyr­ir að sjúkra­hús­in á land­inu skeri nið­ur um tæpa 5,2 millj­arða“

María Heim­is­dótt­ir, fjár­mála­stjóri Land­spít­al­ans, rýndi í fjár­mála­áætl­un rík­is­stjórn­ar­inn­ar á árs­fundi spít­al­ans og for­stjór­inn sagð­ist gátt­að­ur á stjórn­völd­um fyr­ir að neita að horf­ast í augu við „blá­kald­ar stað­reynd­ir“ um rekst­ur heil­brigðis­kerf­is­ins.

Mest lesið undanfarið ár