Leigufélagið Alma stærir sig af samfélagslegri ábyrgð og segir ávinning hluthafa og almennings fara saman
GreiningLeigufélagið Alma

Leigu­fé­lag­ið Alma stær­ir sig af sam­fé­lags­legri ábyrgð og seg­ir ávinn­ing hlut­hafa og al­menn­ings fara sam­an

Í nýj­um árs­reikn­ingi Leigu­fé­lags­ins Ölmu svar­ar fé­lag­ið fyr­ir leigu­verðs­hækk­an­ir sín­ar. Fé­lag­ið und­ir­strik­ar að það sé sam­fé­lags­lega ábyrgt og rök­styð­ur að hækk­an­ir leigu­verðs séu stund­um bæði eðli­leg­ar og óhjá­kvæmi­leg­ar. Fé­lag­ið hef­ur ver­ið harð­lega gagn­rýnt fyr­ir ok­ur.
Vaxtakostnaður ríkissjóðs Íslands einn sá hæsti í Evrópu
Greining

Vaxta­kostn­að­ur rík­is­sjóðs Ís­lands einn sá hæsti í Evr­ópu

Ís­lenska rík­ið hef­ur safn­að um­tals­verð­um skuld­um á síð­ustu ár­um, enda ver­ið rek­ið í mörg hundruð millj­arða króna halla. Í ár er reikn­að með að vaxta­gjöld verði næst­um 95 millj­arð­ar króna. Ís­land er á pari við Ítal­íu, sem er ekki þekkt fyr­ir burð­ug op­in­ber fjár­mál, þeg­ar kem­ur að vaxta­kostn­aði sem hlut­fall af lands­fram­leiðslu.
Vextir aldrei verið hærri, greiðslubyrði hefur stökkbreyst og staða heimila versnar hratt
Greining

Vext­ir aldrei ver­ið hærri, greiðslu­byrði hef­ur stökk­breyst og staða heim­ila versn­ar hratt

All­ir helstu lán­veit­end­ur hafa hækk­að óver­tryggða vexti sína í kjöl­far nýj­ustu stýri­vaxt­ar­hækk­un Seðla­banka Ís­lands. Greiðslu­byrði slíkra lána hef­ur hækk­að um 42 pró­sent frá því í maí í fyrra. Á sama tíma hef­ur hlut­fall þeirra heim­ila sem ná ekki end­um sam­an far­ið úr tíu í 18 pró­sent.
Geðlæknir kallar eftir aðgerðum: „Þetta er hópur sem getur ekki beðið“
GreiningFæðingarþunglyndi

Geð­lækn­ir kall­ar eft­ir að­gerð­um: „Þetta er hóp­ur sem get­ur ekki beð­ið“

Kon­ur sem eru hluti af kerf­inu, ljós­móð­ir, geð­lækn­ir og sál­ar­með­ferð­ar­fræð­ing­ur, lýsa því hvað mætti bet­ur fara í þjón­ustu við kon­ur á með­göngu, við fæð­ingu og á sæng­ur­legu. Að þeirra mati ætti öll þjón­usta að vera áfallamið­uð, þar sem það get­ur hjálp­að kon­um veru­lega og skað­ar eng­an. Úr­ræða­leys­ið er hættu­legt.
Sýn bendir á að True Detective fái 3,6 milljarða króna úr ríkissjóði
Greining

Sýn bend­ir á að True Detecti­ve fái 3,6 millj­arða króna úr rík­is­sjóði

Í árs­reikn­ingi Sýn­ar seg­ir að hækk­un á end­ur­greiðsl­um vegna fram­­­leiðslu­­­kostn­að­ar kvik­­­mynda­fram­­­leið­enda í 35 pró­­­sent fyr­ir stærri verk­efni komi í veg fyr­ir að Stöð 2 geti sótt með bein­um hætti um end­ur­greiðsl­ur í kvik­mynda­sjóði vegna eig­in fram­leiðslu á sjón­varps­efni. Sýn ætl­ar að greiða 300 millj­ón­ir króna í arð, eft­ir að hafa feng­ið 67 millj­ón­ir króna í fjöl­miðla­styrk.
Bókfærð mánaðarlaun forstjóra SKEL næstum 19 milljónir ofan á kauprétt upp á milljarð
Greining

Bók­færð mán­að­ar­laun for­stjóra SKEL næst­um 19 millj­ón­ir of­an á kauprétt upp á millj­arð

For­stjóri SKEL fékk á ann­að hundrað millj­ón­ir króna í fyrra vegna „keyptra starfs­rétt­inda“of­an á hefð­bund­in laun. Hann fékk auk þess kauprétt­ar­samn­ing sem met­inn er á yf­ir einn millj­arð króna. Olíu­bíl­stjór­ar hjá dótt­ur­fé­lagi SKEL eru í verk­falli og krefjast kjara­bóta. Það tek­ur þá næst­um fjög­ur ár að vinna sér inn mán­að­ar­laun for­stjór­ans á grunn­laun­um sín­um.
Félag Þorsteins Más orðið að skel utan um 30 milljarða lán til barna hans
GreiningSamherjaskjölin

Fé­lag Þor­steins Más orð­ið að skel ut­an um 30 millj­arða lán til barna hans

Eign­ar­halds­fé­lag Þor­steins Más Bald­vins­son­ar og fyrr­ver­andi eig­in­konu hans Helgu S. Guð­munds­dótt­ir á ekki leng­ur nein­ar fyr­ir­tækja­eign­ir að ráði. Fé­lag­ið hef­ur á síð­ustu ár­um, í kjöl­far Sam­herja­máls­ins, los­að sig við hluta­bréf í ís­lenska út­gerð­ar­fé­lag­inu Sam­herja hf, í út­gerð­um er­lend­is og í Eim­skip­um. Í dag er fé­lag­ið ekk­ert ann­að en kennitala ut­an um selj­endalán vegna sölu á 44 pró­senta hlut í Sam­herja.
Þrír bankar sem högnuðust um 66,9 milljarða króna í fyrra
Greining

Þrír bank­ar sem högn­uð­ust um 66,9 millj­arða króna í fyrra

Hagn­að­ur stærstu banka lands­ins dróst sam­an í fyrra en vaxta­tekj­ur þeirra uxu um 24 pró­sent milli ára í um­hverfi sí­hækk­andi stýri­vaxta og verð­bólgu. Seðla­bank­inn er bú­inn að biðja þá um að halda að sér hönd­um í að skila pen­ing­um til hlut­hafa á næst­unni. Heim­ild­in tók sam­an tíu stað­reynd­ir um upp­gjör Lands­bank­ans, Ari­on banka og Ís­lands­banka.
Rannsóknin á Íslandsbanka snýst um kaup starfsmanna hans á hlutabréfum ríkisins
GreiningSalan á Íslandsbanka

Rann­sókn­in á Ís­lands­banka snýst um kaup starfs­manna hans á hluta­bréf­um rík­is­ins

Af­ar lík­legt er að fjár­mála­eft­ir­lit Seðla­banka Ís­lands birti ít­ar­lega grein­ar­gerð eða skýrslu um rann­sókn­ina á að­komu Ís­lands­banka að út­boði hluta­bréfa rík­is­ins í hon­um í fyrra. For­dæmi er fyr­ir slíku. Það sem Ís­lands­banki hræð­ist hvað mest í rann­sókn­inni er ekki yf­ir­vof­andi fjár­sekt held­ur birt­ing nið­ur­staðna rann­sókn­ar­inn­ar þar sem at­burða­rás­in verð­ur teikn­uð upp með ít­ar­leg­um hætti.
Þúsund verðtryggðir leigusamningar skila Ölmu 230 milljónum á mánuði
GreiningLeigufélagið Alma

Þús­und verð­tryggð­ir leigu­samn­ing­ar skila Ölmu 230 millj­ón­um á mán­uði

Leigu­fé­lag­ið Alma hef­ur um eitt þús­und heim­ili til út­leigu til ein­stak­linga. Íbúð­irn­ar eru að­al­lega stað­sett­ar á höf­uð­borg­ar­svæð­inu og á Suð­ur­nesj­um; um 800 íbúð­ir. Í hverj­um mán­uði tikka 220 millj­ón­ir inn í kass­ann vegna þess­ara íbúða, auk þess sem virði þeirra hef­ur vax­ið veru­lega á síð­ustu ár­um. Nær all­ir samn­ing­ar Ölmu við ein­stak­linga eru verð­tryggð­ir.
Samherji þarf að borga skatt vegna aflandsfélags sem útgerðin sór af sér
GreiningSamherjaskjölin

Sam­herji þarf að borga skatt vegna af­l­ands­fé­lags sem út­gerð­in sór af sér

Út­gerð­ar­fé­lag­ið Sam­herji þarf að borga skatta á Ís­landi vegna launa­greiðslna til ís­lenskra starfs­manna sinna er­lend­is sem fengu greidd laun frá skatta­skjóls­fé­lag­inu Cape Cod FS. Sam­herji reyndi ít­rek­að að hafna tengsl­um sín­um við Cape Cod FS og sagði fjöl­miðla ill­gjarna. Nið­ur­staða sam­komu­lags Skatts­ins við Sam­herja sýn­ir hins veg­ar að skýr­ing­ar Sam­herja á tengsl­um sín­um við fé­lag­ið voru rang­ar.
„Áhrifa vaxtahækkana á heimilin mun gæta af vaxandi þunga á árinu“
Greining

„Áhrifa vaxta­hækk­ana á heim­il­in mun gæta af vax­andi þunga á ár­inu“

Í grein­ingu sem fjár­mála- og efna­hags­ráðu­neyt­ið hef­ur unn­ið seg­ir að kaup­mátt­ur ráð­stöf­un­ar­tekna muni aukast á ár­inu 2023 og að þær verði að 590 þús­und krón­ur á mán­uði hjá með­al­ein­stak­lingi. Þar er hins vega ekki tek­ið til­lit til vaxta­kostn­að­ar sem ráðu­neyt­ið seg­ir að muni hafa mik­il áhrif á buddu heim­ila á ár­inu. Um­samd­ar launa­hækk­an­ir geti leitt til um 0,5 pró­sent meiri verð­bólgu en Seðla­bank­inn hef­ur reikn­að með og ráðu­neyt­ið seg­ir að hætt sé við því að efna­hags­leg­ur óstöð­ug­leiki auk­ist.

Mest lesið undanfarið ár