Púðarnir settir í þrátt fyrir bólgusjúkdóm
ViðtalBrjóstapúðaveiki

Púð­arn­ir sett­ir í þrátt fyr­ir bólgu­sjúk­dóm

Andrea Ingvars­dótt­ir glímdi við gigt og bólgu­sjúk­dóma áð­ur en hún fór í brjóstas­tækk­un ár­ið 2014. Þrátt fyr­ir að þekkja sjúkra­sögu henn­ar græddi lýta­lækn­ir púða í brjóst henn­ar. Lík­am­inn brást illa við að­skota­hlut­un­um og veik­indi Andr­eu versn­uðu. Hún sló lán til þess að láta fjar­lægja púð­ana fyr­ir rúm­um mán­uði síð­an.
Nýtt líf eftir að 500 millilítra sílíkonpúðar voru fjarlægðir
ViðtalBrjóstapúðaveiki

Nýtt líf eft­ir að 500 milli­lítra sí­lí­kon­púð­ar voru fjar­lægð­ir

Skömmu eft­ir að Klara Jenný H. Arn­björns­dótt­ir ljós­móð­ir gekkst und­ir ristil­nám kom í ljós að sí­lí­kon­púð­ar í brjóst­um henn­ar láku. Hún lét setja púð­ana í sig ár­ið 2006, þeg­ar hún var 19 ára, og að eig­in sögn með lít­ið sjálfs­traust. Hún hef­ur glímt við veik­indi frá ár­inu 2008. Nú hafa púð­arn­ir ver­ið fjar­lægð­ir og Klara Jenný seg­ist hafa öðl­ast nýtt líf.
Lá í dái í fjórar vikur
ViðtalBrjóstapúðaveiki

Lá í dái í fjór­ar vik­ur

Guð­rún Eva Jóns­dótt­ir fékk andnauð­ar­heil­kenni og féll í dá í fjór­ar vik­ur síð­asta sum­ar. Und­an­fari veik­ind­anna voru sí­end­ur­tekn­ar lungna­bólg­ur og svepp­ur sem fannst í lunga henn­ar ár­ið 2020. Or­sök veik­inda henn­ar er á huldu en sjálf tel­ur hún síli­kon­púð­un­um um að kenna. Hún á ekki fyr­ir að­gerð til þess að láta fjar­lægja þá. Sjúkra­trygg­ing­ar Ís­lands nið­ur­greiða ekki að­gerð­ina. Hún kost­ar mörg hundruð þús­und.
„Við fengum ekki að velja hvar við fæddumst“
Viðtal

„Við feng­um ekki að velja hvar við fædd­umst“

Að­gerða­sinn­arn­ir í Pus­sy Riot eru í sjálf­skip­aðri út­legð frá Rússlandi en þar bíð­ur þeirra fátt ann­að en fang­elsis­vist. Þær segja stöð­una í heima­land­inu hræði­lega og fari versn­andi. „Þetta er mitt heim­ili,“ seg­ir Maria Alyok­hina um Rúss­land, sem hún býst við að snúa aft­ur til einn dag­inn. Hóp­ur­inn ræð­ir aktív­is­mann, að­stæð­urn­ar heima fyr­ir sem og Pútín og stríð­ið í Úkraínu sem þær berj­ast gegn.
Svarið við tilgangi lífsins felst í spurningunum
Viðtal

Svar­ið við til­gangi lífs­ins felst í spurn­ing­un­um

Vin­sæl­asti áfangi í sögu Yale-há­skóla verð­ur að­gengi­leg­ur nem­um við Há­skóla Ís­lands þar­næsta haust, ef allt geng­ur eft­ir. Um er að ræða eins kon­ar lífs­leikni fyr­ir há­skóla­nema sem bygg­ir á nálg­un sem nefn­ist Li­fe Worth Li­ving. Pró­fess­or­arn­ir og prest­arn­ir á bak við nálg­un­ina segja öll líf þess virði að lifa en svar­ið við til­gangi lífs­ins fel­ist í að spyrja nógu margra spurn­inga.
„Mér leið eins og frelsið hefði verið tekið frá mér“
Viðtal

„Mér leið eins og frels­ið hefði ver­ið tek­ið frá mér“

Í heilt ár gat Þór­unn Salka Pét­urs­dótt­ir ekki sett á sig blá­an augn­blý­ant. Hann minnti hana um of á kvöld­ið sem hún varð fyr­ir kyn­ferð­isof­beldi. Á föstu­dag sendi hún frá sér lag um reynsl­una. Mynd­in sem fylg­ir lag­inu sýn­ir konu sem hef­ur end­ur­heimt frels­ið sitt. Konu með blá­an augn­blý­ant. Það er Þór­unn sjálf en hún flutti lag­ið í dag á sam­stöðufundi Druslu­göng­unn­ar.
Jón Guðni Ómarsson: „Ég biðst afsökunar“
ViðtalSalan á Íslandsbanka

Jón Guðni Óm­ars­son: „Ég biðst af­sök­un­ar“

Nýr banka­stjóri Ís­lands­banka seg­ir bank­ann hafa gert mis­tök með því að girða ekki fyr­ir að starfs­menn bank­ans gætu sjálf­ir keypt í hon­um. Jón Guðni Óm­ars­son seg­ir bank­ann sömu­leið­is hafa gert mis­tök með við­brögð­um sín­um eft­ir að sátt hans við Fjár­mála­eft­ir­lit­ið varð op­in­ber, í stað þess að sýna auð­mýkt hafi bank­inn far­ið í vörn. „Ég skil hana mjög vel,“ seg­ir Jón Guðni að­spurð­ur um hvort hann skilji reiði fólks í garð bank­ans.
Vill að unga fólkið taki við keflinu í hamfarafréttunum
Allt af létta

Vill að unga fólk­ið taki við kefl­inu í ham­fara­f­rétt­un­um

Frétt­ir af eld­gos­inu sem hófst á mánu­dag hafa ver­ið fyr­ir­ferð­ar­mikl­ar í vik­unni. Fyr­ir Stöð 2 stend­ur frétta­mað­ur­inn Kristján Már Unn­ars­son ham­fara­vakt­ina og birt­ist áhorf­end­um, oft­ar en ekki íklædd­ur gulu vesti á vett­vangi, með nýj­ustu tíð­indi af hraun­flæði og gasmeng­un. Hann sagði Heim­ild­inni allt af létta um starf frétta­manns í eld­gosa­tíð.
Ísteka: Reynsluleysi dýralækna líklegasta skýringin
ViðtalBlóðmerahald

Ísteka: Reynslu­leysi dýra­lækna lík­leg­asta skýr­ing­in

Ís­lensk­ir dýra­lækn­ar hættu störf­um hjá Ísteka eft­ir nei­kvæða um­fjöll­un um starf­semi fyr­ir­tæk­is­ins. Þrír pólsk­ir dýra­lækn­ar, sem enga reynslu höfðu af blóð­töku úr fylfull­um hryss­um, voru ráðn­ir. Þeir fengu þjálf­un hjá Ísteka en reynslu­leysi er að mati fram­kvæmda­stjóra fyr­ir­tæk­is­ins lík­leg­asta or­sök þess að átta hryss­ur dráp­ust í tengsl­um við blóð­tök­una í fyrra.
Hjálpar samlöndum að komast inn í samfélagið á Austurlandi
Viðtal

Hjálp­ar sam­lönd­um að kom­ast inn í sam­fé­lag­ið á Aust­ur­landi

Iryna Boi­ko flutti til Ís­lands fyr­ir um tólf ár­um síð­an frá Úkraínu og starfar sem nagla­fræð­ing­ur á Eg­ils­stöð­um. Hún hef­ur aldrei sótt ís­lensku­nám­skeið en stýr­ir nú slík­um sjálf, fyr­ir samlanda sína sem hafa flú­ið stríð­ið í Úkraínu til Aust­ur­lands, að­al­lega karl­menn sem dvelja í gömlu heima­vist­ar­húsi á Eið­um. Heim­ild­in ræddi við Irynu á Eg­ils­stöð­um og kíkti í heim­sókn til Eiða.
„Matti“ sendur úr landi þó vegabréfið segi hann barn
Viðtal

„Matti“ send­ur úr landi þó vega­bréf­ið segi hann barn

Mahdi Rahimi var 13 ára þeg­ar hann lagði af stað frá Af­gan­ist­an eft­ir að fað­ir hans var myrt­ur. Fjór­um ár­um síð­ar var hann kom­inn til Ís­lands, al­einn. Hann lærði ís­lensku í Flens­borg og fór á fót­boltaæf­ing­ar hjá Hauk­um. Sam­kvæmt grísku vega­bréfi er hann enn barn. Út­lend­inga­stofn­un seg­ir hann full­orð­inn. Nú hef­ur hún vís­að hon­um úr landi.
Dreymir um að segja ósagðar sögur flóttafólks
Viðtal

Dreym­ir um að segja ósagð­ar sög­ur flótta­fólks

Sayed Khanog­hli hef­ur ver­ið á flótta meiri­hluta ævi sinn­ar. Hann yf­ir­gaf Af­gan­ist­an 14 ára og hélt út í óviss­una. Hann kom til Ís­lands fyr­ir fjór­um ár­um og út­skrif­að­ist í vor af kvik­mynda­gerð­ar­braut Borg­ar­holts­skóla, nokk­uð sem hann taldi ómögu­legt fyr­ir nokkr­um ár­um. Draum­ur­inn er að verða leik­stjóri og segja sög­una sem aldrei er sögð „af fólki sem eru flótta­menn, fólki sem er eins og ég, að byrja nýtt líf“.

Mest lesið undanfarið ár