Ingi Freyr Vilhjálmsson

Ingi Freyr Vilhjálmsson er fyrrverandi blaðamaður á Heimildinni. Hann hefur áður starfað á Fréttablaðinu, DV, Fréttatímanum og Stundinni, fyrirrennara Heimildarinnar. Árið 2014 gaf hann út bókina Hamskiptin.
Elliði bæjarstjóri hjálpar fyrirtæki sem selur honum hús við áhrifakaup í Ölfusi
FréttirJarðefnaiðnaður í Ölfusi

Elliði bæj­ar­stjóri hjálp­ar fyr­ir­tæki sem sel­ur hon­um hús við áhrifa­kaup í Ölfusi

Elliði Vign­is­son, bæj­ar­stjóri í Ölfusi á Suð­ur­landi, hef­ur að­stoð­að þýska fyr­ir­tæk­ið Heidel­berg og fyr­ir­tæki sem það á með ís­lenska námu­fyr­ir­tæk­inu Jarð­efna­iðn­aði við að reyna að kaupa sér vel­vild í Þor­láks­höfn með veit­ingu fjár­styrkja. Jarð­efna­iðn­að­ur er í eigu út­gerð­ar­manns­ins Ein­ars Sig­urðs­son­ar. Þetta fyr­ir­tæki á líka hús­ið sem Elliði býr í.
Í kafbáti Jóns Kalmans: „Áfengið fer eins og sandpappír á karakterinn“
Menning

Í kaf­báti Jóns Kalm­ans: „Áfeng­ið fer eins og sandpapp­ír á karakt­er­inn“

Jón Kalm­an Stef­áns­son rit­höf­und­ur til­eink­ar Ei­ríki Guð­munds­syni heitn­um, vini sín­um, nýj­ustu skáld­sögu sína. Ei­rík­ur lést í ág­úst á síð­asta ári eft­ir að hafa glímt við alkó­hól­isma um ára­bil. Í bók Jóns Kalm­ans eru áhrifa­mikl­ar lýs­ing­ar á áhrif­um alkó­hól­isma á ein­stak­linga og að­stand­end­ur þeirra.
Bæjarstjórinn í Ölfusi kaupir hús af umsvifamiklu námufyrirtæki í sveitarfélaginu
FréttirJarðefnaiðnaður í Ölfusi

Bæj­ar­stjór­inn í Ölfusi kaup­ir hús af um­svifa­miklu námu­fyr­ir­tæki í sveit­ar­fé­lag­inu

Elliði Vign­is­son, bæj­ar­stjóri í sveit­ar­fé­lag­inu Ölfusi, keypti íbúð­ar­hús af fé­lagi sem er í eigu námu­fyr­ir­tæk­is­ins Jarð­efna­iðn­að­ur. Fyr­ir­tæk­ið flyt­ur út vik­ur frá Þor­láks­höfn og vinn­ur að því að tryggja sér frek­ari námu­rétt­indi í sveit­ar­fé­lag­inu. Eig­end­ur fé­lags­ins eru út­gerð­ar­mað­ur­inn Ein­ar Sig­urðs­son og Hrólf­ur Öl­vis­son. Elliði seg­ir enga hags­muna­árekstra hafa kom­ið upp vegna þess­ara við­skipta.
Lífeyrissjóður hefur keypt skuldabréf Ölmu leigufélags fyrir tæpa 3 milljarða
FréttirLeigufélagið Alma

Líf­eyr­is­sjóð­ur hef­ur keypt skulda­bréf Ölmu leigu­fé­lags fyr­ir tæpa 3 millj­arða

Líf­eyr­is­sjóð­ur­inn Festa hef­ur bund­ið fé sjóðs­fé­laga sinna í leigu­fé­lag­inu Ölmu sem tals­vert hef­ur ver­ið fjall­að um á síð­ustu vik­um. Fram­kvæmda­stjóri eign­a­stýr­ing­ar Festu seg­ist skilja að ein­hver kunni að fetta fing­ur út í það en að á sama tíma þurfi að vera til leigu­fé­lög. Hann seg­ir að Festa hafi brýnt Ölmu að sýna hóf gagn­vart við­skipta­vin­um sín­um.
Alma frysti leiguna hjá fólki og vísaði til samfélagslegrar ábyrgðar
FréttirLeigufélagið Alma

Alma frysti leig­una hjá fólki og vís­aði til sam­fé­lags­legr­ar ábyrgð­ar

Leigu­fé­lag­ið Alma frysti leig­una hjá leigj­end­um sín­um um mitt ár á grund­velli að­stæðna í sam­fé­lag­inu. Fé­lag­ið sagði að fryst­ing­in gilti út þetta ár. Alma hef­ur nú boð­að stíf­ar hækk­an­ir á nýj­um leigu­samn­ing­um þrátt fyr­ir að að­stæð­ur í sam­fé­lag­inu hafi ekki breyst frá miðju ári.
Segir óráðsíu og eftirlitsleysi ríkja í úthlutun á milljarða króna byggðakvóta
FréttirKvótaúthlutanir Byggðastofnunar

Seg­ir óráðs­íu og eft­ir­lits­leysi ríkja í út­hlut­un á millj­arða króna byggða­kvóta

Tæp­lega tveggja millj­arða byggða­kvóta er út­hlut­að ár­lega frá ís­lenska rík­inu. Út­hlut­un á rúm­lega 300 millj­óna byggða­kvóta til fyr­ir­tækja á Djúpa­vogi sem eru í meiri­hluta­eigu norskra lax­eld­is­fyr­ir­tækja var brot á lög­um. Byggða­stofn­un hef­ur breytt verklagi sínu vegna þessa máls. Sig­ur­jón Þórð­ar­son, vara­mað­ur í stjórn Byggða­stofn­un­ar, seg­ir óverj­andi hvernig byggða­kvót­an­um er út­hlut­að.
Útvarpsstjóri mótmælti mögulegum 388 milljóna niðurskurði hjá RÚV
FréttirRÚV

Út­varps­stjóri mót­mælti mögu­leg­um 388 millj­óna nið­ur­skurði hjá RÚV

Stefán Ei­ríks­son út­varps­stjóri brást illa við mögu­leg­um nið­ur­skurði hjá Rík­is­út­varp­inu á fjár­lög­um fyr­ir næsta ár. Þing­mað­ur Sjálf­stæð­is­flokks­ins, Vil­hjálm­ur Árna­son, vildi taka fé af RÚV og styrkja N4 og var þetta rætt inn­an fjár­laga­nefnd­ar. Stefán vill ekki ræða sam­töl sín við Lilju Al­freðs­dótt­ur ráð­herra en seg­ist standa vörð um RÚV á hverj­um degi.
Félag Björgólfs Thors í Lúxemborg stærst í nýja miðbænum í Þorlákshöfn
Úttekt

Fé­lag Björgólfs Thors í Lúx­em­borg stærst í nýja mið­bæn­um í Þor­láks­höfn

Fé­lag í eigu Björgólfs Thors Björgólfs­son­ar fjár­fest­is á verk­taka­fyr­ir­tæk­ið sem stend­ur að nýj­um mið­bæ í Þor­láks­höfn. Sam­komu­lag við fyr­ir­tæki Björgólfs Thors var keyrt í gegn­um stjórn­kerf­ið í Ölfusi af meiri­hluta Sjálf­stæð­is­flokks­ins fyr­ir kosn­ing­arn­ar í vor og er skipu­lags­vinna nú í full­um gangi. Sveit­ar­stjórn­ar­menn í minni­hlut­an­um í Ölfusi eru gagn­rýn­ir á með­ferð máls­ins.
Sótthreinsuð frásögn bankastjóra sem vill endurskrifa söguna
Menning

Sótt­hreins­uð frá­sögn banka­stjóra sem vill end­ur­skrifa sög­una

Lár­us Weld­ing, fyrr­ver­andi banka­stjóri Glitn­is, reyn­ir að hvít­þvo banka­menn af ábyrgð á efna­hags­hrun­inu ár­ið 2008 í nýrri bók sinni. Hann seg­ir að Ís­land hafi lent í efna­hags­ham­förum líkt og svo marg­ar aðr­ir þjóð­ir ár­ið 2008 og að banka­hrun­ið á Ís­landi hafi ekki ver­ið ein­stakt held­ur lið­ur í stærri sögu. Lár­us held­ur því fram að sam­særi gegn ís­lensk­um banka­mönn­um hafi átt sér stað í kjöl­far hruns­ins, allt í þeim til­gangi að finna blóra­böggla.
Leigufélagið Alma hækkar leigu hjá flóttamönnum frá Úkraínu um allt að 114 prósent
FréttirLeigufélagið Alma

Leigu­fé­lag­ið Alma hækk­ar leigu hjá flótta­mönn­um frá Úkraínu um allt að 114 pró­sent

Leigu­fé­lag­ið Alma hef­ur ákveð­ið að hækka leig­una á íbúð­um í Urriða­holts­stræti í Garða­bæ um allt að 100 pró­sent. Í íbúð­un­um búa flótta­menn frá Úkraínu í sex­tán íbúð­um, þar á með­al börn, sem eru að flýja stríð­ið í Úkraínu. Garða­bær hef­ur lof­að Úkraínu­mönn­um að greiða hluta leig­unn­ar fyr­ir þá ef þeir halda áfram að leigja hjá Ölmu. Til­raun­ir til að fá Ölmu til að inn­heimta lægri leigu hjá flótta­mönn­un­um hafa ekki bor­ið ár­ang­ur.
Leigufélagið Alma lánaði Mata-systkinunum 7 milljarða til að kaupa sig
FréttirLeigufélagið Alma

Leigu­fé­lag­ið Alma lán­aði Mata-systkin­un­um 7 millj­arða til að kaupa sig

Ný­ir eig­end­ur Ölmu leigu­fé­lags áttu í stór­felld­um inn­byrð­is við­skipt­um með fyr­ir­tæki sín á sama tíma og þeir keyptu fyr­ir­tæk­ið í fyrra. Alma fjár­magn­aði kaup Mata-systkin­anna með láni og systkin­in seldu Ölmu leigu­fé­lag á rúma 11 millj­arða með láni. Ragn­ar Þór Ing­ólfs­son, formað­ur VR, seg­ir að hækk­an­ir Ölmu á leigu­verði séu ógeð­felld­ar en hann hef­ur reynt að fá fyr­ir­tæk­ið til að sleppa því að hækka leig­una.
Svona eignast útgerðarmaður bæ
ÚttektSigtún, Selfoss og nýi miðbærinn

Svona eign­ast út­gerð­ar­mað­ur bæ

Nýr mið­bær hef­ur ris­ið á Sel­fossi á síð­ustu ár­um og stend­ur til að stækka hann enn frek­ar. Á bak við fram­kvæmd­irn­ar eru Leó Árna­son at­hafna­mað­ur og Kristján Vil­helms­son, stofn­andi Sam­herja. Um­svif þeirra á Sel­fossi eru mun meiri og snúa með­al ann­ars að áform­um um bygg­ingu 650 íbúða í bæn­um. Bæj­ar­full­trúi minni­hlut­ans, Arna Ír Gunn­ars­dótt­ir, seg­ir erfitt fyr­ir sveit­ar­fé­lag­ið að etja kappi við fjár­sterka að­ila og lýð­ræð­is­hall­inn sé mik­ill.
Myndir frá Reyðarfirði sýna stórfellt tjón og laxadauða vegna vetrarsára
FréttirLaxeldi

Mynd­ir frá Reyð­ar­firði sýna stór­fellt tjón og laxa­dauða vegna vetr­arsára

Eld­islax­ar drep­ast í stór­um stíl vegna vetr­arsára í sjókví­um við Ís­land. Mynd­ir frá Löx­um í Reyð­ar­firði sýna kör sem eru full af dauð­um löx­um í lok árs 2020. Jens Garð­ar Helga­son fram­kvæmda­stjóri Laxa seg­ir að fyr­ir­tæk­ið hafi lent í erf­ið­leik­um vegna vetr­arsára ár­ið 2020 en að unn­ið hafi ver­ið að úr­bót­um til að koma í veg fyr­ir þetta. 8 til 10 kör af sárug­um fiski voru fyllt á hverj­um degi og hann var not­að­ur í dýra­fóð­ur.
Létu maltverskt félag sitt lána sér fyrir leigufélaginu Ölmu og greiða háa vexti
FréttirLeigufélagið Alma

Létu malt­verskt fé­lag sitt lána sér fyr­ir leigu­fé­lag­inu Ölmu og greiða háa vexti

Eig­end­ur Ölmu leigu­fé­lags lán­uðu sjálf­um sér pen­inga til að geta fært eign­ar­hald leigu­fé­lags­ins frá Möltu til Ís­lands. Þeir greiða sjálf­um sér vexti af þessu láni og Alma þarf því að skila til­tekn­um arði til að dæm­ið gangi upp. Sam­tals fengu eig­end­ur Ölmu fimm millj­arða lán hjá eig­in fé­lög­um á fimm til fimmtán pró­senta vöxt­um til að kaupa þessi bréf.
Yfirlýsingar Ölmu leigufélags standast ekki:  Hafa hækkað leiguna hjá fólki um 20 til 30 prósent allt þetta ár
GreiningLeigufélagið Alma

Yf­ir­lýs­ing­ar Ölmu leigu­fé­lags stand­ast ekki: Hafa hækk­að leig­una hjá fólki um 20 til 30 pró­sent allt þetta ár

Alma leigu­fé­lag hef­ur hækk­að leig­una hjá við­skipta­vin­um sín­um um 20 til 30 pró­sent í mörg­um til­fell­um í ár. Þetta er allt að tíu sinn­um meira en fyr­ir­tæk­ið þyrfti að gera mið­að við kostn­að­ar­hækk­an­ir sín­ar. Fyr­ir­tæk­ið hef­ur hins veg­ar sagt að til­felli Brynju Bjarna­dótt­ur sé ekki lýs­andi fyr­ir stefnu fyr­ir­tæk­is­ins. Gögn sem Stund­in hef­ur séð segja hins veg­ar allt aðra sögu.

Mest lesið undanfarið ár