Svava Jónsdóttir

Ólst upp við listamannslíf og laus við kassahugsun
Viðtal

Ólst upp við lista­manns­líf og laus við kassa­hugs­un

Þór­dís Hólm Fil­ips­dótt­ir er dótt­ir rit­höf­und­ar og mynd­list­ar­manns og í upp­eld­inu skiptu orð miklu máli. Skrif eru hluti af líf­inu, sem er eins og mynd­rænt ljóð, þar sem skipt­ast á skin og skúr­ir. Áhrif seinni heims­styrj­ald­ar­inn­ar mót­uðu fjöl­skyldu­sög­una, hún leit­aði ung út í heim og flutti seinna með ung­barn og ung­lings­dótt­ur til Afr­íku. Strax í æsku lærði hún að lifa ut­an ramm­ans og stund­ar nú heild­ræn­ar lækn­ing­ar.
Maður getur ekki tekið neinu sem sjálfsögðum hlut
Viðtal

Mað­ur get­ur ekki tek­ið neinu sem sjálf­sögð­um hlut

Linda Þor­valds­dótt­ir er húsa­mál­ari sem mál­ar mál­verk og steypu­lista­verk í líki dauð­ans hafa vak­ið at­hygli á lóð­inni henn­ar. Und­ir niðri kraum­ar þung­lyndi sem hef­ur fylgt henni alla tíð. Sorg­ina þekk­ir hún, eft­ir að hafa misst syst­ur sína en í fyrra lést barns­fað­ir henn­ar þeg­ar hann féll of­an í sprungu í Grinda­vík. Eft­ir kuln­un hóf hún störf hjá Kirkju­görð­um Reykja­vík­ur.
Leggja inn á jólareikning í hverjum mánuði
Viðtal

Leggja inn á jóla­reikn­ing í hverj­um mán­uði

Mik­il­vægt er að sníða sér stakk eft­ir vexti þeg­ar kem­ur til dæm­is að jóla­gjafa­kaup­um. Þær þurfa ekki að vera dýr­ar, hægt er að kaupa gam­alt eða not­að, búa eitt­hvað til eða gefa sam­veru­stund­ir. Björn Berg Gunn­ars­son fjár­mála­ráð­gjafi var­ar við því að dreifa greiðsl­um en mæl­ir með því að leggja mán­að­ar­lega inn á jóla­reikn­ing.
Viðhorf til jólanna skiptir máli
Viðtal

Við­horf til jól­anna skipt­ir máli

Í huga margra eru jól­in æv­in­týra­leg­ur tími, en fyr­ir aðra geta há­tíð­arn­ar reynst erf­ið­ar. Sorg, sökn­uð­ur og miss­ir af því sem var get­ur haft áhrif, sem og fleiri þætt­ir sem hafa áhrif á líð­an. Álag­ið get­ur lagst þungt á fólk, en Sig­ríð­ur Björk Þormar, doktor í sál­fræði, seg­ir að jól­in geti líka ver­ið tæki­færi til að hlúa að sér og sín­um. Oft sé þetta góð­ur tími til að styrkja rof­in tengsl, því fólk sé gjarn­an opn­ara en ella.
„Ég var lifandi dauð“
Viðtal

„Ég var lif­andi dauð“

Lína Birgitta Sig­urð­ar­dótt­ir hlú­ir vel að heils­unni. Hún er 34 ára í dag og seg­ist ætla að vera í sínu besta formi fer­tug, and­lega og lík­am­lega. Á sinni ævi hef­ur hún þurft að tak­ast á við marg­vís­leg áföll, en fað­ir henn­ar sat í fang­elsi og hún glímdi með­al ann­ars við ofsa­hræðslu, þrá­hyggju og bú­lemíu. Fyrsta fyr­ir­tæk­ið fór í gjald­þrot en nú horf­ir hún björt­um aug­um fram á veg­inn og stefn­ir á er­lend­an mark­að.
Sjálfsvígi fylgir eitruð sorg
Viðtal

Sjálfs­vígi fylg­ir eitr­uð sorg

Eg­ill Heið­ar Ant­on Páls­son á ræt­ur að rekja til Spán­ar, þar sem móð­ir hans fædd­ist inn í miðja borg­ara­styrj­öld. Tólf ára gam­all kynnt­ist hann sorg­inni þeg­ar bróð­ir hans svipti sig lífi. Áð­ur en ein­hver gat sagt hon­um það vissi Eg­ill hvað hefði gerst og hvernig. Fyr­ir vik­ið glímdi hann við sjálfs­ásak­an­ir og sekt­ar­kennd. Eg­ill hef­ur dökkt yf­ir­bragð móð­ur sinn­ar og lengi var dökkt yf­ir, en hon­um tókst að rata rétta leið og á að baki far­sæl­an fer­il sem leik­stjóri. Nú stýr­ir hann Borg­ar­leik­hús­inu.
„Til þess að lifa þurfum við að deyja“
Viðtal

„Til þess að lifa þurf­um við að deyja“

Þau eru upp­eld­is­fræð­ing­ur, lög­fræð­ing­ur, hag­fræð­ing­ur og verk­fræð­ing­ur að mennt, koma vel fyr­ir og bera ekki með sér að vera sér­fræð­ing­ar í glæp­um. Það hafa þau Lilja Sig­urð­ar­dótt­ir, Ragn­ar Jónas­son, Yrsa Sig­urð­ar­dótt­ir og Satu Rä­mö samt gert og sleg­ið í gegn – bæði hér heima og er­lend­is. Þau ræða hinn ful­komna glæp, ótt­ann, dauð­ann og sorg­ina.

Mest lesið undanfarið ár