Tveir stjórnendur selja fyrir samtals 2,3 milljarða í Arctic Fish til Síldarvinnslunnar
FréttirLaxeldi

Tveir stjórn­end­ur selja fyr­ir sam­tals 2,3 millj­arða í Arctic Fish til Síld­ar­vinnsl­unn­ar

Eign­ar­halds­fé­lag Sig­urð­ar Pét­urs­son­ar, eins stofn­anda og fyrr­ver­andi fram­kvæmda­stjóra Arctic Fish, hef­ur selt hluta­bréf í fé­lag­inu fyr­ir tæp­lega 1.900 millj­ón­ir króna. Nú­ver­andi fjár­mála­stjóri lax­eld­is­fyr­ir­tæk­is­ins, Neil Shir­an Þór­is­son, sel­ur nú í fé­lag­inu fyr­ir rúm­lega 440 millj­ón­ir króna. Hann seg­ist ekki vera að hætta hjá fé­lag­inu en að óvissa um fram­tíð­ar­eign­ar­hald fé­lags­ins hafi spil­að inn í ákvörð­un hans.
Dómstóll: Plastbarkaaðgerðir ekki í samræmi við vísindi og rannsóknir
FréttirPlastbarkamálið

Dóm­stóll: Plast­barka­að­gerð­ir ekki í sam­ræmi við vís­indi og rann­sókn­ir

Dóm­stóll í Solna í Sví­þjóð hef­ur dæmt ít­alska skurð­lækn­inn Pau­lo Macchi­ar­ini í skil­orðs­bund­ið fang­elsi fyr­ir eina af plast­barka­að­gerð­un­um. Hann fær hins veg­ar ekki dóm fyr­ir tvær af að­gerð­un­um, með­al ann­ars á And­emariam Beyene, sem bú­sett­ur var á Ís­landi. Ís­land teng­ist plast­barka­mál­inu vegna að­komu Tóm­as­ar Guð­bjarts­son­ar og Land­spít­al­ans að því.
Paul McCartney og krakkarnir hans
Flækjusagan

Paul McCart­ney og krakk­arn­ir hans

Góð­ur hluti af heims­byggð­inni fagn­ar nú átt­ræðisaf­mæli Pauls McCart­neys sem einu sinni var ímynd æskuljóm­ans en er nú jafn öfl­ug ímynd virðu­legr­ar og fal­legr­ar elli. Hér lít­um við á börn­in hans fimm. Paul gekk í hjóna­band með Lindu Eastman ár­ið 1969. Paul og Heather McCart­ney, kjör Linda átti þá sex ára gamla dótt­ur af fyrra hjóna­bandi sem Heather hét og...
„Þetta er áframhaldandi ofbeldi“
FréttirVarnarlaus börn á vistheimili

„Þetta er áfram­hald­andi of­beldi“

Kona sem vist­uð var á með­ferð­ar­heim­il­inu Varp­holti og ber að hafa ver­ið beitt of­beldi af Ingj­aldi Arn­þórs­syni, for­stöðu­manni þar, seg­ir vinnu­brögð nefnd­ar sem rann­saka á heim­il­ið fyr­ir neð­an all­ar hell­ur. Aldrei hafi ver­ið haft sam­band við hana til að upp­lýsa um gang mála eða kanna líð­an henn­ar. „Mér finnst að það hefði átt að út­vega okk­ur sál­fræði­þjón­ustu,“ seg­ir Anna María Ing­veld­ur Lar­sen. Hún hef­ur misst alla trú á rann­sókn­inni.
Skýrslan um Laugaland tilbúin en verður ekki gerð opinber strax
FréttirLaugaland/Varpholt

Skýrsl­an um Lauga­land til­bú­in en verð­ur ekki gerð op­in­ber strax

Rann­sókn­ar­skýrslu um hvort of­beldi hafi ver­ið beitt á með­ferð­ar­heim­il­inu Laugalandi, áð­ur Varp­holti, var skil­að um síð­ustu mán­aða­mót. Engu að síð­ur hef­ur hún ekki enn ver­ið kynnt fyr­ir ráð­herr­um. Fimmtán mán­uð­ir eru síð­an rann­sókn­in hófst. Vinna við rann­sókn á Breiða­vík­ur­heim­il­inu, sem var rek­ið leng­ur og fleiri börn dvöldu á, tók tíu mán­uði. Kon­urn­ar sem vist­að­ar voru á með­ferð­ar­heim­il­inu hafa eng­ar upp­lýs­ing­ar feng­ið um rann­sókn­ina.
Moshensky kannast ekki við fjármálamiðstöðina í smáíbúðahverfinu
FréttirÓlígarkinn okkar

Mos­hen­sky kann­ast ekki við fjár­mála­mið­stöð­ina í smá­í­búða­hverf­inu

Hví­trús­senski auð­mað­ur­inn Al­ex­and­er Mos­hen­sky svar­ar ekki spurn­ing­um um fé­lag­ið Alpha Mar Foundati­on í skatta­skjólnu Seychell­es. Sam­kvæmt gögn­um seldi fé­laga­net Mos­hen­skys breskt fé­lag til ís­lensks sam­starfs­manns hans, Karls Kon­ráðs­son­ar sem rek­ur það frá heim­ili sínu í Smá­í­búða­hverf­inu. Mos­hen­sky kann­ast ekki við að vera með starfs­mann eða eiga fé­lag á Ís­landi.
Endurvinnslan sökuð um vörusvik og grænþvott
Fréttir

End­ur­vinnsl­an sök­uð um vöru­svik og græn­þvott

End­ur­vinnsl­an hf. hef­ur í aug­lýs­ing­um und­an­far­in ár ít­rek­að gef­ið til kynna að gler­flösk­ur séu end­urunn­ar, jafn­vel þótt fyr­ir­tæk­ið urði allt gler og hafi gert í ára­tugi. Fyr­ir­heit um að hefja slíka end­ur­vinnslu í fyrra stóð­ust ekki, jafn­vel þótt rík­ið hafi í rúmt ár inn­heimt sér­stakt gjald fyr­ir gler. Formað­ur Neyt­enda­sam­tak­anna sak­ar End­ur­vinnsl­una um vöru­svik og græn­þvott og Neyt­enda­stofa skoð­ar hvort aug­lýs­ing­ar fyr­ir­tæk­is­ins stand­ist lög.
Segja uppsögn Eggerts í kjölfar Vitaliumálsins óútskýrða
Fréttir

Segja upp­sögn Eggerts í kjöl­far Vitaliu­máls­ins óút­skýrða

Eggerti Þór Kristó­fers­syni, for­stjóra Fest­ar, var sagt upp störf­um, seg­ir Við­skipta­blað­ið, þrátt fyr­ir að al­menn­ings­hluta­fé­lag­ið hafi sent frá sér til­kynn­ingu um ann­að. Ekki virð­ist vera ein­ing um upp­sögn­ina í hlut­hafa­hópn­um. Við­skipta­blað­ið set­ur upp­sögn Eggerts í sam­hengi við mál Vitaliu Lazarevu, sem vændi tvo stóra hlut­hafa fé­lags­ins um að hafa brot­ið gegn sér kyn­ferð­is­lega en ann­ar þeirra var einnig stjórn­ar­formað­ur þess.

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu