Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Greiðslubyrði af óverðtryggðum lánum hefur tvöfaldast á tveimur árum

Greiðslu­byrði af óverð­tryggðu 50 millj­ón króna láni á breyti­leg­um vöxt­um nálg­ast nú 400 þús­und krón­ur á mán­uði. Um fjórð­ung­ur allra lána eru óverð­tryggð og fast­ir óverð­tryggð­ir vext­ir þús­unda heim­ila losna í ár.

Greiðslubyrði af óverðtryggðum lánum hefur tvöfaldast á tveimur árum
Húsnæði Íbúðaverð hækkaði gríðarlega á síðustu árum, og lántaka jókst mikið samhliða. Afborganir þeirra lána hafa hækkað mikið. Mynd: Stundin / Davíð Þór

Vaxtagjaldahækkanirnar leggjast þyngst á þau heimili sem eru með óverðtryggð lán á breytilegum vöxtum. Samkvæmt útreikningum sem settir eru fram í mánaðarskýrslu Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar (HMS), sem birt verður í dag, munu lægstu óverðtryggðu vextir bankanna verða á bilinu 9 til 9,34 prósent ef þeir hækka í sama takti og Seðlabankinn hækkaði stýrivexti. 

Gangi það eftir munu mánaðarleg greiðsla af 40 milljóna króna óverðtryggðu láni á breytilegum vöxtum verða 304.800 krónur á mánuði að meðaltali hjá þeim sem taka lán hjá viðskiptabönkunum þremur. Greiðsla af slíku láni hefur þá hækkað um 153.900 krónur, eða rúmlega tvöfaldast, frá því í apríl 2021, þegar stýrivextir voru 0,75 prósent og íbúðalánavextir lægri en nokkru sinni fyrr. Stýrivextir eru nú 7,5 prósent, og hafa verið hækkaðir tólf sinnum í röð. Það hefur verið gert til að reyna að ná tökum á verðbólgu, sem mælist 10,2 prósent og hefur ekki verið meiri í 14 ár.

Greiðsla af 50 milljón króna óverðtryggðu láni á breytilegum vöxtum verður 381.250 þúsund krónur að meðaltali á mánuði. Hún hefur þá hækkað um 192.625 krónur frá því í apríl 2021, og sömuleiðis rúmlega tvöfaldast.

Þeir sem ráða ekki við þessa greiðslubyrði hafa þann kost að taka frekar verðtryggð lán. Þá þarf að sætta sig við að verðbætur vegna verðbólgu leggist ofan á höfuðstól lánsins. Greiðsla af slíkum 50 milljón króna lánum til 25 ára hafa einungis hækkað um tæplega níu þúsund krónur á mánuði síðan í apríl 2021.

Um 30 prósent eiga heimili sitt skuldlaust

Um fjórðungur allra íbúðalána eru óverðtryggð á breytilegum vöxtum. Auk þess er stór hluti heimila með fasta óverðtryggða vexti til þriggja eða fimm ára, með lán upp á 707 milljarða króna. Af þeim stabba eru lán upp á næstum 600 milljarða króna, sem hafa verið á föstum vöxtum, að losna á næstu þremur árum. Þar af rennur binditími lána upp á 74 milljarða króna út á þessu ári. Þar er um að ræða lán 4.451 heimila.

Samkvæmt nýjasta riti Fjármálastöðugleika, sem Seðlabanki Íslands gefur út, voru um tólf prósent heimila landsins með greiðslubyrði yfir 260.000 krónum í janúar. Um 30 prósent heimila á Íslandi skulduðu lítið í húsnæði sínu og voru með greiðslubyrði undir 100 þúsund krónum á mánuði. Þá eiga um 30 prósent heimila landsins húsnæði sitt skuldlaust. 

Síðan í janúar hafa stýrivextir verið hækkaðir tvívegis, samtals um 1,75 prósentustig, Því má búast við að fjölgað hafi í þeim hópi sem greiðir yfir 260 þúsund krónur mánaðarlega fyrir húsnæði. 

Kaupmáttur dróst saman þrjá ársfjórðunga í röð

Samkvæmt nýlega birtum tölum Hagstofu Íslands dróst kaupmáttur ráðstöfunartekna íslenskra heimila saman á síðasta ári um 1,7 prósent. Það er í fyrsta sinn síðan 2012 sem hann dregst saman innan árs, en þá var samdrátturinn mun minni eða 0,3 prósent. Það þarf að leita aftur til ársins 2010 til að finna meiri samdrátt í kaupmætti ráðstöfunartekna heimila en var í fyrra. Það ár var hann heil 12,1 prósent. 

Alls hefur kaupmáttur ráðstöfunartekna nú dregist saman þrjá ársfjórðunga í röð. Það hefur ekki gerst á Íslandi síðan um í lok árs 2012 og byrjun árs 2013. 

Ráð­stöf­un­ar­tekjur eru þeir pen­ingar sem standa eftir þegar búið er að draga skatta og önnur gjöld frá launum við­kom­andi og kaup­máttur þeirra lýsir því hvað hver getur keypt fyrir þær tekj­ur. Þegar kaup­mátt­ur­inn dregst saman þá getur við­kom­andi keypt minna fyrir krón­urnar sem hann hefur til ráð­stöf­unar í hverjum mán­uð­i. 

Fimm ára áætlun kynnt í vikunni

Ríkisstjórnin mun kynna fimm ára fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar í þessari viku. Upphaflega átti að kynna hana í dag en því var frestað að minnsta kosti til morguns, þriðjudags. Ráðamenn greindu frá því um helgina að í áætluninni verði bæði að finna aðhald í rekstri hins opinbera og aukna tekjuöflun, sem á mannamáli þýðir skattahækkun. Samkvæmt upplýsingum Heimildarinnar verður meðal annars lögð á tímabundin hækkun á skatta fyrirtækja sem skilað hafa góðum hagnaði undanfarið. Auk þess er stefnt að því að útfærsla á nýjum umferðargjöldum verði að finna í áætluninni. 

Þegar fjárlög voru afgreidd seint á síðasta ári var reiknað með 120 milljarða króna halla, sem var umtalsvert meiri halli en gert hafði verið ráð fyrir í fjárlagafrumvarpinu þegar það var lagt fram í september 2022. Þá var hallinn áætlaður 89 milljarðar króna.

Í nýlega birtu áhættumati vegna framkvæmdar fjárlaga yfirstandandi árs boðaði Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, að gjöld vegna vaxtakostnaðar verði 27 milljörðum krónum hærri en gert var ráð fyrir og að kostnaður við ýmsa ríkisaðila muni kosta 12,2 milljörðum krónum meira en áætlað var. Því liggur fyrir að gjaldahlið ríkisfjármála hefur verið að vaxa. Auknar tekjur munu hins vegar leiða til þess, samkvæmt upplýsingum Heimildarinnar, að hallinn verði mun minni en áður var áætlað.

Kjósa
1
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

„Mér hefur ekki verið nauðgað“
1
Fréttir

„Mér hef­ur ekki ver­ið nauðg­að“

„... þó að fjór­ar rík­is­stjórn­ir hafi geng­ið úr skugga um að flokka, bæla nið­ur og jafn­vel þurrka út eig­in­lega öll mest af­ger­andi sönn­un­ar­gögn­in tókst þeim ekki að halda lok­inu á sam­ráði og mis­ferli sínu,“ skrif­ar pró­fess­or Nils Melzer sem rann­sak­aði mál Ju­li­an Assange sem sér­stak­ur skýrslu­gjafi fyr­ir Sam­ein­uðu þjóð­irn­ar. Skýrsl­an kom út sem bók.
Halla Tómasdóttir
10
Aðsent

Halla Tómasdóttir

Með mennsk­una að leið­ar­ljósi

„Ég hvet ís­lensk fyr­ir­tæki til að velta fyr­ir sér hvernig þau geti lagst á ár­ar um að gefa fólki til­gang og tæki­færi, þeim og sam­fé­lag­inu til góðs,“ skrif­ar Halla Tóm­as­dótt­ir, for­setafram­bjóð­andi. Hún skrif­ar stutt­lega um sögu Hamdi Ulukaya sem er tyrk­nesk­ur smali sem flúði til Banda­ríkj­anna til að læra ensku. Hann stofn­aði stór fyr­ir­tæk­ið Chobani sem er í dag stærsti fram­leið­andi grísks jóg­úrts í Banda­ríkj­un­um og hvernig hann. Þar ræð­ur hann helst inn inn­flytj­end­ur og flótta­fólk til vinnu.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Rúlletta Róberts og vitnisburðir starfsfólks: „Þetta er bara rosalega mikið álag“
1
ÚttektRóbert Wessman, Alvogen og Alvotech

Rúll­etta Ró­berts og vitn­is­burð­ir starfs­fólks: „Þetta er bara rosa­lega mik­ið álag“

Starfs­menn Al­votech lýsa vinnu­álag­inu sem ómann­eskju­legu og hafa leit­að til stétt­ar­fé­laga út af ógreiddri yf­ir­vinnu og fleiri mál­um. Vinnu­að­stæð­urn­ar hafa ver­ið svona út af því að Al­votech hef­ur unn­ið að því að fá mark­aðs­leyfi fyr­ir sam­heita­lyf Humira í Banda­ríkj­un­um. Fyr­ir­tæk­ið hef­ur veðj­að öllu á þetta lyf en sala á því hef­ur dreg­ist sam­an og sam­heita­lyfj­um þess hef­ur alls ekki geng­ið eins vel í Banda­ríkj­un­um og reikn­að var með.
Ákveðið að saksækja þrjá í Lindsor-málinu rúmum 15 árum síðar
3
Skýring

Ákveð­ið að sak­sækja þrjá í Lindsor-mál­inu rúm­um 15 ár­um síð­ar

Sama dag og Geir H. Haar­de flutti ræðu til þjóð­ar­inn­ar þar sem hann bað guð um að blessa Ís­land veitti Kaupþing af­l­ands­fé­lagi lán sem not­að var til að kaupa verð­lít­il skulda­bréf af starfs­mönn­um og vild­ar­við­skipta­vini bank­ans. Nú, 15 og hálfu ári eft­ir að lán­ið var veitt, stend­ur til að sak­sækja þrjá ein­stak­linga í Lúx­em­borg vegna þess.
Þórður Snær Júlíusson
8
Leiðari

Þórður Snær Júlíusson

Elsku ráð­herr­ar, hætt­ið að gefa Ís­land

Nú stend­ur til að gefa norsk­um lax­eld­is­fyr­ir­tækj­um ís­lenska firði til eign­ar. Þeg­ar er bú­ið að gefa ör­fá­um út­gerð­ar­fjöl­skyld­um hundruð millj­arða króna hið minnsta af fé sem ætti að hafa far­ið í sam­fé­lags­lega upp­bygg­ingu. Vilji er til þess að gefa einka­að­il­um vindorku en eng­inn vilji til þess að rukka ferða­þjón­ustu fyr­ir nýt­ingu á al­manna­g­æð­um. Hvað geng­ur ís­lensk­um ráða­mönn­um eig­in­lega til?
Var dæmdur til dauða fyrir hryðjuverk
9
ViðtalÚkraínustríðið

Var dæmd­ur til dauða fyr­ir hryðju­verk

Bret­inn Shaun Pinner var ný­kom­inn úr löngu sam­bandi og fann fyr­ir lífs­kreppu sem marg­ir á miðj­um aldri upp­lifa. Hans lausn við henni var að fara til Úkraínu og þjálfa her­menn. Pinner var hand­tek­inn, stung­inn og pynt­að­ur af Rúss­um en var svo hluti af stór­um fanga­skipt­um sem áttu sér stað milli stríð­andi fylk­inga í sept­em­ber 2022. Ósk­ar Hall­gríms­son ræddi við Pinner.

Mest lesið í mánuðinum

Læstur inni í íbúðinni sinni í fimmtán ár
1
ViðtalFatlað fólk beitt nauðung

Læst­ur inni í íbúð­inni sinni í fimmtán ár

Sveinn Bjarna­son bjó í fimmtán ár í læstri íbúð á veg­um Ak­ur­eyr­ar­bæj­ar. Hann bank­aði oft ít­rek­að og grét áð­ur en starfs­fólk opn­aði fyr­ir hon­um. Móð­ir hans gerði end­ur­tekn­ar at­huga­semd­ir við að hann væri læst­ur inni og seg­ir son sinn hafa ver­ið van­rækt­an. Fyrr á þessu ári greip hún til þess ör­þrifa­ráðs að flytja hann bú­ferl­um í ann­an lands­hluta til að fá mann­sæm­andi að­bún­að fyr­ir hann. Mál Sveins varp­ar ljósi á al­var­leg­ar brota­lam­ir í þjón­ustu við fatl­að fólk á Ís­landi og sýn­ir hvernig mann­rétt­indi hafa ver­ið virt að vett­ugi ár­um sam­an.
Rúlletta Róberts og vitnisburðir starfsfólks: „Þetta er bara rosalega mikið álag“
3
ÚttektRóbert Wessman, Alvogen og Alvotech

Rúll­etta Ró­berts og vitn­is­burð­ir starfs­fólks: „Þetta er bara rosa­lega mik­ið álag“

Starfs­menn Al­votech lýsa vinnu­álag­inu sem ómann­eskju­legu og hafa leit­að til stétt­ar­fé­laga út af ógreiddri yf­ir­vinnu og fleiri mál­um. Vinnu­að­stæð­urn­ar hafa ver­ið svona út af því að Al­votech hef­ur unn­ið að því að fá mark­aðs­leyfi fyr­ir sam­heita­lyf Humira í Banda­ríkj­un­um. Fyr­ir­tæk­ið hef­ur veðj­að öllu á þetta lyf en sala á því hef­ur dreg­ist sam­an og sam­heita­lyfj­um þess hef­ur alls ekki geng­ið eins vel í Banda­ríkj­un­um og reikn­að var með.
„Ég ætla ekki að kinka kolli framan í einhver illmenni án þess að segja neitt“
6
ViðtalForsetakosningar 2024

„Ég ætla ekki að kinka kolli fram­an í ein­hver ill­menni án þess að segja neitt“

Jón Gn­arr er kom­inn í for­setafram­boð. Hann seg­ir meiri þörf á gleði og húm­or í lýð­ræð­inu og sam­fé­lag­inu þar sem of­fram­boð sé á leið­ind­um og er sann­færð­ur um að þjóð­in sé að leita sér að mann­eskju sem hún geti séð sjálfa sig í. Jón ætl­ar sér að mýkja freka kall­inn með kær­leik­ann að vopni og lof­ar að vera hvorki of­stopa­mann­eskja né lydda, nái hann kjöri. Svo hef­ur hann alltaf dreymt um að búa í Garða­bæ.
Hjúkrunarheimilið Sóltún fékk 20 milljarða frá íslenska ríkinu
8
Fréttir

Hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún fékk 20 millj­arða frá ís­lenska rík­inu

Frá ár­inu 2009 hef­ur hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún feng­ið tæp­lega 20 millj­arða króna frá ís­lenskra rík­inu. Um 90 pró­sent af tekj­um Sól­túns koma frá rík­inu. Eig­end­urn­ir hafa tek­ið á þriðja millj­arð króna út úr rekstr­in­um með því að selja fast­eign­ir og lóð­ir og lækka hluta­fé fyr­ir­tæk­is­ins. All­ur rekst­ur­inn bygg­ir hins veg­ar á um­deild­um samn­ingi við ís­lenska rík­ið sem gerð­ur var ár­ið 2000.
Ákveðið að saksækja þrjá í Lindsor-málinu rúmum 15 árum síðar
9
Skýring

Ákveð­ið að sak­sækja þrjá í Lindsor-mál­inu rúm­um 15 ár­um síð­ar

Sama dag og Geir H. Haar­de flutti ræðu til þjóð­ar­inn­ar þar sem hann bað guð um að blessa Ís­land veitti Kaupþing af­l­ands­fé­lagi lán sem not­að var til að kaupa verð­lít­il skulda­bréf af starfs­mönn­um og vild­ar­við­skipta­vini bank­ans. Nú, 15 og hálfu ári eft­ir að lán­ið var veitt, stend­ur til að sak­sækja þrjá ein­stak­linga í Lúx­em­borg vegna þess.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár