Svava Jónsdóttir

Vildi svara spurningunni um hvar á að kynnast vinum
Viðtal

Vildi svara spurn­ing­unni um hvar á að kynn­ast vin­um

Guð­björg Ragn­ar­dótt­ir stofn­aði Face­book-hóp­inn „Vin­kon­ur Ís­lands“ og eft­ir það stofn­aði hún Face­book-hóp­inn „Vin­kon­ur Ís­lands 18–25 ára“. „Ég stofn­aði fyrri hóp­inn eft­ir að kona að nafni Agnes aug­lýsti eft­ir vin­kon­um á Face­book-síð­unni „Góða syst­ir“.“ Við­brögð­in hafa ekki lát­ið á sér standa og hafa tæp­lega þús­und kon­ur geng­ið í hóp­ana.
Gefandi sjálfboðaliðastarf
Viðtal

Gef­andi sjálf­boða­lið­astarf

Mjöll Þór­ar­ins­dótt­ir hef­ur um ára­bil starf­að sem sjálf­boða­liði hjá Hjálp­ar­starfi kirkj­unn­ar. Hún mæt­ir einu sinni í viku, nema yf­ir sum­ar­mán­uð­ina, og er að­al­lega í því að taka á móti fata­gjöf­um sem þarf að flokka. „Það er ekk­ert út í blá­inn að sælla sé að gefa en að þiggja,“ seg­ir hún. „Ég sé það bet­ur hvað mað­ur hef­ur það gott og hvað sum­ir eiga erfitt.“
Safnar fyrir sveltandi börn í Venesúela
Viðtal

Safn­ar fyr­ir svelt­andi börn í Venesúela

Jóna María Björg­vins­dótt­ir, sem bú­sett er að mestu leyti í Panama, hóf ný­lega söfn­un fjár til handa fá­tæk­um mæðr­um og börn­um í Venesúela þar sem hún bjó áð­ur. Hún seg­ir að sam­kvæmt op­in­ber­um töl­um þjá­ist 25% þjóð­ar­inn­ar af nær­ing­ar­skorti. „Ástand­ið í Venesúela er hræði­lega sorg­legt. Al­gjör­lega lífs­hættu­legt. Land­ið þarf ut­an­að­kom­andi að­stoð.“
Hættulegt ef við færum yfir þessi mörk
Fréttir

Hættu­legt ef við fær­um yf­ir þessi mörk

Um­ræða um dán­ar­að­stoð hef­ur ekki far­ið fram hjá Land­læknisembætt­inu, en Birg­ir Jak­obs­son land­lækn­ir er al­far­ið á móti þeirri hug­mynd að boð­ið yrði upp á dán­ar­að­stoð hér á landi. „Við eig­um frek­ar að virða líf held­ur en að taka líf,“ seg­ir hann og bend­ir á að boð­ið sé upp á líkn­ar­með­ferð sem geri dauð­vona sjúk­ling­um kleift að fá mann­sæm­andi enda­lok.
Stofna félag um dánaraðstoð
Fréttir

Stofna fé­lag um dán­ar­að­stoð

Lífs­virð­ing, fé­lag um dán­ar­að­stoð, var stofn­að í janú­ar. Til­gang­ur fé­lags­ins er að stuðla að op­inni, upp­byggi­legri og víð­tækri um­ræðu um dán­ar­að­stoð og að vinna að því að sam­þykkt verði lög­gjöf um að við viss­ar að­stæð­ur og að upp­fyllt­um ströng­um skil­yrð­um verði dán­ar­að­stoð val­kost­ur fyr­ir þá sem kjósa að mæta ör­lög­um sín­um með þeim hætti.
Studdi eiginmanninn í sjálfsvíginu
Viðtal

Studdi eig­in­mann­inn í sjálfs­víg­inu

Stein­ar Pét­urs­son tók ákvörð­un um að deyja í heimalandi eig­in­konu sinn­ar, Sviss. Á brúð­kaups­dag­inn þeirra, í byrj­un mars 2013, héldu þau ut­an, þar sem hann lést eft­ir að hafa tek­ið ban­væna lyfja­blöndu hjá stofn­un sem veit­ir lög­lega dán­ar­að­stoð. Stein­ar var orð­inn mjög veik­ur vegna ill­kynja heila­æxl­is og kaus að fara þessa leið til þess að deyja á með­an hann vissi enn hver hann var. Ekkja hans, Sylvia­ne Lecoultre Pét­urs­son, ákvað að styðja hann í þessu ferli, sækja um dán­ar­að­stoð­ina, afla nauð­syn­legra gagna, kaupa fyr­ir hann flug og koma hon­um út, þar sem fjöl­skyld­an sat hjá hon­um á með­an hann var að deyja. Hún efn­ir nú lof­orð við hann með því að vinna að því að opna um­ræð­una í gegn­um Lífs­virð­ingu - fé­lag um dán­ar­að­stoð.
Rybak á Íslandi: „Ég verð að leggja áherslu á heilindi“
Viðtal

Ry­bak á Ís­landi: „Ég verð að leggja áherslu á heil­indi“

Al­ex­and­er Ry­bak kom, sá og sigr­aði fyr­ir hönd Norð­manna í Eurovisi­on vor­ið 2009 með lagi sínu Fairytale en lag­ið fékk fleiri at­kvæði en nokk­urn tím­ann hafði þekkst í keppn­inni. Hann hef­ur síð­an ver­ið vin­sæll víða um heim. Al­ex­and­er hef­ur sam­ið og flutt smelli sem hafa sleg­ið í gegn, hann hef­ur unn­ið til verð­launa, skrif­að barna­bók um einelti og um helg­ina kem­ur hann fram á tón­leik­um Gretu Salóme á Ak­ur­eyri og í Reykja­vík.
Tíu barna faðir í mannúðarstarfi á Indlandi
Viðtal

Tíu barna fað­ir í mann­úð­ar­starfi á Indlandi

Til­vilj­un réði því að Vil­hjálm­ur Jóns­son flutti til Ind­lands ár­ið 1976 eft­ir flakk um Evr­ópu. Fljót­lega eft­ir kom­una þang­að kynnt­ist hann ást­inni í lífi sínu og kvænt­ist henni fjór­um mán­uð­um síð­ar. Þau hjón­in eiga nú tíu börn og þrjú barna­börn, en þau komu alls­laus til Ís­lands eft­ir að hafa helg­að lífi sínu mann­úð­ar­mál­um á Indlandi.
Íslenskur liðsforingi  í flugrekstri í Litháen
Viðtal

Ís­lensk­ur liðs­for­ingi í flugrekstri í Lit­há­en

Garð­ar For­berg ólst upp í Lúx­em­borg, stund­aði mennta­skóla­nám á Ís­landi en flutti svo til Þýska­lands þar sem hann lauk liðs­for­ingj­a­námi. Síð­an hef­ur hann unn­ið fyr­ir ís­lensku frið­ar­gæsl­una, með­al ann­ars í Kosóvó og Af­gan­ist­an, en und­an­far­in ár hef­ur hann rek­ið flug­leigu í Lit­há­en. Fyr­ir­tæk­ið sem hann rek­ur á fjór­tán þot­ur sem það leig­ir út og var að stofna ann­að fé­lag í Dóm­in­íska lýð­veld­inu.

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu