Ingi Freyr Vilhjálmsson

Ingi Freyr Vilhjálmsson er fyrrverandi blaðamaður á Heimildinni. Hann hefur áður starfað á Fréttablaðinu, DV, Fréttatímanum og Stundinni, fyrirrennara Heimildarinnar. Árið 2014 gaf hann út bókina Hamskiptin.
Kínverska ríkið setur 700 til 800 milljónir í rannsóknarmiðstöð um norðurljósin
FréttirKína og Ísland

Kín­verska rík­ið set­ur 700 til 800 millj­ón­ir í rann­sókn­ar­mið­stöð um norð­ur­ljós­in

Þeg­ar sam­skipti Ís­lands og Kína voru sem best á ár­un­um eft­ir hrun­ið var ákveð­ið að byggja norð­ur­ljósamið­stöð í Þing­eyj­ar­sýslu sem var lið­ur í sam­starfi ríkj­anna. Kína fjár­magn­ar verk­efn­ið al­far­ið í gegn­um norð­ur­skauta­stofn­un sína. Fram­kvæmda­stjóri sjálf­seign­ar­stofn­un­ar um mið­stöð­ina seg­ir að hún hafi ver­ið not­uð í verk­efn­ið þar sem Kína hafi ekki mátt eiga land­ið sjálft.
Mál skrifstofustjórans talið sýna þörf á strangari reglum um snúningsdyravandann
FréttirMál Jóhanns Guðmundssonar

Mál skrif­stofu­stjór­ans tal­ið sýna þörf á strang­ari regl­um um snún­ings­dyra­vand­ann

Tvær þing­kon­ur Sam­fylk­ing­ar­inn­ar segja að laga­setn­ing til að koma í veg fyr­ir hags­muna­árekstra hjá fólki í op­in­ber­um störf­um þurfi að vera strang­ari. Þór­unn Svein­bjarn­ar­dótt­ir seg­ir að mál skrif­stofu­stjór­ans og lög­fræð­ings­ins í at­vinnu­vega- og ný­sköp­un­ar­ráðu­neyt­inu sýni fram á þetta.
Hluthafarnir taka 56 milljarða úr Símanum eftir ríkisstyrki upp á 1,5 milljarða
FréttirSalan á Mílu

Hlut­haf­arn­ir taka 56 millj­arða úr Sím­an­um eft­ir rík­is­styrki upp á 1,5 millj­arða

Hlut­haf­ar fjar­skipta­fyr­ir­tæk­is­ins Sím­ans lækk­uðu hluta­fé fé­lags­ins um rúm­lega 31 millj­arð króna síðla árs í fyrra í kjöl­far sölu Mílu og greiddu út til eig­enda sinna. Sam­tals munu hlut­haf­ar Sím­ans hafa tek­ið 56 millj­arða út úr fé­lag­inu á síð­ustu ár­um, ef áætlan­ir þeirra ganga eft­ir. Sím­inn stær­ir sig á sama tíma á fram­leiðslu inn­lends sjón­varps­efn­is sem er nið­ur­greitt með styrkj­um frá ís­lenska rík­inu.
Leigufélagið Alma stærir sig af samfélagslegri ábyrgð og segir ávinning hluthafa og almennings fara saman
GreiningLeigufélagið Alma

Leigu­fé­lag­ið Alma stær­ir sig af sam­fé­lags­legri ábyrgð og seg­ir ávinn­ing hlut­hafa og al­menn­ings fara sam­an

Í nýj­um árs­reikn­ingi Leigu­fé­lags­ins Ölmu svar­ar fé­lag­ið fyr­ir leigu­verðs­hækk­an­ir sín­ar. Fé­lag­ið und­ir­strik­ar að það sé sam­fé­lags­lega ábyrgt og rök­styð­ur að hækk­an­ir leigu­verðs séu stund­um bæði eðli­leg­ar og óhjá­kvæmi­leg­ar. Fé­lag­ið hef­ur ver­ið harð­lega gagn­rýnt fyr­ir ok­ur.
Bjarni segist ekki lúta neinu eftirliti frá Seðlabankanum vegna Íslandsbankasölunnar
FréttirSalan á Íslandsbanka

Bjarni seg­ist ekki lúta neinu eft­ir­liti frá Seðla­bank­an­um vegna Ís­lands­banka­söl­unn­ar

Bjarni Bene­dikts­son fjár­mála­ráð­herra svar­aði spurn­ing­um Þor­bjarg­ar Sig­ríð­ar Gunn­laugs­dótt­ur um hvernig eft­ir­liti op­in­berra stofn­ana um embætt­is­færsl­ur hans er hátt­að. Spurn­ing­arn­ar snú­ast um mögu­leika stofn­ana til að rann­saka að­komu og ábyrgð fjár­mála­ráð­herra á söl­unni á hlut rík­is­ins í Ís­lands­banka í fyrra.
Skrifstofustjóri í ráðuneyti sendi trúnaðargögn til ráðgjafa Arnarlax
FréttirMál Jóhanns Guðmundssonar

Skrif­stofu­stjóri í ráðu­neyti sendi trún­að­ar­gögn til ráð­gjafa Arn­ar­lax

Skrif­stofu­stjór­inn í at­vinnu­vega- og ný­sköp­un­ar­ráðu­neyt­inu sem lét fresta birt­ingu nýrra laga um fisk­eldi vill fá rúm­lega 30 millj­ón­ir króna frá rík­inu vegna ólög­mætr­ar upp­sagn­ar. Í dómi í máli hans er sagt frá því hvernig sam­skipt­um hans við ráð­gjafa lax­eld­is­fyr­ir­tæk­is­ins Arn­ar­lax var hátt­að. Ráð­gjaf­inn var fyrr­ver­andi sam­starfs­mað­ur hans í ráðu­neyt­inu.
Þingmaður gagnrýnir að Bjarni skipi meirihluta fjármálaeftirlitsnefndar: „Galið fyrirkomulag“
FréttirSeðlabanki Íslands og Ásgeir Jónsson

Þing­mað­ur gagn­rýn­ir að Bjarni skipi meiri­hluta fjár­mála­eft­ir­lits­nefnd­ar: „Gal­ið fyr­ir­komu­lag“

Þor­björg Sig­ríð­ur Gunn­laugs­dótt­ir, þing­mað­ur Við­reisn­ar, seg­ir enga arms­lengd á milli stjórn­mála og fjár­mála­eft­ir­lits ef fjár­mála­ráð­herra skip­ar meiri­hlut­ann í fjár­mála­eft­ir­lits­nefnd. Hún spurði Bjarna Bene­dikts­son út í mál­ið í nóv­em­ber en hef­ur enn ekki feng­ið svör. Spurn­ing­ar Þor­bjarg­ar tengj­ast þeirri um­ræðu sem nú fer fram inn­an stjórn­mála og stjórn­kerf­is um Seðla­banka Ís­lands og fjár­mála­eft­ir­lit­ið.
Félag Þorsteins Más orðið að skel utan um 30 milljarða lán til barna hans
GreiningSamherjaskjölin

Fé­lag Þor­steins Más orð­ið að skel ut­an um 30 millj­arða lán til barna hans

Eign­ar­halds­fé­lag Þor­steins Más Bald­vins­son­ar og fyrr­ver­andi eig­in­konu hans Helgu S. Guð­munds­dótt­ir á ekki leng­ur nein­ar fyr­ir­tækja­eign­ir að ráði. Fé­lag­ið hef­ur á síð­ustu ár­um, í kjöl­far Sam­herja­máls­ins, los­að sig við hluta­bréf í ís­lenska út­gerð­ar­fé­lag­inu Sam­herja hf, í út­gerð­um er­lend­is og í Eim­skip­um. Í dag er fé­lag­ið ekk­ert ann­að en kennitala ut­an um selj­endalán vegna sölu á 44 pró­senta hlut í Sam­herja.
Starfsmaður fjàrmálaráðuneytisins víkur sæti við meðferð Íslandsbankamálsins
FréttirSeðlabanki Íslands og Ásgeir Jónsson

Starfs­mað­ur fjàr­mála­ráðu­neyt­is­ins vík­ur sæti við með­ferð Ís­lands­banka­máls­ins

Guð­rún Þor­leifs­dótt­ir, skri­stofu­stjóri í fjár­mála­ráðu­neyt­inu, hef­ur vik­ið í sæti við um­fjöll­un fjár­mála­eft­ir­lits­nefnd­ar á Ís­lands­banka­mál­inu. Fjár­mála­ráðu­neyt­ið seg­ir að að þetta sé vegna að­komu ráðu­neyt­is­ins að mál­inu. Fjár­mála­eft­ir­lits­nefnd­in stýr­ir því hvernig Ís­lands­banka­mál­inu lýk­ur hjá Seðla­banka Ís­lands.
Kæran sagði Jóhann hafa hyglað Arnarlaxi í ráðuneytinu
FréttirMál Jóhanns Guðmundssonar

Kær­an sagði Jó­hann hafa hygl­að Arn­ar­laxi í ráðu­neyt­inu

Kæra vegna hátt­semi Jó­hanns Guð­munds­son­ar, skrif­stofu­stjóra í at­vinnu- og ný­sköp­un­ar­ráðu­neyt­inu, sner­ist um að hann hefði geng­ið er­inda lax­eld­is­fyr­ir­tæk­is­ins Arn­ar­lax. Jó­hann beitti sér fyr­ir því að gildis­töku laga um lax­eldi yrði seink­að um sumar­ið 2019. Arn­ar­lax skil­aði inn gögn­um um lax­eld­is­áform sín ein­um degi áð­ur en lög­in tóku eft­ir að Jó­hann lét seinka gildis­töku þeirra.
Kvika leppaði fyrir Bakkavararbræður vegna orðsporsáhættu
Fréttir

Kvika lepp­aði fyr­ir Bakka­var­ar­bræð­ur vegna orð­sporsáhættu

Kvika banki lepp­aði kauptil­boð á hluta­bréf­um í eign­ar­halds­fé­lag­inu Klakka fyr­ir Bakka­var­ar­bræð­ur ár­ið 2016. Fyrr­ver­andi fram­kvæmda­stjóri hjá Kviku við­ur­kenndi þetta fyr­ir dómi í lok janú­ar og vís­aði til þess að stemn­ing­in í sam­fé­lag­inu hafi ver­ið þannig að Bakka­var­ar­bræð­ur hafi ekki getað átt banka. Þá var einnig rætt að haga við­skipt­un­um þannig að Fjár­mála­eft­ir­lit­ið þyrfti ekki að sam­þykkja þau.
Forsætisráðherra vill áfram skipa pólitískt í æðsta stjórnvald fjármálaeftirlits
FréttirSeðlabanki Íslands og Ásgeir Jónsson

For­sæt­is­ráð­herra vill áfram skipa póli­tískt í æðsta stjórn­vald fjár­mála­eft­ir­lits

Katrín Jak­obs­dótt­ir for­sæt­is­ráð­herra seg­ir að gagn­rýni á fyr­ir­hug­að­ar breyt­ing­ar á stjórn­skipu­lagi Seðla­banka Ís­lands sem hún hef­ur lagt fram séu ekki and­stæð­ar þeim hug­mynd­um sem koma fram í skýrslu þriggja sér­fræð­inga um bank­ann. Hún er ekki sam­mála því að hætta eigi að skipa ytri nefnd­ar­menn í fjár­mála­eft­ir­lits­nefnd.
Átökin um völd Ásgeirs
ÚttektSeðlabanki Íslands og Ásgeir Jónsson

Átök­in um völd Ás­geirs

Á bak við tjöld­in eiga sér nú stað átök í stjórn­sýslu og stjórn­mál­um á Ís­landi sem hverf­ast um embætti og per­sónu seðla­banka­stjóra. Gagn­rýn­end­ur Ás­geirs Jóns­son­ar telja að völd hans séu orð­in of mik­il inn­an bank­ans á með­an aðr­ir telja að seðla­banka­stjóri þurfi þessi sömu völd, til að standa vörð um sjálf­stæði Seðla­bank­ans í bar­átt­unni við sér­hags­muna­öfl. Inn í þessi átök bland­ast svo for­sæt­is­ráð­herra, Katrín Jak­obs­dótt­ir og Bjarni Bene­dikts­son fjár­mála­ráð­herra.
Skrifstofustjóri í ráðuneyti var til rannsóknar hjá héraðssaksóknara
FréttirMál Jóhanns Guðmundssonar

Skrif­stofu­stjóri í ráðu­neyti var til rann­sókn­ar hjá hér­aðssak­sókn­ara

Mál Jó­hanns Guð­munds­son­ar, fyrr­ver­andi skri­stofu­stjóra í at­vinnu­vega-og ný­sköp­un­ar­ráðu­neyt­inu, sem kom að því að láta fresta gildis­töku nýrra laga um fisk­eldi sumar­ið 2020 var sent til lög­regl­unn­ar og hér­aðssak­sókn­ara. Rann­sókn máls­ins var hins veg­ar felld nið­ur þar sem ekki var tal­ið að um ásetn­ing hefði ver­ið að ræða. Fjall­að er um mál­ið í nýrri skýrslu Rík­is­end­ur­skoð­un­ar um sjókvía­eldi á Ís­landi.

Mest lesið undanfarið ár