Framlag til einkarekinna fjölmiðla úr ríkissjóði aukið um 360 milljónir
Greining

Fram­lag til einka­rek­inna fjöl­miðla úr rík­is­sjóði auk­ið um 360 millj­ón­ir

Til stend­ur að inn­leiða fyr­ir­komu­lag sem veit­ir þeim sem eru áskrif­end­ur að rit­stýrð­um fjöl­miðl­um skatta­afslátt. Vegna þessa verða fram­lög til einka­rek­inna fjöl­miðla úr rík­is­sjóði tvö­föld­uð á næsta ári. Út­varps­gjald­ið, sem fjár­magn­að hluta rekst­urs RÚV, verð­ur að óbreyttu 6,2 millj­arð­ar króna á næsta ári og hækk­ar um 415 millj­ón­ir króna milli ára.
Halli á ríkissjóði 46 milljarðar á næsta ári og hlutur í Íslandsbanka seldur
Greining

Halli á rík­is­sjóði 46 millj­arð­ar á næsta ári og hlut­ur í Ís­lands­banka seld­ur

Út­gjöld rík­is­sjóðs munu aukast um 7,2 pró­sent milli ára sam­kvæmt fjár­laga­frum­varp­inu. Tekj­ur hans hafa stór­auk­ist und­an­far­in ár og á næsta ári mun gistinátta­skatt­ur verða end­ur­vak­inn, helm­ing­ur af eft­ir­stand­andi hlut í Ís­lands­banka verða seld­ur og ný gjald­taka af öku­tækj­um inn­leidd. Heild­ar­skuld­ir rík­is­sjóðs í árs­lok 2024 eru áætl­að­ar 1.699 millj­arð­ar króna.
Snemmbúin arðgreiðsla frá Orkuveitunni gjörbreytti uppgjöri Reykjavíkurborgar
Greining

Snemm­bú­in arð­greiðsla frá Orku­veit­unni gjör­breytti upp­gjöri Reykja­vík­ur­borg­ar

Tap þess hluta rekst­urs Reykja­vík­ur­borg­ar sem fjár­magn­að­ur er með skatt­fé var mun minna á fyrstu sex mán­uð­um árs­ins en það var á fyrstu þrem­ur mán­uð­um árs­ins. Ástæð­an er ekki stór­kost­leg­ur við­snún­ing­ur í und­ir­liggj­andi rekstri höf­uð­borg­ar­inn­ar held­ur það að 5,1 millj­arða króna arð­greiðsla frá Orku­veitu Reykja­vík­ur, sem borg­in á að stærst­um hluta, var fyrr á ferð­inni en venja er fyr­ir.
Fluttu úr landi og fengu fyrr pláss á leikskóla
Greining

Fluttu úr landi og fengu fyrr pláss á leik­skóla

Á öll­um Norð­ur­lönd­un­um nema Ís­landi er börn­um tryggð­ur rétt­ur til leik­skóla­göngu þeg­ar fæð­ing­ar­or­lofi for­eldra lýk­ur. Hér­lend­is bíða for­eldr­ar gjarn­an upp á von og óvon eft­ir leik­skóla­plássi í marga mán­uði eft­ir fæð­ing­ar­or­lof og eru dæmi um að þeir hafi flutt til Norð­ur­land­anna til þess að börn­in þeirra fái fyrr pláss á leik­skóla. „Millj­óna­þjóð­ir sinna þessu miklu bet­ur en við,“ seg­ir Anna Magnea Hreins­dótt­ir, að­júnkt við Menntavís­inda­svið Há­skóla Ís­lands.
Útgerðarmenn loks tengdir sjálfum sér
Greining

Út­gerð­ar­menn loks tengd­ir sjálf­um sér

Um­tals­verð­ar breyt­ing­ar eru fyr­ir­sjá­an­leg­ar á eign­ar­haldi stórra sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tækja, sam­kvæmt til­lög­um starfs­hóps­ins Auð­lind­in okk­ar. Herða á og skýra regl­ur um há­marks­kvóta­eign og tengda að­ila. Sam­herji þarf að minnka hlut sinn og yf­ir­ráð yf­ir Síld­ar­vinnsl­unni í Nes­kaup­stað veru­lega frá því sem ver­ið hef­ur. Það gæti Guð­mund­ur í Brimi líka þurft að gera við aðra hvora af sín­um út­gerð­um.
Kosningarnar sem hanga í loftinu en margir flokkarnir vilja ekki strax
Greining

Kosn­ing­arn­ar sem hanga í loft­inu en marg­ir flokk­arn­ir vilja ekki strax

Rík­is­stjórn­in log­ar í deil­um, stuðn­ing­ur við hana hef­ur aldrei mælst minni og flokk­arn­ir sem hana mynda standa all­ir frammi fyr­ir af­hroði ef kos­ið yrði í dag. Þá eru kyn­slóða­skipti yf­ir­vof­andi í for­ystu sumra þeirra og framund­an eru erf­ið við­fangs­efni sem gætu auð­veld­lega auk­ið óvin­sæld­irn­ar enn frek­ar. Það er erfitt að sjá hvaða hag flokk­arn­ir ættu að hafa af því að sprengja rík­is­stjórn­ina við þess­ar að­stæð­ur.
Íslensku bankarnir hagræddu og fengu skattalækkun en stungu ávinningnum í vasann
Greining

Ís­lensku bank­arn­ir hagræddu og fengu skatta­lækk­un en stungu ávinn­ingn­um í vas­ann

Vaxtamun­ur ís­lensku við­skipta­bank­anna hef­ur ekk­ert lækk­að þrátt fyr­ir að þeir hafi hagrætt mik­ið í rekstri, með­al ann­ars með upp­sögn­um og lok­un úti­búa, og að lækk­un banka­skatts hafi spar­að þeim tólf millj­arða króna. Vaxtamun­ur­inn er miklu meiri en hjá sam­bæri­leg­um bönk­um á Norð­ur­lönd­un­um. Það kem­ur því ekki á óvart að arð­semi ís­lensku bank­anna sé líka hærri hér. Af und­ir­liggj­andi starf­semi hef­ur hún raun­ar ekki ver­ið hærri frá ár­inu 2008 en hún var í fyrra.
Lítill munur á verði á bankaþjónustu og bankarnir hækka verðið oft í takt
Greining

Lít­ill mun­ur á verði á banka­þjón­ustu og bank­arn­ir hækka verð­ið oft í takt

Starfs­hóp­ur legg­ur til að sett verði upp vef­síða þar sem neyt­end­ur geti bor­ið sam­an verð á fjár­mála­þjón­ustu sem bank­arn­ir bjóða upp á. Sum þjón­ustu­gjöld séu ógagn­sæ og ekki sé alltaf ljóst hver kostn­að­ur banka er við að veita þjón­ust­una sem þeir rukka fyr­ir. Hún sé enda oft er ra­f­ræn eða sjálf­virk.
Tilllögur Auðlindarinnar okkar gætu haft mikil áhrif á stórútgerðir
Greining

Til­l­lög­ur Auð­lind­ar­inn­ar okk­ar gætu haft mik­il áhrif á stór­út­gerð­ir

Meiri­hátt­ar upp­stokk­un er fyr­ir­sjá­an­leg í eig­enda­hópi stærstu sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tækja lands­ins, nái til­lög­ur Auð­lind­ar­inn­ar okk­ar um skýr­ara reglu­verk gegn sam­þjöpp­un kvóta­eign­ar, fram að ganga. Sam­herji þyrfti að helm­inga hlut sinn í Síld­ar­vinnsl­unni. Hlut­ur Guð­mund­ar Kristjáns­son­ar í Brimi og Kaup­fé­lags Skag­firð­inga í Vinnslu­stöð­inni kæmu einnig til álita.
Veiðigjöld munu hækka en óljóst er um hversu mikið
Greining

Veiði­gjöld munu hækka en óljóst er um hversu mik­ið

Greint var frá því í vor að veiði­gjöld muni hækka ár­ið 2025. Sú ætl­an er stað­fest í skýrslu „Auð­lind­anna okk­ar“ en ekk­ert er sagt um hversu mik­ið. Það kost­ar rík­ið átta millj­arða króna á ári að sinna rann­sókn­um, þjón­ustu, eft­ir­liti og um­sjóð með fisk­veið­um. Of­an á þá tölu verð­ur að koma bein og sýni­leg hlut­deild þjóð­ar­inn­ar í af­komu við fisk­veið­ar sem henni er tryggð í lög­um.
Svona lítur íslenska hagkerfið út í dag
GreiningHátekjulistinn 2023

Svona lít­ur ís­lenska hag­kerf­ið út í dag

Ef tek­in væri ljós­mynd af ís­lenska hag­kerf­inu væru á henni flug­vél­ar, bið­skyldu­merki og 25 ára ung­menni í von­lausri leit að sinni fyrstu fast­eign. Ör vöxt­ur ferða­þjón­ust­unn­ar vek­ur ugg með­al hag­fræð­inga, en fjár­mála­ráð­gjafi seg­ir hann einnig stuðla að stöð­ug­leika krón­unn­ar og þeim lífs­gæð­um sem Ís­lend­ing­ar búa við í dag.
Þögult auðmagn og þögult vald
Greining

Þögult auð­magn og þögult vald

Rík­asta eina pró­sent heims­ins hef­ur breytt neyslu­mynstri sínu og far­ið frá því að kepp­ast við að sýna hver er rík­ast­ur með lífs­stíl, snekkj­um og merkja­vöru, yf­ir í að fjár­festa í mennt­un, heilsu og lang­lífi. Fé­lags­fræð­ing­ur seg­ir það gert til að að­greina sig, bæði frá al­menn­ingi og öðr­um sem bera það ut­an á sér að eiga pen­inga. Það þyk­ir þeim allra rík­ustu ekki leng­ur smart.
Sá yngsti erfði jörð og áratuga fjölskyldudeilur
GreiningHátekjulistinn 2023

Sá yngsti erfði jörð og ára­tuga fjöl­skyldu­deil­ur

Þeg­ar Þor­steinn Hjaltested, eig­andi Vatns­enda, lést ár­ið 2018 erfði eldri son­ur hans, þá að­eins sex­tán ára, jörð­ina sam­kvæmt erfða­skrá frá 1938. Magnús Pét­ur Hjaltested, yngsti mað­ur á há­tekju­lista Heim­ild­ar­inn­ar, hafði eng­ar launa­tekj­ur í fyrra og greiddi því hvorki tekju­skatt né út­svar, en var með um 46,5 millj­ón­ir í fjár­magn­s­tekj­ur.
Heimilin hafa aldrei tekið jafn mikið af verðtryggðum íbúðalánum í einum mánuði
Greining

Heim­il­in hafa aldrei tek­ið jafn mik­ið af verð­tryggð­um íbúðalán­um í ein­um mán­uði

Sí­fellt fleiri heim­ili eru að skipta úr óverð­tryggð­um lán­um yf­ir í verð­tryggð lán til að lækka mán­að­ar­lega greiðslu­byrði sína. Al­gjör spreng­ing varð í þess­ari þró­un í júlí þeg­ar um­fang verð­tryggðra lána sem voru tek­in var rúm­lega tvö­falt meira en mán­uð­inn áð­ur. Á sama tíma er kaup­samn­ing­um að fækka um næst­um þriðj­ung milli ára.

Mest lesið undanfarið ár