Þessi grein birtist fyrir rúmlega 2 mánuðum.

Fer á puttanum um firðina

Jamie Lee, sem er fædd og upp­al­in í Hong Kong, féll kylli­flöt fyr­ir Ís­landi þeg­ar hún kom hing­að í ferða­lag. Nú rek­ur hún fyr­ir­tæk­ið Fine Food Islandica sem rækt­ar belt­is­þara í Stein­gríms­firði og synd­ir stund­um út að lín­un­um til að at­huga með þara­börn­in sín.

Fer á puttanum um firðina
Beltisþari Jamie Lee segir að þarinn sé mjög næringarríkur og ljúffengur sé hann undirbúinn á réttan hátt. Mynd: ÚR VÖR

Klukkan er hálf fimm á sólríkum mánudagsmorgni um miðjan septembermánuð. Á meðan flestir landsmenn sofa værum blundi undirbýr Jamie Lee sig fyrir að synda út í Steingrímsfjörð og athuga með ræktun sína á beltisþara. Þessi náttúruunnandi frá Hong Kong var fyrsti aðilinn hér á landi til að sækja um leyfi til að rækta beltisþara, sem hún gerir með því að koma fyrir fræjum á línum í Steingrímsfirði.

Jamie hefur verið heilluð af norðurskauti veraldarinnar síðan hún sá vísindakonu flytja fyrirlestur á sínum uppeldisslóðum í Hong Kong þegar hún var 10 ára gömul. Fyrirlesturinn fjallaði um hlýnun jarðar og var rauði þráður fyrirlestrarins að jöklar og ís færu hopandi á norðurslóðum. Þetta fannst Jamie óhugsandi og síðan þá dreymdi hana um að heimsækja löndin í norðri. Sá draumur rættist 19 árum síðar þegar Jamie fór í fimm vikna ferðalag til Íslands þar sem hún ferðaðist um á puttanum og tjaldaði víða …

Skráðu þig inn til að lesa

Þú færð tvær fríar áskriftargreinar í mánuði. Þú hefur síðan val um að styrkja óháða blaðamennsku með áskrift á hagstæðu verði, frá aðeins 3.990 krónum á mánuði.
Leiðbeiningar má nálgast á heimildin.is/leidbeiningar.
Kjósa
46
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • JE
    Jóhann Einarsson skrifaði
    Þarna sjáum við hvað utan að komandi systur okkar bræður geta fært okkur með nærveru sinni, nýjar og ferskar hugmyndir því auðurinn í náttúrunni okkar er svo mikill, við verðum að fagna öllum þeim sem leggja hönd á plóginn.
    7
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár