Þessi grein birtist fyrir rúmlega 4 mánuðum.

Innflytjendur eru stærsta deiluefnið

Stjórn­in í Póllandi virð­ist fall­in. Þrír and­stöðu­flokk­ar, sem grein­ir á um margt, munu þurfa að finna leið við erf­ið­ar að­stæð­ur til að mynda nýja stjórn. Það sem sam­ein­ar þá er and­úð á nú­ver­andi stjórn­ar­flokki, Lög­um og rétt­læti.

Innflytjendur eru stærsta deiluefnið
Verðandi forsætisráðherra Donald Tusk var vígfreifur eftir kosningarnar. Hans bíður þó erfitt verkefni eftir að hann myndar ríkisstjórn. Lög og réttlæti hafa mannað hið opinbera með sínu fólki og Andrzej Duda, úr þeim flokki, situr enn á forsetastóli. Mynd: AFP

Nýafstaðnar kosningar í Póllandi þykja þær mikilvægustu í sögu lýðveldisins og stjórnin virðist fallin. En hvað tekur nú við? Fræðimenn úr mismunandi áttum komu saman í Varsjá á dögunum til að spá í spilin. Meðal þeirra er Timothy Garton Ash, prófessor í Mið- og Austur-Evrópufræðum við Háskólann í Oxford. Ash er giftur pólskri konu og segist hafa farið með henni og sjö ára dóttur þeirra á kjörstað í Póllandi árið 1989, en nú fór hann ásamt dótturinni sem er á fimmtugsaldri og sjö ára barnabarni. Segir hann sumt líkt og þá en annað ekki.

Hvorugar kosningarnar voru taldar fyllilega frjálsar. Kommúnistastjórnin sem hafði verið við völd í tæpa hálfa öld hafði enn tögl og hagldir í kerfinu árið 1989 og nýtti sér það. Nú voru kosningarnar að forminu til frjálsar, en þó nýtti stjórnarflokkurinn Pis sér aðstöðu sína, ekki síst yfirráð yfir ríkisfjölmiðlum. Í báðum tilfellum kom þó …

Skráðu þig inn til að lesa

Þú færð tvær fríar áskriftargreinar í mánuði. Þú hefur síðan val um að styrkja óháða blaðamennsku með áskrift á hagstæðu verði, frá aðeins 3.990 krónum á mánuði.
Leiðbeiningar má nálgast á heimildin.is/leidbeiningar.
Kjósa
13
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár