Þegar hungur er eina vopnið
ÚttektFlóttamenn

Þeg­ar hung­ur er eina vopn­ið

Ramaz­an Fay­ari seg­ist held­ur vilja deyja á Ís­landi, en að vera send­ur aft­ur til Af­gan­ist­an þar sem þjóð­ar­brot hans sæt­ir of­sókn­um og árás­um. Hann hef­ur nú ver­ið í hung­ur­verk­falli í mán­uð. Ís­land held­ur áfram að beita Dyfl­inn­ar­reglu­gerð­inni þrátt fyr­ir að fyr­ir liggi að evr­ópsk stjórn­völd hygg­ist áfram­senda við­kom­andi til Af­gan­ist­an þar sem stríðs­átök hafa færst í auk­ana und­an­far­in ár.
„Lífið gengur út á að reyna að lifa af“
ÚttektLífið í Venesúela

„Líf­ið geng­ur út á að reyna að lifa af“

Átök­in á milli rík­is­stjórn­ar­inn­ar í Venesúela og and­stæð­inga henn­ar hafa ver­ið frétta­efni í meira en þrjú ár. Ástand­ið í land­inu er væg­ast sagt slæmt og býr meiri­hluta lands­manna við hung­ur­mörk. Ingi F. Vil­hjálms­son, blaða­mað­ur Stund­ar­inn­ar, bjó í Venesúela sem skipt­inemi á ár­un­um 1998 og 1999 þeg­ar Hugo Chavez tók við völd­um í land­inu. Hann ræð­ir hér við með­limi fjöl­skyld­unn­ar sem hann bjó hjá í Venesúela, „mömmu“ sína Blöncu og „bróð­ur“ sinn Roy.
Fall íslenskra fjölmiðla og hjálpin frá hagsmunaaðilum
ÚttektFjölmiðlamál

Fall ís­lenskra fjöl­miðla og hjálp­in frá hags­muna­að­il­um

Erfitt rekstr­ar­um­hverfi fjöl­miðla ger­ir það að verk­um að til þess að halda úti fjöl­mennri rit­stjórn þurfa fjöl­miðl­ar að reiða sig á fjár­sterka að­ila til að nið­ur­greiða ta­prekst­ur fé­lags­ins. Ís­lensk stjórn­völd hafa ekki sýnt vilja til að styrkja sjálf­stæða blaða­mennsku, þrátt fyr­ir að for­sæt­is­ráð­herra hafi sagt fjöl­miðla lít­ið ann­að en skel vegna mann­eklu og fjár­skorts. Nefnd um rekstr­ar­um­hverfi einka­rek­inna fjöl­miðla hef­ur enn ekki skil­að inn til­lög­um til ráð­herra.
Sveitarstjórnarmenn taka sér gríðarlega launahækkun
ÚttektSveitastjórnarmál

Sveit­ar­stjórn­ar­menn taka sér gríð­ar­lega launa­hækk­un

Á sama tíma og sam­komu­lag hef­ur ver­ið í gildi um tak­mörk­un á launa­hækk­un­um al­menn­ings hafa sveit­ar­stjórn­ar­menn feng­ið gríð­ar­leg­ar launa­hækk­an­ir, þrátt fyr­ir yf­ir­lýs­ing­ar margra þeirra um að þeir tækju ekki sömu hækk­an­ir og þing­menn fengu á kjör­dag. Laun bæj­ar­full­trúa í Kópa­vogi og á Ak­ur­eyri hækk­uðu til dæm­is um rúm­lega 80 pró­sent.
Afturför Tyrklands
ÚttektValdaránið í Tyrklandi

Aft­ur­för Tyrk­lands

Recep Tayyip Er­doğ­an Tyrk­lands­for­seti og fylg­is­menn hans eru að um­turna Tyrklandi fyr­ir opn­um tjöld­um. Þús­und­ir dóm­ara og op­in­berra starfs­manna hafa ver­ið rekn­ir úr störf­um sín­um sak­að­ir um óljós tengsl við and­stæð­inga for­set­ans. Þá hafa hátt í þús­und blaða­menn ver­ið sótt­ir til saka fyr­ir skrif sín. For­set­inn íhug­ar að taka upp dauðarefs­ing­ar að nýju. Íbú­ar Ist­an­búl reyna að fóta sig í ólík­um heimi nú þeg­ar ár er lið­ið frá vald­aránstilraun­inni. Jón Bjarki Magnús­son heim­sótti borg­ina í byrj­un júní.
Formaðurinn skuldar yfir 20 milljónir í opinber gjöld
ÚttektNeytendamál

Formað­ur­inn skuld­ar yf­ir 20 millj­ón­ir í op­in­ber gjöld

Stjórn­ar­tíð Ól­afs Arn­ar­son­ar hjá Neyt­enda­sam­tök­un­um hef­ur ein­kennst af úlfúð og erj­um á milli stjórn­ar­inn­ar og for­manns­ins. Ólaf­ur hef­ur sagt af sér sem formað­ur, en boð­ar mögu­lega end­ur­komu og kenn­ir stjórn sam­tak­anna um hvernig fór. Stjórn­in hef­ur gagn­rýnt hann fyr­ir að koma fjár­hag sam­tak­anna í hættu. Sjálf­ur skuld­ar Ólaf­ur yf­ir tutt­ugu millj­ón­ir króna í skatta.
Tók soninn af lyfjum þrátt fyrir fyrirmæli lækna
Úttekt

Tók son­inn af lyfj­um þrátt fyr­ir fyr­ir­mæli lækna

„Barn­ið var stút­fullt af lyfj­um sem virt­ust ekki hafa nein áhrif,“ út­skýr­ir Ingi­gerð­ur Stella Loga­dótt­ir sem fékk nóg og ákvað að leeita annarra leiða. Ís­lend­ing­ar eru heims­meist­ar­ar í notk­un ADHD-lyfja og er lyfja­gjöf til ADHD-sjúk­linga á Ís­landi mjög frá­brugð­in því sem þekk­ist með­al hinna Norð­ur­land­anna. Á sama tíma og ávís­un­um of­virkn­is­lyfja fjölg­ar eykst svefn­lyfja­notk­un barna.
„Það er nóg lagt á aumingja manninn“
ÚttektKynferðisbrot

„Það er nóg lagt á aum­ingja mann­inn“

Ró­bert Árni Hreið­ars­son, nú Robert Dow­ney, var þol­in­móð­ur, ein­beitt­ur og út­smog­inn þeg­ar hann tældi til sín að minnsta kosti fimm ung­lings­stúlk­ur. Ró­bert hef­ur aldrei við­ur­kennt brot sín og nú vill eng­inn bera ábyrgð á að hafa veitt hon­um „óflekk­að mann­orð“. Jón Stein­ar Gunn­laugs­son, lög­mað­ur hans, tel­ur að hann verð­skuldi ann­að tæki­færi og óflekk­að mann­orð.
Flóttinn aftur til Sýrlands
ÚttektFlóttamenn

Flótt­inn aft­ur til Sýr­lands

Fjöldi fólks sem flúði við­var­andi stríðs­ástand í Sýr­landi gefst upp á von­inni um betra líf í Evr­ópu og legg­ur líf sitt aft­ur í hættu til að kom­ast heim. Þór­unn Ólafs­dótt­ir ræddi við fólk sem sneri aft­ur í að­stæð­ur sem eru svo óhugn­an­leg­ar að tal­ið er að um 13 millj­ón­ir þurfa á neyð­ar­að­stoð í land­inu. „Hér héld­um við að við yrð­um ör­ugg og fengj­um hjálp. Að­stæð­urn­ar sem við bú­um við eru það versta sem við höf­um séð og við höf­um ekki leng­ur von um að þær lag­ist. Frek­ar tök­um við áhætt­una,“ sagði barna­fjöl­skylda.

Mest lesið undanfarið ár