Parísarsamningur í tíu ár: Átök uppbyggingar og niðurrifs
Úttekt

Par­ís­ar­samn­ing­ur í tíu ár: Átök upp­bygg­ing­ar og nið­urrifs

„Ef það hefði ekki náðst ein­ing í Par­ís þá vær­um við á miklu verri stað en við er­um í dag,“ seg­ir Hall­dór Þor­geirs­son, formað­ur Lofts­lags­ráðs, um Par­ís­ar­samn­ing­inn. Nú í des­em­ber var ára­tug­ur frá sam­þykkt­um samn­ings­ins og stefn­um við á hækk­un með­al­hita um 2,5 °C í stað 4 °C. Heim­ild­in ræddi við sér­fræð­inga um áhrif og fram­tíð samn­ings­ins í heimi þar sem öfl upp­bygg­ing­ar og nið­urrifs mæt­ast.
„Kannski er eitt gott knús betra en plastsprengja upp í loftið“
Innlent

„Kannski er eitt gott knús betra en plast­sprengja upp í loft­ið“

„Það ætl­ar sér eng­inn að menga. Við vilj­um bara fagna því að gamla ár­ið sé lið­ið og það nýja kom­ið. En eins og Ís­lend­ing­ar eru þá för­um við svo­lít­ið út í öfg­ar,“ seg­ir Ragn­hild­ur Katla Jóns­dótt­ir, upp­lýs­inga­full­trúi Land­vernd­ar. Flug­eld­arusl verð­ur plokk­að 1. janú­ar sem Ragn­hild­ur tel­ur góða leið til að byrja nýtt ár.
Ósnortin víðerni: „Sorglegt að við getum ekki hugsað lengra fram í tímann“
SkýringFerðamannalandið Ísland

Ósnort­in víð­erni: „Sorg­legt að við get­um ekki hugs­að lengra fram í tím­ann“

„Þetta er nátt­úr­lega bara fyr­ir ákveð­inn hóp og skemm­ir í leið­inni upp­lif­un hinna sem vildu njóta nátt­úr­unn­ar,“ seg­ir Svan­hvít Helga Jó­hanns­dótt­ir um fyr­ir­hug­að­ar fram­kvæmd­ir við Hof­fell­slón. Breyt­ing­ar við lón­ið, Skafta­fell og Von­ar­skarð hafa vak­ið upp sterk við­brögð og spurn­ing­ar um nátt­úru­vernd í og við UNESCO-svæði.
Örplast meiri ógn við hafsvæði Íslands en áður var talið
InnlentNáttúruvernd

Örplast meiri ógn við haf­svæði Ís­lands en áð­ur var tal­ið

Ný rann­sókn sýn­ir að meng­un vegna örplasts er meiri við haf­svæði Ís­lands en áð­ur var tal­ið. Fjöldi dýra­teg­unda inn­byrð­ir plast sem hef­ur áhrif á grunn­lífs­starf­semi þeirra. „Frjó­söm­ustu svæð­in eru líka þau sem eru út­sett­ust,“ seg­ir Belén Garcia Ovi­de doktorsnemi. Örplast­ið kem­ur í mikl­um mæli úr sjáv­ar­út­vegi.
Skylda Íslendinga að vernda kríur
Úttekt

Skylda Ís­lend­inga að vernda krí­ur

Áhugi á um­hverf­is- og lofts­lags­mál­um hef­ur far­ið dvín­andi hér á landi en víða um heim eru af­leið­ing­ar lofts­lags­breyt­inga orðn­ar al­var­leg­ar. Heim­ild­in fékk inn­sýn í stöð­una í Norð­ur-Afr­íku, Evr­ópu og á norð­ur­slóð­um og spurði Ole Sand­berg heim­spek­ing af hverju lofts­lags­að­gerð­ir ættu að skipta Ís­lend­inga máli. Stutta svar­ið er krí­an.
„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörðinni“
Innlent

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörð­inni“

Und­ir­skrifta­söfn­un er haf­in til að mó­mæla fram­kvæmd­um í Skafta­felli. Fund­ur um breyt­ing­ar fram­kvæmd­anna var hald­inn um há­sum­ar. „Það dugði til að gera skyldu sína,“ seg­ir íbúi á svæð­inu. Íbú­ar ótt­ast að sam­keppn­is­hæfni muni minnka ef fyr­ir­hug­uð ferða­g­ist­ing rís. „Ég sé ekki ann­að en að þetta auki tekj­ur og at­vinnu á svæð­inu,“ seg­ir Pálm­ar Harð­ar­son, sem stend­ur að fram­kvæmd­inni ásamt Arctic Advent­ur­es.
„Það er ljós í myrkrinu, þó það sé allt dimmt úti“
Innlent

„Það er ljós í myrkr­inu, þó það sé allt dimmt úti“

Elfa Dögg S. Leifs­dótt­ir, teym­is­stjóri hjá Rauða kross­in­um, og Gunn­hild­ur Ólafs­dótt­ir, fag­stjóri Píeta-sam­tak­anna, segja sím­töl í hjálp­arsíma orð­in al­var­legri. Í kring­um jól­in leit­ar fólk ráða um sam­skipti, missi, sorg og ein­mana­leika. Báð­ar segja fyrsta skref fyr­ir fólk að opna sig um van­líð­an og minna á að bjarg­ir eru til stað­ar.
Átröskun á jólunum: „Ég borðaði mandarínu á aðfangadag“
Viðtal

Átrösk­un á jól­un­um: „Ég borð­aði manda­rínu á að­fanga­dag“

„Þetta er sjúk­dóm­ur sem fer ekki í jóla­frí,“ seg­ir El­ín Ósk Arn­ars­dótt­ir, sem hef­ur glímt við átrösk­un í þrett­án ár. Hún seg­ir jóla­há­tíð­ina einn erf­ið­asta tíma árs­ins fyr­ir fólk með sjúk­dóm­inn þar sem mat­ur spil­ar stórt hlut­verk og úr­ræð­um fækk­ar fyr­ir sjúk­linga. El­ín er nú á bata­vegi og hvet­ur fólk til að tala hlut­laust um mat og sleppa því að refsa sér.
Jóhann Páll: „Ísland er ekki í skjóli“
Innlent

Jó­hann Páll: „Ís­land er ekki í skjóli“

Jó­hann Páll Jó­hanns­son um­hverf­is-, orku- og lofts­lags­ráð­herra gaf í dag út að­lög­un­ar­áætl­un um lofts­lags­breyt­ing­ar. Sjáv­ar­út­veg­ur­inn og land­bún­að­ur þurfa áhættumat og seigla vega­kerf­is­ins verð­ur kort­lögð. „Við þurf­um að að­laga sam­fé­lag­ið og inn­viði að þeim breyt­ing­um sem eru þeg­ar hafn­ar,“ seg­ir ráð­herr­ann.

Mest lesið undanfarið ár