Félag Samherja kvartar yfir að missa kvóta eftir Brexit en berst gegn inngöngu í Íslands í ESB
Skýring

Fé­lag Sam­herja kvart­ar yf­ir að missa kvóta eft­ir Brex­it en berst gegn inn­göngu í Ís­lands í ESB

Fyr­ir­tæki Sam­herja í Bretlandi missti mik­inn kvóta sem það fékk frá Evr­ópu­sam­band­inu eft­ir að land­ið gekk úr því. Unn­ið hef­ur ver­ið að því að tryggja fyr­ir­tæk­inu nýj­an þorkskvóta með samn­ing­um milli Bret­lands og Nor­egs. For­stjóri fyr­ir­tæk­is Sam­herja, Jane Sand­ell, hef­ur kvart­að yf­ir því að út­gang­an úr Evr­ópu­sam­band­inu hafi kippt rekstr­ar­grund­vell­in­um und­an fyr­ir­tæk­inu. Sam­tím­is hef­ur Sam­herji bar­ist gegn inn­göngu Ís­lands í sam­band­ið með bein­um hætti af því það vill ekki missa kvóta hér til annarra rikja.
Þrjú stór útgerðarfélög hafa fjárfest fyrir milljarða í laxeldi
SkýringLaxeldi

Þrjú stór út­gerð­ar­fé­lög hafa fjár­fest fyr­ir millj­arða í lax­eldi

Síld­ar­vinnsl­an, Skinn­ey-Þinga­nes, Ís­fé­lag Vest­manna­eyja og Hólmi ehf., fyr­ir­tæki sem eig­end­ur út­gerð­ar­inn­ar Eskju eiga, hafa öll keypt hluti í hér­lend­um lax­eld­is­fyr­ir­tækj­um á liðn­um ár­um. Þetta er til­tölu­lega ný­leg þró­un þar sem út­gerð­ar­fé­lög­in ís­lensku áttu lengi vel ekki hluta­fé í þess­um fyr­ir­tækj­um.
Haraldur lagði ríkasta mann í heimi sem baðst afsökunar og bauð honum áframhaldandi vinnu
Skýring

Har­ald­ur lagði rík­asta mann í heimi sem baðst af­sök­un­ar og bauð hon­um áfram­hald­andi vinnu

Har­ald­ur Þor­leifs­son, Halli, spurði Elon Musk fyr­ir rúm­um sól­ar­hring hvort hann væri enn með vinnu hjá Twitter. Rík­asti mað­ur heims hló að hon­um, hædd­ist að fötl­un hans og ef­að­ist um vinnu­fram­lag Har­ald­ar. Allt op­in­ber­lega í tíst­um á Twitter. Har­ald­ur setti inn þráð þar sem hann lýsti áhrif­um fötl­un­ar sinn­ar á getu sína til að starfa af auð­mýkt og kall­aði eft­ir því að Musk greiddi sér það sem gerð­ir samn­ing­ar gerðu ráð fyr­ir. Næst­um 50 millj­ón manns sáu þráð­inn, er­lend­ir fjöl­miðl­ar fjöll­uðu um hann og Musk hef­ur nú beðist af­sök­un­ar.
Segir Elon Musk hafa hlegið að sér og spyr hvort hann muni ekki borga samkvæmt samningi
Skýring

Seg­ir Elon Musk hafa hleg­ið að sér og spyr hvort hann muni ekki borga sam­kvæmt samn­ingi

Har­ald­ur Þor­leifs­son seldi fyr­ir­tæk­ið sitt til Twitter fyr­ir rúm­um tveim­ur ár­um. Hann fór fram á að fá greitt sem launa­tekj­ur og greiða af þeim skatta á Ís­landi. Fyr­ir vik­ið var hann næst launa­hæsti Ís­lend­ing­ur­inn í fyrra. Hon­um hef­ur nú ver­ið sagt upp hjá Twitter og velt­ir fyr­ir sér hvort Elon Musk, einn rík­asti mað­ur í heimi, muni reyna að kom­ast und­an því að borga hon­um það sem eft­ir stend­ur af samn­ingi hans.
Karlalið í efstu deild í knattspyrnu fá 20 milljónir í réttindagreiðslur – Kvennalið fá 2,5 milljónir
Skýring

Karla­lið í efstu deild í knatt­spyrnu fá 20 millj­ón­ir í rétt­inda­greiðsl­ur – Kvenna­lið fá 2,5 millj­ón­ir

Karla­lið í efstu deild í knatt­spyrnu fengu átta sinn­um hærri rétt­inda­greiðsl­ur en kvenna­lið frá Ís­lensk­um Topp­fót­bolta fyr­ir síð­asta keppn­is­tíma­bil. Fram­kvæmda­stjóri Ís­lensks Topp­fót­bolta seg­ir mark­aðs­leg­ar ástæð­ur fyr­ir þess­um mun en að það sé al­far­ið und­ir fé­lög­un­um sjálf­um kom­ið hvernig greiðsl­unni er skipt. KSÍ seg­ir skipt­ing­una á ábyrgð Ís­lensks Topp­fót­bolta en bend­ir einnig á að fé­lög­un­um sé frjálst að haga skipt­ing­unni að vild.

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu