Eik Arnþórsdóttir

Blaðamaður

Að gefast ekki upp: „Ef ég kemst ekki inn í fimmta skiptið þá ætla ég inn í sjötta skipti“
Viðtal

Að gef­ast ekki upp: „Ef ég kemst ekki inn í fimmta skipt­ið þá ætla ég inn í sjötta skipti“

Luis Gísli Rabelo komst inn í lækn­is­fræði í fimmtu til­raun og er að ljúka fjórða náms­ár­inu. Hann lét úr­töluradd­ir sem vind um eyru þjóta og seg­ir reynsl­una hafa gert sig að betri náms­manni. Litli bróð­ir hans fetaði í fót­spor hans og náði próf­inu í þriðju til­raun. Ungt fólk get­ur þurft að þreyta inn­töku­próf nokkr­um sinn­um. Sál­fræð­ing­ur seg­ir ým­is góð bjargráð hjálp­leg í slík­um að­stæð­um.
Konur finni styrkinn sinn á hjólinu
Viðtal

Kon­ur finni styrk­inn sinn á hjól­inu

Þeg­ar María Ögn Guð­munds­dótt­ir byrj­aði að hjóla af mikl­um krafti fyr­ir 15 ár­um tók hún eft­ir því að fá­ar kon­ur voru í íþrótt­inni. Hún ákvað að taka mál­in í sín­ar hend­ur og hef­ur stað­ið fyr­ir við­burð­um til að hvetja kon­ur til að hjóla. Fjöl­marg­ar skemmti­leg­ar hjóla­leið­ir eru á höf­uð­borg­ar­svæð­inu og Heim­ild­in skoð­aði nokkr­ar þeirra.
„Hugmyndin um kvenstærðfræðing var ekki til í hausnum á mér“
Viðtal

„Hug­mynd­in um kven­stærð­fræð­ing var ekki til í hausn­um á mér“

Nanna Kristjáns­dótt­ir stýr­ir stærð­fræði­náms­búð­un­um Stelp­ur diffra. Sjálf klár­aði hún ell­efu stærð­fræði­áfanga í mennta­skóla, er nú að læra stærð­fræði í HÍ og er eina stelp­an í sín­um ár­gangi í hreinni stærð­fræði. Hún seg­ir að kven­stærð­fræð­ing­ar hafi hing­að til að mestu ver­ið ósýni­leg­ir og því ætl­ar hún að breyta.
Höfðingjar hafsins: Á heimavelli hvala
Úttekt

Höfð­ingj­ar hafs­ins: Á heima­velli hvala

Hval­ir eiga í flókn­um sam­skipt­um sín á milli og minn­ir margt í þeirra at­ferli á mann­fólk­ið. Edda Elísa­bet Magnús­dótt­ir, lektor í líf­fræði, seg­ir höfr­unga þá teg­und sem kemst næst vits­mun­um manns­ins. Þeg­ar hval­veiði­bann rík­is­stjórn­ar­inn­ar var kynnt þann 20. júní síð­ast­lið­inn var Heim­ild­in um borð í hvala­skoð­un­ar­skipi á Faxa­flóa.
„Krabbamein kemur öllum við“
Fréttir

„Krabba­mein kem­ur öll­um við“

Rúm­lega 150 kíló­metra hlaup er framund­an hjá ung­um kon­um sem all­ar hafa greinst með krabba­mein á síð­ustu ár­um. Þær skipta kíló­metr­un­um á milli sín og safna áheit­um fyr­ir end­ur­hæf­ing­ar­mið­stöð­ina Ljós­ið. Sól­veig Ása Tryggva­dótt­ir, ein ljósa­systra, seg­ir krabba­mein stærra en bara ein­stak­ling­ur­inn sem fær það og þar af leið­andi komi það öll­um við.
Auknar fjárfestingar í kvennaboltanum skila sér í velgengni á HM
Fréttir

Aukn­ar fjár­fest­ing­ar í kvenna­bolt­an­um skila sér í vel­gengni á HM

Kom­ið er að átta liða úr­slit­um á heims­meist­ara­móti kvenna í fót­bolta. Mist Rún­ars­dótt­ir fyrr­um knatt­spyrnu­kona og hlað­varps­stjórn­andi Heima­vall­ar­ins legg­ur áherslu á að auk­ið fjár­magn skili sér í bætt­um ár­angri inn­an kvenna­bolt­ans. „Um leið og það er fjár­fest í íþrótt verð­ur hún aug­ljós­lega betri og leik­menn fá meira svig­rúm til að sinna henni.“
Borgar 276 þúsund krónum meira fyrir leikskólapláss í Kópavogi en Reykjavík á ári
Fréttir

Borg­ar 276 þús­und krón­um meira fyr­ir leik­skóla­pláss í Kópa­vogi en Reykja­vík á ári

Helen Rut Ást­þórs­dótt­ir er með­al þeirra for­eldra sem gagn­rýna nýja gjald­skrá leik­skóla í Kópa­vogi. Leik­skóla­vist barns sem er sex tíma á dag í leik­skól­an­um kost­ar 10.462 krón­ur en fyr­ir barn sem er í átta tíma á dag þarf að greiða 49.474 krón­ur. Kópa­vogs­bær sendi frá sér aug­lýs­ingu til nýbak­aðra for­eldra að þeir geti feng­ið sér vinnu á leik­skóla og þannig fari barn­ið þeirra í for­gang auk þess sem þeir fengju af­slátt af gjöld­un­um.
Hefði frekar viljað krabbamein en að þjást í hljóði með endómetríósu
Fréttir

Hefði frek­ar vilj­að krabba­mein en að þjást í hljóði með en­dómetríósu

Fræðslu vant­ar um sjúk­dóm­inn en­dómetríósu sam­kvæmt ungri konu sem bíð­ur nú eft­ir legnáms­að­gerð. Í tæp 20 ár hef­ur Sara Dögg Dav­íðs­dótt­ir Baxter þjáðst af verkj­um vegna en­dómetríósu. Það tók hana fjög­ur ár að eign­ast fyrsta barn­ið sitt og var henni þá sagt að ófrjó­sem­in staf­aði af streitu en ekki sjúk­dómn­um. Beð­ið er eft­ir samn­ingi heil­brigð­is­ráð­herra við Klíník­ina sem mun að­stoða leg­hafa við að kom­ast fyrr í legnám.
„Sú ákvörðun sem kona tekur fyrir sig, er næsta góða ákvörðun í hennar ferli“
Fréttir

„Sú ákvörð­un sem kona tek­ur fyr­ir sig, er næsta góða ákvörð­un í henn­ar ferli“

Auk­ið rými hef­ur skap­ast fyr­ir kon­ur til að taka stjórn á eig­in lík­ama eft­ir sam­fé­lagsum­ræðu síð­ustu ára og finn­ur ljós­móð­ir fæð­ing­ar­heim­il­is­ins Bjark­ar­inn­ar fyr­ir auk­inni vald­efl­ingu kvenna í sínu starfi. Tótla I. Sæ­munds­dótt­ir, fræðslu­stýra Sam­tak­anna '78, seg­ir kon­ur vera mis­mun­andi en reynsla fjög­urra við­mæl­enda Heim­ild­ar­inn­ar stað­fest­ir að svo sé.

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu