Berlínarmúrinn var ein helsta og þekktasta táknmynd kalda stríðsins á 20. öldinni. Þann 9. nóvember var þess minnst um víða veröld að þá voru liðin 30 ár frá „falli“ múrsins, eða réttara sagt frá því að fólk fékk að ganga óáreitt í gegnum eftirlitsstöðvar við múrinn. Borgarmörkunum var lokað með valdi aðfaranótt 13. ágúst árið 1961. Fyrst með gaddavírsgirðingu sem var síðan fljótlega leyst af hólmi með hlöðnum múr. Á þeim tíma var nokkur viðvera Íslendinga í Berlín, sérstaklega í austurhluta borgarinnar. Fyrir lokaverkefni í sagnfræði árið 2007, tók Björn Teitsson viðtöl við þrjá Íslendinga sem upplifðu þennan mikla vendipunkt í sögu kalda stríðsins frá fyrstu hendi. Hvernig var Austur-Þýskaland á þessum árum? Hvernig var að vera Íslendingur í Austur-Berlín, þegar fólk flúði frá borginni uns henni var bókstaflega lokað?
„Svo var hann bara horfinn“

Athugasemdir