Fiskistofa reiknaði út hvaða einstaklingar ættu mesta hlutdeild í aflaheimildum við Íslandsstrendur. Tilefnið var fyrirspurn Gísla Rafns Ólafssonar, þingmanns Pírata. Hann spurði hvaða félög og einstaklingar hefðu yfirráð yfir kvóta og hvert eignarhald þeirra félaga væri. Hann bað einnig um að upplýst yrði hversu stórt hlutfall kvóta fimmtíu stærstu eigendur hefðu yfirráð yfir, að teknu tilliti til raunverulegra eigenda félaga sem hefðu yfirráð yfir aflaheimildum.
Starfsmanni Fiskistofu var falið að vinna svarið og sótti hann upplýsingar um skráða eigendur fimmtíu stærstu útgerða landsins miðað við fiskveiðiárið 2022–2023, hafði uppi á eigendum þeirra fyrirtækja og félaga sem þar birtust miðað við ársreikninga og skoðaði raunverulega eigendur, samkvæmt skráningu Skattsins. Tölurnar taka bæði mið af aflamarki og krókaaflamarki.
„50 stærstu útgerðirnar fara með 91,885% af aflamarki. Sú manneskja sem er í 50. sæti fer með 0,331% af ÞÍG, en næsta útgerð á lista fer með 0,285%, svo listinn ætti að gefa ágæta …
sem eru sögð nýta alþjóðlegan rétt Íslands til að veiða innan okkar lögsagnar
ÞÁ BER ÞEIM AÐ GREIÐA SAMFÉLAGINU EÐLILEGA FASTA AFNOTAGREIÐSLU.
Sú greiðsla skal vera óháð afkomu viðkomandi, þó svo að hann sé
afkomandi eða …….