Ingi Freyr Vilhjálmsson

Ingi Freyr Vilhjálmsson er fyrrverandi blaðamaður á Heimildinni. Hann hefur áður starfað á Fréttablaðinu, DV, Fréttatímanum og Stundinni, fyrirrennara Heimildarinnar. Árið 2014 gaf hann út bókina Hamskiptin.
Afleiðingar Samherjamálsins: 19 sakborningar og allt hitt
GreiningSamherjaskjölin í 1001 nótt

Af­leið­ing­ar Sam­herja­máls­ins: 19 sak­born­ing­ar og allt hitt

Sam­herja­mál­ið í Namib­íu hef­ur haft víð­tæk­ar af­leið­ing­ar í Namib­íu, á Ís­landi , í Nor­egi og víð­ar síð­ast­lið­in ár. Um er að ræða stærsta spill­ing­ar­mál sem hef­ur kom­ið upp í Namib­íu og Ís­landi og eru sam­tals 19 ein­stak­ling­ar með rétt­ar­stöðu sak­born­ings. Svo eru all­ar hinar af­leið­ing­arn­ar af mál­inu.
Samherji hótaði Forlaginu: Vildi láta innkalla bókina um Namibíumálið
FréttirSamherjaskjölin í 1001 nótt

Sam­herji hót­aði For­laginu: Vildi láta innkalla bók­ina um Namib­íu­mál­ið

Út­gerð­ar­fé­lag­ið Sam­herji reyndi að fá For­lagið til að innkalla bók­ina um Namib­íu­mál­ið í des­em­ber ár­ið 2019. Sam­herji hót­aði bæði For­laginu sjálfu og blaða­mönn­un­um sem skrif­uðu bók­ina að stefna þeim í London. Eg­ill Örn Jó­hanns­son, fram­kvæmda­stjóri For­lags­ins, seg­ir að þess­ar til­raun­ir Sam­herja hafi ver­ið fá­rán­leg­ar og að um sé að ræða ein­stakt til­felli í ís­lenskri út­gáfu­sögu.
Ferðalag Sjóns með verkfæratöskuna sína
Viðtal

Ferða­lag Sjóns með verk­færa­tösk­una sína

Rit­höf­und­ur­inn Sjón gaf ný­lega út rit­safn með öll­um bók­un­um sín­um frá ár­inu 1978. Í við­tali við Stund­ina ræð­ir hann um rit­safn­ið og líf sitt sem skrif­andi manns. „Og ég held að fólk hafi jafn­vel hald­ið að ég myndi kannski ekk­ert halda áfram að skrifa skáld­sög­ur eða hvað um mig yrði. Í sjálfu sér var ég ekki viss um það held­ur sjálf­ur.“
Gagnrýnir Bjarna fyrir að draga úr lýðræði í Sjálfstæðisflokknum: „Ég leggst alfarið gegn þessum hugmyndum“
Fréttir

Gagn­rýn­ir Bjarna fyr­ir að draga úr lýð­ræði í Sjálf­stæð­is­flokkn­um: „Ég leggst al­far­ið gegn þess­um hug­mynd­um“

Guð­laug­ur Þór Þórð­ar­son svar­ar spurn­ing­um um hvaða mun­ur sé á hon­um mál­efna­lega og póli­tískt og Bjarna Bene­dikts­syni, for­manni flokks­ins. Hann gagn­rýn­ir að Bjarni vilji færa vald­ið í Sjálf­stæð­is­flokkn­um í aukn­um mæli til mið­stjórn­ar flokks­ins. Guð­laug­ur nefn­ir einnig upp­runa sinn og að all­ir eigi að geta kom­ist til met­orða í flokkn­um óháð ætt­erni.
Hvernig húsnæðislán velja þingmenn?: Óverðtryggð lán mest áberandi
ÚttektHúsnæðismál

Hvernig hús­næð­is­lán velja þing­menn?: Óverð­tryggð lán mest áber­andi

Þeir þing­menn sem út­skýra óverð­tryggð lán sín segj­ast hafa tek­ið þau vegna þess að þeir ráði vel við sveifl­ur í greiðslu­byrði vegna vaxta­hækk­ana. 34 af 47 þing­mönn­um sem Stund­in skoð­aði eru með ein­hver óverð­tryggð lán úti­stand­andi. Ein­ung­is 10 þing­menn af 63 svör­uðu spurn­ing­um Stund­ar­inn­ar um hús­næð­is­lán sín og þar af ein­ung­is einn úr rík­is­stjórn­ar­flokk­un­um, Katrín Jak­obs­dótt­ir for­sæt­is­ráð­herra. Upp­lýs­ing­ar um hús­næð­is­lán annarra þing­manna eru sótt í veð­bóka­vott­orð fast­eigna sem þeir búa í.
Stóra uppgjörið: Loksins mætast Herra Garðabær og Herra Grafarvogur
Nærmynd

Stóra upp­gjör­ið: Loks­ins mæt­ast Herra Garða­bær og Herra Grafar­vog­ur

Guð­laug­ur Þór Þórð­ars­son hef­ur loks­ins tek­ið skref­ið og boð­ið sig fram til for­manns Sjálf­stæð­is­flokks­ins. Hann og Bjarni Bene­dikts­son, sitj­andi formað­ur, tak­ast á um for­manns­stól­inn á lands­fundi um helg­ina. En hvað er líkt með þess­um mönn­um og hvað grein­ir á milli? Álits­gjaf­ar Stund­ar­inn­ar segja það ekki vera mál­efn­in held­ur ímynd­in. Báð­ir eru þeir sterk­efn­að­ir þó upp­runi þeirra og ásýnd sé ger­ólík.
Kvartanir vegna Stefáns hjá Storytel ná að minnsta kosti rúmt eitt og hálft ár aftur í tímann
Fréttir

Kvart­an­ir vegna Stef­áns hjá Stor­ytel ná að minnsta kosti rúmt eitt og hálft ár aft­ur í tím­ann

Stefán Hjör­leifs­son, fram­kvæmda­stjóri Stor­ytel á Ís­landi, lét af störf­um hjá fyr­ir­tæk­inu á Ís­landi eft­ir að þrjár kon­ur kvört­uðu und­an hátt­semi hans til móð­ur­fé­lags­ins í Stokk­hólmi. Kvart­an­irn­ar sner­ust um óvið­eig­andi hátt­semi af kyn­ferð­is­leg­um toga. Starfs­menn Stor­ytel á Ís­landi hafa hins veg­ar áð­ur kvart­að yf­ir hátta­lagi Stef­áns til Sví­þjóð­ar.
Hlutabréf Kjartans í Arnarlaxi hafa fjórfaldast í verði
FréttirLaxeldi

Hluta­bréf Kjart­ans í Arn­ar­laxi hafa fjór­fald­ast í verði

Einn helsti for­víg­is­mað­ur lax­eld­is í sjókví­um á Ís­landi er Kjart­an Ólafs­son, stjórn­ar­formað­ur Arn­ar­lax. Hann er per­sónu­lega stór hags­muna­að­ili í sjókvía­eld­inu þar sem hann á hluta­bréf í Arn­ar­lax sem eru bók­færð á tæpa 2,2 millj­arða króna. Kjart­an hef­ur tal­að fyr­ir tí­föld­un á fram­leiðslu á eld­islaxi á Ís­landi og sagt að auk­in skatt­heimta á lax­eldi í Nor­egi geti kom­ið Ís­lend­ing­um vel.
Fjársterkir aðilar og jafnvel ríki fjármagni hús stofnunar Ólafs Ragnars
Fréttir

Fjár­sterk­ir að­il­ar og jafn­vel ríki fjár­magni hús stofn­un­ar Ól­afs Ragn­ars

Ólaf­ur Ragn­ar Gríms­son, fyrr­ver­andi for­seti Ís­lands og stofn­andi Hring­borðs Norð­ur­slóða, seg­ir að ekki sé bú­ið að fjár­magna hús­ið í Vatns­mýri sem til stend­ur að heiti eft­ir hon­um. Sam­kvæmt Ólafi Ragn­ari mun fjár­magn­ið koma frá að­il­um sem vilja vera með að­set­ur í hús­inu. Í kynn­ing­ar­bæk­lingi kem­ur fram að efna­fólk og jafn­vel er­lend ríki geti fjár­magn­að verk­efn­ið og lát­ið nefna hluta bygg­ing­ar­inn­ar eft­ir sér.
Norðmenn seldu laxeldiskvóta fyrir 53 milljarða: Kvótinn ekki seldur á Íslandi
FréttirLaxeldi

Norð­menn seldu lax­eldisk­vóta fyr­ir 53 millj­arða: Kvót­inn ekki seld­ur á Ís­landi

Norsk stjórn­völd buðu upp fram­leiðslu­leyfi á eld­islaxi í októ­ber og seldu tæp­lega 25 þús­und tonna kvóta fyr­ir 53 millj­arða króna. Fyr­ir­tæk­in sem með­al annarra geta keypt þenn­an kvóta dýr­um dóm­um eru sömu fyr­ir­tæki og borga ekk­ert beint verð fyr­ir hann á Ís­landi. Svandís Svavars­dótt­ir mat­væla­ráð­herra ræddi um þessa kvóta­sölu Norð­manna í minn­is­blaði til rík­is­stjórn­ar­inn­ar.
Hætti hjá Storytel í kjölfar kvartana: „Ekkert umburðarlyndi gagnvart áreitni“
Fréttir

Hætti hjá Stor­ytel í kjöl­far kvart­ana: „Ekk­ert um­burð­ar­lyndi gagn­vart áreitni“

Stefán Hjör­leifs­son sagði starfi sínu lausu hjá hljóð­bóka­út­gáf­unni Stor­ytel um miðj­an októ­ber. Sam­kvæmt til­kynn­ingu frá Stefáni á sam­fé­lags­miðl­um vildi hann breyta til. Upp­lýs­inga­full­trúi móð­ur­fé­lags Stor­ytel í Sví­þjóð seg­ir að fé­lag­ið hafi „ekk­ert um­burð­ar­lyndi gagn­vart áreitni“ en vill ekki segja frá ástæðu starfs­loka Stef­áns.
Þorsteinn Már vill ekki að hreyft sé of mikið við sjávarútvegi svo hann verði „365“
Fréttir

Þor­steinn Már vill ekki að hreyft sé of mik­ið við sjáv­ar­út­vegi svo hann verði „365“

Þor­steinn Már Bald­vins­son, for­stjóri Sam­herja, seg­ir að tryggja þurfi að ekki verði of mikl­ar breyt­ing­ar í ís­lensk­um sjáv­ar­út­vegi svo hann verði stöð­ug­ur. Á sjáv­ar­út­vegs­degi Deloitte tal­aði hann með­al ann­ars um að ís­lensk­ur sjáv­ar­út­veg­ur ætti að geta séð versl­un­um er­lend­is fyr­ir fiski 365 daga á ári. Til þess að þetta megi verða þurfi að tryggja sam­keppn­is­hæfni ís­lenskra út­gerð­ar­fé­laga sem séu lít­il í al­þjóð­leg­um sam­an­burði.
Ráðherra spyr MAST spurninga um eftirlit með slysasleppingum í laxeldi
FréttirLaxeldi

Ráð­herra spyr MAST spurn­inga um eft­ir­lit með slysaslepp­ing­um í lax­eldi

Svandís Svavars­dótt­ir mat­væla­ráð­herra seg­ir að eft­ir­lits­stofn­un­in MAST telji að lax­eld­is­fyr­ir­tæk­ið Arn­ar­lax hafi veitt mis­vís­andi upp­lýs­ing­ar um strok úr lax­eldisk­ví­um fyr­ir­tæk­is­ins á Vest­fjörð­um. Ráð­herra hef­ur vegna þessa ósk­að eft­ir upp­lýs­ing­um frá MAST um hvernig eft­ir­liti stofn­un­ar­inn­ar með slyaslepp­ing­um úr sjókví­um er hátt­að.
Maðurinn sem teiknaði hús í kastalastíl í miðbænum
Menning

Mað­ur­inn sem teikn­aði hús í kast­ala­stíl í mið­bæn­um

Ein­ar Er­lends­son arki­tekt er tals­vert minna þekkt nafn en fyr­ir­renn­ari hans í starfi húsa­meist­ara rík­is­ins, Guð­jón Samú­els­son. Ein­ar teikn­aði ótrú­leg­an fjölda þekktra húsa í Reykja­vík, eins og Hjálp­ræð­is­her­inn, Frí­kirkju­veg 11 og Galta­fell. Eitt af ein­kenn­um hans í mörg­um bygg­ing­um var kast­ala­stíll­inn sem gef­ur hús­un­um hans æv­in­týra­leg­an blæ.

Mest lesið undanfarið ár