Besti vinur verktakanna
Úttekt

Besti vin­ur verk­tak­anna

Jón Gunn­ars­son sam­göngu­ráð­herra beit­ir að­ferð­um jarð­ýt­unn­ar til að ná sínu fram. Hann naut styrkja frá verk­taka­fyr­ir­tækj­um, er mesti bar­áttu­mað­ur stór­iðju og stór­fram­kvæmda og er einn nán­asti sam­herji Bjarna Bene­dikts­son­ar for­sæt­is­ráð­herra. Nú vill hann setja vega­fram­kvæmd­ir í hend­ur einka­að­ila og rukka tolla á veg­um við höf­uð­borg­ina.
Bílaþjóðin
Úttekt

Bíla­þjóð­in

Ís­lend­ing­ar eyddu rúm­lega 440 millj­ón­um á hverj­um degi á síð­asta ári í einka­bíl­inn, og þá eru eldsneytis­kaup ekki tal­in með. Gam­alt borg­ar­skipu­lag neyð­ir okk­ur til að eiga bíl, jafn­vel tvo, ólíkt íbú­um á Norð­ur­lönd­un­um, en sam­kvæmt neyslu­við­miði stjórn­valda er gert ráð fyr­ir að fjög­urra manna fjöl­skylda á höf­uð­borg­ar­svæð­inu eyði 1,44 millj­ón­um á ári í einka­bíl­inn.
„Þetta er engin framtíð“
Úttekt

„Þetta er eng­in fram­tíð“

Christ­ina Atten­sper­ger fær ein­ung­is 44 pró­sent af full­um ör­orku­líf­eyri þrátt fyr­ir að hafa bú­ið á Ís­landi frá því hún var 25 ára göm­ul. Alls búa 1.719 líf­eyr­is­þeg­ar við bú­setu­skerð­ing­ar á Ís­landi og þar af eru 884 sem fá eng­ar greiðsl­ur frá öðru ríki. Fé­lags- og jafn­rétt­is­mála­ráð­herra seg­ir ekki nauð­syn­legt að gera grund­vall­ar­breyt­ing­ar á al­manna­trygg­inga­kerf­inu og seg­ir að horfa þurfi á fleiri þætti í vel­ferð­ar­kerf­inu okk­ar, svo sem fjár­hags­að­stoð sveit­ar­fé­laga. Sú að­stoð er hins veg­ar ein­ung­is hugs­uð til skamms tíma, ólíkt ör­orku­líf­eyri.
Græða á því að rukka fólk ólöglega fyrir að sjá náttúruperlur
Úttekt

Græða á því að rukka fólk ólög­lega fyr­ir að sjá nátt­úruperl­ur

Þrír land­eig­end­ur svæða á nátt­úru­m­inja­skrá rukka fyr­ir að­gang án heim­ild­ar rík­is­ins eða Um­hverf­is­stofn­un­ar, sem er á skjön við nátt­úru­vernd­ar­lög. Stefna rík­is­stjórn­ar­inn­ar er að hefja svo­kall­aða „skyn­sam­lega gjald­töku“ á ferða­mönn­um og bú­ist er við frum­varpi frá um­hverf­is­ráð­herra fyr­ir haust­þing í þeim til­gangi, en þang­að til er lög­mæti gjald­töku óviss.
Friðlýst náttúra óvarin fyrir niðurníðslu
ÚttektFerðaþjónusta

Frið­lýst nátt­úra óvar­in fyr­ir nið­ur­níðslu

Um 70 til 80 frið­lýst nátt­úru­svæði eru óvar­in af land­vörð­um vegna áherslu yf­ir­valda. Land­vörð­um hef­ur ekki fjölg­að nánd­ar nærri jafn­mik­ið og er­lend­um ferða­mönn­um og segja sér­fræð­ing­ar hjá Um­hverf­is­stofn­un að frið­lýst svæði liggi und­ir skemmd­um vegna ágangs. Björt Ólafs­dótt­ir um­hverf­is­ráð­herra seg­ir að land­vörð­um verði fjölg­að.
Öryrkjar fara ekki lengur til tannlæknis
Úttekt

Ör­yrkj­ar fara ekki leng­ur til tann­lækn­is

Tann­lækn­ar segja að ófremd­ar­ástand ríki á að­gengi aldr­aðra og ör­yrkja að þjón­ustu þeirra. Þess­ir hóp­ar búa við fá­tækt­ar­mörk, en þótt lög geri ráð fyr­ir 75% end­ur­greiðslu frá rík­inu hef­ur það ekki ver­ið raun­in í þrett­án ár. Fá­tækt fólk sæk­ir mun sjaldn­ar tann­lækna­þjón­ustu á Ís­landi en í ná­granna­lönd­um okk­ar. Einn við­mæl­andi Stund­ar­inn­ar geng­ur með fjór­tán ára gaml­an bráða­birgða­góm því hann hef­ur ekki efni á var­an­legri lausn.
Björn Ingi fékk kúlulán meðfram lundafléttu
Úttekt

Björn Ingi fékk kúlu­lán með­fram lundafléttu

Björn Ingi Hrafns­son var um­svifa­mik­ill í ís­lensku við­skipta­lífi á með­an hann starf­aði sem ná­inn sam­starfs­mað­ur Hall­dórs Ás­gríms­son­ar for­sæt­is­ráð­herra, sem stjórn­mála­mað­ur í borg­inni og síð­ar blaða­mað­ur hjá 365 miðl­um. Það sem ein­kenn­ir fjár­hags­leg­ar fyr­ir­greiðsl­ur til Björns Inga á þessu tíma­bili er að alltaf eru að­il­ar tengd­ir Kaupþingi hand­an við horn­ið.
Íslendingar eru hinir verstu umhverfissóðar
ÚttektLoftslagsbreytingar

Ís­lend­ing­ar eru hinir verstu um­hverf­is­sóð­ar

Ís­lensk stjórn­völd hafa aldrei sett lofts­lags­mál­in í for­gang þrátt fyr­ir al­þjóð­legt ákall um að bregð­ast hratt við hlýn­un jarð­ar. Metn­að­ar­full­um að­gerðaráætl­un­um hef­ur ekki fylgt fjár­magn, upp­bygg­ing í stór­iðju held­ur áfram og að öllu óbreyttu mun­um við ekki standa við al­þjóð­leg­ar skuld­bind­ing­ar. Los­un gróð­ur­húsaloft­teg­unda á hvern íbúa á Ís­landi er þre­falt með­al­tal íbúa á heimsvísu og nær tvö­falt meiri en á hvern íbúa í Evr­ópu.
Stjórnmálamenn hækka laun sín langt umfram almenning
ÚttektKjaramál

Stjórn­mála­menn hækka laun sín langt um­fram al­menn­ing

Á sama tíma og þing­menn hafa hækk­að langt um­fram al­menn­ing í laun­um fara þeir fram á að al­menn­ing­ur stilli kröf­um sín­um um kjara­bæt­ur í hóf. Bene­dikt Jó­hann­es­son fjár­mála­ráð­herra sagði að laun þing­manna hefðu ver­ið „leið­rétt“ með gríð­ar­legri hækk­un þeirra, en þeir hafa hækk­að um 26,7 pró­sentu­stig­um meira en al­menn­ing­ur á tíu ár­um. Sátt á vinnu­mark­aði er eitt af fjór­um meg­in hag­stjórn­ar­mark­mið­um rík­is­stjórn­ar­inn­ar.
Konungar verkalýðsins
Úttekt

Kon­ung­ar verka­lýðs­ins

Laun formanna verka­lýðs­fé­lag­anna hafa í mörg­um til­vik­um hækk­að langt um­fram með­al­laun. Nýr formað­ur VR vill að for­seti ASÍ segi af sér. Laun for­seta ASÍ hafa hækk­að langt um­fram með­al­laun frá alda­mót­um. Formað­ur VR hót­ar að „boða til frek­ari bylt­inga inn­an verka­lýðs­hreyf­ing­ar­inn­ar“ ef ekki verð­ur hlustað á fólk. Stund­in spurði for­menn þrjá­tíu verka­lýðs­fé­laga um laun þeirra og hlunn­indi.

Mest lesið undanfarið ár