Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 2 árum.

Tsjernóbýl brennur

„Stund­um er svo mik­il bruna­lykt á gang­in­um að manni finnst sem kvikn­að sé í hús­inu,“ skrif­ar Val­ur Gunn­ars­son frá vett­vangi í Úkraínu. Mann­lausa svæð­ið í kring­um kjarn­orku­ver­ið í Thjernó­býl er að brenna.

Fyrirsögnin að ofan hljómar eins og eitthvað frá 9. áratugnum, enda verða 34 ár liðin þann 26. apríl frá þessu mesta kjarnorkuslysi sögunnar. Fyrirsögnin er þó spánný. „Hefurðu komið til Tsjernóbýl?“ spyr stúlka mig fyrir utan matvörubúðina Lotok á neðstu hæð. „Nei, en ég finn lyktina af því,“ segi ég.

Þann 5. apríl bárust fréttir af því að 140 eldar hefðu brotist út á bannsvæðinu í kringum Tsjernóbýl rétt fyrir norðan Kyiv, höfuðborg Úkraínu. Þyrlur fljúga fyrir ofan eins og þær gerðu árið 1986, nema að í þetta sinn kasta þær niður vatni en ekki sandi, blýi, leir og bór. Okkur er sagt að geislavirkni í loftinu sé undir hættumörkum en mengun er mikil og ekki á það bætandi þegar reynt er að vernda viðkvæm lungu á tímum COVID. Sem betur fer klæðast allir grímum hvort eð er sem minnkar skaðann, enda landslög að ekki megi fara út án slíkra.

Það er alvanalegt að kvikni í hér í landi. Eldar loga víða í görðum, fólk brennir úrgang, gras og þurr laufblöð enda ekki alls staðar sem ruslabílar komast að. Bændur hafa löngum kveikt í spreki og þurru grasi hér um slóðir til að undirbúa jörðina fyrir sáningu. Þetta hefur verið afar hlýr vetur í Úkraínu, svo hlýr að varla hefur snjóað og birnirnir ekki getað lagst í híði. Því hefur þetta farið úr böndunum og svæði á stærð við 4.200 fótboltavelli staðið í björtu báli í kringum Tsjernóbýl. 100 slökkviliðsbílar voru sendir á vettvang og 1.000 slökkviliðsmenn. Ekki er á það bætandi fyrir bágan ríkiskassa sem þegar er að fást við COVID og óklárað stríð í austri. Geislavirknin hér er rétt einn fjórði af því sem hún var rétt eftir slys og því alla jafna ekki hættuleg en trén og mosin soga hana í sig og nú þyrlast hún upp og stefnir í átt til byggða. Stundum er svo mikil brunalykt á ganginum að manni finnst sem kviknað sé í húsinu en kemst svo að því að einhver hefur skilið svalirnar eftir opnar.  

Fallnar hetjur og Hildur Guðna

Þegar Tsjernóbýl-slysið átti sér stað vildi svo heppilega til fyrir Úkraínumenn að það var norðanátt. Kyiv slapp en fimmtungur ræktunarlands Hvíta-Rús varð undir og náði geislavirknin allt norður til Noregs þar sem sum héruð hafa enn ekki fyllilega jafnað sig. Í þetta sinn eru Kænugarðsbúar ekki jafn heppnir og liggur mökkurinn þykkur yfir höfuðstaðnum. 27 ára karlmaður var handtekinn, grunaður um að verða valdur að eldsvoðanum. Útskýring hans var að hann hefði gert þetta sér til gamans og samkvæmt gamalli hefð, en hann á yfir höfði sér fimm ára fangelsi.  

Það virðist eins og horfinn heimur að íslenska þjóðin fylltist stolti þegar Hildur Guðnadóttir vann öll hugsanleg verðlaun fyrir tónlist sína við Jókerinn og HBO-þættina um Tsjernóbýl-slysið. Sýndu þeir hvernig öryggispróf, sem ákveðið var að framkvæma í snatri til að ganga í augun á yfirmönnum þvert á ráðleggingar sérfræðinga, leiddu til slyssins.

Allt að 4.000 manns létust í björgunaraðgerðum. 200.000 aðrir voru fluttir á brott þegar umhverfið í kringum Tsjernóbýl var girt af. Bærinn Pripyat, þar sem margir starfsmanna bjuggu, tæmdist og átti aðeins að vera til bráðabirgða. Voru diskar skildir eftir á borðum og leikföng á gólfinu en enn hefur ekki verið hægt að snúa aftur. Ekki farnaðist öllum íbúunum vel á þeim stöðum sem þeir voru fluttir til. Eldra fólk hefur því flutt aftur á bannsvæðið og dafnar betur þar en í útlegðinni. Þótt fæðið sem það ræktar sé geislavirkt er meðallíftími þess lengri en hjá þeim sem fluttust á brott, svo mikið betur líður þeim í heimahögunum. Fólkið á bannsvæðinu hefur að mestu fengið að vera þar í friði en nú hafa þeir verið fluttir á brott undan bálinu.

Nærri TsjernóbýlLoftmynd sýnir brunarústir eftir skógareld á aflokaða svæðinu nærri Tsjernóbýl-kjarnorkuverinu. Mörg hundruð slökkviliðsmenn hafa barist við eldana.

Túristar í Tsjernóbýl

Gorbastjoff telur slysið árið 1986 hina raunverulegu ástæðu falls Sovétríkjanna. Misheppnaðar þöggunartilraunir stjórnvalda í kringum slysið höfuð þveröfug áhrif og fólk varð reiðubúnara til að gagnrýna yfirvöld. Þá misstu margir einfaldlega trú á kerfi sem átti að færa þeim framtíðina en sáu nú helstu tækniundrin bráðna fyrir augum sér. Fyrir Úkraínumönnum var slysið Moskvuvaldinu að kenna enda ákvarðanir teknar þar og fóru menn að huga að sjálfstæði sem fékkst fimm árum síðar.

Líklega verður sá harmleikur sem fylgdi Tsjernóbýl-slysinu aldrei fyllilega mældur en í seinni tíð hefur svæðið orðið vinsæll túristaáfangastaður. Það þarf sérstök skilríki til að vera hleypt inn en ferðaskrifstofur og skipulagðar kynnisferðir sjá um slíkt. Talið er óhætt að vera á svæðinu í allt að því viku og þykir mikil upplifun. Hér er hægt að sjá heiminn án manna, hvernig náttúran hægt og rólega tekur aftur yfir og mylur mannanna verk undir sig. Ég spurði úkraínska stúlku eitt sinn hvort hún hefði komið til Tsjernóbýl og hún sagðist vera frá Kharkív, þar væri nóg af tómum verksmiðjum og hún hafði enga þörf á að fara til Tsjernóbýl til að sjá slíkar. En þetta var fyrir COVID-19. Nú er allur heimurinn orðin eins og Tsjernóbýl.

Þó er slysið ekki fyrirferðarmikið í úkraínskri sögu, ólíkt til dæmis seinni heimsstyrjöld sem enn er deilt um. Vissulega eru styttur af námuverkamönnum sem létust að finna hér og þar, rétt eins og styttur af þeim Úkraínumönnum sem börðust í stríði Sovétríkjanna í Afganistan. En fáir hafa séð þættina góðu sem að mestu voru teknir í Litháen. Slysið er liðið og lítið við því að gera en þetta er þó eitthvað fyrir túrista. Segja má að þættirnir leiki svipað hlutverk fyrir Úkraínu og Game of Thrones gerðu fyrir Ísland. Tsjernóbýl eru Þingvellir Úkraínu.

Tsjernóbýl Pútíns

Sumir finna þó söguleg líkindi og velta því fyrir sér hvort COVID gæti orðið Tsjernóbýl Pútíns. Í Rússlandi var lengi lítið gert til að bregðast við smitum en nú stefnir í óefni. Ljóst er að þetta ástand kemur sér ekki vel þegar forsetinn er að reyna að tryggja völd sín með nýrri stjórnarskrá. Hafa menn á borð við Sergei Sobyanin, borgarstjóri Moskvu, verið meira áberandi en Pútín haldið ruglingslegar ræður þar sem hann vísar í frumsögu Rússa. Eitthvað svipað er upp á teningnum í Bandaríkjunum, þar sem ríkisstjóri New York virðist mörgum ábyrgðarfyllri en forsetinn.

Selenskíj Úkraínuforseti virðist höndla krísuna ágætlega enn sem komið er. Honum tókst að koma lögum í gegnum þingið sem eiga að uppræta spillingu í bankakerfinu og um leið tryggja 8 milljarða dala lán hjá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum. Þó hafa aðrir þingmenn bætt við 16.000 athugasemdum til að tefja lögin. Úkraínumenn hafa síður ráð á því en aðrir Evrópubúar að vera í sóttkví þar sem sparifé landsmanna er takmarkað og ríkisaðstoð af skornum skammti.

Á meðan heldur stríðið í austri áfram. Sprengivarpa sprakk nýlega með þeim afleiðingum að einn sérsveitarmaður lést og átta særðust. Sumir kenna hönnunargalla um. Þá hefur verið hætt við pöntun á 90.000 öryggisbúningum gegn COVID sem var byrjað að framleiða innanlands en 70.000 keyptir frá Kína í staðinn á helmingi hærra verði. Bendir þetta til þess að hinir innlendu hafa ekki þótt nógu góðir. Þá hafa grímur skort fyrir þá sem berjast við eldana og þurfa að vernda vit sín gegn reykmengun.

Vísindaskáldsögur og brennuvargar

Páskar eru viku seinna hér en á Vesturlöndum. Þegar byrjaði að rigna vikuna fyrir páska virtist borginni vera borgið og eldarnir lognuðust út af. En svo varð þurrt og það fór að blása með þeim afleiðingum að það kviknaði í á ný og logarnir breiddust hratt í suður. Kyiv varð með mengaðasta andrúmsloft í heimi, helmingi verra en næstversti staður sem er í Kína.

Mögulega átti mengunin þátt í að fólk hélst heima um páskana en óttast var að heimsóknir og kirkjusóknir myndu breiða veiruna enn fremur út, en enn hefur ekki tekist að minnka smittíðnina. 150 manns hafa dáið en nýjum smitum fjölgar um 300 á dag. Ný vindátt hefur lagað ástandið í Kyiv eftir páska en hún er þó enn með versta andrúmsloft heims. Óttast er að logarnir nái til kjarnorkuversins sjálfs, en Evrópusambandið hefur nýlega byggt kjarnorkuhelt byrgi ofan á sem er víst stærsta færanlega mannvirki í heimi. Eru því ekki miklar líkur á að kjarnakljúfurinn fari af stað en hætta á að bærinn Prypiat verði illa úti eina ferðina enn.

SkógareldurinnSkammt frá kjarnorkuverinu sem brann fyrir 34 árum.

Bannsvæðinu var lokað fyrir túristum þann 16. mars vegna COVID en leiðsögumenn höfðu áður átt í illdeilum við undarlegan hóp vísindaskáldsöguáhugamanna sem hefst við á bannsvæðinu. Sækja þeir innblástur í skáldsögu frá 1972 sem Tarkovskí gerði myndina „Stalker“ eftir. Segir hún frá geimverum sem skilja eftir dót víðs vegar um jörðina, en sú skoðun heyrist stundum að Tsjernóbýl-slysið hafi verið til að hylma yfir samskipti við geimverur. Er því nú fleygt að þessir hópur, sem kallar sig „stalkers“, eigi sök á brunanum enda hófst hann á því svæði sem þeir halda oftast til á. Aðrir hópar fara í ólöglegar veiðiferðir þar sem dýralífið á bannsvæðinu er með eindæmum villt. Hætta er á að mannlífið á hinu nánast mannlausa svæði fari fyrir lítið nú þegar allt stendur í ljósum logum. Hverjum sem um er að kenna eru allar líkur á því að brunar á borð við þessa verði stöðugt algengari með hlýnandi veðurfari. COVID tekur sinn toll en loftslagsbreytingar líka.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Nýtt efni

Hvað þýða róttækar kerfisbreytingar?
Guðrún Schmidt
Aðsent

Guðrún Schmidt

Hvað þýða rót­tæk­ar kerf­is­breyt­ing­ar?

Guð­rún Schmidt, sér­fræð­ing­ur hjá Land­vernd, skrif­ar um kerf­is­breyt­ing­ar á tím­um lofts­lags­vanda. „Breyt­ing­ar sem mann­kyn­ið, sér­stak­lega hinn vest­ræni heim­ur, þarf að fara í eru mikl­ar, rót­tæk­ar og djúp­ar,“ skrif­ar Guð­rún.
„Þetta snýst um það hvernig bæ við ætlum að skilja eftir fyrir börnin okkar“
ViðtalJarðefnaiðnaður í Ölfusi

„Þetta snýst um það hvernig bæ við ætl­um að skilja eft­ir fyr­ir börn­in okk­ar“

Þýska sements­fyr­ir­tæk­ið Heidel­berg vill byggja verk­smiðju sem er á stærð við fyr­ir­hug­að­an þjóð­ar­leik­vang inni í miðri Þor­láks­höfn. Fram­kvæmd­in er um­deild í bæn­um og styrk­veit­ing­ar þýska Heidel­bergs til fé­laga­sam­taka í bæn­um hafa vak­ið spurn­ing­ar um hvort fyr­ir­tæk­ið reyni að kaupa sér vel­vild. Bæj­ar­full­trú­inn Ása Berg­lind Hjálm­ars­dótt­ir vill ekki að Þor­láks­höfn verði að verk­smiðju­bæ þar sem mó­berg úr fjöll­um Ís­lands er hið nýja gull.
Við erum sennilega búin að tapa
Þórður Snær Júlíusson
Leiðari

Þórður Snær Júlíusson

Við er­um senni­lega bú­in að tapa

Tæki­fær­ið til að leið­rétta það rang­læti sem sjáv­ar­út­vegs­kerf­ið fel­ur í sér er lík­leg­ast far­ið. Þau sem hagn­ast mest á kerf­inu eru bú­in að vinna. Þau eru fá­veld­ið sem rík­ir yf­ir okk­ur.
Stjórnvöldum verði heimilt að afla gagna um farsæld barna við gerð mælaborðs
Fréttir

Stjórn­völd­um verði heim­ilt að afla gagna um far­sæld barna við gerð mæla­borðs

Stjórn­völd vinna að gerð mæla­borðs um far­sæld barna. Svo það verði að veru­leika tel­ur mennta- og barna­mála­ráðu­neyt­ið nauð­syn­legt að inn­leiða sér­stök lög sem heim­ila stjórn­völd­um að afla gagna um líð­an, vel­ferð og far­sæld barna.
Nota barnabætur til að vinna niður vanskil á leigu
Fréttir

Nota barna­bæt­ur til að vinna nið­ur van­skil á leigu

Rekstr­ar­töl­ur Bjargs íbúða­fé­lags benda til að fólk noti barna­bæt­ur til greiða nið­ur van­skil á leigu­greiðsl­um. Sömu töl­ur sýna að van­skil hafa auk­ist veru­lega síð­asta hálfa ár­ið. Ragn­ar Þór Ing­ólfs­son, formað­ur VR og vara­formað­ur stjórn­ar Bjargs, vill að Al­þingi setji neyð­ar­lög sem stöðvi hækk­un leigu­greiðslna.
Trans fólk mun alltaf verða til
Ugla Stefanía Kristjönudóttir Jónsdóttir
Pistill

Ugla Stefanía Kristjönudóttir Jónsdóttir

Trans fólk mun alltaf verða til

Skoð­un ein­hvers á ver­ald­ar­vefn­um um kyn mitt mun ekki koma til með að breyta neinu um hver ég er.
Útilokaður frá fótbolta í rúma níu mánuði vegna veðmála
Fréttir

Úti­lok­að­ur frá fót­bolta í rúma níu mán­uði vegna veð­mála

Fyrr­ver­andi leik­mað­ur Aft­ur­eld­ing­ar fær ekki að spila fót­bolta á kom­andi keppn­is­tíma­bili, vegna veð­mála hans á fót­bolta á síð­asta sumri. Aga- og úr­skurð­ar­nefnd KSÍ seg­ir hann hafa brot­ið gegn grund­vall­ar­reglu með veð­mál­um á leiki sem hann sjálf­ur tók þátt í.
Orðaleikur dómsmálaráðherra
Eiríkur Rögnvaldsson
Pistill

Eiríkur Rögnvaldsson

Orða­leik­ur dóms­mála­ráð­herra

Mál­fars­legi að­gerðasinn­inn og mál­fræð­ing­ur­inn Ei­ríku Rögn­valds­son velt­ir fyr­ir sér orðanotk­un og hug­tök­um í um­ræð­unni og rýn­ir í hugs­un­ina sem þau af­hjúpa.
„Mig langar að búa í íbúð með herbergi“
Viðtal

„Mig lang­ar að búa í íbúð með her­bergi“

Tveir dreng­ir hafa ver­ið á ver­gangi ásamt föð­ur sín­um í Reykja­vík frá því síð­asta sum­ar og haf­ast nú við í hjól­hýsi. Fé­lags­ráð­gjafi kom því til leið­ar að þeir fengju að vera þar áfram eft­ir að vísa átti þeim af tjald­svæð­inu í októ­ber. Ax­el Ay­ari, fað­ir drengj­anna, seg­ir lít­ið um svör hjá borg­inni varð­andi hvenær þeir kom­ist í við­un­andi hús­næði. „Þetta er ekk­ert líf fyr­ir strák­ana mína.“
Meirihluti íbúa telur stórfyrirtækið reyna að kaupa sér velvild með fjárstyrkjum
FréttirJarðefnaiðnaður í Ölfusi

Meiri­hluti íbúa tel­ur stór­fyr­ir­tæk­ið reyna að kaupa sér vel­vild með fjár­styrkj­um

Þýska sements­fyr­ir­tæk­ið ver pen­ing­um í styrk­veit­ing­ar í Ölfusi til að reyna að auka vel­vild íbúa í sinn garð í að­drag­anda bygg­ing­ar möl­un­ar­verk­smiðju í Þor­láks­höfn. Þetta er mat meiri­hluta íbúa í sveit­ar­fé­lag­inu, sam­kvæmt könn­un sem Maskína gerði fyr­ir Heim­ild­ina. Tals­mað­ur Heidel­bergs, Þor­steinn Víg­lunds­son. hef­ur lýst and­stæðri skoð­un í við­töl­um um styrk­ina og sagt að það sé af og frá að þetta vaki fyr­ir þýska fyr­ir­tæk­inu.
Rannsóknin á Íslandsbanka snýst um kaup starfsmanna hans á hlutabréfum ríkisins
GreiningSalan á Íslandsbanka

Rann­sókn­in á Ís­lands­banka snýst um kaup starfs­manna hans á hluta­bréf­um rík­is­ins

Af­ar lík­legt er að fjár­mála­eft­ir­lit Seðla­banka Ís­lands birti ít­ar­lega grein­ar­gerð eða skýrslu um rann­sókn­ina á að­komu Ís­lands­banka að út­boði hluta­bréfa rík­is­ins í hon­um í fyrra. For­dæmi er fyr­ir slíku. Það sem Ís­lands­banki hræð­ist hvað mest í rann­sókn­inni er ekki yf­ir­vof­andi fjár­sekt held­ur birt­ing nið­ur­staðna rann­sókn­ar­inn­ar þar sem at­burða­rás­in verð­ur teikn­uð upp með ít­ar­leg­um hætti.
Efling mun ekki afhenda félagatal sitt
Fréttir

Efl­ing mun ekki af­henda fé­laga­tal sitt

Efl­ing stétt­ar­fé­lag neit­ar að af­henda rík­is­sátta­semj­ara fé­laga­tal sitt og tel­ur að hann hafi eng­ar heim­ild­ir til að fá það af­hent. Með­an svo er er ekki hægt að greiða at­kvæði um miðl­un­ar­til­lögu rík­is­sátta­semj­ara í kjara­deilu Efl­ing­ar og SA. Sól­veig Anna Jóns­dótt­ir formað­ur Efl­ing­ar gagn­rýn­ir Að­al­stein Leifs­son rík­is­sátta­semj­ara harð­lega og seg­ir hann hafa kynnt full­trú­um annarra stétt­ar­fé­laga að hann hyggð­ist leggja fram miðl­un­ar­til­lögu en aldrei hafa haft sam­ráð við Efl­ingu.

Mest lesið undanfarið ár

 • Lýsir andlegu ofbeldi fyrrverandi sem hótaði að dreifa nektarmyndum
  1
  Eigin Konur#71

  Lýs­ir and­legu of­beldi fyrr­ver­andi sem hót­aði að dreifa nekt­ar­mynd­um

  Edda Pét­urs­dótt­ir grein­ir frá and­legu of­beldi í kjöl­far sam­bands­slita þar sem hún sætti stöð­ugu áreiti frá fyrr­ver­andi kær­asta sín­um. Á fyrsta ár­inu eft­ir sam­bands­slit­in bár­ust henni fjölda tölvu­pósta og smá­skila­boða frá mann­in­um þar sem hann ým­ist lof­aði hana eða rakk­aði nið­ur, krafð­ist við­ur­kenn­ing­ar á því að hún hefði ekki ver­ið heið­ar­leg í sam­band­inu og hót­aði að birta kyn­ferð­is­leg­ar mynd­ir og mynd­bönd af henni ef hún færi ekki að vilja hans. Edda ræð­ir um reynslu sína í hlað­varps­þætt­in­um Eig­in Kon­ur í um­sjón Eddu Falak og í sam­tali við Stund­ina. Hlað­varps­þætt­irn­ir Eig­in Kon­ur verða fram­veg­is birt­ir á vef Stund­ar­inn­ar og lok­að­ir þætt­ir verða opn­ir áskrif­end­um Stund­ar­inn­ar.
 • Jón Baldvin við nemanda: „Viltu hitta mig eftir næsta tíma“
  2
  Rannsókn

  Jón Bald­vin við nem­anda: „Viltu hitta mig eft­ir næsta tíma“

  Fimmtán ára stúlka í Haga­skóla hélt dag­bók vor­ið 1970 þar sem hún lýs­ir kyn­ferð­is­leg­um sam­skipt­um við Jón Bald­vin Hanni­bals­son sem þá var 31 árs gam­all kenn­ari henn­ar. Í bréfi sem hann sendi stúlk­unni seg­ist hann vilja stinga af frá öllu og liggja í kjöltu henn­ar.
 • Fylgdi móður sinni í einkaflugvél
  3
  Eigin Konur#75

  Fylgdi móð­ur sinni í einka­flug­vél

  Ragn­heið­ur er að­eins 15 ára göm­ul en hún fór með mömmu sinni til Nor­egs með einka­flug­vél að sækja bræð­ur sína. Sam­fé­lags­miðl­ar gera börn­um kleift að tjá sig op­in­ber­lega og hef­ur Ragn­heið­ur ver­ið að segja sína sögu á miðl­in­um TikT­ok. Hún tal­ar op­in­skátt um mál­ið sitt eft­ir að barna­vernd og sál­fræð­ing­ur brugð­ust henni. Hvenær leyf­um við rödd barna að heyr­ast? Í þessu við­tali seg­ir Ragn­heið­ur stutt­lega frá því sem hún er nú þeg­ar að tala um á TikT­ok og hver henn­ar upp­lif­un á ferða­lag­inu til Nor­egs var.
 • Óttaðist fyrrverandi kærasta í tæpan áratug
  4
  Fréttir

  Ótt­að­ist fyrr­ver­andi kær­asta í tæp­an ára­tug

  Edda Pét­urs­dótt­ir seg­ist í rúm níu ár hafa lif­að við stöð­ug­an ótta um að fyrr­ver­andi kær­asti henn­ar myndi láta verða af ít­rek­uð­um hót­un­um um að dreifa kyn­ferð­is­leg­um mynd­bönd­um af henni, sem hann hafi tek­ið upp án henn­ar vit­und­ar með­an þau voru enn sam­an. Mað­ur­inn sem hún seg­ir að sé þekkt­ur á Ís­landi hafi auk þess áreitt hana með stöð­ug­um tölvu­póst­send­ing­um og smá­skila­boð­um. Hún seg­ir lög­reglu hafa latt hana frá því að til­kynna mál­ið.
 • Fjölskyldan flakkaði milli hjólhýsa og hótela: Gagnrýnir að barnavernd skyldi ekki grípa fyrr inn í
  5
  Eigin Konur#82

  Fjöl­skyld­an flakk­aði milli hjól­hýsa og hót­ela: Gagn­rýn­ir að barna­vernd skyldi ekki grípa fyrr inn í

  „Ég byrj­aði alla morgna á að spyrja hvert ég ætti að koma eft­ir skóla, því mað­ur vissi aldrei hvar mað­ur myndi vera næstu nótt,“ seg­ir Guð­rún Dís sem er 19 ára. Í við­tali við Eig­in Kon­ur seg­ir hún frá upp­lif­un sinni af því að al­ast upp hjá móð­ur með áfeng­is­vanda. Hún seg­ir að líf­ið hafa breyst mjög til hins verra þeg­ar hún var 12 ára því þá hafi mamma henn­ar byrj­að að drekka. Þá hafi fjöl­skyld­an misst heim­il­ið og eft­ir það flakk­að milli hjól­hýsa og hót­ela. Guð­rún Dís vildi segja frá sinni hlið mála eft­ir að móð­ir henn­ar op­in­ber­aði sögu sína á YouTu­be. Guð­rún Dís hef­ur lok­að á öll sam­skipti við hana. Guð­rún seg­ir að þó mamma henn­ar glími við veik­indi eigi hún ekki að bera ábyrgð á henni. Hún gagn­rýn­ir starfs­fólk barna­vernd­ar fyr­ir að hafa ekki grip­ið inn í miklu fyrr. Ábyrgð­ar­mað­ur og rit­stjóri Eig­in kvenna er Edda Falak.
 • Þar sem ósýnilega fólkið býr í borginni
  6
  Viðtal

  Þar sem ósýni­lega fólk­ið býr í borg­inni

  „Þetta var ör­ugg­asti stað­ur­inn minn,“ seg­ir Alma Lind Smára­dótt­ir þeg­ar hún opn­ar inn í ruslageymslu í bíla­kjall­ara í Reykja­vík. Þarna bjó hún hluta þeirra þriggja ára sem hún þvæld­ist um göt­ur bæj­ar­ins. Borg­in sést í öðru ljósi þeg­ar hún er séð með aug­um heim­il­is­lausra, ósýni­lega fólks­ins, þeirra sem flest­ir líta fram hjá eða hrekja burt. Ít­ar­legt og einlgæt við­tal við Ölmu Lind birt­ist í 162. tölu­blaði Stund­ar­inn­ar og má lesa í heild á slóð­inni: htt­ps://stund­in.is/grein/16051/
 • Lifði af þrjú ár á götunni
  7
  Viðtal

  Lifði af þrjú ár á göt­unni

  Alma Lind Smára­dótt­ir end­aði á göt­unni eft­ir að hún missti son sinn frá sér. Þar þvæld­ist hún um í þrjú ár með sár sem náðu aldrei að gróa. Þeg­ar hún varð barns­haf­andi á ný mætti barna­vernd á fæð­ing­ar­deild­ina og fór fram á að hún myndi af­sala sér barn­inu.
 • „Hann hefur ekki beðist afsökunar“
  8
  Fréttir

  „Hann hef­ur ekki beðist af­sök­un­ar“

  Tón­list­ar­mað­ur­inn Auð­unn Lúth­ers­son, sem kall­ar sig Auð­ur, hef­ur við­ur­kennt að hafa far­ið „yf­ir mörk“ í sam­skipt­um við kon­ur. Kon­ur lýsa ágengni og meið­andi fram­komu sem hann hafi aldrei axl­að ábyrgð á.
 • Helga Sif og Gabríela Bryndís
  9
  Eigin Konur#80

  Helga Sif og Gabrí­ela Bryn­dís

  Helga Sif stíg­ur nú fram í við­tali við Eig­in kon­ur eft­ir að barns­fað­ir henn­ar birti gerð­ar­dóm í for­sjár­deilu þeirra og nafn­greindi hana og börn­in á Face­book. Helga Sif og börn­in hafa lýst and­legu og kyn­ferð­is­legu of­beldi föð­ur­ins og börn­in segj­ast hrædd við hann. Sál­fræð­ing­ar telja hann engu að síð­ur hæf­an fyr­ir dómi. Nú stend­ur til að færa 10 ára gam­alt lang­veikt barn þeirra til föð­ur­ins með lög­reglu­valdi. Gabrí­ela Bryn­dís er sál­fræð­ing­ur og einn af stofn­end­um Lífs án of­beld­is og hef­ur ver­ið Helgu til að­stoð­ar í mál­inu. Ábyrgð­ar­mað­ur og rit­stjóri Eig­in kvenna er Edda Falak.
 • Kári svarar færslu Eddu um vændiskaupanda: „Ekki verið að tala um mig“
  10
  Fréttir

  Kári svar­ar færslu Eddu um vændis­kaup­anda: „Ekki ver­ið að tala um mig“

  Kári Stef­áns­son seg­ist ekki vera mað­ur­inn sem Edda Falak vís­ar til sem vændis­kaup­anda, en seg­ist vera með tár­um yf­ir því hvernig kom­ið sé fyr­ir SÁÁ. Hann hafi ákveð­ið að hætta í stjórn sam­tak­anna vegna að­drótt­ana í sinn garð. Edda seg­ist hafa svar­að SÁÁ í hálf­kær­ingi, enda skuldi hún eng­um svör.