Ingi Freyr Vilhjálmsson

Ingi Freyr Vilhjálmsson er fyrrverandi blaðamaður á Heimildinni. Hann hefur áður starfað á Fréttablaðinu, DV, Fréttatímanum og Stundinni, fyrirrennara Heimildarinnar. Árið 2014 gaf hann út bókina Hamskiptin.
Vaxtahækkanir lánastofnana: „Þetta er bara svakalegt og hefur mikil áhrif á öll heimili“
ViðskiptiHúsnæðismál

Vaxta­hækk­an­ir lána­stofn­ana: „Þetta er bara svaka­legt og hef­ur mik­il áhrif á öll heim­ili“

Kona sem er 62 ára göm­ul seg­ir frá því hvernig greiðslu­byrð­in af óverð­tryggða hús­næð­is­lán­inu hef­ur hækk­að um tæp­lega helm­ing á einu ári. Kon­an seg­ist ráða við af­borg­an­irn­ar en að það gildi ekki um alla. Hún seg­ist frek­ar selja íbúð­ina og flytja úr landi en að taka verð­tryggt lán sem hún seg­ir að beri 12 til 13 pró­senta vexti í raun í ljósi verð­bólg­unn­ar í land­inu.
Verðbólga og vaxtahækkanir: „Það er bara fátæka fólkið sem tekur verðtryggðu lánin“
ViðskiptiHúsnæðismál

Verð­bólga og vaxta­hækk­an­ir: „Það er bara fá­tæka fólk­ið sem tek­ur verð­tryggðu lán­in“

Hag­fræð­ing­ar segja að þrátt fyr­ir skarp­ar vaxta­hækk­an­ir og aukn­ar af­borg­an­ir af óverð­tryggð­um lán­um þá sé enn þá skilj­an­legt að lán­tak­end­ur haldi tryggð við slík lán. Hækk­an­ir af­borg­ana af óverð­tryggð­um lán­um með breyti­leg­um vöxt­um hafa auk­ist um tæp 50 pró­sent á rúmu ári með síð­ustu vaxta­hækk­un­um bank­anna. Lán­tak­end­ur ræða um stöðu sína í þessu ljósi og finna verð­tryggð­um lán­um flest til foráttu.
Hjallastefnan keypti framkvæmdastjórann út fyrir 55 milljónir
Fréttir

Hjalla­stefn­an keypti fram­kvæmda­stjór­ann út fyr­ir 55 millj­ón­ir

Einka­rekna skóla­fyr­ir­tæk­ið Hjalla­stefn­an þurfti að lækka hluta­fé sitt til að kaupa hluta­bréf fram­kvæmda­stjóra fé­lags­ins, Þór­dís­ar Jónu Sig­urð­ar­dótt­ur. Hluta­bréf­in voru keypt á 55 millj­ón­ir. Mar­grét Pála Ólafs­dótt­ir, stofn­andi Hjalla­stefn­unn­ar, seg­ir að fyr­ir­tæk­ið hafi ekki áð­ur gert kauprétt­ar­samn­inga, muni ekki gera það aft­ur og læri af reynsl­unni.
MAST rannsakar eldiskvíar á Vestfjörðum: Kafað eftir götum
FréttirLaxeldi

MAST rann­sak­ar eldisk­ví­ar á Vest­fjörð­um: Kaf­að eft­ir göt­um

Rík­i­s­tofn­un­in MAST rann­sak­ar nú hvort göt hafi kom­ið á sjókví­ar lax­eld­is­fyr­ir­tækja á Vest­fjörð­um eft­ir að ætl­að­ir eld­islax­ar veidd­ust í Mjólká. Karl Stein­ar Ósskars­son, yf­ir­mað­ur fisk­eld­is hjá stofn­unni, seg­ir að kaf­að sé eft­ir göt­um en að eng­in hafi fund­ist hing­að til og að ver­ið sé að greina þá laxa sem sýni hafa ver­ið tek­in úr.
Matvælastofnun staðfestir rannsókn á meintum eldislöxum
FréttirLaxeldi

Mat­væla­stofn­un stað­fest­ir rann­sókn á meint­um eld­islöx­um

Rík­is­stofn­un­in Mat­væla­stofn­un hef­ur stað­fest að hún sé með til með­ferð­ar rann­sókn á upp­runa laxa sem veidd­ust í Mjólká í Arnar­firði. Starfs­menn Mjólkár­virkj­un­ar skemmta sér við að kasta fyr­ir laxa í árstubbi sem renn­ur úr virkj­un­inni og hef­ur rík­is­stofn­un­in tek­ið sýni úr tólf fisk­um sem veidd­ust í sum­ar.
Ólafur: Aukning verðtryggðra lána gengur gegn aðgerðum Seðlabankans
Fréttir

Ólaf­ur: Aukn­ing verð­tryggðra lána geng­ur gegn að­gerð­um Seðla­bank­ans

Fyr­ir einu ári voru vext­ir af óverð­tryggðu hús­næð­is­láni með breyti­leg­um vöxt­um 3,45 pró­sent en eru nú 6,22 pró­sent. Af­borg­an­ir af slík­um lán­um hafa auk­ist um 35 pró­sent á einu ári. Ólaf­ur Mar­geirs­son hag­fræð­ing­ur seg­ir að ósam­ræmi sé í vaxta­stefnu Seðla­banka Ís­lands og hags­mun­um lán­tak­enda sem ráða ekki við af­borg­an­ir af óverð­tryggð­um lán­um. Hann seg­ir að aukn­ing verð­tryggða lána gangi gegn mark­mið­um vaxta­hækk­an­anna.
Norska samkeppniseftirlitið samþykkir stærsta samruna í íslensku laxeldi
FréttirLaxeldi

Norska sam­keppnis­eft­ir­lit­ið sam­þykk­ir stærsta samruna í ís­lensku lax­eldi

Sam­keppnis­eft­ir­lit­ið í Nor­egi hef­ur sam­þykkt að lax­eld­is­fyr­ir­tæk­ið Salm­ar, móð­ur­fé­lag Arn­ar­lax á Bíldu­dal, fái að kaupa fyr­ir­tæk­ið NTS, sem er stærsti óbeini hlut­hafi Arctic Fish á Ísa­firði. Salm­ar kynn­ir árs­hluta­upp­gjör í dag þar sem samruna fyr­ir­tækj­anna er lýst. Á sama tíma og Salm­ar fjár­fest­ir í ís­lensku sjókvía­eldi tel­ur fyr­ir­tæk­ið að fram­tíð lax­eld­is liggi í af­l­and­seldi á laxi.
Sveitarstjórnarmenn og hættan á hagsmunaárekstrum í íslensku laxeldi
Úttekt

Sveit­ar­stjórn­ar­menn og hætt­an á hags­muna­árekstr­um í ís­lensku lax­eldi

Fjög­ur dæmi eru um það að ís­lensk­ir sveit­ar­stjórn­ar­menn hafi ver­ið starf­andi hjá lax­eld­is­fyr­ir­tækj­um á Vest­fjörð­um og Aust­ur­landi á sama tíma og þeir voru kjörn­ir full­trú­ar. Fjög­ur slík dæmi er hægt að finna frá síð­asta kjör­tíma­bili sveit­ar­stjórna en í dag er að­eins einn starfs­mað­ur lax­eld­is­fyr­ir­tæk­is starf­andi í sveit­ar­stjórn. Þetta fólk seg­ir að ekki sé rétt­læt­an­legt að skerða at­vinnu­mögu­leika fólks í litl­um bæj­um þar sem ekki sé mik­ið um fjöl­breytta at­vinnu.
Furðulegt ferðalag íslenskrar síldar til Úkraínu um Panama
Rannsókn

Furðu­legt ferða­lag ís­lenskr­ar síld­ar til Úkraínu um Panama

Ís­lensk sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tæki seldu upp­sjáv­ar­fisk til Evr­ópu­lands­ins Úkraínu í gegn­um ríki í öðr­um heims­álf­um. Eitt af þess­um lönd­um var skatta­skjól­ið Panama sem varð al­ræmt eft­ir gagnalek­ann frá Mossack Fon­seca ár­ið 2016. Fisk­sölu­fyr­ir­tæk­in vilja ekki svara spurn­ing­um um við­skipt­in en þrír sér­fræð­ing­ar segja þau líta út fyr­ir að vera gerð af skatta­leg­um ástæð­um, gerð til þess eins að stýra því hvar hagn­að­ur mynd­ist.
Forsætisráðherra ræddi ekki mál Moshenskys
FréttirÓlígarkinn okkar

For­sæt­is­ráð­herra ræddi ekki mál Mos­hen­skys

Eng­ar um­ræð­ur urðu um stöðu kjör­ræð­is­manns Ís­lands í Hvíta-Rússlandi, Al­ex­and­ers Mos­hen­skys, á fundi Katrín­ar Jak­obs­dótt­ur for­sæt­is­ráð­herra með leið­toga hví­trúss­nesku stjórn­ar­and­stöð­unn­ar, Sviatlönu Tsik­hanou­skayu. Katrín vill engu svara um eig­in skoð­un á stöðu kjör­ræð­is­manns­ins sem er ná­inn banda­mað­ur ein­ræð­is­herr­ans í Minsk, Al­ex­and­ers Lukashen­ko.
Laxeldiskvótakóngarnir sem hafa grætt á sjókvíaeldi á Íslandi
GreiningLaxeldi

Lax­eldisk­vótakóng­arn­ir sem hafa grætt á sjókvía­eldi á Ís­landi

Nú stend­ur yf­ir þriðja bylgja lax­eld­is á Ís­landi en hinar tvær til­raun­irn­ar fóru út um þúf­ur á ár­um áð­ur. Þessi til­raun til að koma lax­eldi á hér á landi hef­ur geng­ið bet­ur en hinar. Fyr­ir vik­ið hafa nokkr­ir fjár­fest­ar selt sig út úr lax­eld­is­iðn­aðn­um fyr­ir met­fé eða halda nú á hluta­bréf­um sem eru mjög mik­ils virði.
Orkuveita Reykjavíkur greiðir 2,6 milljarða skuld vegna gamalla áhættufjárfestinga
Fréttir

Orku­veita Reykja­vík­ur greið­ir 2,6 millj­arða skuld vegna gam­alla áhættu­fjár­fest­inga

Orku­veita Reykja­vík­ur gerði gjald­miðlask­skipta­samn­inga við Glitni banka ár­ið 2008 sem deilt hef­ur ver­ið um fyr­ir dómi. Þess­ir samn­ing­ar voru gerð­ir til þess að verja fyr­ir­tæk­ið fyr­ir geng­is­breyt­ing­um krón­unn­ar. Nú loks, 15 ár­um eft­ir að samn­ing­arn­ir voru gerð­ir, koma eft­ir­stöðv­ar samn­ing­anna til greiðslu eft­ir að Orku­veita Reykja­vík­ur tap­aði dóms­máli út af þeim. 2,6 millj­arð­ar króna fóru úr bók­um Orku­veitu Reykja­vík­ur út af upp­greiðslu samn­ing­anna sam­kvæmt árs­hluta­upp­gjöri fé­lags­ins nú í maí.
Stærsta tjónið í íslensku laxeldi: „Þetta eru mikil tíðindi og váleg“
GreiningLaxeldi

Stærsta tjón­ið í ís­lensku lax­eldi: „Þetta eru mik­il tíð­indi og vá­leg“

Stærsta tjón vegna sjúk­dóma sem hef­ur kom­ið upp í ís­lensku sjókvía­eldi leiddi til þess að slátra þurfti tæp­lega tveim­ur millj­ón­um laxa hjá Löx­um fisk­eldi. ISA-veira lagði lax­eldi í Fær­eyj­um og Síle í rúst en það var svo byggt upp aft­ur. Jens Garð­ar Helga­son, fram­kvæmda­stjóri Laxa fisk­eld­is, seg­ir að fyr­ir­tæk­ið muni læra af reynsl­unni og auka smit­varn­ir.
Dómaraefni þurfa að uppfylla hæfnisskilyrði: Frestuðu niðurstöðunni
Fréttir

Dóm­ara­efni þurfa að upp­fylla hæfn­is­skil­yrði: Frest­uðu nið­ur­stöð­unni

Þing­manna­nefnd Evr­ópu­ráðs­ins frest­aði því að taka af­stöðu til þriggja um­sækj­enda frá Ís­landi um stöðu dóm­ara við Mann­rétt­inda­dóm­stól Evr­ópu. Um­sækj­end­ur eru tekn­ir í stíf við­töl þar sem þeir spurð­ir spjör­un­um úr um dóma og dóma­for­dæmi við dóm­stóll­inn. All­ir um­sækj­end­urn­ir verða að upp­fylla hæfis­skil­yrð­in til að hægt sé að klára um­sókn­ar­ferl­ið í starf­ið.

Mest lesið undanfarið ár