Svava Jónsdóttir

Gott að geta rætt um dauðann
Viðtal

Gott að geta rætt um dauð­ann

Séra Bragi Skúla­son, sjúkra­húsprest­ur á Land­spít­al­an­um, veit­ir þjón­ustu þeim sem grein­ast með lífs­hættu­lega sjúk­dóma og hef­ur ver­ið við­stadd­ur mörg and­lát­in. Hann seg­ir að dauð­vona fólk tak­ist á við erf­iða, til­finn­inga­lega líð­an - fólk get­ur ver­ið ósátt, það get­ur fund­ið fyr­ir reiði og ótta og ver­ið að tak­ast á við ákveð­in upp­gjör. „Því finnst eins og líf­ið sé að hlaupa frá því og að það hafi ekki náð að gera það sem það ætl­aði sér í líf­inu. Allt þetta kem­ur inn á borð hjá mér. Það sama er að segja um trú­ar­leg spurs­mál - hvernig er dauð­inn, hvert við­kom­andi fer þeg­ar hann deyr og sum­ir velta fyr­ir sér hvort von sé um að ann­að líf taki við þeg­ar þeir kveðja.“
„Ég er hvort sem er að deyja“
Viðtal

„Ég er hvort sem er að deyja“

Ey­steinn Skarp­héð­ins­son er með 4. stigs krabba­mein í vélinda og eru reyk­ing­ar og óhóf­leg áfeng­isneysla helstu áhættu­þætt­ir. Með­al­ald­ur þeirra sem grein­ast er um 72 ár. Ey­steinn er 41 árs, hef­ur reykt frá 14 ára aldri og hef­ur ver­ið alkó­hólisti í 24 ár auk þess að vera í neyslu annarra vímu­efna. „Það er þannig með alkó­hól­isma; það er al­veg sama hvert mað­ur fer - hann kem­ur alltaf með. Hann eyði­legg­ur, eyði­legg­ur og eyði­legg­ur,“ seg­ir hann.

Mest lesið undanfarið ár