Ingi Freyr Vilhjálmsson

Ingi Freyr Vilhjálmsson er fyrrverandi blaðamaður á Heimildinni. Hann hefur áður starfað á Fréttablaðinu, DV, Fréttatímanum og Stundinni, fyrirrennara Heimildarinnar. Árið 2014 gaf hann út bókina Hamskiptin.
Samstarf VG og Sjálfstæðisflokks: Það sem er gott og slæmt við að „éta skít“
Greining

Sam­starf VG og Sjálf­stæð­is­flokks: Það sem er gott og slæmt við að „éta skít“

Bæði Katrín Jak­obs­dótt­ir for­sæt­is­ráð­herra og Bjarni Bene­dikts­son fjár­mála­ráð­herra segja rík­is­stjórn­ar­sam­starf­ið hafa geng­ið vel en að bæði VG og Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn hafi þurft að gera nauð­syn­leg­ar „mála­miðl­an­ir“ í póli­tísku sam­starfi. Þau telja líka bæði að flokk­arn­ir hafi náð sínu fram í sam­starf­inu. Mun­ur­inn á flokk­un­um tveim­ur er hins veg­ar með­al ann­ars sá að VG hef­ur misst mik­ið fylgi í kosn­ing­um og stuðn­ing í skoð­ana­könn­un­um á með­an Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn hef­ur ekki gert það.
Eigandi laxeldisins á Austfjörðum einn af 27 auðmönnum sem flýr til Sviss vegna skatta
FréttirLaxeldi

Eig­andi lax­eld­is­ins á Aust­fjörð­um einn af 27 auð­mönn­um sem flýr til Sviss vegna skatta

Norsk­ir auð­menn flýja aukna skatt­heimtu í Nor­egi í hrönn­um og setj­ast að í Sviss. Með­al þess­ara auð­manna er And­ers Måsøval sem er einn stærsti eig­andi ís­lensks lax­eld­is í gegn­um fyr­ir­tæk­ið Laxa. Á sama tíma leið­ir auk­in skatt­heimta á lax­eld­is­fyr­ir­tæki í Nor­egi til þess að þau hætta við fjár­fest­ing­ar, með­al ann­ars fyr­ir­tæk­in sem eiga obb­ann í lax­eld­inu á Ís­landi.
Skaupið og félag Kristjáns í Samherja: Tökur fóru fram á Selfossi að hluta
Fréttir

Skaup­ið og fé­lag Kristjáns í Sam­herja: Tök­ur fóru fram á Sel­fossi að hluta

Einn töku­dag­ur í Ára­móta­s­kaup­inu fór fram á sjúkra­hús­inu og í leik­hús­inu á Sel­fossi. Sig­ur­jón Kjart­ans­son, eig­andi fram­leiðslu­fyr­ir­tæk­is­ins, seg­ir eng­ar tök­ur hafa far­ið fram ut­an­dyra. Guð­jón Arn­gríms­son, hjá Sig­túni, seg­ir að fast­eigna­fé­lag­ið skipti sér ekk­ert að fram­leiðslu Skaups­ins og að fyr­ir­tæk­ið hafi ver­ið stofn­að til að gera aðra sjón­varpþáttaseríu sem teng­ist Sel­fossi óbeint.
MAST sektar Arnarlax um 120 milljónir fyrir ranga upplýsingagjöf
Fréttir

MAST sekt­ar Arn­ar­lax um 120 millj­ón­ir fyr­ir ranga upp­lýs­inga­gjöf

Mat­væla­stofn­un hef­ur sekt­að lax­eld­is­fyr­ir­tæk­ið Arn­ar­lax fyr­ir að veita stofn­un­inni rang­ar upp­lýs­ing­ar um fjölda laxa í sjókví fyr­ir­tæk­is­ins á Vest­fjörð­um. Sekt­in er sú fyrsta sem stofn­un­in legg­ur á ís­lenskt lax­eld­is­fyr­ir­tæki. Hugs­an­legt er að allt að 82 þús­und eld­islax­ar hafi slopp­ið úr eldisk­ví í Arnar­firði.
Fyrirtæki Kristjáns í Samherja gerir Áramótaskaupið
Fréttir

Fyr­ir­tæki Kristjáns í Sam­herja ger­ir Ára­móta­s­kaup­ið

Fyr­ir­tæk­ið sem á og bygg­ir nýj­an mið­bæ á Sel­fossi er fram­leið­andi Ára­móta­s­kaups­ins í ár. Kristján Vil­helms­son er stærsti eig­andi þess. Sig­tún þró­un­ar­fé­lag á fram­leiðslu­fyr­ir­tæk­ið á móti Sig­ur­jóni Kjart­ans­syni. Sam­herji hef­ur átt í ára­löngu stríði við RÚV. Dag­skrár­stjóri vissi ekki um eign­ar­hald Kristjáns þeg­ar samn­ing­ur var gerð­ur við fram­leiðslu­fyr­ir­tæk­ið.
Íhugar sögulega sekt á laxeldisfyrirtækið Arnarlax fyrir ranga upplýsingagjöf
FréttirLaxeldi

Íhug­ar sögu­lega sekt á lax­eld­is­fyr­ir­tæk­ið Arn­ar­lax fyr­ir ranga upp­lýs­inga­gjöf

Mat­væla­stofn­un íhug­ar að leggja fyrstu sekt­ina á ís­lenskt sjókvía­eld­is­fyr­ir­tæki, Arn­ar­lax. Sekt­in mögu­lega er fyr­ir ranga upp­lýs­inga­gjöf um fjölda eld­islaxa í sjókví á Vest­fjörð­um. Karl Stein­ar Ósk­ars­son hjá MAST get­ur ekki greint frá upp­hæð sekt­ar­inn­ar né hvers eðl­is mis­ræm­ið í upp­lýs­ing­un­um frá Arn­ar­laxi var.
„Þögn íslenskra stjórnvalda áberandi“
FréttirSamherjaskjölin í 1001 nótt

„Þögn ís­lenskra stjórn­valda áber­andi“

Í lok októ­ber fór fram um­ræða á Al­þingi um rann­sókn Sam­herja­máls­ins í Namib­íu­mál­inu og orð­spori Ís­lands þar sem stór orð féllu. Frum­mæl­and­inn, Þór­hild­ur Sunn­ar Æv­ars­dótt­ir, taldi að fá þyrfti svör við því hvort drátt­ur á rann­sókn máls­ins á Ís­landi væri eðli­leg­ur, hvort yf­ir­völd á Ís­landi tækju mál­ið al­var­lega og hvort rann­sókn­ar­stofn­an­ir á Ís­landi væru nægi­lega vel fjár­magn­að­ar.
Ráðherrar meti sjálfir hvort þeir taki þátt í ráðstefnum með Samherjafólki
FréttirSamherjaskjölin

Ráð­herr­ar meti sjálf­ir hvort þeir taki þátt í ráð­stefn­um með Sam­herja­fólki

For­sæt­is­ráð­ur­neyt­ið seg­ir að þátt­taka ráð­herra í rík­is­stjórn Ís­lands þurfi að stand­ast lög og siða­regl­ur ráð­herra. Svandís Svavars­dótt­ir mat­væla­ráð­herra tók ný­lega þátt í mál­þingi með Þor­steini Má Bald­vins­syni, for­stjóra Sam­herja, eft­ir að þrýsti­sam­tök sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tækja báðu hana um það.
Rannsókn Samherjamálsins lokið í Namibíu og réttarhöld hefjast brátt
FréttirSamherjaskjölin í 1001 nótt

Rann­sókn Sam­herja­máls­ins lok­ið í Namib­íu og rétt­ar­höld hefjast brátt

Werner Menges, blaða­mað­ur The Nami­bi­an í Namib­íu, seg­ir að yf­ir­völd í Namib­íu hafi lok­ið rann­sókn Sam­herja­máls­ins. Tek­ist er á um meint van­hæfi dóm­ar­ans í mál­inu, Kobus Muller, vegna um­mæla sem hann hef­ur lát­ið falla um mál­ið. Hann seg­ir af­ar ólík­legt að rétt­að verði yf­ir starfs­mönn­um Sam­herja eða fyr­ir­tækj­um út­gerð­ar­inn­ar í Namib­íu þar sem Ís­land fram­selji ekki Ís­lend­inga til Namib­íu.
Segir að Samherji ætti að hafa áhyggjur af sekt í Bandaríkjunum
FréttirSamherjaskjölin í 1001 nótt

Seg­ir að Sam­herji ætti að hafa áhyggj­ur af sekt í Banda­ríkj­un­um

Sænski blaða­mað­ur­inn Sven Bergman, sem fjall­að hef­ur um fjölda mútu­mála sænskra fyr­ir­tækja er­lend­is, seg­ir að illa hafi geng­ið að sækja stjórn­end­ur fyr­ir­tækj­anna til saka í Sví­þjóð fyr­ir brot­in. Al­var­leg­ustu af­leið­ing­arn­ar hafi ver­ið þeg­ar banda­rísk yf­ir­völd tóku mál­in til rann­sókn­ar og sekt­uðu fé­lög­in um svim­andi upp­hæð­ir.
Segir Samherja hafa reynt að stöðva fræðilega umfjöllun um Namibíumálið
FréttirSamherjaskjölin í 1001 nótt

Seg­ir Sam­herja hafa reynt að stöðva fræði­lega um­fjöll­un um Namib­íu­mál­ið

Petter Gottschalk er norsk­ur pró­fess­or í við­skipta­fræði sem gerði ár­ang­urs­laus­ar til­raun­ir til að fá rann­sókn­ar­skýrslu lög­manns­stof­unn­ar Wik­borg Rein um Sam­herja­mál­ið í Namib­íu. Sam­herji lof­aði að birta skýrsl­una op­in­ber­lega og kynna hana fyr­ir embætti hér­aðssak­sókn­ara en stóð ekki við það.
SFS bað Svandísi að halda ræðu á sömu ráðstefnu og Þorsteinn Már
FréttirSamherjaskjölin í 1001 nótt

SFS bað Svandísi að halda ræðu á sömu ráð­stefnu og Þor­steinn Már

Sam­tök fyr­ir­tækja í sjáv­ar­út­vegi skipu­lögðu mál­þing um stöðu ís­lenskra út­gerð­ar­fé­laga. Sam­tök­in, sem eru helsti þrýsti­hóp­ur út­gerð­ar­inn­ar á Ís­landi, báðu Svandísi Svavars­dótt­ur mat­væla­ráð­herra að vera með ávarp á fund­in­um en létu þess ekki get­ið að Þor­steinn Már Bald­vins­son yrði það líka. Jó­hann­es Stef­áns­son, upp­ljóstr­ari í Namib­íu­mál­inu, er gagn­rýn­inn á þetta.

Mest lesið undanfarið ár