Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en ári.

Samstarf VG og Sjálfstæðisflokks: Það sem er gott og slæmt við að „éta skít“

Bæði Katrín Jak­obs­dótt­ir for­sæt­is­ráð­herra og Bjarni Bene­dikts­son fjár­mála­ráð­herra segja rík­is­stjórn­ar­sam­starf­ið hafa geng­ið vel en að bæði VG og Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn hafi þurft að gera nauð­syn­leg­ar „mála­miðl­an­ir“ í póli­tísku sam­starfi. Þau telja líka bæði að flokk­arn­ir hafi náð sínu fram í sam­starf­inu. Mun­ur­inn á flokk­un­um tveim­ur er hins veg­ar með­al ann­ars sá að VG hef­ur misst mik­ið fylgi í kosn­ing­um og stuðn­ing í skoð­ana­könn­un­um á með­an Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn hef­ur ekki gert það.

Samstarf VG og Sjálfstæðisflokks: Það sem er gott og slæmt við að „éta skít“
Spurning hvort VG hafi étið skít eða ekki Drífa Snædal spáði hrakförum VG vegna ríkisstjórnarsamtarfsins við Sjálfstæðisflokkinn árið 2017. Katrín Jakobsdóttir telur samstarfið hafa gengið vel og undirstrikar mikilvægi málamiðlana í pólitík, líkt og Bjarni Benediktsson. Fylgi VG hefur hins vegar hrunið á síðustu árum en ekki Sjálfstæðisflokksins. Mynd: Stundin / Davíð Þór

„Samstarf Vinstri grænna, Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks hefur gengið vel, sem sést ef til vill best á árangrinum sem náðst hefur hingað til og á þeirri staðreynd að ríkisstjórnin hélt meirihluta í kosningunum fyrir ári,“ segir Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra aðspurð um hvernig ríkisstjórnarsamstarfið með Sjálfstæðisflokknum hafi gengið síðastliðin fimm ár. Eitt af því sem Katrín er spurð um er hvort samstarfið við Sjálfstæðisflokkinn hafi verið „eins og að éta skít“ líkt og fyrrverandi varaþingmaður og framkvæmdastjóri VG, Drífa Snædal, orðaði það þegar hún sagði sig úr flokknum vegna þess árið 2017.

Orðin lét Drífa, sem síðar varð forseti ASÍ, falla í tölvupósti til samflokksmanna sinna í VG þegar hún sagði sig úr flokknum. Með þessum spádómi átti Drífa við það að Vinstri grænir þyrftu að gefa svo mikið eftir af því sem flokkurinn stendur fyrir pólitískt að niðurstöðunni mætti líkja við það að éta skít, að borða og kyngja …

Kjósa
13
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Jón Ragnarsson skrifaði
    Orri Páll kom heim til mín fyrir kosningar til að kynna stefnu og allt það sem VG stæði fyrir. Í dag eru það lygar og ómerkilegheit . Ekkert af því sem hann sagði stendur eftir ? Það muna allir eftir þessum orðum ,,að VG sé búið að semja við sjálfstæðisflokkinn eru bara sögusagnir sem eru ekki sannar " ?

    Hvert er erindi VG í íslenska pólitík ?

    Lygar og ómerkilegheit !
    1
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár