Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Yfir 2.500 tonn af hvalkjöti flutt frá Íslandi til Japans í desember

Hval­ur hf. flutti yf­ir 2.500 tonn af hval­kjöti til Jap­ans í des­em­ber síð­ast­liðn­um. Kjöt­ið var flutt með skipi. Fyr­ir­tæk­ið stund­aði veið­ar á lang­reyð­um í sum­ar eft­ir tveggja ára hlé. 148 dýr veidd­ust. Nokk­ar kýr voru kelfd­ar er þær voru drepn­ar.

Yfir 2.500 tonn af hvalkjöti flutt frá Íslandi til Japans í desember
Gaumgæfir Kristján Loftsson, forstjóri Hvals, skoðar sprengiskutul í langreyði í sumar. Mynd: Hard to Port

Yfir 2.500 tonn af hvalkjöti var flutt frá Íslandi til Japans í síðasta mánuði. Þetta er fyrsti útflutningur á hvalkjöti frá Íslandi frá árinu 2018 er um 1.500 tonn voru flutt til Japans. Eitt fyrirtæki stundar hvalveiðar á Íslandi, Hvalur hf. Síðasta sumar gerði fyrirtækið út tvö skip frá hvalstöðinni í Hvalfirði og voru 148 langreyðar veiddar. Hvalveiðar voru ekki stundaðar þrjú ár þar á undan, þ.e. árin 2019-2021.

Upplýsingarnar um útflutninginn fékk Heimildin hjá íslenskum tollyfirvöldum eftir að hafa leitað til matvælaráðuneytisins sem hafði þær ekki. Ráðuneytið gat þó sagt að hlutverk þess þegar komi að útflutningi hvalkjöts væri að gefa út vottorð um að kjötið væri af þeim hvalategundum sem heimilt er að veiða og veiddar eru samkvæmt tilhlýðilegum reglugerðum. Slíkt vottorð var ekki gefið út árið 2022 en „mun verða gefið út í þessum mánuði“, sagði í svari ráðuneytisins við fyrirspurn Heimildarinnar.

Útflutningur er birtur á vef Hagstofunnar. Þar hafa nú verið birtar upplýsingar um fyrstu 11 mánuði síðasta árs. En það var í þeim tólfta, desember, sem hvalkjötið var flutt út til Japans.

„Samkvæmt birtingaráætlun Hagstofunnar verða upplýsingar um inn- og útflutning í desember 2022 birtar 31. janúar 2023,“ sagði í svari frá sérfræðingi Skattsins, sem tollurinn heyrir nú undir, við fyrirspurn Heimildarinnar. „Áður en til birtingar hagtalna kemur fyrir desember 2022 geta tollyfirvöld staðfest að hvalkjöt var flutt frá landinu í desember 2022. Útflutningurinn fór fram með skipi með skráð viðskiptaland Japan. Ekki eru veittar frekari upplýsingar um heiti eða skráningu fars. Heildarbrúttóþyngd hvalkjötsins var 2.738.421 kg. og nettóþyngd 2.576.351 kg.“

Hvalur hf. fékk í byrjun júlí 2019 veiðileyfi til fimm ára og hefur því leyfi til veiða á næsta ári. Kristján Loftsson, forstjóri Hvals, sagðist í samtali við Morgunblaðið í haust ekki sjá því neitt til fyrirstöðu að halda til veiða næsta sumar. Miðað við aðstæður nú væri það „sjálfsagt mál“. 

RáðherrannSvandís Svavarsdóttir er matvælaráðherra.

En það finnst ekki öllum „sjálfsagt mál“ að halda hvalveiðum áfram. Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra sagði snemma á síðasta ári að sýna þyrfti fram á að það væri „efnahagslega réttlætanlegt“ að endurnýja veiðiheimildir til hvalveiða eftir að þær renna út í ár, þ.e. 2023. Hún sagði að í sögulegu samhengi hafi hvalveiðar haft neikvæð áhrif á útflutningshagsmuni landsins og að orðsporsáhættan sem fylgi áframhaldandi veiðum sé talsverð. Engar veiðar á stórhvelum hefðu verið stundaðar í þrjú ár og að einfaldasta og líklegasta skýringin væri kannski sú að viðvarandi tap er af veiðunum.

Blekið var hins vegar vart orðið þurrt á síðum Morgunblaðsins sem birti þessi orð ráðherrans í aðsendri grein en að Kristján Loftsson tilkynnti að hvalveiðiskipin myndu enn á ný halda til veiða sumarið 2022. Sem þau og gerðu.

Kjarninn birti fjölda frétta af veiðunum sem samtökin Hard to Port fylgdust náið með. Nokkur fjöldi dýranna sem dregin voru dauð að landi í hvalstöðinni í Hvalfirði voru með fleiri en einn sprengiskutul í sér sem þýðir að sá fyrsti hefur geigað, ekki sprungið og dauðastríð dýranna því væntanlega lengst. Í einhverjum tilvikum voru dýrin hæfð í bægsli eða höfuðkúpu, þ.e. bein, og þá springur skutullinn ekki. Í öðrum tilvikum höfðu kelfdar kýr verið drepnar og fóstur þeirra skorin úr þeim í hvalstöðinni.

Fréttir af þessum aðförum urðu til þess að matvælaráðherra setti nýja reglugerð um verulega hert eftirlit með hvalveiðum í byrjun ágúst. Frá þeim tíma var skylt að hafa veiðieftirlitsmenn um borð í veiðiferðum Hvals hf. Þannig á að reyna að tryggja að farið sé að lögum um velferð dýra.

Kjósa
3
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Rúlletta Róberts og vitnisburðir starfsfólks: „Þetta er bara rosalega mikið álag“
1
ÚttektRóbert Wessman, Alvogen og Alvotech

Rúll­etta Ró­berts og vitn­is­burð­ir starfs­fólks: „Þetta er bara rosa­lega mik­ið álag“

Starfs­menn Al­votech lýsa vinnu­álag­inu sem ómann­eskju­legu og hafa leit­að til stétt­ar­fé­laga út af ógreiddri yf­ir­vinnu og fleiri mál­um. Vinnu­að­stæð­urn­ar hafa ver­ið svona út af því að Al­votech hef­ur unn­ið að því að fá mark­aðs­leyfi fyr­ir sam­heita­lyf Humira í Banda­ríkj­un­um. Fyr­ir­tæk­ið hef­ur veðj­að öllu á þetta lyf en sala á því hef­ur dreg­ist sam­an og sam­heita­lyfj­um þess hef­ur alls ekki geng­ið eins vel í Banda­ríkj­un­um og reikn­að var með.
Þórður Snær Júlíusson
5
Leiðari

Þórður Snær Júlíusson

Elsku ráð­herr­ar, hætt­ið að gefa Ís­land

Nú stend­ur til að gefa norsk­um lax­eld­is­fyr­ir­tækj­um ís­lenska firði til eign­ar. Þeg­ar er bú­ið að gefa ör­fá­um út­gerð­ar­fjöl­skyld­um hundruð millj­arða króna hið minnsta af fé sem ætti að hafa far­ið í sam­fé­lags­lega upp­bygg­ingu. Vilji er til þess að gefa einka­að­il­um vindorku en eng­inn vilji til þess að rukka ferða­þjón­ustu fyr­ir nýt­ingu á al­manna­g­æð­um. Hvað geng­ur ís­lensk­um ráða­mönn­um eig­in­lega til?
Vextir þriðjungs allra óverðtryggðra lána til heimila landsins losna brátt
9
Viðskipti

Vext­ir þriðj­ungs allra óverð­tryggðra lána til heim­ila lands­ins losna brátt

Í nýj­ustu mán­að­ar­skýrslu Hús­næð­is- og mann­virkja­stofn­un­ar er sagt frá því að meiri­hluti eft­ir­stand­andi óverð­tryggðra lána á föst­um vöxt­um munu koma til end­ur­skoð­un­ar á næstu miss­er­um. Frá og með júlí og til og með ág­úst á næsta ári munu vext­ir losna á óverð­tryggð­um lán­um fyr­ir sam­an­lagt 410 millj­arða króna. Það er rúm­lega þriðj­ung­ur af öll­um óverð­tryggð­um lán­um til heim­ila lands­ins.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Rúlletta Róberts og vitnisburðir starfsfólks: „Þetta er bara rosalega mikið álag“
1
ÚttektRóbert Wessman, Alvogen og Alvotech

Rúll­etta Ró­berts og vitn­is­burð­ir starfs­fólks: „Þetta er bara rosa­lega mik­ið álag“

Starfs­menn Al­votech lýsa vinnu­álag­inu sem ómann­eskju­legu og hafa leit­að til stétt­ar­fé­laga út af ógreiddri yf­ir­vinnu og fleiri mál­um. Vinnu­að­stæð­urn­ar hafa ver­ið svona út af því að Al­votech hef­ur unn­ið að því að fá mark­aðs­leyfi fyr­ir sam­heita­lyf Humira í Banda­ríkj­un­um. Fyr­ir­tæk­ið hef­ur veðj­að öllu á þetta lyf en sala á því hef­ur dreg­ist sam­an og sam­heita­lyfj­um þess hef­ur alls ekki geng­ið eins vel í Banda­ríkj­un­um og reikn­að var með.
Sleppti máltíðum til þess að komast frá Ásbrú
4
Greining

Sleppti mál­tíð­um til þess að kom­ast frá Ás­brú

„Stans­laust von­leysi vakn­ar um leið og þú mæt­ir,“ seg­ir ung­ur venesú­elsk­ur hæl­is­leit­andi um Ás­brú. Þar hafi ver­ið ómögu­legt fyr­ir hann, eða nokk­urn mann, að að­lag­ast ís­lensku sam­fé­lagi – sem er at­riði sem stjórn­mála­menn þvert á flokka hafa sagt mik­il­vægt. Fé­lags- og vinnu­mark­aðs­ráð­herra hef­ur sagst vilja fleiri bú­setu­úr­ræði á borð við Ás­brú.
Fyrirtækið sem Kvika keypti kom að lánum til félags konu Ármanns
6
ViðskiptiKvika og Ortus

Fyr­ir­tæk­ið sem Kvika keypti kom að lán­um til fé­lags konu Ár­manns

Breska fyr­ir­tæk­ið Ort­us Capital, sem Ár­mann Þor­valds­son, nú­ver­andi for­stjóri al­menn­ings­hluta­fé­lags­ins Kviku, var hlut­hafi í var einn af lán­veit­end­um breska kráar­fyr­ir­tæk­is­ins Red Oak Taverns, sem eig­in­kona Ár­manns á hlut í. Þetta fyr­ir­tæki varð síð­ar að Kviku Secu­rities í Bretlandi og keypti það breskt lána­fyr­ir­tæki af við­skipta­fé­lög­um fyr­ir tveim­ur ár­um fyr­ir millj­arða króna.
Umsækjandi hjá MAST vill rökstuðning: „Ég er vonsvikinn“
7
FréttirLaxeldi

Um­sækj­andi hjá MAST vill rök­stuðn­ing: „Ég er von­svik­inn“

Eg­ill Stein­gríms­son dýra­lækn­ir var ann­ar af um­sækj­end­un­um um sviðs­stjórastarf hjá Mat­væla­stofn­un sem með­al ann­ars snýst um eft­ir­lit með lax­eldi. Fiska­líf­eðl­is­fræð­ing­ur­inn Þor­leif­ur Ág­ústs­son var ráð­inn fram yf­ir hann og vakti ráðn­ing­in at­hygli inn­an MAST vegna já­kvæðra skrifa hans um lax­eldi hér á landi.
Öryrkjar borga fyrir kjarasamninga og tugir milljarða settir í borgarlínu
8
GreiningFjármálaáætlun 2025-2029

Ör­yrkj­ar borga fyr­ir kjara­samn­inga og tug­ir millj­arða sett­ir í borg­ar­línu

Rík­is­sjóð­ur verð­ur rek­inn í halla í næst­um ára­tug sam­fleytt áð­ur en við­snún­ing­ur næst. Til að fjár­magna tug­millj­arða króna út­gjöld vegna Grinda­vík­ur og kjara­samn­inga á með­al ann­ars að fresta greiðsl­um til ör­orku­líf­eyri­s­kerf­is­ins, selja eign­ir fyr­ir tugi millj­arða króna og lækka fram­lög í vara­sjóð. Fram­kvæmd­um sem áð­ur hef­ur ver­ið frest­að er frest­að á ný en pen­ing­ar sett­ir í nýja þjóð­ar­höll og tug­ir millj­arða króna verða til­tæk­ir í borg­ar­línu og tengd verk­efni. Vaxta­byrð­in á rík­is­sjóði verð­ur þó þung. Á næsta ári mun hann borga 121 millj­arð króna í slíka.

Mest lesið í mánuðinum

Læstur inni í íbúðinni sinni í fimmtán ár
1
Viðtal

Læst­ur inni í íbúð­inni sinni í fimmtán ár

Sveinn Bjarna­son bjó í fimmtán ár í læstri íbúð á veg­um Ak­ur­eyr­ar­bæj­ar. Hann bank­aði oft ít­rek­að og grét áð­ur en starfs­fólk opn­aði fyr­ir hon­um. Móð­ir hans gerði end­ur­tekn­ar at­huga­semd­ir við að hann væri læst­ur inni og seg­ir son sinn hafa ver­ið van­rækt­an. Fyrr á þessu ári greip hún til þess ör­þrifa­ráðs að flytja hann bú­ferl­um í ann­an lands­hluta til að fá mann­sæm­andi að­bún­að fyr­ir hann. Mál Sveins varp­ar ljósi á al­var­leg­ar brota­lam­ir í þjón­ustu við fatl­að fólk á Ís­landi og sýn­ir hvernig mann­rétt­indi hafa ver­ið virt að vett­ugi ár­um sam­an.
Eina leiðin til að halda lífinu áfram var að koma út
4
ViðtalForsetakosningar 2024

Eina leið­in til að halda líf­inu áfram var að koma út

Bald­ur Þór­halls­son bældi nið­ur eig­in kyn­hneigð frá barns­aldri og fannst hann ekki geta ver­ið hann sjálf­ur. Fyr­ir 28 ár­um tók hann ákvörð­un um að koma út úr skápn­um, það var ekki ann­að í boði ef hann ætl­aði að halda áfram með líf­ið. Nú stefna þeir Fel­ix Bergs­son á Bessastaði. „Við eig­um 28 ára ást­ríkt sam­band að baki og höf­um ekk­ert að fela,“ seg­ir Fel­ix.
„Ég ætla ekki að kinka kolli framan í einhver illmenni án þess að segja neitt“
6
ViðtalForsetakosningar 2024

„Ég ætla ekki að kinka kolli fram­an í ein­hver ill­menni án þess að segja neitt“

Jón Gn­arr er kom­inn í for­setafram­boð. Hann seg­ir meiri þörf á gleði og húm­or í lýð­ræð­inu og sam­fé­lag­inu þar sem of­fram­boð sé á leið­ind­um og er sann­færð­ur um að þjóð­in sé að leita sér að mann­eskju sem hún geti séð sjálfa sig í. Jón ætl­ar sér að mýkja freka kall­inn með kær­leik­ann að vopni og lof­ar að vera hvorki of­stopa­mann­eskja né lydda, nái hann kjöri. Svo hef­ur hann alltaf dreymt um að búa í Garða­bæ.
Hjúkrunarheimilið Sóltún fékk 20 milljarða frá íslenska ríkinu
7
Fréttir

Hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún fékk 20 millj­arða frá ís­lenska rík­inu

Frá ár­inu 2009 hef­ur hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún feng­ið tæp­lega 20 millj­arða króna frá ís­lenskra rík­inu. Um 90 pró­sent af tekj­um Sól­túns koma frá rík­inu. Eig­end­urn­ir hafa tek­ið á þriðja millj­arð króna út úr rekstr­in­um með því að selja fast­eign­ir og lóð­ir og lækka hluta­fé fyr­ir­tæk­is­ins. All­ur rekst­ur­inn bygg­ir hins veg­ar á um­deild­um samn­ingi við ís­lenska rík­ið sem gerð­ur var ár­ið 2000.
Ráðning stjórnanda til MAST vekur athygli: „Ég er fagmaður"
10
FréttirLaxeldi

Ráðn­ing stjórn­anda til MAST vek­ur at­hygli: „Ég er fag­mað­ur"

MAST til­kynnti starfs­mönn­um sín­um um það á mið­viku­dag­inn að bú­ið væri að ráða Þor­leif Ág­ústs­son sem nýj­an sviðs­stjóra yf­ir með­al ann­ars fisk­eld­is­deild­ina hjá stofn­un­ina. Þor­leif­ur hef­ur skrif­að grein­ar þar sem hann tal­ar fyr­ir lax­eldi í sjókví­um. Þor­leif­ur seg­ist vera vís­inda­mað­ur og að hann taki ekki af­stöðu. For­stjóri MAST, Hrönn Jó­hann­es­dótt­ir vill ekki ræða um ráðn­ing­una þeg­ar eft­ir því er leit­að.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu