Þessi grein birtist fyrir meira en mánuði.

Lamaður rithöfundur þráir að geta haldið aftur á penna

Hanif Kureis­hi, ensk­ur rit­höf­und­ur sem varð þekkt­ur um síð­ustu alda­mót, lenti í slysi í Róm á Ítal­íu fyr­ir mán­uði síð­an og hlaut mænusk­aða. Hann hef­ur ver­ið bund­inn við sjúkra­rúm og hafa tvít hans um líf­ið og til­ver­una vak­ið mikla at­hygli.

Lamaður rithöfundur þráir að geta haldið aftur á penna

Skömmu fyrir jól datt enski rithöfundurinn Hanif Kureishi þegar hann var í heimsókn í Róm og hlaut alvarlegan mænuskaða. Kureishi lamaðist fyrir vikið og getur í dag bara hreyft á sér munninn. Síðan þá hefur hann verið bundinn við rúm á sjúkrahúsi í ítölsku höfuðborginni. Tíst hans og blogg, sem sonur hans skrifar fyrir hann, hafa vakið heimsathygli og hefur verið fjallað um þau í blöðum eins og The New York Times, The Guardian, The Atlantic og El País á Spáni. 

„Það ert þú sem heldur mér á lífi“
Hanif Kureishi,
breskur rithöfundur sem lamaðist um jólin

Í skrifum sínum frá Gemelli-sjúkrahúsinu í Róm veltir Kureishi breyttri stöðu sinni í heiminum fyrir sér. Skrif hans eru djúp, létt, sorgleg, fyndin og allt þar á milli. „Þegar ég sá mann sem var að veifa konunni sinni gat ég ekki trúað því að hann áttaði sig ekki á því hversu flókinn þessi verknaður var á djúpstæðan hátt. Ég öfunda þá sem geta notað hendurnar sínar,“ segir hann í einu tístinu. 

Á þessari stundu liggur ekki fyrir hvað það var nákvæmlega sem kom fyrir Kureishi, af hverju hann datt. Kannski fékk hann flogaveikikast, kannski leið yfir hann. En það sem liggur fyrir er að hann lenti illa og að í fallinu þá skaðaðist hann á mænu. 

Umbreyting KureishiHanif Kureishi hefur verið virkur á Twitter eftir slysið í Róm og lesendur geta fylgst með lífi hans á sjúkrahúsinu.

Byggir mikið á eigin lífi

Tvær af bókum Kureishi hafa verið þýddar á íslensku. Þetta eru bækurnar Náðargáfa Gabríels og Náin kynni. Bókaforlagið Bjartur gaf þær út árin 1999 og 2002 í þýðingu Jóns Karls Helgasonar. Frægðarsól og vinsældir Kureishi voru hvað mestar í kringum aldamótin, þegar hann var á milli 40 og 50 ára. Síðari verk hans hafa hins vegar ekki náð sams konar vinsældum og fengið þá umfjöllun sem þau fengu á sínum tíma.  

Jón Karl Helgason segir við Heimildina að Kureishi sé kannski þekktastur fyrir tvö verk, fyrstu bókina hans The Buddha of Suburbia, sem kvikmynd var gerð eftir, og svo sögu sem einnig var kvikmynduð, My Beautiful Laundrette. Hann segir að Kureishi hafi verið þekktur fyrir að vinna skáldsögur sem byggja mikið á hans eigin lífi.  „Í bókinni Náin kynni lýsir hann lífi manns sem er að skilja og þegar umræða var um bókina í Englandi sagði eiginkona hans fyrrverandi, en hann hafði sjálfur verið að skilja: „Þetta er ekki skáldsaga, þú gætir alveg eins kallað þetta fisk. Skilaboðin voru að þetta væri ekki skáldsaga heldur lýsing á því sem raunverulega hafði gerst.

Jón Karl segir að það þurfi því kannski ekki að koma á óvart hvað það gengur vel hjá Kureishi að skrifa tístin um eigin lömun á sjúkrahúsinu í Róm. „Þetta er í raun það sem hefur verið mjög sterkt í hans skrifum. Þegar Buddha of Suburbia kom út þá töluðust faðir Kureishi og hann ekki við í eitt ár því hann sá að Kureishi var að vinna með sögu fjölskyldunnar en fannst hann ekki gera það með raunsönnum hætti. Þannig að það er ekki eins og þetta sé hliðarskref eða eitthvað slíkt því hann  hefur alltaf unnið mikið með samtímann og eigin reynslu.

Stólpípur, ristilskoðanir og  Heimlich

Lýsingar Hanif Kureishi á lífinu eftir lömunina snúast mikið um það sem hann getur ekki gert lengur og hversu ósjálfbjarga hann er. Hann þarf að fá stólpípu til að láta fjarlægja úrgang úr líkamanum og hann er með þvaglegg og gerir því þarfir sínar liggjandi og þarf ekki – getur ekki – lengur staðið upp til að sjá um þetta sjálfur. Í gamansömum tón lýsir Kureishi því þannig að þetta sé alls ekki slæmt hlutskipti. „Afsakið mig aðeins, ég þarf að fá stólpípu núna,“ segir hann í einu tístinu þar sem hann tekur sér hlé fré skrifunum. 

Tal Kureishis um miðlægar líkamsrannsóknir og verknaði kallar fram hjá honum alls kyns minningar og hann segir sögu af því því þegar hann var í læknisskoðun á ristli í Englandi og heilbrigðisstarfsmaður tók feil á honum og bresk-íranska rithöfundinum Salman Rushdie sem meðal annars skrifaði skáldsöguna Miðnæturbörn. „Þegar hjúkrunarkonan sneri mér við spurði hún mig: „Hversu lengi varstu að skrifa Miðnæturbörn?“ Ég svaraði: Ef ég hefði í reynd skrifað Miðnæturbörn, heldurðu þá ekki að ég hefði farið á einkasjúkrahús?

Vegna þess að hann er lamaður fyrir neðan háls á hann erfitt með að borða. Hann lýsir því í einu tísti hvernig hann kafnaði næstum því þegar hann fékk fisk að borða á spítalanum í Róm.  Heimlich-aðferðin bjargaði honum: „Ísabella [konan hans] matar mig með hádegismatnum og ég reyni að borða frekar stóran bita af fiski. Nokkrum sekúndum síðar liggur mér við köfnun. Ísabella öskrar á hjálp og fjórir heilbrigðisstarfsmenn hlaupa inn í herbergið og eftir að hafa slegið á bakið á mér og ýtt framan á mig losna ég við fiskbitann úr hálsinum. 

Breytt lífHanif Kureishi tístir mikið um breytingarnar sem hafa orðið á lífi hans, meðal annars það sem hann getur ekki gert lengur.

Draumur Kureishi

Gegnumgangandi í tístum Kureishi og skrifum hans á bloggsvæðið hans er þráin hans eftir því sem hann getur ekki lengur gert eða mun kannski aldrei geta gert aftur. Eitt af þessum atriðum er að skrifa texta með penna. „Það sem ég myndi vilja gera, það sem ég óska mér, það sem mig dreymir um, er möguleikinn á því að geta tekið upp blekpenna og skrifa með honum á blað; að rita nafn mitt með fjólubláu bleki. Þetta er markmið mitt. 

Það eru litlu hlutirnir í lífinu sem rithöfundurinn staldrar við og saknar: Að snerta hluti, nota hendurnar, að geta hreyft sig. 

Og rithöfundinum er hugleikið hvað það skiptir hann miklu máli að geta átt í þessu samtali við fólkið sem les það sem hann skrifar eftir að hann lenti í slysinu: „Á hverjum degi, þegar ég diktera hugsanir mínar, opna ég upp það sem er eftir af brotnum líkama mínum til þess að reyna að ná til þín, til þess að koma í veg fyrir að ég deyi inni í mér. Það ert þú sem heldur mér á lífi.

Talar um sjálfsögðu hlutinaHanif Kureishi tístir mikið um litlu, sjálfsögðu hlutina í lífinu og söknuðinn eftir þeim.

Gengur í endurnýjun lífdaga

Túlkanir margra sem hafa fjallað um þetta breytta líf Hanif Kureishi snúast um það að hann hafi gengið í endurnýjun lífdaga sem rithöfundur eftir að hann lenti í slysinu, eins og blaðamaður The Atlantic orðar það. „Vonandi hljómar það ekki kaldranalega að segja það að Kureishi hefur endurnýjað sig sem höfundur í kjölfar hörmunga sem hann lenti í.“

Meðal annars er vitnað í orð sonar rithöfundarins, Carlo Kureishi, sem hefur sagt um föður sinn að hann sé að: „Skrifa meira núna en hann hefur gert árum saman. Hann er að skrifa næstum því þúsund orð á dag, sem er ótrúlegt, miðað við stöðu hans. Og núna er hann líka kominn með umfjöllunarefni til að skrifa um en það er auðvitað alltaf það sem rithöfundur þarf.“

Þessari tilgátu til stuðnings er vitnað í orð Hanif Kureishi sjálfs sem hefur sagt að það sé gott fyrir ímyndunaraflið að liggja „algjörlega hreyfingarlaus og þögull“ í herbergi: „Ef maður getur ekki lesið dagblað eða hlustað á tónlist finnur maður fyrir því að maður verður mjög skapandi.“

Kjósa
3
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Nýtt efni

Þegar framtíðin hverfur má leita skjóls í eldamennsku
GagnrýniHo did I get to the bomb shelter

Þeg­ar fram­tíð­in hverf­ur má leita skjóls í elda­mennsku

List­fræð­ing­ur­inn Mar­grét Elísa­bet Ólafs­dótt­ir brá sér í Nor­ræna hús­ið og rýndi í sýn­ingu lista­manna frá Úkraínu.
Njáls saga Einars Kárasonar – með Flugumýrartvisti
GagnrýniNálsbrennusaga og flugumýrartvist

Njáls saga Ein­ars Kára­son­ar – með Flugu­mýr­art­visti

Leik­hús­fræð­ing­ur­inn Jakob S. Jóns­son skellti sér í Borg­ar­nes og sá Ein­ar Kára­son í Land­náms­setrinu.
Fyrirbæri: Miðstöð listamanna og áhugafólks um myndlist
MenningHús & Hillbilly

Fyr­ir­bæri: Mið­stöð lista­manna og áhuga­fólks um mynd­list

Í húsi á Æg­is­göt­unni sem byggt var fyr­ir verk­smiðju eru nú vinnu­stof­ur lista­manna, sýn­ing­ar­sal­ur og vett­vang­ur fyr­ir fólk sem vill kaupa sam­tíma­list beint af vinnu­stof­um lista­manna.
Vel gerlegt að ná verðbólguvæntingunum niður – „Ég hef trú á því og við munum skila því í hús“
Fréttir

Vel ger­legt að ná verð­bólgu­vænt­ing­un­um nið­ur – „Ég hef trú á því og við mun­um skila því í hús“

Það er stað­reynd að mark­að­irn­ir hafa misst trú á að stjórn­völd nái verð­bólg­unni nið­ur á næstu miss­er­um, sam­kvæmt fjár­mála- og efna­hags­ráð­herra. „Við verð­um að gang­ast við því,“ seg­ir hann. Taka þurfi hönd­um sam­an og ná nið­ur verð­bólgu­vænt­ing­un­um.
Lögreglan rannsakar stórfellt brot í nánu sambandi og tilraun til manndráps
Fréttir

Lög­regl­an rann­sak­ar stór­fellt brot í nánu sam­bandi og til­raun til mann­dráps

Lög­regl­an á Suð­ur­nesj­um hef­ur haft til rann­sókn­ar ætl­að stór­fellt brot í nánu sam­bandi og ætl­aða til­raun til mann­dráps frá 25. fe­brú­ar. Karl­mað­ur á fer­tugs­aldri hef­ur ver­ið í gæslu­varð­haldi frá því að mál­ið kom upp.
Loftslagsráðherra og raunveruleikinn
Tryggvi Felixson
Aðsent

Tryggvi Felixson

Lofts­lags­ráð­herra og raun­veru­leik­inn

Formað­ur Land­vernd­ar seg­ir að til að leysa lofts­lags­vand­ann sé nauð­syn­legt að beita meng­un­ar­bóta­regl­unni á alla geira at­vinnu­lífs­ins. Bæði OECD og Al­þjóða­gjald­eyr­is­sjóð­ur­inn hafi ít­rek­að bent á að skatt­ar og gjöld á meng­un séu skil­virk­asta leið­in til að ná mark­mið­um í um­hverf­is­mál­um. „Það er löngu tíma­bært að rík­is­stjórn­in og lofts­lags­ráð­herra við­ur­kenni hið aug­ljósa í þess­um mál­um.“
Hefði stutt útlendingafrumvarpið hefði hún verið á landinu
Fréttir

Hefði stutt út­lend­inga­frum­varp­ið hefði hún ver­ið á land­inu

Katrín Jak­obs­dótt­ir for­sæt­is­ráð­herra skil­ur vel að út­lend­inga­mál séu um­deild en hún seg­ir að á lands­fundi Vinstri grænna hafi eigi að síð­ur kom­ið fram yf­ir­gnæf­andi stuðn­ing­ur við þing­menn hreyf­ing­ar­inn­ar og ráð­herra. Sex þing­menn VG sam­þykktu út­lend­inga­frum­varp dóms­mála­ráð­herra í síð­ustu viku.
Lygar, járnsprengjur og heitt blý
Flækjusagan

Lyg­ar, járn­sprengj­ur og heitt blý

Tveir gaml­ir menn bú­ast til brott­ferð­ar í Banda­ríkj­un­um, Daniel Ells­berg og Jimmy Cart­er, fyrr­ver­andi for­seti. Báð­ir reyndu að bæta heim­inn, hvor á sinn hátt.
Listræn sýn að handan
Viðtal

List­ræn sýn að hand­an

Gjörn­inga­klúbb­inn þarf vart að kynna en hann stofn­uðu Eirún Sig­urð­ar­dótt­ir, Jóní Jóns­dótt­ir og Sigrún Hrólfs­dótt­ir ár­ið 1996 en síð­ast­nefnd hef­ur ekki starf­að með hópn­um síð­an 2016. Í Í gegn­um tíð­ina hef­ur Gjörn­inga­klúbbur­inn sýnt og kom­ið fram á fjölda einka- og sam­sýn­inga úti um all­an heim, já, og brall­að ýmsi­legt í merku sam­starfi við ann­að lista­fólk, eins og marg­ir vita.
Ausa sér yfir ríkisstjórnina vegna vaxtahækkana
Fréttir

Ausa sér yf­ir rík­is­stjórn­ina vegna vaxta­hækk­ana

Nokkr­ir þing­menn létu stór orð falla á Al­þingi í dag eft­ir stýri­vaxta­hækk­un Seðla­banka Ís­lands. Einn þing­mað­ur sagði að rík­is­stjórn­in væri „kjark­laus og verk­stola“ og ann­ar að hún styddi „að­för að al­menn­ingi“. Enn ann­ar sagði að nú þyrfti þing­ið að hefja sig yf­ir „hvers­dags­þras­ið“ og leita sam­eig­in­legra lausna til að rétta við bók­hald rík­is­ins.
Bókatíð
Friðgeir Einarsson
Pistill

Friðgeir Einarsson

Bóka­tíð

Frið­geir Ein­ars­son gerði heið­ar­lega til­raun til að lesa sig inn í sumar­ið. „Ég var bú­inn að upp­hugsa dá­góð­an lista, þeg­ar það fór snögg­lega aft­ur að kólna.“
Á bilinu tveir til 166 leikskólakennarar hafa útskrifast árlega frá 2005
Fréttir

Á bil­inu tveir til 166 leik­skóla­kenn­ar­ar hafa út­skrif­ast ár­lega frá 2005

Braut­skrán­ing­um úr leik­skóla­kenn­ara­fræði fækk­aði gríð­ar­lega eft­ir að nám­ið var lengt úr þrem­ur í fimm ár­ið 2008. Braut­skrán­ing­um fer nú aft­ur fjölg­andi eft­ir að meist­ara­nám til kennslu var inn­leitt ár­ið 2020 auk laga­breyt­ing­ar sem veit­ir kennslu­rétt­indi óháð skóla­stigi. Því er ekki víst að all­ir leik­skóla­kenn­ar­ar skili sér inn á leik­skóla­stig­ið.

Mest lesið undanfarið ár

  • Jón Baldvin við nemanda: „Viltu hitta mig eftir næsta tíma“
    1
    Rannsókn

    Jón Bald­vin við nem­anda: „Viltu hitta mig eft­ir næsta tíma“

    Fimmtán ára stúlka í Haga­skóla hélt dag­bók vor­ið 1970 þar sem hún lýs­ir kyn­ferð­is­leg­um sam­skipt­um við Jón Bald­vin Hanni­bals­son sem þá var 31 árs gam­all kenn­ari henn­ar. Í bréfi sem hann sendi stúlk­unni seg­ist hann vilja stinga af frá öllu og liggja í kjöltu henn­ar.
  • Fylgdi móður sinni í einkaflugvél
    2
    Eigin Konur#75

    Fylgdi móð­ur sinni í einka­flug­vél

    Ragn­heið­ur er að­eins 15 ára göm­ul en hún fór með mömmu sinni til Nor­egs með einka­flug­vél að sækja bræð­ur sína. Sam­fé­lags­miðl­ar gera börn­um kleift að tjá sig op­in­ber­lega og hef­ur Ragn­heið­ur ver­ið að segja sína sögu á miðl­in­um TikT­ok. Hún tal­ar op­in­skátt um mál­ið sitt eft­ir að barna­vernd og sál­fræð­ing­ur brugð­ust henni. Hvenær leyf­um við rödd barna að heyr­ast? Í þessu við­tali seg­ir Ragn­heið­ur stutt­lega frá því sem hún er nú þeg­ar að tala um á TikT­ok og hver henn­ar upp­lif­un á ferða­lag­inu til Nor­egs var.
  • Þar sem ósýnilega fólkið býr í borginni
    3
    Viðtal

    Þar sem ósýni­lega fólk­ið býr í borg­inni

    „Þetta var ör­ugg­asti stað­ur­inn minn,“ seg­ir Alma Lind Smára­dótt­ir þeg­ar hún opn­ar inn í ruslageymslu í bíla­kjall­ara í Reykja­vík. Þarna bjó hún hluta þeirra þriggja ára sem hún þvæld­ist um göt­ur bæj­ar­ins. Borg­in sést í öðru ljósi þeg­ar hún er séð með aug­um heim­il­is­lausra, ósýni­lega fólks­ins, þeirra sem flest­ir líta fram hjá eða hrekja burt. Ít­ar­legt og einlgæt við­tal við Ölmu Lind birt­ist í 162. tölu­blaði Stund­ar­inn­ar og má lesa í heild á slóð­inni: htt­ps://stund­in.is/grein/16051/
  • Fjölskyldan flakkaði milli hjólhýsa og hótela: Gagnrýnir að barnavernd skyldi ekki grípa fyrr inn í
    4
    Eigin Konur#82

    Fjöl­skyld­an flakk­aði milli hjól­hýsa og hót­ela: Gagn­rýn­ir að barna­vernd skyldi ekki grípa fyrr inn í

    „Ég byrj­aði alla morgna á að spyrja hvert ég ætti að koma eft­ir skóla, því mað­ur vissi aldrei hvar mað­ur myndi vera næstu nótt,“ seg­ir Guð­rún Dís sem er 19 ára. Í við­tali við Eig­in Kon­ur seg­ir hún frá upp­lif­un sinni af því að al­ast upp hjá móð­ur með áfeng­is­vanda. Hún seg­ir að líf­ið hafa breyst mjög til hins verra þeg­ar hún var 12 ára því þá hafi mamma henn­ar byrj­að að drekka. Þá hafi fjöl­skyld­an misst heim­il­ið og eft­ir það flakk­að milli hjól­hýsa og hót­ela. Guð­rún Dís vildi segja frá sinni hlið mála eft­ir að móð­ir henn­ar op­in­ber­aði sögu sína á YouTu­be. Guð­rún Dís hef­ur lok­að á öll sam­skipti við hana. Guð­rún seg­ir að þó mamma henn­ar glími við veik­indi eigi hún ekki að bera ábyrgð á henni. Hún gagn­rýn­ir starfs­fólk barna­vernd­ar fyr­ir að hafa ekki grip­ið inn í miklu fyrr. Ábyrgð­ar­mað­ur og rit­stjóri Eig­in kvenna er Edda Falak.
  • „Ég get ekki lifað við þessa lygi“
    5
    Viðtal

    „Ég get ekki lif­að við þessa lygi“

    Sig­ur­laug Hreins­dótt­ir seg­ir lög­regl­una hafa brugð­ist þeg­ar dótt­ir henn­ar hvarf fyr­ir fimm ár­um síð­an. Nefnd um eft­ir­lit með störf­um lög­reglu ger­ir fjöl­marg­ar at­huga­semd­ir við fram­göngu lög­reglu í mál­inu og bein­ir til­mæl­um um úr­bæt­ur til rík­is­lög­reglu­stjóra. „Ég biðst ein­lægr­ar af­sök­un­ar,“ skrif­ar Grím­ur Gríms­son, sem var hamp­að sem hetju og tók á móti við­ur­kenn­ingu sem mað­ur árs­ins. „Það var ótrú­lega sárt,“ seg­ir Sig­ur­laug. Sér hafi ver­ið fórn­að fyr­ir ímynd lög­regl­unn­ar.
  • „Hann hefur ekki beðist afsökunar“
    6
    Fréttir

    „Hann hef­ur ekki beðist af­sök­un­ar“

    Tón­list­ar­mað­ur­inn Auð­unn Lúth­ers­son, sem kall­ar sig Auð­ur, hef­ur við­ur­kennt að hafa far­ið „yf­ir mörk“ í sam­skipt­um við kon­ur. Kon­ur lýsa ágengni og meið­andi fram­komu sem hann hafi aldrei axl­að ábyrgð á.
  • Helga Sif og Gabríela Bryndís
    7
    Eigin Konur#80

    Helga Sif og Gabrí­ela Bryn­dís

    Helga Sif stíg­ur nú fram í við­tali við Eig­in kon­ur eft­ir að barns­fað­ir henn­ar birti gerð­ar­dóm í for­sjár­deilu þeirra og nafn­greindi hana og börn­in á Face­book. Helga Sif og börn­in hafa lýst and­legu og kyn­ferð­is­legu of­beldi föð­ur­ins og börn­in segj­ast hrædd við hann. Sál­fræð­ing­ar telja hann engu að síð­ur hæf­an fyr­ir dómi. Nú stend­ur til að færa 10 ára gam­alt lang­veikt barn þeirra til föð­ur­ins með lög­reglu­valdi. Gabrí­ela Bryn­dís er sál­fræð­ing­ur og einn af stofn­end­um Lífs án of­beld­is og hef­ur ver­ið Helgu til að­stoð­ar í mál­inu. Ábyrgð­ar­mað­ur og rit­stjóri Eig­in kvenna er Edda Falak.
  • Lifði af þrjú ár á götunni
    8
    Viðtal

    Lifði af þrjú ár á göt­unni

    Alma Lind Smára­dótt­ir end­aði á göt­unni eft­ir að hún missti son sinn frá sér. Þar þvæld­ist hún um í þrjú ár með sár sem náðu aldrei að gróa. Þeg­ar hún varð barns­haf­andi á ný mætti barna­vernd á fæð­ing­ar­deild­ina og fór fram á að hún myndi af­sala sér barn­inu.
  • „Hann var ekki að kaupa aðgengi að mér þegar hann lánaði mér pening“
    9
    Afhjúpun

    „Hann var ekki að kaupa að­gengi að mér þeg­ar hann lán­aði mér pen­ing“

    Katrín Lóa Kristrún­ar­dótt­ir þótt­ist hepp­in þeg­ar henni var tjáð af vinnu­veit­anda sín­um, Helga Vil­hjálms­syni í Góu, að hann gæti lán­að henni fyr­ir út­borg­un í íbúð. Hún hefði þó aldrei þeg­ið slíkt lán ef hún hefði vit­að hvað það hefði í för með sér en Katrín Lóa lýs­ir því að eft­ir lán­veit­ing­una hafi hún þurft að sitja und­ir kyn­ferð­is­legri áreitni Helga svo mán­uð­um skipti. Helgi bið­ur Katrínu Lóu af­sök­un­ar á fram­ferði sínu.
  • Mata-veldið: Skattaundanskot og samkeppnisbrot í skjóli ríkisins
    10
    Úttekt

    Mata-veld­ið: Skattaund­an­skot og sam­keppn­is­brot í skjóli rík­is­ins

    Mata-systkin­in og fyr­ir­tæki þeirra hafa ít­rek­að ver­ið gerð aft­ur­reka með við­skiptaflétt­ur sem fólu í sér að koma mörg hundruð millj­óna hagn­aði und­an skatti. Á sama tíma og fyr­ir­tæki fjöl­skyld­unn­ar byggja hagn­að sinn á sölu mat­væla und­ir toll­vernd, hafa þau greitt há­ar sekt­ir fyr­ir sam­keppn­is­brot og lagst í ómælda vinnu við að kom­ast und­an því að greiða skatta hér á landi, með við­skiptaflétt­um í gegn­um þekkt skatta­skjól.