Þessi grein birtist fyrir rúmlega 12 mánuðum.

Fimmtíu eiga meira en fimmtíu prósent kvótans

Meiri­hluti ís­lenskra afla­heim­ilda eru í eigu ör­fárra ein­stak­linga; fimm­tíu manns eiga meira en fimm­tíu pró­sent heim­ild­anna. Þetta sýna út­reikn­ing­ar Fiski­stofu sem gerð­ir voru til að svara fyr­ir­spurn á Al­þingi.

Fimmtíu eiga meira en fimmtíu prósent kvótans

Fiskistofa reiknaði út hvaða einstaklingar ættu mesta hlutdeild í aflaheimildum við Íslandsstrendur. Tilefnið var fyrirspurn Gísla Rafns Ólafssonar, þingmanns Pírata. Hann spurði hvaða félög og einstaklingar hefðu yfirráð yfir kvóta og hvert eignarhald þeirra félaga væri. Hann bað einnig um að upplýst yrði hversu stórt hlutfall kvóta fimmtíu stærstu eigendur hefðu yfirráð yfir, að teknu tilliti til raunverulegra eigenda félaga sem hefðu yfirráð yfir aflaheimildum. 

Starfsmanni Fiskistofu var falið að vinna svarið og sótti hann upplýsingar um skráða eigendur fimmtíu stærstu útgerða landsins miðað við fiskveiðiárið 2022–2023, hafði uppi á eigendum þeirra fyrirtækja og félaga sem þar birtust miðað við ársreikninga og skoðaði raunverulega eigendur, samkvæmt skráningu Skattsins. Tölurnar taka bæði mið af aflamarki og krókaaflamarki.

„50 stærstu útgerðirnar fara með 91,885% af aflamarki. Sú manneskja sem er í 50. sæti fer með 0,331% af ÞÍG, en næsta útgerð á lista fer með 0,285%, svo listinn ætti að gefa ágæta …

Kjósa
26
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (6)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Þ
    Þórbergur skrifaði
    Það vakna ótal undarlegar spurningar við yfirlestur þessarar greinar.
    0
  • Þ
    Þórbergur skrifaði
    Er mögulegt að einhver kvótahafi sé með erlenda kennitölu eða með augljós tengsl við erlenda fjárfesta?
    0
  • JA
    Jón Arnarson skrifaði
    Það er sama hvort það er Gísli, Eiríkur, Helgi eða Ása, Signý eða Helga
    sem eru sögð nýta alþjóðlegan rétt Íslands til að veiða innan okkar lögsagnar
    ÞÁ BER ÞEIM AÐ GREIÐA SAMFÉLAGINU EÐLILEGA FASTA AFNOTAGREIÐSLU.
    Sú greiðsla skal vera óháð afkomu viðkomandi, þó svo að hann sé
    afkomandi eða …….
    0
  • SSÞ
    Sveinn Snævar Þorsteinsson skrifaði
    Er þetta eignakvóti ? Var kvótanum úhlutað til eignar ? Var greitt fyrir kvótann réttum eigendum sem sagt íslensku þjóðinni ? Er ekki kvótanum úthlutað einu sinni á ári og er þá ekki hægt að breita úthlutuninni ?
    2
  • Edda Ögmundsdóttir skrifaði
    Hverjir eiga þá hin 50% ? Varla hin þjóðin.
    1
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár