Þórður Snær Júlíusson

Einn stofnenda Heimildarinnar og fyrrverandi ritstjóri.
„Linde og Landsvirkjun stefna að því að gegna lykilhlutverki í orkuskiptum á Íslandi“
Skýring

„Linde og Lands­virkj­un stefna að því að gegna lyk­il­hlut­verki í orku­skipt­um á Ís­landi“

Lands­virkj­un hef­ur skrif­að und­ir sam­starfs­samn­ing um að vinna að þró­un á ra­feldsneyti hér­lend­is. Slík þró­un er lyk­il­breyta í orku­skipt­um fyr­ir þunga­flutn­inga og skipa­flot­ann hér­lend­is. End­an­legt hlut­verk Lands­virkj­un­ar, sem í dag er fyrst og síð­ast fram­leið­andi orku, í fram­leiðsl­unni ligg­ur ekki fyr­ir sem stend­ur.
Vilja að stimpilgjald verði einungis afnumið af húsnæði sem er keypt til eigin nota
Fréttir

Vilja að stimp­il­gjald verði ein­ung­is af­num­ið af hús­næði sem er keypt til eig­in nota

Nokkr­ir þing­menn Sjálf­stæð­is­flokks­ins hafa lagt fram frum­varp um að af­nema stimp­il­gjöld vegna kaupa á íbúð­ar­hús­næði. Hags­muna­sam­tök heim­il­anna styðja frum­varp­ið að því gefnu að gjald­ið verði ein­ung­is af­num­ið af hús­næði sem er keypt til eig­in nota. Alls eru tæp­lega 38 pró­sent allra íbúða ann­að hvort í eigu ein­stak­linga sem eiga fleiri en eina íbúð eða í eigu lög­að­ila.
Endalok Fréttablaðsins sem flestir sáu fyrir en komu samt á óvart
Greining

Enda­lok Frétta­blaðs­ins sem flest­ir sáu fyr­ir en komu samt á óvart

Ár­um sam­an hef­ur blas­að við að rekstr­armód­el Frétta­blaðs­ins, sem dreift var frítt inn um lúg­ur tug­þús­unda heim­ila, stóð völt­um fót­um. Sta­f­ræn bylt­ing, hratt minnk­andi lest­ur og auk­inn kostn­að­ur mynd­uðu sam­an gríð­ar­legt rekstr­artap. Til­raun til að breyta um stefnu í byrj­un árs mistókst hrap­al­lega, og nú er blað­ið allt. Eft­ir standa tug­ir blaða­manna og annarra starfs­manna án at­vinnu og fjöldi les­enda sem í meira en tvo ára­tugi hafa van­ist því að lesa Frétta­blað­ið á degi hverj­um.
Bæjarstjóri gagnrýnir skipun Klausturmanns í starf lögreglustjóra í Vestmannaeyjum
Fréttir

Bæj­ar­stjóri gagn­rýn­ir skip­un Klaust­ur­manns í starf lög­reglu­stjóra í Vest­manna­eyj­um

Bæj­ar­stjór­inn í Vest­manna­eyj­um seg­ir Jón Gunn­ars­son vænt­an­lega hafa kom­ist að þeirri nið­ur­stöðu að það væri heppi­leg og smekk­leg ráð­stöf­un að skipa Karl Gauta Hjalta­son sem lög­reglu­stjóra „eft­ir þá kven­fyr­ir­litn­ingu og al­mennu mann­fyr­ir­litn­ingu sem mér og fleir­um var sýnd á Klaust­urs­b­ar hér um ár­ið. Þar var hinn ný­skip­aði lög­reglu­stjóri þátt­tak­andi.“
400 nýjar milljónir á ári til einkarekinna miðla og draga á úr umsvifum RÚV á samkeppnismarkaði
Greining

400 nýj­ar millj­ón­ir á ári til einka­rek­inna miðla og draga á úr um­svif­um RÚV á sam­keppn­ismark­aði

Stuðn­ing­ur rík­is­sjóðs við einka­rekna fjöl­miðla verð­ur auk­inn um 400 millj­ón­ir króna á ári sam­kvæmt fyr­ir­liggj­andi fjár­mála­áætl­un. Fram­lag til þeirra verð­ur því rúm­lega tvö­fald­að. Fram­lög til RÚV úr rík­is­sjóði verða 1,5 millj­arði krón­um hærri 2028 en þau eru í ár en vinna á að draga úr um­svif­um rík­is­mið­ils­ins á aug­lýs­inga­mark­aði.

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu