Ingi Freyr Vilhjálmsson

Ingi Freyr Vilhjálmsson er fyrrverandi blaðamaður á Heimildinni. Hann hefur áður starfað á Fréttablaðinu, DV, Fréttatímanum og Stundinni, fyrirrennara Heimildarinnar. Árið 2014 gaf hann út bókina Hamskiptin.
Saga Olgu: „Mér líður eins og svikara“
VettvangurLeigufélagið Alma

Saga Olgu: „Mér líð­ur eins og svik­ara“

Úkraínsk­ir flótta­menn í hótel­íbúð­um Ölmu við Lind­ar­götu þurfa að flytja út úr þeim í mars. Samn­ing­ur­inn sem gerð­ur var við Ölmu er einn versti og óhag­stæð­asti leigu­samn­ing­ur sem ís­lenska rík­ið hef­ur gert. Í hús­inu búa úkraínsk­ir flótta­menn sem hafa lent sér­stak­lega illa í stríð­inu í Úkraínu. Með­al þeirra eru Olga, sem gat ekki ver­ið við­stödd jarð­ar­för for­eldra sinna vegna flótt­ans og Di­ma, en fjöl­skylda hans hef­ur þrisvar sinn­um þurft að flýja stríðs­átök Rússa.
Fjárfestar saka stjórnendur WOW um blekkingar og vilja 2,8 milljarða bætur
FréttirFall WOW air

Fjár­fest­ar saka stjórn­end­ur WOW um blekk­ing­ar og vilja 2,8 millj­arða bæt­ur

Nokkr­ir fjár­fest­ar sem tóku þátt í skulda­bréfa­út­boði WOW air ár­ið 2018 telja sig hafa ver­ið plat­aða. Þeir vilja meina að WOW air hefði átt að vera gef­ið upp til gjald­þrota­skipta fyr­ir út­boð­ið. Af þeim sök­um vilja þeir 2,8 millj­arða í skaða­bæt­ur frá stjórn­end­um WOW í dóms­máli. Skúli Mo­gensen vill ekki tjá sig um mál­ið.
Þýska sementsfyrirtækið segir að tekjur sveitarfélagsins muni aukast um 22 til 35 prósent
FréttirJarðefnaiðnaður í Ölfusi

Þýska sements­fyr­ir­tæk­ið seg­ir að tekj­ur sveit­ar­fé­lags­ins muni aukast um 22 til 35 pró­sent

End­ur­skoð­enda­fyr­ir­tæk­ið KP­MG vann skýrslu um mögu­leg efna­hags­leg áhrif möl­un­ar­verk­smiðju þýska sements­fyr­ir­tæk­is­ins Heidel­berg í Þor­láks­höfn. 60 til 70 störf munu skap­ast, hafn­ar­gjöld verða allt að rúm­lega 500 millj­ón­ir og fast­eigna­gjöld munu nema rúm­um 100 millj­ón­um hið minnsta. Bygg­ing verk­smiðj­unn­ar er um­deild í sveit­ar­fé­lag­inu en Heidel­berg boð­ar nýj­ar hug­mynd­ir og mögu­leika.
„Þetta snýst um það hvernig bæ við ætlum að skilja eftir fyrir börnin okkar“
ViðtalJarðefnaiðnaður í Ölfusi

„Þetta snýst um það hvernig bæ við ætl­um að skilja eft­ir fyr­ir börn­in okk­ar“

Þýska sements­fyr­ir­tæk­ið Heidel­berg vill byggja verk­smiðju sem er á stærð við fyr­ir­hug­að­an þjóð­ar­leik­vang inni í miðri Þor­láks­höfn. Fram­kvæmd­in er um­deild í bæn­um og styrk­veit­ing­ar þýska Heidel­bergs til fé­laga­sam­taka í bæn­um hafa vak­ið spurn­ing­ar um hvort fyr­ir­tæk­ið reyni að kaupa sér vel­vild. Bæj­ar­full­trú­inn Ása Berg­lind Hjálm­ars­dótt­ir vill ekki að Þor­láks­höfn verði að verk­smiðju­bæ þar sem mó­berg úr fjöll­um Ís­lands er hið nýja gull.
Meirihluti íbúa telur stórfyrirtækið reyna að kaupa sér velvild með fjárstyrkjum
FréttirJarðefnaiðnaður í Ölfusi

Meiri­hluti íbúa tel­ur stór­fyr­ir­tæk­ið reyna að kaupa sér vel­vild með fjár­styrkj­um

Þýska sements­fyr­ir­tæk­ið ver pen­ing­um í styrk­veit­ing­ar í Ölfusi til að reyna að auka vel­vild íbúa í sinn garð í að­drag­anda bygg­ing­ar möl­un­ar­verk­smiðju í Þor­láks­höfn. Þetta er mat meiri­hluta íbúa í sveit­ar­fé­lag­inu, sam­kvæmt könn­un sem Maskína gerði fyr­ir Heim­ild­ina. Tals­mað­ur Heidel­bergs, Þor­steinn Víg­lunds­son. hef­ur lýst and­stæðri skoð­un í við­töl­um um styrk­ina og sagt að það sé af og frá að þetta vaki fyr­ir þýska fyr­ir­tæk­inu.
Könnunin olli titringi í Ölfusi: Ríflega tvöfalt fleiri íbúar á móti verksmiðjunni
FréttirJarðefnaiðnaður í Ölfusi

Könn­un­in olli titr­ingi í Ölfusi: Ríf­lega tvö­falt fleiri íbú­ar á móti verk­smiðj­unni

44,7 pró­sent íbúa í sveit­ar­fé­lag­inu Ölfusi eru mjög eða frem­ur and­víg­ir bygg­ingu möl­un­ar­verk­smiðj­unn­ar í bæn­um. Til sam­an­burð­ar eru ein­ung­is 19,3 pró­sent íbúa frem­ur eða mjög hlynnt­ir bygg­ingu verk­smiðj­unn­ar. Þetta er nið­ur­stað­an úr við­horfs­könn­un sem Maskína gerði fyr­ir Heim­ild­ina með­al 382 íbúa í Ölfusi. Könn­un­in olli titr­ingi í Ölfusi þeg­ar hún var gerð á síð­ustu dög­um.
„Það sem er mikilvægast er að við erum öll á lífi“
VettvangurLeigufélagið Alma

„Það sem er mik­il­væg­ast er að við er­um öll á lífi“

Úkraínsku flótta­menn­irn­ir Volody­myr Cherniav­skyi og kona hans, Snizh­ana Prozhoha, búa ásamt tveim­ur dætr­um sín­um í íbúð á efstu hæð­inni í blokk leigu­fé­lags­ins Ölmu í Urriða­holts­stræti í Garða­bæ. Fjöl­skyld­an flutti til Ís­lands í mars í fyrra eft­ir að rúss­neski her­inn réðst inn í Úkraínu. Þau flúðu frá Kiev land­leið­ina til borg­ar­inn­ar Lviv í vest­ur­hluta lands­ins og komu sér það­an yf­ir til Pól­lands og svo til Ís­lands. Ljós­mynd­ari Heim­ild­ar­inn­ar fékk að fylgj­ast með þeim í leik og starfi í nokk­ur skipti í byrj­un janú­ar og kynn­ast lífi þeirra á Ís­landi.
Yfirvöld í Úkraínu rannsaka 58 þúsund stríðsglæpi rússneska hersins
FréttirÚkraínustríðið

Yf­ir­völd í Úkraínu rann­saka 58 þús­und stríðs­glæpi rúss­neska hers­ins

Yf­ir­völd í Úkraínu rann­saka nú allt að 58 þús­und mann­rétt­inda­brot rúss­neska hers­ins í land­inu. Ætt­ingj­ar óbreyttra borg­ara sem rúss­neski her­inn hef­ur myrt leita nú rétt­ar síns vegna ör­laga þeirra en óvíst hvort nokk­uð komi út úr þeim rann­sókn­um. Sak­sókn­ar­inn sem rann­sak­ar stríðs­glæp­ina, Yuriy Belou­sov, seg­ir að hon­um fall­ist hend­ur yf­ir um­fangi glæp­anna.
Þorsteinn hafnar aðdróttunum um  „mútustarfsemi“ í Þorlákshöfn
FréttirJarðefnaiðnaður í Ölfusi

Þor­steinn hafn­ar að­drótt­un­um um „mút­u­starf­semi“ í Þor­láks­höfn

Þor­steinn Víg­lunds­son, for­stjóri fyr­ir­tæk­is­ins Horn­steins og tals­mað­ur þýska sements­fyr­ir­tæk­is­ins Heidel­berg, hafn­ar öll­um ávirð­ing­um um að fyr­ir­tæk­ið sé að bera fé á íbúa Þor­láks­hafn­ar til að afla fyr­ir­tæk­inu stuðn­ings við fyr­ir­hug­aða verk­smiðju í bæn­um. Hann upp­lýs­ir í yf­ir­lýs­ingu að Heidel­berg hafi greitt 3,5 millj­ón­ir í styrki til fé­laga­sam­taka í Þor­láks­höfn.
Björgunarsveitin í Þorlákshöfn þáði styrk frá þýska sementsrisanum
FréttirJarðefnaiðnaður í Ölfusi

Björg­un­ar­sveit­in í Þor­láks­höfn þáði styrk frá þýska sementsris­an­um

Skipu­lags­stofn­un hef­ur ákveð­ið að bygg­ing möl­un­ar­verk­smiðju þýska sements­fyr­ir­tæk­is­ins Heidel­berg þurfi að fara í um­hverf­is­mat. Meiri­hluti Sjálf­stæð­is­flokks­ins í sveit­ar­stjórn taldi hins veg­ar ekki þörf á því að fram­kvæmd­in færi í um­hverf­is­mat. Björg­un­ar­sveit­in í Þor­láks­höfn, Mann­björg, er einn af þeim að­il­um sem þáði fjár­styrk frá Heidel­berg fyr­ir jól, í að­drag­anda íbúa­kosn­ing­ar um fram­kvæmd­ina.
Samherji þarf að borga skatt vegna aflandsfélags sem útgerðin sór af sér
GreiningSamherjaskjölin

Sam­herji þarf að borga skatt vegna af­l­ands­fé­lags sem út­gerð­in sór af sér

Út­gerð­ar­fé­lag­ið Sam­herji þarf að borga skatta á Ís­landi vegna launa­greiðslna til ís­lenskra starfs­manna sinna er­lend­is sem fengu greidd laun frá skatta­skjóls­fé­lag­inu Cape Cod FS. Sam­herji reyndi ít­rek­að að hafna tengsl­um sín­um við Cape Cod FS og sagði fjöl­miðla ill­gjarna. Nið­ur­staða sam­komu­lags Skatts­ins við Sam­herja sýn­ir hins veg­ar að skýr­ing­ar Sam­herja á tengsl­um sín­um við fé­lag­ið voru rang­ar.
Líf úkraínsku flóttamannanna í blokk Ölmu: „Ég vona að allt verði í lagi“
VettvangurLeigufélagið Alma

Líf úkraínsku flótta­mann­anna í blokk Ölmu: „Ég vona að allt verði í lagi“

Leigu­fé­lag­ið Alma ætl­ar að hækka leig­una hjá úkraínsk­um flótta­mönn­um sem búa í blokk leigu­fé­lags­ins Ölmu í Garða­bæ um allt að 114 pró­sent. Flótta­menn­irn­ir segja all­ir að þeir geti ekki greitt þá leigu sem Alma vill fá en þeir binda von­ir við að Garða­bær veiti þeim fjár­hags­lega að­stoð. Flótta­mönn­un­um líð­ur vel í Urriða­holti og þeir vilja ekki þurfa að flytja.
Leiguþak mun alltaf stranda á Sjálfstæðisflokknum
GreiningLeigufélagið Alma

Leigu­þak mun alltaf stranda á Sjálf­stæð­is­flokkn­um

Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn er eini rík­is­stjórn­ar­flokk­ur­inn sem hef­ur ekki opn­að á mögu­leik­ann á leigu­þaki. Um­ræð­an um Ölmu leigu­fé­lag leiddi til þess að Katrín Jak­obs­dótt­ir og Sig­urð­ur Ingi Jó­hanns­son ræddu þann mögu­leika. Sam­fylk­ing­in og Flokk­ur fólks­ins hafa mælt fyr­ir frum­vörp­um á þingi um að setja leigu­þak en þess­um frum­vörp­um var hafn­að á þingi.

Mest lesið undanfarið ár