Ingi Freyr Vilhjálmsson

Ingi Freyr Vilhjálmsson er fyrrverandi blaðamaður á Heimildinni. Hann hefur áður starfað á Fréttablaðinu, DV, Fréttatímanum og Stundinni, fyrirrennara Heimildarinnar. Árið 2014 gaf hann út bókina Hamskiptin.
Bandarískt fjárfestingarfélag eignast eina glasafrjóvgunarfyrirtæki Íslands
FréttirHeilbrigðismál

Banda­rískt fjár­fest­ing­ar­fé­lag eign­ast eina gla­sa­frjóvg­un­ar­fyr­ir­tæki Ís­lands

Sænskt fyr­ir­tæki sem á 64 pró­senta hlut í gla­sa­frjóvg­un­ar­fyr­ir­tæk­inu Li­vio hef­ur ver­ið selt. Kaup­and­inn er fyr­ir­tæk­ið GeneralLi­fe sem hef­ur keypt upp mörg gla­sa­frjóvg­un­ar­fyr­ir­tæki í Evr­ópu. End­an­leg­ur eig­andi er fjár­fest­ing­ar­fyr­ir­tæki í Banda­ríkj­un­um sem með­al ann­ars er í eigu vog­un­ar­sjóða.
Sigrar pastelrasista í Svíþjóð: Fóru frá jaðrinum í ríkisstjórnarsamstarf
GreiningUppgangur þjóðernishyggju

Sigr­ar pastel­ras­ista í Sví­þjóð: Fóru frá jaðr­in­um í rík­is­stjórn­ar­sam­starf

Ferða­lag sænska stjórn­mála­flokks­ins Sví­þjóð­ar­demó­krata frá því að vera jað­ar­flokk­ur í sænsk­um stjórn­mál­um yf­ir í að vera sam­starfs­flokk­ur rík­is­stjórn­ar­inn­ar er ein­stakt seg­ir stjórn­mála­skýr­andi. Flokk­ur­inn hef­ur náð að straum­línu­laga sig og fjar­lægja sig frá nasískri og rasískri for­tíð sinni þannig að fimmti hver Svíi kýs nú flokk­inn.
Ráðherra telur óvíst hvort hvalveiðar eigi sér framtíð á Íslandi
FréttirHvalveiðar

Ráð­herra tel­ur óvíst hvort hval­veið­ar eigi sér fram­tíð á Ís­landi

Svandísi Svavars­dótt­ur bíð­ur það verk að ákveða hvort hval­veið­ar verði leyfð­ar á Ís­landi eft­ir ár­ið 2024. Ráð­herr­ann seg­ir að unn­in verði út­tekt á sam­fé­lags­leg­um og efna­hags­leg­um áhrif­um hval­veiða sem muni liggja til grund­vall­ar ákvörð­un­inni. Henni finnst hæp­ið að hval­veið­ar stand­ist lög um vel­ferð dýra.
Lánið frá Samherja sem sýndi „eitraða þræði“ stórútgerðar og stjórnmála
GreiningEyþór Arnalds og Moggabréfin

Lán­ið frá Sam­herja sem sýndi „eitr­aða þræði“ stór­út­gerð­ar og stjórn­mála

Eft­ir fjöl­miðlaum­ræðu og spurn­ing­ar í nærri fimm ár hef­ur eign­ar­halds­fé­lag Ey­þórs Arn­alds loks­ins af­skrif­að að fullu selj­andalán sem fyr­ir­tæk­ið fékk frá Sam­herja­fé­lagi til að kaupa hluta­bréf út­gerð­ar­inn­ar í Morg­un­blað­inu. Ey­þór þrætti alltaf fyr­ir það á með­an hann var borg­ar­full­trúi að við­skipt­in með hluta­bréf­in væru sýnd­ar­við­skipti.
Sendiherrann gagnrýnir Ísland: „Kína mun berjast þar til yfir lýkur“
Viðtal

Sendi­herr­ann gagn­rýn­ir Ís­land: „Kína mun berj­ast þar til yf­ir lýk­ur“

He Rulong, sendi­herra Kína á Ís­landi, seg­ir að rík­ið muni berj­ast gegn því að Sam­ein­uðu þjóð­irn­ar beiti sér gegn Kína vegna mann­rétt­inda­brota í Xinij­ang-hér­aði. Ís­land er eitt af þeim ríkj­um sem beit­ir sér nú fyr­ir því að Sam­ein­uðu þjóð­irn­ar ræði svarta skýrslu og meinta glæpi Kína gegn mann­kyn­inu. Í við­tali við Stund­ina fer sendi­herr­ann yf­ir sam­skipti Kína og Ís­lands, refsi­að­gerð­ir þjóð­anna og af­stöðu til stríðs­ins.
Rannsókn samkeppnisyfirvalda seinkar samruna laxeldisfyrirtækja á Vestfjörðum
FréttirLaxeldi

Rann­sókn sam­keppn­is­yf­ir­valda seink­ar samruna lax­eld­is­fyr­ir­tækja á Vest­fjörð­um

Norska lax­eld­is­fyr­ir­tæk­ið Salm­ar, eig­andi Arn­ar­lax, seg­ir að rann­sókn sam­keppn­is­yf­ir­valda muni seinka samruna þess og Norway Royal Salmon, stærsta hlut­hafa Arctic Fish á Ísa­firði. Páll Gunn­ar Páls­son. for­stjóri Sam­keppnis­eft­ir­lits­ins, seg­ir að yf­ir­lýs­ing­ar Salm­ar bendi til að fyr­ir­tæk­ið hafi bú­ist við að samrun­inn fengi hrað­ari af­greiðslu hjá yf­ir­völd­um.
„Sérkennileg blanda af hefðarsinna og róttæklingi“
Menning

„Sér­kenni­leg blanda af hefð­arsinna og rót­tæk­lingi“

Spænski rit­höf­und­ur­inn Javier Marías lést nú í sept­em­ber. Hann er af mörg­um tal­inn vera einn fremsti rit­höf­und­ur Spán­ar á síð­ustu ára­tug­um. Ís­lensk­ir rit­höf­und­ar eins og Jón Kalm­an Stef­áns­son, Her­mann Stef­áns­son og Ei­rík­ur Guð­munds­son höfðu dá­læti á hon­um og Guð­berg­ur Bergs­son var vin­ur hans. Ís­lensk­ur þýð­andi Marías, Sigrún Á. Ei­ríks­dótt­ir, seg­ist ætla að þýða meira eft­ir hann.
Matvælaráðherra lítur slysasleppingar í laxeldi alvarlegum augum
FréttirLaxeldi

Mat­væla­ráð­herra lít­ur slysaslepp­ing­ar í lax­eldi al­var­leg­um aug­um

Svandís Svavars­dótt­ir mat­væla­ráð­herra seg­ir að nú standi yf­ir vinna sem geng­ur út á að end­ur­skoða laga- og reglu­verk með lax­eldi í sjókví­um á Ís­landi. Hún seg­ir að einnig sé til skoð­un­ar hvort heppi­legt sé að mik­ill meiri­hluti hluta­bréfa í ís­lensk­um lax­eld­is­fyr­ir­tækj­um sé í eigu er­lendra að­ila. Svandís seg­ir að lax­eldi hafi haft já­kvæð áhrif á byggða­þró­un á Ís­landi en að vanda þurfi til verka.
10 til 20 milljóna króna munur á lánunum í stöðugu árferði
FréttirHúsnæðismál

10 til 20 millj­óna króna mun­ur á lán­un­um í stöð­ugu ár­ferði

Þeg­ar heild­ar­kostn­að­ur verð­tryggðra og óverð­tryggðra lána eru reikn­uð út frá nú­ver­andi verð­bólgu og vöxt­um á Ís­landi er nið­ur­stað­an að þessi lán eru af­ar dýr. Stund­in hef­ur reikn­að út heild­ar­kostn­að verð­tryggðra og óverð­tryggðra lána upp á 50 millj­ón­ir til 40 ára mið­að við ákveðn­ar for­send­ur. Þeg­ar verð­bólga og vaxta­kostn­að­ur er færð­ur í raun­hæf­ari átt en nú er kem­ur í ljós að mun­ur­inn á kostn­aði við verð­tryggð og óverð­tryggð lán er ekki svo hróp­andi.
Tíu ár af nýjum vitnisburðum um háttsemi Jóns Baldvins
Greining

Tíu ár af nýj­um vitn­is­burð­um um hátt­semi Jóns Bald­vins

Frá því að Guð­rún­ar Harð­ar­dótt­ir steig fram fyr­ir 10 ár­um síð­an og op­in­ber­aði bréf sem Jón Bald­vin Hanni­bals­son sendi þeg­ar hún var ung­ling­ur hafa tug­ir annarra frá­sagna um hátt­semi hans kom­ið fram. Jón Bald­vin hef­ur reynt að fá fólk til að skrifa und­ir stuðn­ings­yf­ir­lýs­ingu en á sama tíma eiga sér stað ný at­vik þar sem kon­ur upp­lifa hann sem ógn.
Norðmenn ætla að leggja á 40 prósent auðlindaskatt á laxeldið: Borga ekkert á Íslandi
FréttirLaxeldi

Norð­menn ætla að leggja á 40 pró­sent auð­linda­skatt á lax­eld­ið: Borga ekk­ert á Ís­landi

Með nýj­um auð­linda­skatti í Nor­egi þurfa lax­eld­is­fyr­ir­tæki að greiða 40 pró­senta skatt til rík­is­ins. Skatta­pró­senta grein­ar­inn­ar verð­ur því 62 pró­sent. Eng­inn slík­ur sam­bæri­leg­ur auð­linda­skatt­ur er hér á Ís­landi auk þess sem lax­eld­is­fyr­ir­tæk­in greiða ekki fyr­ir lax­eldisk­vóta sína til ís­lenska rík­is­ins. Skatt­lagn­ing­in í Nor­egi get­ur haft veru­leg áhrif á ís­lenskt lax­eldi þar sem norsk lax­eld­is­fyr­ir­tæki eru stærstu eig­end­urn­ir.
Varaþingkona Framsóknar spyr spurninga um laxeldi:  „Þetta er mín skoðun“
FréttirLaxeldi

Vara­þing­kona Fram­sókn­ar spyr spurn­inga um lax­eldi: „Þetta er mín skoð­un“

Brynja Dan Gunn­ars­dótt­ir, vara­þing­kona Fram­sókn­ar­flokks­ins, sett­ist tíma­bund­ið á þing nú í sept­em­ber og lagði þá fram fyr­ir­spurn til mat­væla­ráð­herra, Svandís­ar Svavars­dótt­ur, um lax­eldi. Hún seg­ir að Fram­sókn­ar­flokk­ur­inn hafi hing­að til kannski ekki ver­ið gagn­rýn­inn á lax­eldi en að það fal­lega við stjórn­mál sé að all­ir megi hafa sína skoð­un.
„Ég held bara áfram að vera föst í verðtryggðum lánum“
FréttirHúsnæðismál

„Ég held bara áfram að vera föst í verð­tryggð­um lán­um“

Kona á fimmtu­dags­aldri lýs­ir því hvernig hún seg­ist vera nauð­beygð til að taka verð­tryggt hús­næð­is­lán þrátt fyr­ir að hún vilji það ekki. Kon­an stend­ur í skiln­aði og þarf að kaupa sér íbúð. Kon­an er einn af við­mæl­end­um Stund­ar­inn­ar í um­fjöll­un um hús­næð­is­mark­að­inn og stöðu lán­þega eft­ir átta stýri­vaxta­hækk­an­ir á rúmu ári.
Fjármálastjóri hjá Samherja segir mútugreiðslur í Afríku nauðsynlegar
FréttirSamherjaskjölin

Fjár­mála­stjóri hjá Sam­herja seg­ir mútu­greiðsl­ur í Afr­íku nauð­syn­leg­ar

Brynj­ar Þórs­son, fjár­mála­stjóri Sam­herja á Kana­ríeyj­um, sem með­al ann­ars kom að greiðsl­um til namib­ískra ráða­manna, seg­ir að „svo­kall­að­ar mútu­greiðsl­ur“ séu „stand­ard“ í Afr­íku. Þetta kom fram í yf­ir­heyrsl­um yf­ir Brynj­ari sem hef­ur stöðu vitn­is í rann­sókn Sam­herja­máls­ins hjá hér­aðssak­sókn­ara. Brynj­ar sagði Sam­herja hafa beitt sömu að­ferð­um til að kom­ast yf­ir kvóta í Mar­okkó og Má­rit­an­íu, áð­ur en fyr­ir­tæk­ið hóf út­gerð í Namib­íu.
Opinbert fyrirtæki einkavæðir viðhald á ljósastaurum: Arðsemin leyndarmál
Fréttir

Op­in­bert fyr­ir­tæki einka­væð­ir við­hald á ljósastaur­um: Arð­sem­in leynd­ar­mál

Tekj­ur Orku nátt­úr­unn­ar af við­haldi á ljósastaur­um í sveit­ar­fé­lög­um, með­al ann­ars Reykja­vík, námu tæp­lega 590 millj­ón­um króna í fyrra. Fyr­ir­tæk­ið hef­ur haf­ið sölu­ferli á þess­ari rekst­arein­ingu. Fram­kvæmda­stjór­inn Berg­lind Ólafs­dótt­ir seg­ir að verk­taka­þjón­usta eins og við­hald sam­ræm­ist ekki kjarn­a­starf­semi fyr­ir­tæk­is­ins.

Mest lesið undanfarið ár