Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 5 árum.

„Það voru alltaf einhverjir úr árgangnum sem höfðu flúið“

Ís­lend­ing­ar í Berlín segja frá líf­inu hand­an múrs­ins. Þór Vig­fús­son var við nám í Aust­ur-Berlín og lýs­ir van­trausti, þögg­un og vöru­skorti. Hann minn­ist þess þó að hafa líka beð­ið í röð í Reykja­vík eft­ir nýj­um skóm. „Vöru­úr­val var ekk­ert skárra á Ís­landi. Þar var smjöri skammt­að á 6. ára­tugn­um, al­veg eins og í Aust­ur-Berlín.“

„Það voru alltaf einhverjir úr árgangnum sem höfðu flúið“

Berlínarmúrinn var ein helsta og þekktasta táknmynd kalda stríðsins á 20. öldinni. Þann 9. nóvember var þess minnst um víða veröld að þá voru liðin 30 ár frá „falli“ múrsins, eða réttara sagt frá því að fólk fékk að ganga óáreitt í gegnum eftirlitsstöðvar við múrinn. Borgarmörkunum var lokað með valdi aðfaranótt 13. ágúst árið 1961. Fyrst með gaddavírsgirðingu sem var síðan fljótlega leyst af hólmi með hlöðnum múr. Á þeim tíma var nokkur viðvera Íslendinga í Berlín, sérstaklega í austurhluta borgarinnar. Fyrir lokaverkefni í sagnfræði árið 2007, tók Björn Teitsson viðtöl við þrjá Íslendinga sem upplifðu þennan mikla vendipunkt í sögu kalda stríðsins frá fyrstu hendi. Hvernig var Austur-Þýskaland á þessum árum? Hvernig var að vera Íslendingur í Austur-Berlín, þegar fólk flúði frá borginni uns henni var bókstaflega lokað?

„Svo var hann bara horfinn“

Þór VigfússonEinu sinni trúði sporvagnsstjóri honum fyrir fyrirætlunum sínum um flótta yfir til Vestur-Þýskalands, …
Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Íslendingar þurfi að ákveða hvar þeir staðsetja sig: „Þetta eru mjög válegir tímar“
4
ViðtalBandaríki Trumps

Ís­lend­ing­ar þurfi að ákveða hvar þeir stað­setja sig: „Þetta eru mjög vá­leg­ir tím­ar“

Pól­skipti hafa átt sér stað í vest­rænu varn­ar­sam­starfi með skyndi­legri stefnu­breyt­ingu Banda­ríkj­anna í ut­an­rík­is­mál­um, seg­ir Erl­ing­ur Erl­ings­son hern­að­ar­sagn­fræð­ing­ur. Hætta geti steðj­að að Ís­landi en Banda­rík­in hafi sýnt að þau séu óút­reikn­an­leg og beri ekki virð­ingu fyr­ir leik­regl­um al­þjóða­kerf­is­ins.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Einn og hálfur tími á bráðamóttöku: Sjálfsskaði, hjartastopp og hnífstunga
4
Á vettvangi

Einn og hálf­ur tími á bráða­mót­töku: Sjálfsskaði, hjarta­stopp og hnífstunga

Eitt orð má aldrei nota á bráða­mót­töku Land­spít­al­ans og það er orð­ið ró­legt. Nán­ast um leið og Jón Ragn­ar Jóns­son bráða­lækn­ir hef­ur orð á að það sé óvenju ró­legt á næt­ur­vakt eina helg­ina dynja áföll­in á. Hann hef­ur rétt kom­ið manni til lífs þeg­ar neyð­ar­bjall­an hring­ir á ný. Síð­an end­ur­tek­ur sama sag­an sig.

Mest lesið í mánuðinum

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár