Veikt fólk innilokað í gluggalausu rými
VettvangurSpítalinn er sjúklingurinn

Veikt fólk inni­lok­að í glugga­lausu rými

Á þeim þrem­ur mán­uð­um sem liðn­ir eru frá því að starfs­fólk bráða­mót­tök­unn­ar sendi frá sér hjálp­arkall þar sem það sagð­ist lifa ham­far­ir hef­ur lít­ið sem ekk­ert ver­ið að­hafst til að bæta starfs­að­stæð­ur þeirra. Ef eitt­hvað er þarf það að hlaupa enn hrað­ar og mann­rétt­indi sjúk­linga eru brot­in að mati bráða­lækn­is sem fylgdi blaða­manni í gegn­um deild­ina. Að­stæð­ur á vett­vangi voru slá­andi.
Hjólahýsafólkið sem vildi kaupa brunabíl
Vettvangur

Hjóla­hýsa­fólk­ið sem vildi kaupa bruna­bíl

Við Laug­ar­vatn hafa stað­ið hjól­hýsi í marga ára­tugi. Sam­fé­lag sem ið­ar af lífi á sumr­in en leggst svo í dvala yf­ir vet­ur­inn. Hjól­hýs­in eru í mis­jöfnu ásig­komu­lagi en flest­um virð­ist vel við hald­ið og skraut­leg­ir garð­ar og stór­ir pall­ar um­lykja þau flest. Þarna hef­ur fólk kom­ið sér fyr­ir, sum­ir kom­ið ár­lega lengi en aðr­ir til­tölu­lega ný­mætt­ir. Núna í sept­em­ber verð­ur hins veg­ar skrúf­að fyr­ir vatn­ið og nær öll­um gert að vera far­in fyr­ir ára­mót.
Sómi Íslands
Vettvangur

Sómi Ís­lands

Björg­un­ar­sveitar­fólk úr björg­un­ar­sveit­inni Þor­birni í Grinda­vík hef­ur sumt hvert stað­ið sleitu­lít­ið vakt­ina frá því að eld­gos­ið hófst í Fagra­dals­fjalli. Þau hafa jafn­framt not­ið liðsinn­is hundruða koll­ega sinna sem hafa tryggt ör­yggi fólks og kom­ið hrökt­um og slös­uð­um ferða­löng­um til bjarg­ar. Allt í sjálf­boða­vinnu, án þess að skeyta um eig­in hag held­ur ein­beitt í að hjálpa sam­borg­ur­um sín­um. Það verð­ur seint of­met­ið.
„Einstakur atburður“ í sögu þjóðar
VettvangurEldgos við Fagradalsfjall

„Ein­stak­ur at­burð­ur“ í sögu þjóð­ar

Leita þarf sjö þús­und ár aft­ur í tím­ann eft­ir sam­bæri­legu eld­gosi og því sem nú stend­ur yf­ir á Reykja­nesskaga. Krist­ín Jóns­dótt­ir eld­fjalla- og jarð­skjálfta­fræð­ing­ur tel­ur lík­legt að gos­ið geti stað­ið um tals­verða hríð en ólík­legt sé að það standi ár­um sam­an. „Dá­leið­andi feg­urð sem jafn­ast ekki á við neitt sem mað­ur hef­ur séð,“ seg­ir Andri Snær Magna­son rit­höf­und­ur.
„Það er svo mikil þögn þarna úti“
VettvangurDagbók í útgöngubanni

„Það er svo mik­il þögn þarna úti“

Stjórn­völd í Banda­ríkj­un­um fóru hægt af stað með að­gerð­ir til að hefta COVID-19 far­ald­ur­inn og lands­menn virð­ast nú súpa nú seyð­ið af því, þeg­ar út­breiðsla hans virð­ist stjórn­laus. New York-ríki hef­ur hing­að til far­ið verst út úr far­aldr­in­um en til­fell­un­um fjölg­ar hins veg­ar hratt í fleiri ríkj­um, með­al ann­ars í Los Ang­eles þar sem Si­obh­an Murp­hy, rit­höf­und­ur og fram­leið­andi, býr.

Mest lesið undanfarið ár